Morgunblaðið - 22.12.1988, Side 1
88 SIÐUR B
293. tbl. 76. árg.
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Hundruð manna farast í flugslysi í Suður-Skotlandi:
Breiðþota skellur til jarðar
og tugir húsa fuðra
London, Ncw York, Skotlandi. Reuter og frá Guðmundi Heiðari Frímannflayni og Andrési Magnússyni fréttariturum Morgunblaðsins.
BREIÐÞOTA af gerðinni Boeing-
747 frá bandaríska Pan Americ-
an-flugfélaginu á leið frá Heath-
row-flugvelli i London til
Kennedy-flugvallar í New York
hrapaði til jarðar í skoska þorp-
inu Lockerbie um klukkan 19.15
í gærkvöldi. Með flugvélinni voru
243 farþegar, þar af þrjú börn,
og 15 manna áhöfii, alls 258. I
samtali við breska útvarpið BBC
sagði flugumferðarstjóri að vélin
hefði horflð af ratsjám klukkan
19.08. Skömmu siðar barst til-
kynning um mikla sprengingu á
jörðu niðri í Suður-Skotlandi og
reis eldsúla um 100 metra í loft
upp, þegar vélin lenti á bensín-
stöð. Kviknaði í tugum húsa i
þorpinu Lockerbie, þar sem
3.000 manns búa. Björgunar-
sveitir dreif að og bárust fréttir
um að 12 manns, líklega þorps-
búar, hefðu verið fluttir í sjúkra-
hús i bænum Dumfries, i 16 km
Qarlægð. Slökkviðliðsmenn
börðust við elda umhverfis
gíginn, er myndaðist þar sem
vélin kom til jarðar. Vegna elda
og braks úr vélinni var ógjörn-
ingur að gera sér grein fyrir
aðstæðum, áður en blaðið fór í
Pólland:
Hreinsanir
í flokknum
Varsjá. Reuter.
BREYTINGAR voru gerðar á
forystuliði pólska kommúnista-
flokksins i gær. Sex félögum úr
stjórnmálaráði flokksins var vik-
ið úr embætti og nýir menn tóku
sæti þeirra, auk þess sem Qölgað
var um tvo. Með breytingunum,
sem miðsfjórnarfundur pólska
kommúnistaflokksins samþykkti,
hefur verið Qölgað úr 15 manns
í 17 í stjórnmálaráðinu.
Stanislaw Ciosek, sem sat í
stjómmálaráði flokksins án at-
kvæðisréttar, var gerður að fullgild-
um féiaga. Ciosek tilheyrir hófsam-
ari öflum innan flokksins og hefur
tekið þátt í viðræðum stjómvalda
við Samstöðu, hina bönnuðu verka-
lýðshreyfingu í Péllandi.
Zbigniew Messner, sem lét af
embætti forsætisráðherra í septem-
ber sfðastliðnum, var vikið úr
stjómmálaráðinu, svo og Jozef
Baryla, sem lengi var samstarfs-
maður Wojciech Jaruzelskis, leið-
toga pólska kommúnistaflokksins.
Þá var fyrrum yfirmanni áróðurs-
mála, Jan Glowczyk, einnig vikið
úr stjómmálaráðinu.
Jaruzelski sagði, þegar hann til-
kynnti mannaskiptin, að miðstjóm
flokksins vildi komast að samkomu-
lagi við stjómarandstæðinga en að
efasemdir væru uppi um hvort
semja ætti við Samstöðu.
prentun. Sjónarvottar töldu eng-
ar líkur á að nokkur farþegi
hefði komist lífe af. Orsakir
slyssins voru ókunnar en ekki var
talið, að um árekstur i lofti hefði
verið að ræða. Talsmaður flugfé-
lagsins sagði ekkert benda til
þess að vélin hefði hrapað vegna
sprengingar, skemmdarverka
eða óveðurs.
Pan Am flug 103 hófst í Frank-
furt. Eftir millilendingu í London
átti vélin að leggja af stað til New
York samkvæmt áætlun klukkan
18.00 í gærkvöldi. Brottför seinkaði
hins vegar um 25 mínútur. Öryggis-
vörður á Heathrow-flugvelli sagði,
að það hefði verið létt yfir far-
þegunum þegar þeir stigu um borð
og margir hefðu verið klyflaðir jóla-
gjöfum. Breiðþotan hafði náð
31.000 feta (9.500 metra) hæð,
þegar hún lenti í vandræðum og
var þá komin að landamærum Eng-
lands og Skotlands. Klukkan 19.08
hvarf hún skyndilega af ratsjár-
skermum flugumferðarstjóra.
Gestir í hóteli í útjaðri skoska
upp
þorpsins Lockerbie (112 km fyrir
sunnan Glasgow) sögðu í samtali
við BBC, að þeir hefðu heyrt mikinn
hvin og síðan sprengingu. Héldu
þeir að þak hótelsins myndi hrynja
yfir þá. Ökumaður sagðist hafa
verið að fara fram hjá bensínstöð,
þegar hann heyrði gjfurlega
sprengingu fyrir aftan sig. „Það er
ógjömingur að nálgast þorpið
núna,“ sagði hann „himinninn er
allur í björtu báli. . . logandields-
neyti flýtur um allt.“ Fólk sem sagð-
ist hafa séð vélina á leið til jarðar
hringdi í sjónvarps- og útvarps-
stöðvar. Einn sagðist hafa séð eld-
tungur á leið til jarðar. Útvarps-
fréttamaður sagði að líklega hefði
vélin lent utan í hæð og brotnað,
áður en hún rakst á hús og bensín-
stöð.
Meðal farþega í þotunni var
Svíinn Bemt Carlsson, umboðsmað-
ur Sameinuðu þjóðanna í Namibíu.
Þar vom einnig allmargir banda-
rískir hermenn á leið heim í jóla-
leyfi svo og stúdentar.
Reuter
Slökkviliðsmenn berjast við eldana i húsum i skoska þorpinu Lockerbie. Jumbo-þota frá Pan Am-flugfélaginu skall á bensínstöð við þorpið
í gærkvöldi og er talið að allir um borð, 258 manns, hafi farist. Tugir þorpsbúa slösuðust en ekki er vitað hvort einhver þeirra týndi Iífi.
Forystugrein í New York Times um hvalveiðar:
*
Islendingar hlíta alþjóðasamþykktum
Hvatt til harðra aðgerða gegn hvalveiðum Japana
Washington. Frá ívari Guðmundsssyni,
BANDARÍSKA stórblaðið Afew
York Times hefiir nokkrum
sinnum gagnrýnt íslendinga
fyrir að stunda hvalveiðar í
vísindaskyni og sagt að vísmdin
væru yfirskinið eitt. f forystu-
grein blaðsins i gær kveður við
annan tón gagnvart íslending-
um en hins vegar er ráðist
harkalega á Japani sem einnig
stunda hvalveiðar.
Blaðið segir að Japanir hafi
firéttarítara Morgunblaðsins.
ákveðið að veiða 300 hrefnur og
haldi því fram að þetta sé gert í
vísindaskyni. Raunverulegt mark-
mið veiðanna sé að útvega kjöt.
Á undanfömum árum hafi Japan-
ir brotið gegn alþjóðlegum sam-
þykktum um bann við hrefnuveið-
um og hyggist nú taka upp þráð-
inn á ný. Fyrri refsiaðgerðir
Bandaríkjastjómar hafí greinilega
engin áhrif haft. „Nú er kominn
tími til að Bandaríkjastjóm grípi
til harðari aðgerða,“ segir í blað-
inu.
New York Times segir að ís-
lendingar og Norðmenn stundi að
vísu vísindaveiðar en þær séu
stundaðar í samræmi við sam-
þykktir Alþjóðahvalveiðiráðsins.
Bandaríska viðskiptaráðuneytið
telji að báðar þessar þjóðir hafí
sýnt að þær vilji haga veiðunum
með þeim hætti að viðleitni Al-
þjóðahvalveiðiráðsins til að vemda
hvalastofnana verði ekki til einsk-
is.
Blaðið segir að vegna brota
Japana á alþjóðasamþykktum
verði William Verity viðskipta-
málaráðherra nú að leggja til að
gripið verði til banns við öllum
innflutningi sjávarafurða frá Jap-
an enda þótt samsvarandi ráðstaf-
anir af hálfu Japana komi harðar
niður á Bandaríkjamönnum er
flytja mikið út af slíkum afurðum
til Japans. Hvalavemd hljóti samt
að vera þyngri á metunum en
tímabundið viðskiptatap.