Morgunblaðið - 22.12.1988, Page 38

Morgunblaðið - 22.12.1988, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 Umræður um fækkun í herafla Bandaríkjamanna í Evrópu: Dregið úr viðbún- aði á Miðjarðarhafi? London. Reuter. STJÓRNVÖLD 1 Bandaríkjunum virðast hafa afráðið að skera nið- ur herafla Bandaríkjamanna í Evrópu og hugsaniegt er að dregið verði úr viðbúnaðinum á suðurhluta varnarsvæðis Atlantshafs- bandalagsins, að þvi er segir i nýju sérfræðiriti um Atlantshafs- bandalagið (NATO), sem á ensku nefnist NATO Handbook og gefið er út af breska fyrirtækinu Jane’s. í formála ritstjórans, Davids Fouquets, segir að aðildarríki NATO þurfi að taka afstöðu til ýmissa mála sem enn hafi ekki verið tekið á með sannfærandi hætti. Svo virðist sem bæði stjóm- málamenn og almenningur í Bandaríkjunum séu þeirrar skoð- unar að gera þurfi breytingar innan bandalagsins í samræmi við þá þróun og breytingar sem orðið hafi á undanfömum árum og áratugum. „Vamarmálasérfræðingar í Wash- ington leggja áherslu á að nú sé spumingin ekki sú hvort hluti her- liðsins verður kallaður heim frá Evrópu heldur hvenær og hvemig standa beri að því,“ segir ritstjór- inn. í máli Fouquets kemur fram að lagt hafi verið til að um 16.000 hermenn verði kallaðir heim frá Vestur-Þýskalandi. Telur hann þetta óskynsamlega ráðstöfun og segir líklegt að hún mælist ekki vel fyrir meðal bandamanna Bandarfkjamanna í Evrópu. Á hinn bóginn virðist sem umsvif Banda- rílqamanna á Miðjarðarhafí séu óþarfiega mikil. Miðjarðarhafsfiot- inn ráði yfir um 40 skipum og kafbátum og alls telji herafli Bandaríkjamanna á þessum slóðum um 50.000 menn. Umsvif Sovét- manna á Miðjarðarhafi séu hins vegar fremur lítil og megi því gera ráð fyrir því að NATO-ríkin í Evr- ópu gætu í auknum mæli tekið að sér vamir suðurhluta hins sameig- inlega vamarsvæðis aðildarríkj- anna. Ritstjórinn segir ýmislegt benda til þess að ráðamenn innan Atlants- hafsbandalagsins séu reiðubúnir til að samþykkja að kjamorkuherafl- inn verði skorinn niður í Evrópu og telji þeir þetta viðeigandi svar við nýjustu tillögum Sovétstjómar- innar. Nefnir Fouquet að vígbúnað- arsérfræðingar hafi lengi viður- kennt að skammdræg kjamorku- vopn ógni öryggi Vestur-Þýska- lands þar sem þessum vopnum yrði beitt á þýsku lansdsvæði brytust út átök milli austurs og vesturs. Því kunni að fara svo að Atlants- hafsbandalagið leggi til að stór- skotaliðsbyssur, sem borið geta kjamorkuhleðslur, verði fluttar frá Mið-Evrópu. Þótt ekki hafi tekist að útkljá deiluna um Kúrileyjar að sinni fór vel á með þeim Sosuke Uno, utanríkis- ráðherra Japans, og sovéskum starfsbróður hans, Edúard Shevardnadze. Sovéski utanríkisráðherrann í Japan: Lítíð miðar enn í deílum um yfirráð Kúrileyia T6k£ó. Reuter. JAPÓNSK stjórnvöld sögðu í gær, að enginn raunverulegur árangur hefði orðið af viðræðum þeirra og Edúards Shevardnad- zes, utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, um Kúrileyjar, sem Sovét- menn tóku af Japönum á síðustu heimsstyijaldardögunum. Því var hins vegar fagnað, að Sovét- menn skyldu nú loks vOja ræða þetta mál. Sosuke Uno, utanríkisráðherra Bókaflokkurinn íslensk þjóðmenning er skipulagður sem níu binda ritröð sem spannar yfir rúm 1000 ár í íslenskri menningarsögu. 1. og 5. bindi eru komin út. í heild verður þetta mikla yfirlitsverk samið af 40 íslenskum fræðimönnum Helstu efnisflokkar eru þessir: Uppruni og umhverfi íslenskrar þjóðar, Jarðyrkja og kvikfjárrækt, Sjávarhættir, Heimilisstörf, Trúarhættir, Alþýðuvísindi, Kvæða- og sagnaskemmtun, Sjónmenntir, Samgöngur, Félagslíf og fólkið í bændasamfélaginu (mótun einstaklingsins, svipmót og daglegt líf). SÍMAR 13510- 17059, PÓSTHÓLF 147. Japans, sagði á fréttamannafundi, að ríkin hefðu orðið ásátt um að skipa sameiginlega neftid til að ræða um framtíð Kúrileyja en deilan um þær hefur staðið í vegi fyrir undirritun friðarsamninga milli ríkjanna í rúm 40 ár. í sameigin- legri yfirlýsingu utanríkisráðherr- anna var einnig minnst á hugsan- lega heimsókn Míkhafls Gorbatsjovs sovétleiðtoga til Japans, líklega ein- hvem tíma á næsta ári. Shevardnadze sagði á blaða- mannafundinum, að nýgerðir við- skiptasamningar milli Sovétrílq- anna og Suður-Kóreu þýddu ekki, að ríkin ætluðu að taka upp fullt stjómmálasamband. Að loknum Ólympíuleikunum í Seoul urðu Ung- veijar fyrsta Austantjaldsríkið til að skiptast á sendiherrum við Suð- ur-Kóreumenn og fór það svo fyrir bijóstið á Norður-Kóreustjóm, að hún kallað heim sendiherra sinn í Búdapest. Júgóslavar, Búlgarar og Pólveijar hafa einnig ákveðið að taka upp bein viðskipti við Suður- Kóreu. Moskva: Alnæmissmit- beri í fangelsi Moskvu. Reuter. SOVÉSK kona, sem smitaði fyrri eiginmann sinn af sárasótt, sýkt- ist síðan af alnæmi og bar það til átta rekkjunauta sinna, hefur nú verið dæmd í Qögurra ára fangelsi fyrir að bera út hættu- lega sjúkdóma. Sagði eitt Mosk vublaðanna firá þessu í gær. Dagblaðið Sósíalskur iðnaður sagði, að læknar hefðu fengið kon- una, sem var kölluð Olga L., til meðferðar eftir að hún hafði fallið ofurölvi ofan af veitingahússsvölum og þá komist að raun um hvers kyns var. „Sjúkdómurinn er að sjálfsögðu afleiðing þessa ósiðlega lífemis," sagði í blaðinu. Olga bjó í bænum Kakhovka í Úkraínu og þegar hún hafði skilið við fyrri eiginmanninn, þann, sem hún sýkti af sárasótt, giftist hún Afríkumanni og bjó í Kongó í fjög- ur ár. Þegar hún kom aftur heim til Sovétríkjanna vöruðu læknar hana við öllu kynlífi vegna fyrri sýkinga en hún lét það sem vind um eyru þjóta. í október sl. var skýrt frá fyrsta dauðsfallinu í Sovétríkjunum af völdum alnæmis og var þar um að ræða vændiskonu frá Leníngrad. Opinberlega em 64 taldir smitaðir en læknar segja, að lfklega séu nokkur hundrað nærri sanni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.