Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 Náttból undir vopnum tímans Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Matthías Johannessen: DAGUR AF DEGI. Almenna bókafélagið 1988. Dagur af degi skiptist í átta kafla og er bókin viðamikil eins og títt er um bækur Matthíasar Johannes- sen. Pjölbreytileiki hefur jafnan sett svip á ljóðabækur Matthíasar og gerir það enn. En þó er eins og ljóð- in í Degi af degi séu skyldari en áður. Tilbreytni í formi er enn fyrir hendi. Andrúmið er aftur á móti mjög iíkt. Fjórði kaflinn er lengstur. í hon- um eru mörg stutt ljóð, sum þeirra minna á hversdagsljóð Matthíasar úr öðrum bókum. Eitt slíkra ljóða er Á fardögum, sem fjailar um hverfulleik lífsins, aldurinn. Annað nefnist Siddharta og kennir þá lífsvisku að breyta ekki orðum í örvar heldur blóm. Fyrra ljóðið er raunsæiiegt í orða- og líkingavali, hið síðara rómantískt. En fátt skilur ljóðin að. Einkenni margra ljóðanna í Degi af degi er hljómur þeirra og hiynj- andi. Matthías leggur æ ríkari áherslu á byggingu ljóða sinna, orðaval. List ljóðsins er honum keppikefli, en það væri ólíkt honum að hafa ekki eitthvað að segja. Erindi Ijóðanna er sem fyrrum brýnt. Ljóð með þessum einkennum í Qórða kafla eru til dæmis Augu skógarins og Fögnuður. Sjöundi kafli með ljóðinu Viðey á Sundum er þannig líka. Sama má einnig segja um til dæmis Haf þitt og vor í fyrsta kafla. Þetta ljóð er áleitið, ekki síst fyrir mjmdríki: Ein hnígur sól til jökuls og sezt þar við vængbreiðar skriður og feimnislaus túnin. Seglhvít þokast sú minning til vesturs er skip kveður land og þitt auga er hún. Kviðguiir mávar í fölnandi ljósi flökta sem hendur um iðandi þang. Augu þín fyllast seglhvítu brosi sól lýsir jónsmessudægrin svo löng. Fugl safnar vori í vængbrotna dögun hikandi geisli og skuggalaus tjömin. Skip rís úr hafí sem bláni af degi og sól fari eldi um logandi hjam. Þriðji kafli og fimmti kafli eru einkum með fomsagnaminnum. í þeim kveða Gísli og Grettir og þar er litast um á Staðarhóli. Meðal einkunnarorða er vitnisburður úr VANDAÐAR GJAFIR SEMENDAST! Áralöng reynsla og þekking okkar á leðri og skinnum, tryggja þérfyrsta flokks vörur frá viðurkenndum fram- leiðendum í Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu. • Rúskinns- og leðurjakkar • Belti og hanskar. á dömur og herra. Verð frá kr. 1.200.- Verðfrá kr. 17.500.- •Og margt fleira. • Fjölbreytt úrval af töskum. Verðfrákr. 3.900.- Gæði, þekking og gott verð, KAJAK, Laugavegi 37 (við Faco) sími 12012. Matthías Johannessen Fóstbræðra sögu um þá sem þótti illt að eiga náttból undir vopnum Þorgeirs. Sturlunga gerist aðgangs- hörð og speglar ekki síður okkar tíma en hið liðna. í Við Sólarfall reisir Matthías Johannessen Sturlu Þórðarsyni veg- legan minnisvarða, ljóðið er í senn ort á tignu máli, hljómmikið og myndrænt. Þetta ljóð tengir saman foma og nýja sköpun, tíma sem þrátt fyrir allt em líkin „. . . nú horfum við saman yfír margliðinn dag/ og myrkrið breiðir líknandi feld/ yfír valsáran draum eins og nú/ þegar úlfamir þjappa svínun- um/ saman við sólarfall þessa eilífa/ dags.“ Frásagnir Sturlu Þórðarsonar af Solveigu og Sturlu Sighvatssyni birtast á ný í Við sólarfall. Orð Sturlu, „hvort gerðu þeir ekki Sol- veigu?“, verða Matthíasi enn mátt: ugt tákn um ást á grimmri öld. í annarri útgáfu Hólmgönguljóða (1985) verða sömu orð honum til- efni ljóðs. Argentínska skáldið Jorge Luis Borges taldi að íslensk skáld ættu að minna á hlutverk fommenningar sinnar með tilvísunum til hennar, sýna að hún væri enn lifandi með þjóðinni. Lesandinn átti að mati Borges að skynja návist arfsins, en tilvísanimar að hljóma líkt og línur úr samtímaljóði, renna saman við túlkunaraðferðir skáldsins. Þannig átti fom og ný menning að kallast á í ljóði. Matthías hefur oft beitt álíka aðferðum og Borges taldi æskilegar fyrir íslensk skáld. En hann hefur líka gengið lengra en Borges boð- aði. Að minnsta kosti í Degi af degi. í sjötta kafía, Sprengjunni, er tekinn upp þráður úr Hólmgöngu- ljóðum (1960), Jörð úr ægi (1961) og Fagur er dalur (1966). Þar er með mælskum hætti ort um váboða okkar tíma. Áttundi kafli, Tunglið er spegill tímans, er enn til vitnis um að Matthías heldur ótrauður áfram hólmgöngu sinni við tíma og samtíð og nýtir sér lærdóma Völu- spár og annarra gamalla kvæða. Bergmál frá ýmsum fyrri bókum Matthíasar sem heyrist í Degi af degi er þangað viljandi komið. Það stingur ekki í stúf við meginþemu nýju ljóðanna. Þetta gildir jáfnt um„líkkistuhvítan febrúardag“ í Febrúardegi, og „goðsögnina" í Sprengjunni, svo að tvö dæmi séu tekin. Ljóðabækur Matthíasar Johann- essen eru sumar langar og skiptast í marga kafla. Þannig er nýja bók- in og einnig Fagur er dalur, Mörg eru dags augu (1972) og TVeggja bakka veður (1981). Að sumum lesendum getur hvarflað að ljóðin séu eftir fleiri en eitt skáld, jafnvel mörg. En þetta er ekki jafn áber- andi og áður í Degi af degi. Ljóðin, sem eins og fyrr segir bera fjöl- breytni vitni, eru samstæð, heildar- mynd þeirra skýr. Eins og allur góður skáldskapur búa þau um sig í huga lesandans, halda áfram að lifa sínu lífi þar. í Degi af degi ber óneitanlega töluvert á háttbundnum ljóðum. En þrátt fyrir strangleik forms á köfl- um eru þessi ljóð ný vegna þess að myndbeitingin er oftast nútíma- leg. Matthías hefur þó síst af öllu glatað þeim hæfíleika sínum að tjá sig með einföldum orðum og f skýr- um myndum sem leyna á sér. Með- al þeirra ljóða sem minna lesanda á þetta er Snerting, sem eins og fleiri ljóð af þessu tagi í nýju bók- inni búa yfír ljóðrænni mýkt og töfrum endurtekningar: Með hraða ljóssins koma dauðar stjömur í heimsókn til augna þinna. Þau fagna gestum sínum. Þannig komst þú einnig í heimsókn og augu mín snertu ljós þitt, augu mín snerta ljós þitt, en q'álf ertu horfín. Ertþúí húsgagnateit? Ný sending af sófasettum meó hinu frábaara leðurlíki „ Leður lúx", sem er ótrúlega Ifkt leðri. Lltir: Svart eða brúnt. Einnig hornsófar. Lítið við, það borgarsig. VALHÚSGÖGN Ármúla 8, símar 82275 og 685375. Áskriftarsíminn er 83033
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.