Morgunblaðið - 22.12.1988, Side 10

Morgunblaðið - 22.12.1988, Side 10
10______________MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 ERLEND SAMBÖND ALÞÝÐ UFLOKKSIN S _________Baekur_______________ Björn Bjarnason Þorleifur Fríðriksson: Undirheimar islenskra stjómmála. öra og örlygur. Reykjavik 1988, 170 bis. Bók Þorleifs Friðrikssonar Und- irheimar íslenskra stjómmála ber undirtitilinn: Reyfarakenndur sann- leikur um pólitísk vígaferli. Bókin er beint framhald af Gullnu flug- unni, sem kom út á síðasta ári. Hin pólitísku vígaferli eru háð innan Alþýðuflokksins. Höfuðpersónur í bókinni sem nú birtist eru þeir Hannibal Valdimarsson og Stefán Jóhann Stefánsson. Þeir beijast jafnt með stuðningi innlendra sem erlendra jafnaðarmanna. Átökun- um lýkur með því að Hannibal hrekst úr Alþýðuflokknum og geng- ur til samstarfs við Sósíalistaflokk- inn í Alþýðubandalaginu 1956 en þeir sem eftir sitja í Alþýðuflokkn- um mynda kosningabandalag með Framsóknarflokknum, Hræðslu- bandalagið. Síðan hætta tveir höf- uðandstæðingar Hannibals í Al- þýðuflokknum, Haraldur Guð- mundsson og Stefán Jóhann Stef- ánsson, afskiptum af stjómmálum og verða sendiherrar, Haraldur í Noregi en Stefán Jóhann í Dan- mörku á árinu 1957 eftir að flokks- bróðir þeirra Guðmundur í. Guð- mundsson er orðinn utanríkisráð- herra í ríkisstjóm með Hannibal Valdimarssyni. Rannsóknir höfundar hafa leitt í ljós, að á ámnum 1918 til 1928 fékk Alþýðuflokkurinn fíárstyrk frá sósíaldemókratískum bræðraflokk- um á Norðurlöndunum. Einnig á ámnum 1938 og 1939 og loks 1953 til 1955. Höfundur minnir á að ís- lendingar höfðu enn ekki öðlast fullveldi, þegar Alþýðuflokkurinn var stofnaður 1916 og hann sótti fyrirmyndir sínar til Danmerkur. Þessi tengsl hafl haldist eftir að ísland öðlaðist fullveldi 1918 og um árin þar á eftir segir höfundur: „í ljósi þeirrar rótgrónu alþjóðahyggju sem mótaði danska. jafnt sem íslenska sósíaldemókrata á þessum ámm var ekkert óeðlilegt þótt Dan- ir veittu íslenskum skoðanabræðr- um aðstoð þegar í nauðimar rak.“ Sé það til afsökunar fyrir Alþýðu- flokkinn að ísland hlaut ekki fullt sjálfstæði fyrr en 1944 nýtur hann þess ekki á fyrri hluta sjötta áratug- arins. Hitt er ljóst, að fjárstuðningi norrænna jafnaðarmanna við Al- þýðuflokkinn lauk ekki 1956 en til þess árs nær bókin. Vorið 1978 vom samþykkt lög á Alþingi um bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við íslenska stjóm- málaflokka og var stuðningur við Alþýðuflokkinn einmitt tilefni þeirr- ar lagasetningar. í umræðum á þingi las einn flutningsmanna, Jón Armann Héðinsson, úr dreifíbréfi sem sent var til alþýðflokksmanna undir flokksmerki vegna þessa lagafmmvarps. Þar stóð meðal ann- ars: „Um síðustu áramót stóðum við andspænis því að leggja Al- þýðublaðið niður. Þá bauð norræna A-pressan, sem alþýðusamböndin em aðilar að, okkur bráðabirgða- hjálp. Vonandi dugir hún til að fresta örlagaríkum ákvörðunum um blaðið fram yfír kosningar. Að öðr- um kosti hefðum við orðið að safna stórskuldum til að halda blaðinu úti.“ Það er því ekki lengra síðan en 10 ár að Alþýðuflokkurinn hlaut stuðning fyrir tilstyrk norrænu bræðraflokkanna. í lok bókarinnar kemur fram að íslenskir toppkratar hafa verið treg- ir til að kannast við það, að flokkur þeirra hafí hlotið erlenda fjárstyrki. Höfundur hefur þó áreiðanlegar heimildir fyrir niðurstöðum sínum, þar sem unnt er að ganga að bréf- um íslenskra krata til skoðana- bræðra á Norðurlöndunum í alþýðu- skjalasöfnum þar. Með þeim rann- sóknum hefur höfundur lagt mark- verðan skerf til samtímasögunnar. Hlýtur lesandinn að velta því fyrir sér, hvort þróun íslenskra stjóm- mála hefði orðið á annan veg, ef þessi stöðuga skýrslugerð til krata í útlöndum og íhlutun þeirra hefði ekki komið til sögunnar. Þorleifur Friðriksson kom við sögu í Tangen-málinu svonefnda, þegar fyrir tilstilli hljóðvarps ríkis- ins var reynt að stimpla Stefán Jóhann Stefánsson sem einskonar útsendara CIA. Skrif Þorleifs um átök og umbrot í íslenskum stjóm- málum á þessum ámm bera þess merki, að honum er tamt að líta nær einvörðungu á málin frá þeim sjónarhóli að þar takist á vinir sós- íalista eða kommúnista og andstæð- ingar þeirra. Honum virðist fremur í nöp við þessa andstæðinga komm- únista og í Gullnu flugunni notar Þorleifur Friðriksson hann gæsalappir utan um orðin vamarsamningur og varnarlið, þeg- ar hann ræðir upphaf vamarsam- starfs íslands og Bandaríkjanna. Stílbrögð af þessu tagi hæfa illa sagnfræðingi, sem vill gæta hlut- leysis. I bók sinni minnist Þorleifur hvergi á Tangen eða það sem eftir honum var haft, enda hefur verið rækilega sýnt fram á það, ekki síst af Þór Whitehead í tveimur ítarleg- um greinum í Lesbók Morgunblaðs- ins, að skoðanir Tangens og fylgis- manna hans standast ekki sagn- fræðilega skoðun. Að vísu heldur Þorleifur því til streitu, að Stefán Jóhann hafí rætt við banadríska sendiráðsmanninn Trimble um mannahald íslenska ríkisins, án þess þó að þær viðræður séu settar í rétt sögulegt samhengi. Áður er minnst á lögin frá 1978. Það hefði gefið heillegri mynd ef ijallað hefði verið um umræðumar um þau og efni þeirra, þótt bókinni ljúki í raun 1956. Raunar vitnar höfundur í samtal við Benedikt Gröndal í Morgunblaðinu frá 1978. í umfjöllun sinni um Stefán Jóhann og Trimble vísar höfundur til heim- ilda frá 1988. Þá hefði höfundur að ósekju mátt kynna sér rök Þórs Whiteheads fyrir því, að Banda- ríkjamerin höfðu ekki áhrif á stjóm- armyndunina eftir að nýsköpunar- stjómin fór frá 1946. Um það mál allt má lesa í Skímisgrein Þórs frá 1976. Og um hlut Ólafs Thors sér- staklega í sögu hans eftir Matthías Johannessen. Þá vekur furðu, að í einskonar innskoti undir lok bókar- innar, þar sem rætt er Alþýðuhús Reykjavíkur hf., skuli höfundur ekki snúa sér beint til þeirra Péturs Péturssonar þuls og Jóns Ingimars- sonar og spyija þá um hlutafjáreign þeirra í húsinu og hvemig hún var til komin í stað þess að dylgja um hana. Mér kom margt af því sem ég las í þessari bók um hatrömm inn- anflokksátök í Alþýðuflokknum og hlut erlendra manna í þeim bæði beint og óbeint í opna skjöldu. Af þeim fátæklegu svömm sem Þor- leifur fær frá forystumönnum Al- þýðuflokksins er engu líkara en þeir geri sér enga grein fyrir því, hvemig í pottinn var búið, nema þeir kjósi frekar að þegja en segja sjálfír söguna. Vafalaust hafa þeir ekki átt von á því að bréfín um viðkvæm innanflokksmál væm öll- um aðgengileg í norrænum alþýðu- skjalasöfrium. Bók Þorleifs Frið- rikssonar er áskomn á Alþýðuflokk- inn um að hann geri hreint fyrir sínum dymm. Á stundum þótti mér bókin næsta erfíð aflestrar. Hún er ekki nægi- lega skipulega upp byggð og ekki nóg gert til þess að gera mun á aðal- og aukaatriðum. Bókinni fylgja ítarlegar heimildaskrár, nafnaskrá og atriðaorðaskrá. Þá prýða myndir bókina, ljósmyndir og teikningar úr Speglinum. Spegillinn er ótæmandi náma fyrir alla þá, er rita um sögu þess tíma, þegar hann var og hét. Hvemig skyldu ritarar sögu okkar tíma myndskreyta verk sín? Með teikningum Sigmunds? Vegnrinn — hann er lífíð sjálft Bókmenntir Friðrika Benónýs Jack Kerouac: Á vegum úti Þýðandi: Ólafur Gunnarsson Mál og menning 1988 Bók Jacks Kerouacs „On the Road“ hefur verið kölluð hippa- biblía, enda átti hún stóran þátt í þeirri hugarfarsbreytingu sem ungt fólk á sjöunda áratugnum tók og stundum er kennd við 68. Nú er hún loksins komin út á íslensku undir nafninu „Á vegum úti“ í þýðingu Ólafs Gunnarssonar og geta unglingamir þá farið að benda pabba og mömmu á að ekki hafí nú öll þeirra goð verið til fyrir- myndar._ En „Á vegum úti er meira en saga ákveðins tímabils eða ákveð- ins hugsunarháttar. Þótt hún lýsi kannski fyrst og fremst því til- gangsleysi sem blasti við ungu fólki eftir heimsstyijöldina síðari þegar öll gildi höfðu orðið ber að því að vera álíka fánýt er hún jafn- framt dæmisaga um fánýti veg- ferðar mannsins á jörðinni, hina endalausu leit að áfangastað sem aldrei reynist hinn rétti þegar til kemur. Hreyfíafl sögunnar Dean Mor- iarty fæddist á ferðalagi og festir hvergi rætur þeytist frá einum stað til annars, frá einni konu til annarar og virðir að vettugi allar þær reglur sem samfélagið setur, bæði félagslega og tilfínningalega. En konumar elska hann og karl- amir dá hann jafnvel þótt flestir séu sammála um að hann sé bölv- uð rotta. Hann er tímanna tákn, hinn rótlausi ferðalangur tuttug- ustu aldarinnar án allra heim- spekilegra vangaveltna um tilgang mannsins í heiminum. Hans eftir- lætis frasier „Við kunnum á tíman- um skil“ þótt hann viti sennilega manna best að á þessum tíma er enginn fær um að kunna skil, allra síst hann sjálfur. Fyrstu persónu sögumaðurinn Sal Paradise dáir Dean og lífsstíl hans og gerir heiðarlega tilraun til að gangast upp í ímynd hins alfrjálsa manns sem engum þarf að standa reikningsskil, en er þó rígbundin í báða skó af uppeldi sínu, námi og lífsviðhorfum. Sá tilgangur að verða rithöfundur helgar meðalið fyrir honum en Dean þarf enga helgun á sínum meðölum, hann er umlukinn dýrð- arljóma hins bijálaða og notfærir sér það út í ystu æsar. Eins og áður sagði átti „Á veg- um úti“ snaran þátt í hugsunar- hætti 68 kynslóðarinnar og vissu- lega rifjast upp við lesturinn þeir ljúfu dagar þegar enginn var mað- ur með mönnum nema þeytast á puttanum út um öll lönd í sumar- fríinu, gjaman „í bláum skugga" hassreyksins, syngjandi frelsinu lof og dýrð á meðan pabbi og mamma sáu um reikningana. En gildi bókarinnar er þó ekki mest sem sögulegrar heimildar, enda væri hún þá varla í jafn góðu gildi í dag og fyrir þijátíu árum. Gildi hennar felst fyrst og fremst í þeim anda sem hún miðlar, óttanum, rótleysinu, tilgangsleysinu sem eru ekki síður sterkir þættir í lífí fólks í dag en á þeim tíma er Kerouac og vinir hans geystust um Bandaríkin í ieit að lífsfyll- ingu. Og spumingar Deans eru enn í Jfullu gildi: „Á hvaða leið ertu maður? Dýrlingsleið? Bilaðri leið? Regnbogans leið? Einhverri leið? Vegurinn liggur til allra átta fyrir alla hvort sem er. Hvar, hver, hvert?" En hraðinn einskorðar sig ekki við ökuferðir félaganna „Á vegum úti“ hann er jafnframt drifkraftur Ólafur Gunnarsson textans sem geysist „á hundrað fyrir hom“ svo saklaus lesandinn rígheldur sér báðum höndum í sófabríkina til að sópast ekki með. Ólafur Gunnarsson segir í eftir- mála frá því er Kerouac sýndi vini sínum hróðugur fyrsta uppkast sögunnar, bókrollu sem innihélt eina samfellda málsgrein upp á 42 metrri og þótt hann hafí í end- anlegri/ gerð horfíð frá þessari framsetningu er flæði textans gífurlegt og samofíð þeim hraða sem sagan lýsir. Jafriframt er text- inn fullur af slanguryrðum jafnvel einkatungumáli þeirra Kerouacs og hefiir þýðanda ekki verið lítill vandi á höndum að koma honum yfír á óbrenglaða íslensku en skemmst er frá því að segja að Ólafur skilar sínum hlut með mikl- um sóma, skapar tungutak sem hæfír þeim félögum og andblæ sögunnar fullkomlega, svo nú ætti íslenskum lesendum ekki að vera neitt að vanbúnaði að bruna með Dean Moriarty, Sal Paradise og þeirra fylgifískum út á hina þröngu vegi sannra bókmennta. Ástir og ör- lög án fluffs Bókmenntir Friðrika Benónýs Guðmundur Björgvinsson: Ástin sigrar — þessi gamli djöfull Lífsmark 1988 „Það er svo undarlegt með unga menn í ungum stúlkum þeir verða bálskotnir enn“ segir í gömlum slagara og þessi undarlegheit eru efniviður Gumundar Björgvinsson- ar í nýrri skáldsögu hans „Ástin sigrar — þessi gamli djöfull“. Þar segir af skólasveininum Halldóri Guðbrandssyni sem fer til fyrir- heitna landsins, Ameríku, í fram- haldsnám og skilur ástina sína, Guðrúnu, eftir sitjandi í festum heima á íslandi. í Ameríku kynnist hann óðara fegurðardísinni, auð- mannsdótturinni og keipakrakkan- um Jackie og með þeim takast mikl- ar ástir með tilheyrandi hugaræs- ingi og örvinglan. Jackie reynist þó ekki öll þar sem hún er séð og kalinn á hjarta snýr Halldór heim til að kvænast hinni tryggu Guð- rúnu, þótt innst í sinni leynist von um að einhvem tíma einhvers stað- ar upphefjist ástir þeirra Jackie að nýju þar sem frá var horfíð. Ástin sigrar sem sé alls ekki heldur klisjan. Þeim lesanda sem hér skrifar er ekki að fullu ljóst hvort Guðmundur Björgvinsson hyggst hér snúa við hinu alþekkta þema ástarsagnanna þar sem góða stúlkan hlýtur að lok- um draumaprinsinn vegna dyggða sinna og sakleysis eftir að hann hefur séð í gegnum hið illa flagð undir fögru skinni sem hann hreifst af um hríð, eða hvort verið er að segja sögu unga mannsins sem vegna framandleika fær ekki notið þeirrar ástar er honum ber, en hall- ast þó heldur að hinu fyrmefnda. Allt um það ber sagan rómantískan blæ þótt frásögnin og stíllinn fylgi raunsæinu nema í nokkrum draum- Guðmundur Björgvinsson kenndum köflum sem nálgast súr- realisma í myndflæði sínu. Guðmundur Björgvinsson er myndlistarmaður og riýtur sín best í myndrænum lýsingum, ekki síst þegar samspil lita og forma er umfjöllunarefnið. Hin raunsæja ást- arsaga hentar honum ekki jafn vel, persónur og atburðir eru gamal- kunnug og frásagnir af eyturlyfía- áti og lausæti ungs fólks í banda- rískum háskólum á tímum hinna fijálsu ásta eru nú orðnar svo marg- ar að furðu vekur að enn skuli þeim að okkur haldið. Fyrir nokkrum árum gaf Guð- mundur út bók með nafninu „Næt- urflug í sjöunda himni“, þar sem hugarflugið var tekið hátt og víða og hrært saman hinum ólíkustu formum og yrkisefnum. Hér kveður við allt annan tón, stíllinn er hófst- illtur og fágaður, ögunin allsráð- andi nema í fyrmefndum draumk- öflum en jafnvel þeir hefðu mátt anda meira lífi og óráði. Það er sjálfsagt ekki góð latína að ásaka fólk fyrir að vanda til verka, en það má ekki verða á kostnað sköpunargleðinnar, fanta- síunnar og flugsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.