Morgunblaðið - 22.12.1988, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988
21
Ferðablað The Times;
Island lofsungið sem
ferðamannaparadís
HEFURÐU
HEYRT ÞAÐ NÝJASTA?
Öllum
TOSHIBA örbylgjuofnum fylgja
3 valin áhöld fram til jóla.
Og eins og áður án endurgjalds:
Hvað mat og diykk varðar segir
höfundur að íslensk matargerðarlist
sanni í eitt skipti fyrir öll yfirburði
sjávarrétta úr köldum sjó. Hann kveð-
ur matargerðarlist hafa tekið
stórstígum framförum á undanföm-
um árum og að afleiðingin sé sú að
í Reykjavík megi finna marga bestu
Lundúnum. Frá Andrési Magnússyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
GREINAR um ísland birtust um sl. helgi i sérstöku ferðablaði, sem
Lundúnadagblaðið The Times gefur út á sunnudögum. Almennt var
umfiöllun blaðsins íslandi mjög vinsamleg, en í blaði þessu er ekki van-
inn að skafa utan af hlutunum. Það sem helst var fundið að var islenskt
verðlag og vöntun á tijám, næturlífi og bjór.
Síðu var varið í íslandsumflöllun-
ina, en hún byggðist á tveimur grein-
um og ítarlegum minnispunktum fyr-
ir væntanlega ferðalanga.
Mikið um fyrirspurnir
hjá Plugleiðum
Hjá skrifstofu Flugleiða í Lundún-
um fengust þær upplýsingar, að mik-
ið hefði verið hringt og óskað upplýs-
inga um ísland vegna greina þessara.
Sérstaklega kvað starfsfólkið hafa
verið spurst fyrir um laxveiði á ís-
landi, en því miður liggja litlar upplýs-
ingar á lausu um þau mál. Starfs-
fólki Flugleiða bar saman um að við-
brögð við greinum af þessu tagi væru
ávallt mikil og að slík skrif skiluðu
yfirleitt meiri árangri en beinar aug-
lýsingar.
Fyrri greinin í ferðablaðinu var
almenn umfjöllun um Reykjavfk og
hafði höfundur ekkert nema gott um
höfuðborgina að segja. Það sem
greinahöfundi finnst greinilega eftir-
tektarverðast eru heitu pottamir í
laugunum, Tjömin, Þingholtin og
íslensk matargerðarlist, sem hann
hrósar í hástert í fyrmefndum minn-
ispunktum.
Þrátt fyrir að höfundur kvarti
nokkuð undan verðlaginu og nefni
sem dæmi að komflögupakki kosti
um 200 krónur (á Bretlandi kostar
pakkinn á bilinu 35—70 krónur)
minnist hann á Laugaveginn sem
prýðisverslunargötu, þar sem fá megi
pijónavöru, skartgripi, bækur af öllu
tagi og góðgæti eins og kavíar og
graflax. I framhaldi af bókaúrvalinu
er nefnt hversu læsi og almenn
menntun séu á háu stigi: íslendingar
lesi enn fomsögumar eins og að
drekka vatn og tali þar að auki ensku
reiprennandi.
Höfundur segir Tjömina vera óum-
deilanlegt djásn Reylqavfkur og hefur
greinilega hrifist af þeirri ró og feg-
urð sem finna má í miðju borgarinnar.
Hin greinin fjallar um veiði á ís-
landi og á höfundur vart orð til að
lýsa hrifningu sinni á veiði í íslensk-
um ám og vötnum. Náttúrufegurð
segir hann einstaka en ber hana þó
saman við það sem gerist í Norður-
Skotlandi til þess að menn hafi ein-
hveija viðmiðun.
Kvartað undan náttúru-
spjöllum vegna ljótra húsa
í lok veiðigreinarinnar fjallar höf-
undur stuttlega um íslenskt dreifbýli,
sem hann segir fallegt ef frá séu
talin þorp þau og sumarbústaðir, sem
misbjóði fegurðarskyninu. Þá nefnir
hann að náttúmvemdarsinnar kunni
að fá fyrir bijóstið við hvalstöðina í
Hvalfirði. Þrátt fyrir þessa vankanta
kemst höfundur að þeirri niðurstöðu
að kostimir yfirgnæfi gallana og lýk-
ur máli sínu á að segjá að ísland sé
enginn venjulegur staður til þess að
glíma við konung fiskanna, laxinn.
{ minnispunktunum má finna ýms-
ar gagnlegar staðreyndir, sem og
ábendingar höfundar. Helst er mælt
með Hótel Sögu fyrir þá, sem not-
færa sér pakkatilboð Flugleiða um
helgarferð til íslands, en fyrir þá, sem
ferðast á eigin vegum, er mælt með
Hótel Borg, sem þeir segja í senn
hrífandi og sérkennilegt. Þá var SVR
hrósað fyrir ódýra og góða þjónustu.
Matargerðarlistinni
hrósað í hástert
fiskiéttastaði heimsins. Hann varar
fólk þó við því að á bestu veitinga-
stöðunum kunni gestimir að þurfa
að sjá á bak 50 sterlingspundum (um
4.000 krónum) á mann, sem er meira
en gerist á allra dýrustu veitingastöð-
um Lundúna.
í hádeginu er sérstaklega mælt
með Við Tjömina. Vilji menn sérís-
lenskt hlaðborð, sem og hefðbundn-
ari rétti er bent á Hótel Loftleiðir,
en mest lof hlýtur þó Lækjarbrekka,
sem sögð er undursamlega vinalegur
veitingastaður og matreiðslumeistar-
inn er sagður snillingur.
Til kvöldverðar er mælt með Grill-
inu á Hótel Sögu vegna útsýnisins.
Þá er Við sjávarsíðuna hlaðin lofi og
sagt að vart sé hægt að fá ferskari
fisk auk þess sem lambið sé frábært
eftir meðhöndlun þriggja af bestu
kokkum borgarinnar. Loks er frá því
sagt að á Amarhóli starfi einn áhrifa-
mesti matreiðslumeistari Reykjavík-
ur, Skúli Hansen, við kraftaverk-
asmíði dags daglega og em lesendur
hvattir til þess að reyna krabbakæfu
í Madeira-hlaupi eða léttsteiktan
svartfugl úr eldhúsi hans.
Listin ekki skilin útundan
Þá telur höfundur fslenskt listalíf
ekki vera af verri sortinni. Sérstak-
lega hvetur hann fólk til þess að fara
f Listasafn íslands, þó ekki væri nema
til þess að skoða húsið, sem hann
segir hafa verið gert einstaklega fal-
lega upp til þess að þjóna hinu nýja
hlutverki sínu. Greinilegt er að hann
hefur einnig hrifist af innanstokks-
munum. Þá telur hann höggmyndir
þær, sem piýða bæinn, vera til sér-
stakrar fyrirmjmdar. Einnig nefnir
hann vikulega tónleika Sinfóníu-
hljómsveitarinnar, sem og íslensku
óperuna, sem hann segir frábæra.
íslenskar leiðbeiningar og
uppskriftir.
Matreiðslunámskeið hjá
Dröfn H. Farestveit, hús-
stjórnarkennara, sér-
menntaðri í matreiðslu í
örbylgjuofnum.
(slensk námskeiðsgögn.
Þér er boðið að ganga í
Toshiba uppskriftaklúbb-
inn.
Meira en 14 gerðir ofna - Verð við allra
hæfi. Góð greiðslukjör. Kaupið fullkominn
ofn til framtíðamotkunar.
Einar Farestveit&Co.hf.
BORGARTUN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BILASTÆÐI
>■
- þar er fjörió og jólastemmningin
Þar eni 500 búöir, 5000 bílastæói
og fínt aó versla!