Morgunblaðið - 16.12.1988, Síða 59

Morgunblaðið - 16.12.1988, Síða 59
‘ Stöð 2: Neyðarúr- ræði að rjúfa þætti með auglýsingum -Segir Sighvatur Blöndal Útsending framhaldsþáttar á Stöð 2 var rofin á þriðjudags- kvöldið til að koma að auglýsing- um. Að sögn Sighvatar Blöndal, markaðsstjóra Stöðvarinnar er hér ekki um stefhubreytingu að ræða, heldur var gripið tii þessa ráðs tii að koma að öllum þeim auglýsingum sem birtast þurfa fyrir jólin. „Það magn af auglýsingum sem berst fyrir jólin er mun meira en við gerðum ráð fyrir og þótt við höfum hingað til ekki verið með auglýsingatíma inni í þáttum var grifúð til þess nú sem neyðarúrræð- is. í erlendum þáttum er gert ráð fyrir auglýsingahléum, þannig að þetta er okkur heimilt þótt við höf- um ekki nýtt það til þessa“ sagði Sighvatur. „Það gegnir öðru máli með kvikmyndir, því það er í samn- ingum okkar við erlenda kvik- myndaframleiðendur að óheimilt sé að ijúfa útsendingu með auglýsing- um.“ Aðspurður hvort áhorfendur mættu búast við áframhaldandi auglýsingatímum í miðjum fram- haldsþáttum, sagði Sighvatur að það mætti eiga von á því næstu vikuna eða svo, en ekki til frambúð- ar. Stjörnujól í Garðabæ HIN árlegu Stjörnujól verða hald- in í Garðalundi sunnudaginn 18. desember kl. 17.00—19.00. Sijörnujólin eru haldin í sámvinnu íþrótta- og tómstundaráðs og UMF Stjörnunnar. íbúar í Garðabæ hafa kunnað að meta þessa hátíð því aðsókn hefur alla tíð verið góð. Dagskráin á sunnudag verður þannig að Hljóm- sveit Magnúsar Kjartanssonar leik- ur, Halli og Laddi koma í heimsókn og á þeirra vegum verða Eiríkur Fjalar, Skúli rafvirki og fleiri, kynn- ir vérður Hermann Gunnarsson og hver veit nema Elsa Lund verði nærri? Jólasveinar bregða á leik og í hléinu verða kaffíveitingar og happdrætti. Helga Möller syngur jólalög g að lokum verður dansað í kringum jólatréð með jólasveinum og þeir afhenda jólapoka. (Úr fréttatílkynningu) -----• ♦ « Þór Whitehead áritarbóksína Þór Whitehead mun árita bók sína, íslandsævintýri Himmlers, í verslun Hagkaups, Kringlunni, laugardaginn 17. desember frá kl. 16.00 til 17.00. Samtök Græningja: Fundur um umhverfismál SAMTÖK Græningja halda fund á Hótel Borg sunnudaginn 18. desember undir kjörorðinu „Framtíð á grænni grein“. A fundinum verður skýrð nauð- syn þess að íslendingar marki sér framtíðarstefnu í umhverfismálum og lagt til að ísland verði fyrsta „græna“ þjóðfélagið í heiminum, segir í fréttatilkynningu. TVÆR A VERÐI EINNAR Geiist þaó betra? H( xícrWhiaaki'r - ' < >í f í ( f H 'X . Harry Belafonte Suðræn sveifla. Öfl þekktustu lög þessa heimsþekkta söngvara í frumútgáfum. Day-O, Island In The Sun og öll hin lögin höfða tjl fólks á öllum aldri. Roger Whittaker Loksins fáanleg eftir langt hlé öll hans bestu lög í einum pakka. Hver man t.d. ekki eftir lögum eins og Durham Town. Ósjálfrátt fer maður að blístra með. Metal Killers Vol 1v 2 & 3 Nú geta rokkarar haldið veislu án þess að bögglast með . fleiri hundruð plötur. Á þessum þremur tvöföldu safnplöt- um eru að finna öll bestu rokklög síðari ára með flytjend- um á borð við Ozzy, Gary Moore, Uriah Heep, Accept o.fl. . Jlm Reeves Hjartaknúsarinn bræðir íshjartað með sígildum kántrýsöngvum. Inniheldur m.a. Adios Amigos, I Love You Because o.fl., o.fl. Dean Martin Everybody Loves Somebody (Sometime). Dean Martin er skemmtikraftur af guðs náð. Huggu- leg tónlist. Hits Of The Fifties Nauðsynleg safnplata frá árunum '50-'60. Það er langt síðan að þekktustu lög Doris Day, Johnny Cash, Judy Garland o.fl. söngvara hafa verið fáanleg á plötum hérlendis. Abba Hljómsveit sem vart þarf að kynna, enda fáar hljómsveitir átt jafn mörg „hit" lög og Abba. Hér er að finna öll þeirra frægustu lög. Buddy Holly Oft nefndur faðir Bítlanna. Tvímælalaust einn af snillingum frumrokksins. /jfií*I>UMUNKRS . . i! I ie . i . ■ Dubliners Hver man ekki eftir þeim úr Höllinni. Þetta er hljómsveit sem veit hvað stemmning er. Chuck Berry Ef Buddy Holly er faðir Bítlanna þá er Chuck Berry réttnefndur faðir rokksins. Johnny B. Good, Maybellene, Rock’n’Roll Music og öll hin lögin. Hreint æði. Johnny Winter Gítarbetjan í stuði. Hann rokkar, hann blúsar. Hér flytur hann m.a. þrjú Stones-lög, Slipp- in’n’Sliddin' og fleiri meiriháttar rokk- og blúslög. Roy Orblson Góð endurminning um einn af frumherjum rokksins. Þessi ógleymanlegi rokkari lést svip- lega nú nýlega eftir frábæra endurkomu með Travelling Wilburys. liEMAMASANÐTHE Betra geríst það ekki. Fást í öllum betri hljómplötuverslunum, stórmörkuðum og kaupfélögum. „Gæða tónlist á góðum stað“ Sendum í póstkröfu samdægurs. THE COLLECTION Mamas And The Papas Þetta er plata handa mömmu og pabba. Tend- rið upp í gömlu hippahjörtunum með lögum eins og Monday, Monday og Califomia Dreamin’ gramm M\ tískuverslun /nM U Djq LAUGAVEGI 8 SIMI 17812 £ VIÐ UTSKRIFTINA! DRAGTIR, JAKKAR, BUXUR, PILS OG BLÚSSUR. HÁGÆÐAVARA í SÉRFLOKKI Á GÓÐU VERÐI. i!i MODAs,mi 17812 n ÝFIR HÁTÍÐIRNAR! ERUM AÐ TAKA UPP NÝJAR VÖRUR DRAGTIR, JAKKAR, BUXUR, PILS OG BLÚSSUR. HÁGÆÐAVARA í SÉRFLOKKI Á GÓÐU VERÐI.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.