Morgunblaðið - 22.12.1988, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 22.12.1988, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 Máleftii aldraðra: Heimilishjálp fyrir aldr- aða — hvflík Guðs gjöf eftir Þóri S. Guðbergsson Margt hefur verið ritað um heim- ilishjálp aldraðra á undanförnum árum — ýmist jákvætt, neikvætt eða hvorttveggja. Hver horfir á þjónustuna út frá sínum sjónarhóli, en of fáir eru þeir sem reyna að horfa á málin í heild og skoða þau frá mörgum sjónarhólum. Jákvætt tala þeir um heimilis- hjálp sem hafa hlotið hjálp á réttum og hagkvæmum tíma og þjónustan verið veitt af starfsfólki, sem hafði „hjartað á réttum stað“, eins og það er stundum orðað, þ.e. af fólki sem hafði reynslu og þroska til að skilja mannlegar tilfínningar, meta og virða reynslu, visku og sjálfs- ákvörðunarrétt hinna öldruðu, af fólki sem reyndi að meta aðstæður á heimilinu, fara gætilega í alla hluti og virða þannig eignarrétt og skoðanir þeirra sem það vann fyrir hveiju sinni. Ótrúlega margir starfsmenn hafa þannig verið vandanum vaxnir, sótt námskeið og þroskast við vaxandi verkefni, en því miður hafa margir þeirra horfíð síðar til annarra starfa af margvíslegum ástæðum. Þannig er einnig reynsla annarra Norður- landa á þessu sviði. Starfíð er vandasamt, oft afar erfítt og þung- vinnt, oft vanþakklátt, st'undum verulega flókið og erfítt og nýtur ekki þeirrar virðingar sem skyldi og ekki heldur launalega séð. Stundum kemur það fyrir að fólk talar neikvætt um heimilishjálp Reykjavíkurborgar, einkum þeir, sem hafa þurft að bíða um óákveð- inn tíma vegna mikilla erfíðleika með starfsfólk og afleysingar vegna veikinda — og stundum þeir sem hafa verið svo óheppnir að fá fólk inn á heimili sitt sem ekki hefur verið vandanum vaxið og ekki reyndist unnt að styðja eða styrkja til dáða vegna ýmissa erfiðleika og anna. Miðað við reynslu annarra Norð- urlanda á þessu sviði virðast hlut- fallslega litlir erfíðleikar koma upp á öllum þeirra fjölda heimila sem notið hafa hjálpar frá Reykjavíkur- borg á undanfömum árum. Undirritaður og starfsmenn elli- máladeildar hafa unnið í náinni samvinnu við Heimilishjálp Reykjavíkurborgar um áratuga- skeið og í raun má það teljast með ólíkindum, að starfsmenn hafa með mikilli vinnu, hagsýni og langri reynslu í heimilishjálp komið um 1500-1700 heimilum til hjálpar á undanfömum ámm. Reykvíkingar 67 ára og eldri em um 11.000 og er því meiri eða minni hjálp sem berst inn á heimili 14—16% allra Reykvíkinga 67 ára og eldri, sem er ótrúlega hátt hlutfall. Og þessi hjálp er þá fyrir utan þá þjónustu sem veitt hefur verið að undanförnu í formi heimsendingar heitra mál- tíða til þeirra sem ekki hafa notið heimilisþjónustu í nægilegum mæli og þeirrar félagslegu þjónustu sem veitt er í félags- og þjónustumið- stöðvum Reykjavíkurborgar í hár- snyrtingu, fótsnyrtingu, aðstoð við böð fyrir hreyfíhamlaða og sjúka og allrar kennslu á ýmsum sviðum tómstunda og verkmennta. Þessi fáu orð em aðeins rituð af því eina tilefni að margir gera sér ekki fýllilega grein fyrir þeirri gífur- lega miklu vinnu og mjög svo vandasamri sem heimilishjálp er í höfuðborg sem telur á 12. þúsund lífeyrisþega með allri þeirri neyð, volæði og vandræðum sem koma upp í svo miklum fjölda. Stjómun, skýrslugerðir, heimsóknir, skipu- lag, launaútreikningar, móttaka beiðna, samskipti við aðrar deildir og stofnanir, ritarastörf o.s.frv. Þórir S. Guðbergsson „Það er ósk okkar og von að allar breytingar sem miða að því að auka og bæta þjónustu við aldraða nái fram að ganga.“ hafa verið unnin af starfsfólki í rúmlega 7 stöðugildum með um 600 starfsmenn í vinnu í allri Reykjavík. Oft hafa góðir og reyndir starfs- meifti í heimilishjálp og ellimála- deild rætt um það hversu mikils virði það væri að raunveruleikinn væri annar en hann er. Auðvitað vilja bæði félagsráðgjafar á bráða- sjúkrahúsum, hjúkrunarfræðingar, idpuþjálfar, læknar o.fl. í öldrunar- þjónustu, að engir biðlistar væru fyrir hendir og nægilegt starfsfólk væri ætíð til staðar svo að unnt væri að skipuleggja starfíð á enn hagkvæmari hátt. Auðvitað vilja allir að ekki þyrfti að koma til lok- ana margra deilda á sjúkrahúsum vegna starfsmannaeklu þannig að ekki þyrfti að útskrifa veikt, gam- alt og lasburða fólk heim til sín, oft við hinar erfíðustu aðstæður svo vægt sé til orða tekið. Auðvitað er það markmið sem við öll viljum stefna að — að aldraðir sem hafa byggt upp þjóðfélag okkar geti fengið þá hjálp og aðstoð þegar það þarf á því að halda, einmitt á réttum og hagkvæmum tíma, þegar neyðin knýr dyra. Heimilishjálp Reykjavíkborgar hefur vaxið með ótrúlegum hraða á undanfömum árum. Stjómunar- og skipulagsþáttur hefur þó að mínu mati ekki vaxið í hlutfalli við umfang þessa mikilvæga starfs í þjónustu við aldraða. Forstöðumað- ur hefur í hvívetna reynt að skapa góð og jákvæð tengsl við starfsfólk sjúkrahúsa, dagvistardeilda og ann- arra stofnana. Hann hefur komið með tillögur um hverfaskiptingu líkt og gerist á öðrum Norðurlönd- um og stutt allar hugmyndir sem mættu verða til þess að auka sess og virðingu þessa þýðingarmikla starfs og bæta þjónustu við aldraða svo sem mögulegt hefur verið. Stjómendur í heimilishjálp hafa því svo ekki fer á milli mála lagt að baki hina ótrúlegustu vinnu, mjög oft við erfíðar aðstæður. Við megum aldrei gleyma að enginn er fullkominn. Engin stofn- un, engin deild og engin félagasam- tök eru fullkomin. Engin stjóm, ekkert skipulag af neinu tagi hefur náð svo langt að ekki megi gera betur. Það er mannlegt að skjátl- ast. En vitur og þroskaður er sá sem lærir af reynslunni oer vill gjama takast á við vandann, horf- ast í augu við raunveruleikann og bæta þjónustuna og starfíð eins og unnt er hveiju sinni. Margt hefur verið gert gott í þjónustu við aldraða á undanföm- um ámm. Þróunin hefur verið ör á mörgum sviðum. Fyrir einum og hálfum áratug rak Reykjavíkurborg aðeins eina félags- og þjónustumið- stöð í höfuðborginni. Nú er rekið starf á tíu stöðum víðsvegar um borgina og tvær nýjar þjónustumið- stöðvar eru í smíðum í Vesturbæn- um sem væntanlega verða tilbúnar innan 12—14 mánaða. Enn eru því málefni aldraðra í deiglunni og margt er enn eftir ógert. Við horf- um fram á bjartari tíma. Við lærum af reynslunni. Áætlað er að hverfa- skipta allri heimaþjónustu á næstu ámm og heíja framkvæmdir vænt- anlega á næsta ári. Það ríður á að allur undirbúningur sé góður. Alla starfsmenn þarf að undirbúa vel. Alla þarf að upplýsa og fræða. Það þarf að leita í smiðju til reyndra og viturra. Allir verða að vita að hveiju gengið er og í hveiju breyt- ingamar em fólgnar. Stjómmálamenn sem vilja vel og fylgjast með tímanum verða að eiga gott og náið samstarf við reynslu- ríka starfsmenn. Breyting til góðs getur oltið á framkvæmdum, upp- lýsingum og aðgerðum sem fara fram áður en skipulagsbreytingam- ar eiga sér stað í raun. Sennilega verður aldrei ofmentin sú reynsla og viska sem reyndir og góðir starfsmenn hafa hlotið með vinnu sinni og starfi sem þeir hafa lagt að baki og reynt eftir bestu getu að sinna af heilum hug. Ef til vill fínnst okkur yngra fólkinu að við vitum gjama betur en hinir gömlu og reyndu á mörgum sviðum og gleymum að taka með í reikning- inn þá miklu miklu þekkingu sem góðir starfsmenn hafa öðlast með langri reynslu. Það er ósk okkar og von að allar breytingar sem miða að því að auka og bæta þjónustu við aldraða nái fram að ganga og starfsmenn verði samtaka í því að að styðja og styrkja allt sem jákvætt er á þessu sviði, hinum öldmðu til velfamaðar og hagsbóta. Höfundur er ellimálafuUtrúi Reykja víkurborgar. Oðeinsum eina helgi ARFURINN Erik Nerlöe Hún er ung og fátæk og ferðast til aldraðrar frænku sinnar til að aðstoða hana í veikindum hennar. Alveg síðan hún var barn hafði hana dreymt um að fá einhvern tíma tækifæri til þess að búa á óðalssetri. Þessir draumar hennar höfðu fengið hana til að gleyma dapurlegri og erfiðri bernsku sinni. Nú virtust óskir hennar mjög óvænt vera að rætast — en ungi maðurinn í draumum hennar elskar aðra . . . GYLI3TJ SKORNIR Else-Marie Nohr Móðir hennar var kona, sem var erfið í umgengni, og hugsaði aðeins um sjálfa sig. Og bróðir hennar var eiturlyfjasmyglari, sem eftirlýstur var af lögreglunni. Eitt kvöldið fer hún frá heimili sínu og eftir það fréttist ekkert af henni. Þegar hún sást síðast, var hún klædd hvítum hlíralausum kjól, með gula slá og var í gylltum skóm. Lögreglan er á þeirri skoðun, að henni hafi verið rænt af samtökunum, sem bróðir hennar er í. AST OG ATOK Sigge Stark Þær höfðu farið upp í selkofa, sem var úr alfaraleið uppi í skóginum. Þær voru dálítið óttaslegnar, því að þær höfðu frétt af því, að smyglarahópur héldi til í nágrenninu. Þær voru taugaóstyrkar, og enn meir eftir að hundur þeirra hafði fundið bakpoka falinn bak við stóran stein í skóginum. í bakpokanum var samanvafinn frakki, fjórir elgsfætur og bréfmiði, sem á var skrifað „Miðvikudag kl. 11". Enhvað átti að gerastá miðvikudag klukkan ellefu? SKUGGSJA - BOKABUÐ OIIVERS STíINS SF ORLAGAÞRÆÐIR Barbara Cartland Idona Overton hafði orðið furðu lostin, þegar hún komst að því, að faðir hennar hafði, áður en hann var drepinn í einvígi, tekið þátt í veðmáli. Og það sem hann hafði lagt undir var húseign hans, allt sem í húsinu var — og þar með talin dóttir hans. Þetta hafði hann lagt undir í vcðmáli við markgreifann af Wroxham. En vegir örlaganna eru órannsakanlegir, og þegar heitar tilfinningar leysast úr læðingi milli tveggja persóna, getur hvað sem er gerst — einnig það, sem síst ^föllu var hægt að láta sér detta í hug... AÐEINS UM EINA HELGI Theresa Charles Morna, eldri systir Margrétar Milford, hafði tekið fyrstu ást Margrétar frá henni og gifst honum. Og síðan hafði Morna sagt við Margréti: „Gleymdu eiginmanni mínum — og komdu ekki nálægt okkur!" Þetta hafði sært Margréti , mikið. Nú var Morna sjúk af einhverri dularfullri veiruveiki og gat ekki hugsað um börnin sín þrjú — og það var erfitt fyrir Margréti að neita hinni örvæntingarfullu beiðni um hjálp. Það er aðeins yftr helgina fullvissaði Margrét hinn góða vin sinn, Hinrik, um. Það getur nú ekki margl gerst áeinni helgi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.