Morgunblaðið - 22.12.1988, Side 34

Morgunblaðið - 22.12.1988, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 Teiknisamkeppni grunnskólanemenda: 30 verðlaunamyndir sýndar í Gerðubergi 30 MYNDIR grunnskólanemenda í borginni verða til sýnis í Gerðubergi til 3. janúar. Myndirnar hafa hlotið verðlaun eða viðurkenningu í teiknisamkeppni um umferðaröryggi sem nemdenur Fellaskóla hafa gengist fyrir. Keppt var í Qórum aldurs- fyrirtæki í borginni gáfu verð- flokkum: 6 og 7 ára, 8 og 9 ára, launaféð. 10-12 ára og 13-15 ára. Þrenn Teiknisamkeppnin var liður í aðalverðlaun voru veitt í hveijum marg þættu umferðarátaki sem flokki: 10, 7 og 4 þúsund krón- staðið hefur í Fellaskóla í haust. ur. Einnig voru veitt níu 2 þús- Tilefni þess var að nemandi skól- und króna aukaverðlaun. Nokkur ans lést í umferðarslysi í haust. Morgunblaðið/Bjami Guðný Sævinsdóttir og Harpa Hauksdóttir afhenda Evu Heiðu Birgisdóttir fyrstu verðlaun í flokki 13-15 ára. Morgunblaðið/RAX Frá undirskrift samningsins. F.v. Jón M. Smith gjaldkeri FRAMA, Ingólfúr M. Ingól&son formaður FRAMA, Ingi R. Helgason forstjóri Brunabótarfélagsins og Guðmundur Albertsson tryggingafræðingur. Frami og Brunabót semja um tryggingar fyrir leigubílstjóra ÞANN 20. desember var undirritaður samningur milli Brunabótafé- lags íslands hf. og Bifreiðasfjórafélagsins FRAMA, um víðtæka hópslysatryggingu. Hópslysatryggingin, sem tekur gildi 1. janúar, nær til allra félagsmanna FRAMA, star&fólks á skri&tofú félags- ins, allra barna félagsmanna og afleysingabílstjóra. Forsaga málsins er sú, að FRAMI bauð snemma árs 1987 út slysatryggingar fyrir alla leigubflstjóra. Meðan á samnings- umleitunum stóð gerðist FRAMI umboðsaðili fyrir Brunabótafélagið gagnvart öllum tryggingargrein- um sem einstaklingar í FRAMA óskuðu eftir, þar á meðal bifreiða- tryggingum Hefur sú samvinna að sögn aðilanna verið með ágætum. Sá samningur sem var undirrit- aður þann 20. desember fjallar hins vegar um slysatrygginguna sem var boðin út. Meginatriði samningsins eru þessi: 1. Hópslysatiygging á félags- mönnum FRAMA þar sem dánar- bætur eru frá kr. 416.000,- að kr. 3.000.000,- eða eftir fjölskyldu- stærð. Hámarksörorkubætur eru kr. 7.084.350,- og dagpeningar kr. 15.000,- á viku sem greiðast frá fyrsta degi. 2. Slysatrygging barna og full- gildra félagsmanna. Hámarksör- orkubætur eru kr. 1.000.000,- og slysakostnaður allt að kr. 50.000,-. 3. Sérstök slysatrygging er fyrir afleysingabflstjóra með tvöfoldum bótaupphæðum venjulegrar slysa- tfyggingar launþega. Ingi R. Helgason forstjóri Brunabótafélgsins sagði, að þessi samningur hefði mikið fordæmis- gildi, þar sem hann leiðir í ljós kosti hópslysatryggingar fram yfír einstaklingstryggingamar. Það væri í raun ekki hægt að bera þessi iðgjöld saman. Samningsupphæðin er 5 milljón- ir króna með söluskatti, en félags- menn FRAMA eru um 600 talsins. Rætt við Ólínu Þorvarðardóttur um bókina Bryndísi BRYNDÍS, saga Bryndisar Schram, virðist ætla að verða ein af metsölubókunum í ár, ef marka má lista dagblaða og bóksala. Hvort orsökin er forvitni, hnýsni eða slúðurþörf greinir menn á um, en Ólína Þorvarðardóttir, sem skri&ði bókina segir markmið sitt hafa veríð að kynna manneskjuna Bryndisi, þá manneskju sem býr að baki þeirrí fmynd sem við okkur blasir i Qölmiðlunum. Ólína er sjálf þekkt andlit úr fréttum sjónvarpsins og hún var spurð hvort hún þekkti af eigin raun þá tilfinningu að vera dæmd af ókunnugum án þess þeir þekktu hana af öðru en andlitinu í fréttun- um. „Já, eftir að ég byijaði hjá sjón- varpinu fór ég að átta mig á hversu grunnt er á fyrirframskoðunum fólks um þá sem eru þekktir. Þetta er eins og að vera lokuð inni í boxi til sýnis fyrir aimenning, aldr- ei 1 aðstöðu til að gefa af sér það sem þyrfti. Bryndís hefur orðið óþyrmilega fyrir barðinu á þessu, alltaf verið skoðuð eins og mynd á vegg og ekki tekið tillit til þess að persónuleiki hennar hefur bæði vídd og lit. þjóðþekkt fólk er oft vegið og metið á öðrum forsendum en aðrir. Ég vil þó taka skýrt fram að bókin er ekkert vamarrit fyrir Bryndísi, hún hefur einskis að iðr- ast. Bókin er hugsuð sem fróðleik- ur fyrir þá sem vilja kynnast mann- eskjunni sem þeir hafa haft fyrir augunum svo lengi.“ Þú varst nemandi Bryndísar í menntaskóla, varð hún þér fyrir- mynd? „Mér þótti vænt um Bryndísi sem kennara, það ríkti gagnkvæm virðing milli hennar og nemenda. Ég held ég hafí ekki tekið hana mér til fyrirmyndar, en kannski var hún lifandi dæmi um að hægt er að lifa lífínu annars staðar en bak við eldavélina eða á kafí í bleyjubölunum og þannig má vera að hún hafí orðið mér fordæmi. Mér gafst líka kostur á að kynn- ast henni bæði í leik og starfí þar sem ég var hjá henni í leiklist í tvö ár og við vorum á sýningaflakki með öðrum MÍ-ingum. Þetta var á þeim árum sem mig dreymdi um að verða ieikkona en Bryndís fékk mig ofan af því til allrar ham- ingju." Dreymdi þig ekkert um rithöf- undarferil? Morgunblaðið/Bjami Ólína Þorvarðardóttir „Jú, mikil ósköp. í æskudraum- unum ætlaði ég að verða píanó- snillingur, dansdrottning, heims- fræg leikona og stórkostlegur rit- höfundur, en með auknum þroska gerði ég mér grein fyrir því að ég var ekki sá stórkostlegi snilíingur sem ég hélt og lagði frægðardrau- mana á hilluna." Þetta er þá ekki upphafið að glæstum rithöfundarferli? „Skriftimar eru raunar það eina sem ég hef aldrei alveg getað látið' frá mér. Ég hef verið sískrifandi og fór í fréttamennsku vegna þess að þar sá ég fram á að geta lifað af þessari áráttu. Það var ekki síst það sem freistaði þegar ég var beðin að skrifa þessa bók. Þama blöstu við 300 óskrifaðar síður sem mér var frjálst að fylla, mér leið eins og skíðamanni efst í drifhvítri skíðabrekku. Þama gafst líka kær- komið tækifæri til að hoppa út úr knöppu formi fréttamennskunnar og láta blekið renna. Ég lít ekki á þetta sem upphaf að neinum ferli, ég er blaðamaður sem skrifar við- talsbók, það er allt og sumt. En ég á undurfögur ljóð frá unglings- árunum í skúffunni og hver veit hvað ég geri úr þeim í ellinni." Óttastu ekkert að upp frá þessu verði alltaf iitið á þig sem konuna sem skrifaði Biyndísi? „Nei, ég held að þegar fram líða stundir gleymist mitt nafn í sam- bandi við þessa bók. Bækur lifa í minni fólks sjálfra sín vegna. Það er hvorki höfundurinn né viðfangs- efnið sem skiftir máli heldur verk- ið sjálft, hvort það skilur eitthvað eftir og hvort fólk nær að draga af því lærdóm." FB Kirkjugarðar: Strætísvagna- ferðir um jólin EINS OG undanfarin ár munu starfsmenn kirkjugarða Reykjavikurprófostsdæmis að- stoða fólk sem kemur tíl að huga að Ieiðum ástvina sinna fyrir jólin. Á Þorláksmessu og aðfongadag verða talstöðvabilar dreifðir um Fossvogskirkjugarð fólki til að- stoðar og einnig verða sérstakar strætisvagnaferðir i Gufúnes- kirkjugarð á aðfongadag. Vagnamir fara tvær ferðir og bíða meðan farþegar fara í garðinn. Farið verður frá Lækjartorgi kl. 10.30 og 14.00, frá Hlemmi kl. 10.35 og 14.05 og frá Grensásstöð kl. 10.46 og 14.15. í Suðurgötugarði og Gufunesgarði verða starfsmenn einnig til aðstoðar og vill skrifstofa Kirkjugarða Reykjavíkur beina því til fólks að hafa samband við skrifstofuna og fá uppgefið leiðisnúmer áður en farið er í garðana. Félag um skjala- sljórn stoftiað Sljórn Félags um skjalastjórn. Frá vinstrí: Krístin H. Pétursdóttír, Ragnhildur Bragadóttir, Jóhanna Gunnlaugsdóttír, Krístín Olafsdóttir, Svanhildur Bogadóttir og Krístin Geirsdóttir. STOFNFUNDUR Félags um skjalastjóm var haldinn nýlega. Tilgangur félagsins er m.a. að efla þekkingu og skilning á skjalastjórn hjá einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðil- um. Ennfremur að efla tengsl þeirra sem starfo við skjalasöfn og stuðla að samvinnuu þeirra á mÚli. Félagið er opið öllum sem vilja vinna að markmiðum félags- Verkið sjálft er það sem máli skiptir ins. Stofiifélagar eru þegar orðn- ir rúmlega 50 talsins. Á stoftifundinum voru samþykkt lög hins nýja félags og kosin stjóm. Stjómina skipa: Kristfn Ólafsdóttir formaður, Svanhildur Bogadóttir varaformaður, Kristín H. Péturs- dóttir ritari, Kristín Geirsdóttir gjaldkeri, Ragnhildur Bragadóttir meðstjómandi og Jóhanna Gunn- laugsdóttir varamaður. Ýmsir vinnuhópar munu starfa á vegum félagsins í samræmi við markmið félagsins og er gert ráð fyrir að starf þeirra hefjist í janúar nk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.