Morgunblaðið - 22.12.1988, Síða 35

Morgunblaðið - 22.12.1988, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 35 Saga LH í 35 ár; I morgunljómann EIN af „bókum hestamannsins" fyrir þessi jól verður væntanlega í morgunljómann eftir Steinþór Gestsson frá Hœli. í bókinni er rakin saga Landssambands hestamanna í 35 ár. \ti*«%fi^*'- Saga LH er rakin fram til 1984 í bókinni. Þar er'sagt frá forsögu stofnunar sambandsins, upphafí þess og fyrstu skrefum. Síðan er rakin saga fjórðungsmóta, ársþinga og landsmóta, fræðslu- og út- breiðslustarf sambandsins, fjárreið- ur og fleira úr starfi þeirra. I bókar- lok eru ýtarlegar töflur um ársþing, fjórðungsmót og landsmót, stjórn- armenn, endurskoðendur og heið- ursfélaga. Pétur Behrens listmálari hefur skreytt bókina hestamyndum, en f henni er einnig fjöldi ljósmynda. Bókin er 115 síður, prentuð hjá Odda. Saga fc.Hr í 35 ár Annir í innanlandsflugi MIKLAR annir eru nú í innan- landsflugi á vegum Flugleiða, og verður mikið um aukaferðir á öllum flugleiðum innanlands síðustu dagana fyrir jól. í gær var flogið til allra staða sam- kvæmt áætlun nema hvað seinna flug til Vestmannaeyja féll nið- ur. Flogið verður tíl allra helstu staða fyrir hádegi á aðfanga- dag, og fer síðasta vél frá Reykjavík tíl Akureyrar klukk- an 13. Amarflug flýgur til níu staða innanlands og eru nú farnar að meðaltali sex aukaferðir daglega. Síðustu ferðir innanlands á vegum Arnarflugs fyrir jól verða á að- fangadag, en þá verður flogið á alla áætlunarstaði. Athugasemd frá Ríkisendurskoðun RÍKISENDURSKOÐUN hefur hátt athugasemd við afgreiðslu sent Morgunblaðinu eftirfarandi: sjóðsstjórnar á láni til Granda hf." Hjá BSÍ fengust þær upplýsing- ar að aukning í farþegaflutningum hefði farið frekar hægt af stað nú fyrir jólin, en mikið væri um pakka- flutninga. Bætt hefði verið við all- mörgum aukaferðum, og væru daglegar ferðir á flestum langleið- um, en á styttri leiðum út frá Reykjavik væru frá einni upp í sjö ferðir á dag. Reikhað væri með að síðustu dagana fyrir jól yrðu um 50 komur og brottfarir frá Umferðarmiðstöðinni, og á bilinu 2.000 til 3.000 farþegar væru þá daglega á ferðinni með sérleyfis- bifreiðum. Samkvæmt upplýsingum frá vegaeftirlitinu í gær var færð yfir- leitt mjög góð um allt land, en víða hálka og snjóföl á vegum. Rangfærslur Guð- mundar Magnússonar eftir ÓlafRagnar Grímsson I sérkennilegri athugasemd í Mbl. í gær fulíyrðir Guðmundur Magnússon að núverandi fjár- málaráðherra hafi breytt þeim reglum sem gilda um ferðakostn- að aðstoðarmanna ráðherra. Hann talar í þessu sambandi um að „hin nyja lúxusgreiðsla til að- stoðarmanna ráðherra sé ekki í samræmi við málflutning núver- andi fjármálaráðherra um aðhald í ríkisrekstrinum." Núverandi fjármálaráðherra hefur engar nýjar reglur sett á þessu sviði. Sú skipan sem gilt hefur varðandi greiðslur á ferða- kostnaði aðstoðarmanna ráðherra var sett 22. águst 1984 og gerði það þáverandi fjármálaráðherra, Albert Guðmundsson. Þær upp- lýsingar sem Guðmundur Magn- ússon virðist byggja ályktun sína á eru því rangar. Hitt er svo annað mál að það er bæði rétt og nauðsynlegt að gera breytingar á bæði útgjöldum og reglum um ferðakostnað opin- berra starfsmanna erlendis. Verð- ur unnið að því verki í samræmi við þær niðurskurðartillögur sem núverandi fjármálaráðherra lagði fram í ríkisstjórn og nú hafa ver- ið samþykktar af fjárveitinga- nefnd. I þeim tillögum felst að kostnaður vegna ferðalaga, fund- arhalda og risnu verður lækkaður um 250 milljónir á næsta ári. Höfundur er fjármálaráðherra. Bikarmót TR: Elvar varð efstur Bikarmót Taflfélags Reykjavíkur hófst 15. nóvember sl. og lauk sunnudaginn 11. des- ember. Keppendur voru alls 56. í þeim hópi voru margir mjög öflugir skákmenn. Eftir jafna keppni fór svo að Elvar Guð- mundsson varð í fyrsta sæti. Röð efstu keppenda varð þessi: 1. Elvar Guðmundsson TR með 25 vinninga, 2. Jóhannes Ágústsson TR með 23,5 vinninga, 3. Dan Hansson TR með~19 vinninga, 4. Lárus Jóhannesson TR með 16 vinninga, 5. Jóhann Ö. Sigurjónsson TR með 14,5 vinninga. *V> Árið 1987 sigraði Dan Hansson í mótinu. (FréttatOkyniiing) „Vegna frétta í fjölmiðlum um bréf, sem Ríkisendurskoðun hefur skrifað Atvinnutryggingarsjóði útflutnings- greina, um lánveitingar úr sjóðnum, er talið rétt að eftirfarandi komi fram: Samkvæmt 5. gr. reglugerðar um sjóðinn skal Ríkisendurskoðun fylgj- ast með starfsemi hans og gefa Al- þingi árlega skýrslu um hana. Auk þess annast Rikisendurskoðun end- urskoðun reikninga sjóðsins. Til þess að sinna því hlutverki sínu, að fylgjast með starfsemi sjóðs- ins, var ákveðið að skoða nokkrar lánsumsóknir, sem stjórn sjóðsins hafði afgreitt. — Var þar bæði um að ræða umsóknir sem samþykktar hofðu verið og eins hafhað. í framhaldi af athugun þessari var áðurnefnt bréf skrifað. Það kemur fram í bréfinu að Ríkisendurskoðun er eingöngu að óska eftir frekari uplýsingum um þær forsendur, sem sjóðsstjórnin byggir á við mat á umsóknum. Það er rangt sem fram hefur kom- ið S fjölmiðlum að lagt hafi verið mat á framlegð eða greiðslugetu Granda hf. á næstu árum. Af hálfu Ríkisendurakoðunar hefur ekki verið lagt mat á, hvort nefnt fyrirtæki, né önnur sem athuguð hafa verið, uppfylli ákvæði laga og reglugerða til að fá lán úr sjóðnum. Það ítrekast að margnefnt bréf var eingöngu skrifað til þess að Ríkisendurskoðun gæti framkvæmt verkefni það sem henni var falið með setningu laga og reglugerðar um Atvinnutryggingarsjóð útflutn- ingsgreina. — Bréfið er á engan Saga og kirkja komin út „Saga og kirkja", afmælisrit Magnúsar Más Lárussonar, fyrrver- andi háskólarektors, er komið út. Áskrifendur geta vitjað þess í Sögu- félagi í Fisehersundi. (Fréttotilkynning) K^ \ m» \$ %® Opið tíl 22 Verslunareigendur við Laugaveginn hafa ákveðið að hafa verslanir sfnar opnar til kl. 22 í kvöld, fimmtudag. **i**~

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.