Morgunblaðið - 16.12.1988, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988
61
Elínborg Jónas-
dóttir - Minning
Fædd 10. maí 1902
Dáin 9. desember 1988
Hún Elínborg tengdamóðir mín
lést í Borgarspítalanum þ. 9. des.
sl. 86 ára að aldri eftir langvarandi
veikindi. Mig langar til þess að
minnast hennar með nokkrum
línum.
Elínborg fæddist þ. 10. maí 1902
að Bjargshóli í Miðfirði, dóttir hjón-
anna Önnu Kristófersdóttur og Jón-
asar Jónssonar, sem bjuggu lengst
af á Syðri-Reykjum í Miðfirði.
Systkinin voru sex. Elst var Þuríð-
ur, en hún dó barn að aldri, þá
Guðrún, Björn, Jón, Gunnar og
Elínborg. Gunnar er: einn eftir á lífi
og dvelur hann á Elliheimilinu á
Hvammstanga. Alltaf var mjög
kært á milli Elínborgar og Gunnars.
Þann 22. júlí 1932 giftist Elín-
borg eftirlifandi manni sínum Stein-
bimi Jónssyni, fyrrverandi bónda
og söðlasmiði. Eignuðust þau 4
börn. Þau eru: Álfhildur, Samúel,
Anna og Sigurður. Einnig ólu þau
upp dreng, Pétur, frá 5 ára aldri.
Elínborg og Steinbjörn bjuggu
að Syðri-Völlum á Vatnsnesi í
kringum 30 ár. Þar stjórnaði Elín-
borg fjölmennu heimili þar sem
mikið var um gestakomur og oft
langur vinnudagur. Margir nutu
umhyggju hennar, fjölskylda jafnt
sem vandalausir. Er aldurinn færð-
ist yfir bmgðu þau búi og fluttu til
Hveragerðis. Þar bjuggu þau í mörg
ár, en fluttu svo til Reykjavíkur
árið 1980.
Þar sem við Samúel kynntumst
og giftumst úti í Stokkhólmi, hafði
ég aldrei hitt Elínborgu og Stein-
björn, en einmitt þar frétti ég að
ég þyrfti engu að kvíða, því að ég
gæti varla eignast betri tengdafor-
eldra. Og það vom orð að sönnli,
því að þegar heim var komið fann
ég strax hversu velkomin ég var í
fjölskylduna.
Þær minnast þess eldri dæturn-
ar, Sólveig og Elínborg, þegar þær
komu í heimsókn til ömmu og afa
í Hveragerði, en það var oft, að þær
fóm í kassann hjá ömmu þar sem
hún geymdi úrval af vettlingum og
sokkum sem hún hafði pijónað. Var
þetta ætlað öllu „litla fólkinu“ í ijöl-
skyldunni. Minnist ég þess ekki að
hafa keypt vettlinga eða sokka fyr:
ir bömin fjögur meðan Elínborgar
naut við.
Ef ég ætti að lýsa Elínborgu, þá
var hún mjög heilsteypt kona, björt
yfirlitum, frekar hlédræg og ein-
staklega ósérhlífin. Hún naut þess
í ríkum mæli eins og fyrir norðan
að veita vel gestum og gangandi.
í Reykjavík byggðu Elínborg og
Steinbjörn hús ásamt dóttur sinni
og tengdasyni að Lækjarseli 7.
Mig langar að það komi fram
hér að Anna og Gísli maður hennar
hafa sýnt þeim einstaka nærgætni
og umhyggjusemi þegar heilsan fór
þverrandi.
Síðustu tvö árin dvaldi Elínborg
í Borgarspítalanum og naut þar
góðrar umönnunar starfsfólks og
em þeim færðar kærar þakkir fyrir.
Ég og fjölskylda mín kveðjum
Elínborgu að leiðarlokum og þökk-
um henni allt elskulegt.
Blessuð sé minning góðrar konu.
Tengdadóttir
t
Móðir mín,
FINNEY REGINBALDSDÓTTIR,
Knarrarstfg 2,
Sauðárkróki,
verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 17. des-
ember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda,
Halldóra S. Jónsdóttir.
t
Útför sambýlismanns míns,
INGIMUNDAR SÆMUNDSSONAR,
Dúfnahólum 4,
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. desember kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vildu minn-
ast hins látna láti Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík njóta þess.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna,
Kristín Magnúsdóttir.
t
Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
BENJAMÍNS GUÐMUNDSSONAR,
Lindarholti 6,
Ólafsvík,
sem lést þann 13. þ.m. fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn
17. desember kl. 14.00 Sætaferð verðurfrá BSÍ kl. 8.00 sama dag.
Þórdfs Þorgrímsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Minninff:
Pétur Stefánsson,
Hafharfírði
Fæddur 17. október 1920
Dáinn 6. desember 1988
Pétur Stefánsson, tengdafaðir
minn, er látinn eftir skamma sjúk-
dómslegu. Á þessari stundu finn
ég mig knúinn til þess að minnast
þessa ágæta drengskaparmanns
sem ég hef haft svo náin kynni af,
bæði í einkalífi og sem samstarfs-
maður.
Pétur fæddist að Sæunnarstöð-
um í Hallárdal og ólst þar upp í
stórum systkinahópi fyrstu ár ævi
sinnar uns hann fluttist að Æsu-
stöðum í Langadal. Pétur ólst upp
við kröpp kjör eins og títt var í þá
daga og varð því ekki um langa
skólagöngu að ræða. Aðeins 15 ára
gamall hóf Pétur sjómennsku og
stundaði hann sjóinn allt fram til
1963 er hann stofnaði sælgætis-
verksmiðjuna Drift hf. Af árvekni
og alúð byggði Pétur upp fyrirtæki
sitt og var dugnaður hans og ósér-
hlífni aðdáunarverð. Skyldurækni
og orðheldni var honum í blóð bor-
in og honum var forsjá heimilis og
fyrirtækis eftirlæti og metnaður.
Pétur var mikill gæfumaður í
einkalífi. Árið 1948 gekk hann að
eiga eftirlifandi konu sína, Aðal-
heiði Dís Þórðardóttur, og varð
þeim tveggja bama auðið. Fyrstu
árin bjuggu þau í Reykjavík en
fluttust síðan til Hafnarfjarðar eftir
að fyrirtækið hóf rekstur þar.
Með þessum fáu orðum vil ég
þakka Pétri fyrir samfylgdina og
kveð góðan félaga með söknuði.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka,
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna,.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
E.H.
t
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
RAGNHEIDUR AÐALSTEINSDÓTTIR
frá Hlíð,
Halakoti, Vatnsleysuströnd,
verður jarðsungin frá Kálfatjarnarkirkju laugardaginn 17. desem-
ber kl. 13.30.
Mundhildur B. Guðmundsd. Grátar B. Ingvarsson,
Ingvar K. Grétarsson, Ragnhildur H. Grétarsdóttir,
Guðmundur S. Grétarsson, Þuríður K. Grótarsdóttir.
t
Útför eiginmanns míns, föður, sonar, bróður og tengdasonar,
GUÐMUNDAR LÁRUSSONAR,
Suðurgötu 71,
fer fram frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 17. desember kl.
14.00. Þeir sem vildu minnast hans eru beðnir að láta Krabba-
meinsfélagið njóta þess.
Dagný Sigurbjörg Jónsdóttir,
Hera Guðmundsdóttir,
Sonja Andrésdóttir,
Lárus Kristjánsson,
Kristján Lárusson,
Jón Guðbjörnsson,
Kristín Kristjánsdóttir.
STRAUJARN, STERKASTA
VOPNIÐ GEGN KRUMPUM
• 1100 wött
• Gufuskoti í gegnum allt að 50 göt. Minnkar
stórlega hættuna á að efnið brenni við járn ið
•Öryggikemuri veg fyrirofhitnun jámsins
• Vatnsmælir
• Stjórnanlegurvatnsúði
• Stjórnanlegur gufugjafi
• Snúruhaidari
• 12 mánaða ábyrgð
• Fáanieg snúruiaus — með hleðslutæki^
HOOVER—hefur betur
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI84670 ÞARABAKKI 3, SÍMI670100