Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 16
Jónína Leósdóttir Séra Sigurður Haukur hefur löngum verið umdeildur, enda þekktur fyrir að segja skoðun sína afdráttarlaust. íþessari hispurslausu bók fjallar hann m.a. um: skemmtilega atburði frá æskuárunum í Ölfusi fjölda samferðamanna hinar „alræmdu“ poppmessur sálarrannsóknir læknamiðla hestamennsku brottrekstur frá útvarpi og sjónvarpi Nýja Bókaútgáfan Sími 681268 Rangfærslur Syavars Gésts- sonar hraktar eftir Guðmund Magnússon Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, hefur sent fjölmiðlum at- hugasemd um starfsemi Fóstur- skólanefndar, sem skilaði áliti í síðustu viku, og er tilefnið grein mín hér í Morgunblaðinu miðviku- daginn 14. desember sl. í athuga- semd ráðherrans er að finna rang- færslur og missagnir, sem ég tel mikilvægt að leiðrétta. Þá tel ég óhjákvæmilegt, að skýra nú frá því opinberlega, hvernig menntamála- ráðherra reyndi að eyðileggja starf nefndarinnar með vinnubrögðum, sem eru að ég hygg einsdæmi í samskiptum opinberrar nefndar og ráðherra. I athugasemd Svavars Gestsson- ar eru fjögur atnði sem ég þarf að fara orðum um. í fyrsta lagi er það furðulegur misskilningur ráðherr- ans, að hér hafí verið nefnd á mínum vegum sérstaklega að ráeða. Ráðherrann talar í athugasemd sinni annars vegar um „nefnd Guð- mundar Magnússonar" og hins veg- ar segir hann: „Guðmundi Magnús- syni var falið að endurskoða lög um Fósturskóla íslands ...“ Stað- reyndin er sú, að hér var um opin- bera nefnd að ræða, sem fyrrver- andi menntamálaráðherra skipaði, og auk fulltrúa ráðherra sátu í henni fulltrúar tilnefndir af eftir- töldum aðilum: Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Fóstrufélagi íslands, Fósturskólanum og Kennaraháskól- anum. Engin ástæða er til að ætla að ummæli ráðherrans séu til marks um vanþekkingu hans, heldur er hér augljóslega verið að reyna að gera lítið út miklu starfí þessarar mikilvægu nefndar. Get ég því mið- ur ekki ímyndað mér, að það stafí af öðru en því að formaður nefndar- innar er flokksbundinn sjálfstæðis- maður. Menntamálaráðherra verð- ur að fara að skilja, að hann er ekki aðeins ráðherra Alþýðubanda- lagsins. Líta verður á viðfangsefni menntamálaráðuneytisins öðru vísi en með flokkspólitískum gleraug- um. Villandi ummæli Annar þáttur í athugasemd Svav- / Canon SNAPPY myndavélin er með fastan skerpustilli, sjálfvirka filmuþræðingu, sjálfvirka ASA-stillingu og færir filmuna til baka að filmunni lokinni. Myndavélin gefur Ijósmerki þegarsleppa þarf að nota flass.. « II10 VERÐ m Canon TOP SHOT Myndavélin er alsjálvirk, sjálfvirkur skerpusti 11 i r, sjálfvirk filmufærsla, sjálfvirk filmuþræðing, sjálfvírkt flass þegar það á við og færir filmuna til baka að filmunni lokinni. 12m 24m. 36m. VERÐ Canon EOS EOS 650 og 620 eru nýjustu myndavélarnar frá Canon í dag. Vélarnar eru sjálfvirkar eða handvirkar, sjálfvirk skerpustilling (sú besta). Hálfsjálfvirk = (Hraðaforval eða Ijósopsforval) Canon gæði. VERÐ A MYNDAVELUM FRA KR. 2.500 MIKIÐ ÚRVAL MYNDAVÉLA OG FYGIHLUTA VERÐ OLL VERÐ MIÐAST VIÐ STAÐGREIÐSLU „Nú skora ég á ráð- herra að huga vandlega að vinnubrögðum sínum í sambandi við álit F ósturskólanefnd- ar. Fljótfærni og gam- aldags, hallærisleg flokkapólitík má ekki hindra framgang þeirra þýðingarmiklu mála, sem nefndin Qall- aði um. Ráðherra sem þorir að horfast í augu við eigin mistök og við- urkenna þau hlýtur að vaxa í augum fólks.“ ars Gestssonar, sem ég hnýt um, er orðalagið „Nefndin náði ekki samkomulagi", en þetta er gert að þungaatriði í málflutningi ráðherr- ans. Staðreyndin er sú, að nefndin gerði tvær tillögur. Um aðra þeirra voru fimm af sex nefndarmönnum einhuga, um hina voru fjórir af sex einhuga, einn sat hjá og einn var andvígur. Það er því afar villandi að tala um það án skýringa, að nefndin hafí ekki náð samkomu- lagi. Mjög algengt er að opinberar nefndir komist ekki að einni niður- stöðu og einstakir nefndarmenn skili séráliti. í því sambandi má minna á nefnd núverandi mennta- málaráðherra um málefni Ríkisút- varpsins, en þar skilaði einn nefnd- armanna séráliti: Ekki sendi ráð- herra frá sér yfírlýsingu um að sú nefnd hefði „ekki náð samkomu- lagi“, heldur hélt hann þegar í stað blaðamannafund til að skýra frá niðurstöðunum. Ráðherra segir í athugasemd sinni, að fósturskólanefnd hafí ekki skilað drögum að lagafrumvarpi um fóstrumenntun eins og ætlast hafí verið til. Hér er sannleikur málsins sniðgenginn frjálslega. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu, að ekki væri ástæða til að setja sérstök lög um menntun starfsfólks á dagvist- um og jafnframt lagði hún til, að núverandi lög um Fósturskóla ís- lands yrðu numin úr gildi innan fimm ára. Ákvæði um menntun fóstra skyldu sett í lög um Kennara- háskóla íslands og ákvæði um menntun fóstruliða í reglugerð við lög um framhaldsskóla. I ljósi þessa verður ekki annað séð en, að orða- lag ráðherrans miði vísvitandi að því að koma blekkingum og óhróðri um nefndina á framfæri. Loks telur Svavar Gestsson það ámælisvert að fulltrúar aðstoðar- fólks á dagvistum hafí ekki setið í nefndinni. Enn á ný er athugasemd ráðherrans út í hött. í fyrsta lagi eru engir fóstruliðar enn starfandi, enda lýtur tillaga nefndarinnar að því að hefja starfsnám fyrir fóstru- liða í framhaldsskólum. Á það er ennfremur að líta, að aðstoðarfólk á dagvistum er nú yfirleitt félags- bundið i almennum verkalýðsfélög- um og hefur ekki haft með sér skipulagt samstarf. Ætla verður að sjónarmið þess hafí verið ágætlega kynnt af fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Fóstrufé- lags íslands í nefndinni. Skemmdarverk ráðherra Ég sagði í upphafí að ráðherra hefði reynt að eyðileggjá starf Fóst- urskólanefndar með einstæðum hætti. Þar skírskota ég til þess, að inn á fund nefndarinnar 15. nóvem- ber sl. kom bréf með fyrirsögninni „v/breytinga á lögum um Fóstur- skóla íslands: Alit að MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.