Morgunblaðið - 22.12.1988, Side 30

Morgunblaðið - 22.12.1988, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESBMBER 1988 300^° - 1 mvwr‘‘. VVyi^ tsíSssss^ £>• ^SS»ís5* ^a’ ..,nAsWe^ •£5»*«** 'á . r\f\ y0S\.uw'Pe^ ^o9’w>; aSieV.- U<I> K9^7«Si»eW ’sgssÉ' VotA\á\aur" fgss^ 'SS'* S\^ss° ■ Góð bók er gersemi Úr bréfum kven- réttindakonu Békmenntir ErlendurJónsson Bríet Héðinsdóttir: STRÁ í HREIÐRIÐ. 352 bls. Svart á hvítu. Reykjavík, 1988. Fortíðin íruslapoka nefnist fyrsti kafli þessarar bókar. Heitið vísar að sönnu til atviks en ber, hygg ég, einnig að skilja svo að Bríeti Héð- insdóttur þyki lítil rækt hafa verið lögð við minning ömmu sinnar og er það eflaust hveiju orði sannara. Saga hennar er merkileg frá mörgu sjónarmiði séð en merkilegust fyrir þá sök að Bríet var brautryðjandi; bar fram málefni sem síðan hafa orðið æ brýnni í samfélaginu: kven- réttindi, jafnrétti karla og kvenna. Bríet Héðinsdóttir leggur sjálf mik- ið til bókar þessarar en byggir ann- ars mest á bréfum ömmu sinnar. En sendibréf eru oft aðalheimildin — og lfka besta heimildin — um fólk og atburði á fyrri tíð. Fæstum, sem settu saman bréf, kom til hug- ar að þau kynnu nokkru sinni að koma fyrir almennings sjónir á prenti. A bréf var oftast litið sem einkamál, tveggja manna tal. Því voru bréfritarar opinskáir og sögðu margt sem þeir hefðu aldrei borið á torg ef t.d. blaðaviðtöl hefðu þá tíðkast; drápu meðal annars á fjöl- skyldumál sem aðeins varðaði allra nánustu. Eigi að síður var greindu fólki metnaðarmál að stíla bréf sín sem listilegast. Briet Bjamhéðins- dóttir var baráttukona. Af bréfum hennar má þó ráða að hún hafi í raun verið þýður persónuleiki; til- finninganæm og nærgætin. Auk þess hefur hún mátt hugga sig við, þrátt fyrir kröpp kjör, að málstaður sá, sem hún barðist fyrir, væri rétt- ur og sanngjam. Þar var ekki verið að ganga á hlut nokkurs manns. sHeldri konur« létu að vísu nokkuð á sér bera á hennar tíð en þá ein- vörðungu á afmörkuðum sviðum sem töidust kvenlegri en svo að karlar vildu koma nálægt þeim. Bríet Héðinsdóttir segir að amma sín hafi alltaf verið »mótfallin þeirri tilhneigingu kvenna að sameinast helst um góðgerðarstarfsemi, gera slík mál að einkavettvangi sínum.« Bríet Bjamhéðinsdóttir Auðvitað stefndi hún hærra — að fullkomnu og óskoruðu jafnrétti þar sem völdum og ábyrgð væri jafnt skipt. Eftir að Bríet Bjamhéðinsdóttir hóf baráttu sína mátti hún vita að ýmislegt yrði um sig sagt, og ekki allt á skilningi byggt. En hún virð- ist strax í upphafí hafa gert sér það ljóst; ennfremur einsett sér að láta ekkert þess háttar á sig fá. Enda þótt Bríet Bjarnhéðins- dóttir sé aðalpersónan í bók þessari má segja að þetta sé að nokkru leyti fjölskyldusaga. Og í síðasta kaflanum, Amma heitir hann stutt og laggott, lýsir Bríet yngri því hvemig amma sín komi sér fyrir sjónir í endurminningunni. Hún minnist á valtarann sem eftir henni var heitinn en þykir hart að »þegar út kemur námsbók um sögu Reykjavíkur árið 1987 og þessi gamli valtarabrandari er það ítar- legasta sem sagt er um störf nok- kurrar konu, skilst hvað klukkan slær.« Stundum gerist Bríet Héðins- dóttir bitur og harðorð í meira lagi vegna skilningsleysis þess sem hin- ar fyrstu kvenréttindakonur máttu þola. Réttlát er sú reiði vafalaust. En þetta er allt liðin tíð sem enginn fær breytt. Hún hefði því mátt halda í heiðri það sem amma henn- ar setti sér: að láta ómerk orð ekki hagga sér. Þroska- saga Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Doris Lessing: DAGBÓK GÓÐR- AR GRANNKONU. Þuríður Baxter þýddi. Forlagið 1988. Dagbók góðrar grannkonu hefur þá kosti að vera samin af nokkurri leikni og hafa mannlegan boðskap að flytja. í skáldsögunni segir frá konu sem er orðin 'leið á framapoti og sjálfsdekri, spilltu lífí fíns fólks. Hún hittir gamla konu og fer að venja komur sínar til hennar, veita henni liðsinni í bágindum ellinnar. Gamla konan sýnir henni inn í heim sem hún þekkir ekki og hin unga kona breytir um stefnu, þroskast af þessum kynnum, verður önnur manneskja. Doris Lessing sem íslenskum les- endum er af góðu kunn stundar ansi miklar málalengingar í Dagbók góðrar grannkonu. Eg veit að þessi saga höfðar til margra og fólk get- ur eflaust lært af henni. En mér þótti hún í langdregnara lagi og ekki beint skemmtilestur. Efnið verkar ekki heldur þannig á mig að það hafí nein ný sannindi fram að færa og efnistök eru vægast sagt hefðbundin. Kannski skiptir þessi skáldsaga meira máli á öðrum Doris Lessing stöðum. Á frummálinu kom hún út 1983 og hafði eflaust á þeim tíma mikilvægari félagslegan boðskap að flytja en nú. Hún er meira að segja í anda þeirra félagslegu bók- mennta sem nú virðast hafa að mestu runnið sitt skeið. Ég býst við að þægilegur rabb- stíll þessarar skáldsögu, nákvæmar lýsingar og góður vilji höfundar til að takast á við samfélagsvanda fái hljómgrunn ótal lesenda. En Dag- bók góðrar grannkonu þykir mér ekki sýna styrkleika jafn ágæts rit- höfundar og Doris Lessing. Þýðing Þuríðar Baxter er lipur og eðlileg, að því er virðist vandað verk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.