Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 48 DON GIOVANNI MYHDBMD af sýningu íslensku óperunnar frá sl. vori er komið út. Myndbandið er með íslenskum texta. Myndbandið er selt í Islensku óperunni og kostar 3.000 krónur fyrir styrktarfélga. Það er einnig selt í eftirtöldum verslunum: Taktur Fálkinn, Laugavegi Skífan, Kringlunni Bókabúð Braga Bóksala stúdenta Nesco, Laugavegi Hljóðfærahúsið Bókabúð Máls og menningar Eymundsson, bókaverslun, Aústurstræti og Eiðistorgi Penninn, Austurstræti og Kringlunni Opus __ Japis Nánari upplýsingarí símum 27033 og 11475. Styrktarfélag íslensku óperunnar. í töfrapottinum geturðu steikt læri, svínakjöt og kjúkling og fengið fallega brúningaráferð á kjötið. Tvær stærðir. Komast í flesta ofna. Sendum í póstkröfu Heildsala - Smásala Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTUN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆÐ) Hún er smá en samt svo kná! Smith & Norland Nóatúni 4, sfmi 28300 Fjölhæt Hrærir, hnoðar, blandar, þeytlr, brytjar, rífur, raspar, tætir og sker. Kraftmikil: 400Wstöðugtafl. FyrirferðaHrtíl: Þarf aðeins rými sem er 28x20 sm. Hún erfrá SIEMÉNS og heitir COmpact Myndbönd sem stytta skamm- degið hjá veiðimönnum Myndbönd Guðmundur Guðjónsson íslenski myndbandaklúbbur- inn hefur sent frá sér flögur myndbönd um íslenskar laxveið- iár og að sögn forráðamanna klúbbsins er þetta aðeins byrjun- in, stefnan sé að gefa út allar helstu árnar á myndböndum. Eftir að hafa horft á mynd- böndin Qögur er óhætt að segja að þegar á heildina er litið hefur tekist vel til og víst er að þessi nýjasta tegund afþreyingar fyrir þann þjóðflokk í þjóðflokknum sem haldinn er veiðidellu, á eftir að stytta skammdegið hjá þeim. Út á eitt og annað má setja ef út í það er farið, en heildarmyndin er góð og þetta er jú frumraun. Lítum svo á einstök bönd. Ef við byijum á Vatnsdalsá, þá fer ekki hjá því að maður er snort- inn af undurfögru umhverfí og ótrú- lega veiðilegri á. Þeir skiptast á um lýsinguna Ami Guðbjömsson leið- sögumaður í Vatnsdalsá til fjölda ára og Hallgrímur Thorsteinsson útvarpsmaður og dettur manni í hug að rödd hans hafí í upphafi verið hönnuð til að lýsa laxveiðiám. Samvinna þeirra er með ágætum er ánni er fylgt frá ósi og fram í Dalsfoss, nánar tiltekið allt lax- veiðisvæði árinnar. Nokkrar af bestu tökum þessarar útgáfu er að fínna á Vatnsdalsspólunni. T.d. er Ámi setur í lax á flugu í Homhyl, þegar að minnsta kosti 20 punda fískur reiinir sér eins og hnísa við fætumar, á veiðimanni sem er að kasta flugu í Tunguhyl og eltingar- ieikur og hörð glíma við 19 punda leginn hæng við Rofabakka. Þessi spóla er mjög góð. Mjög góð er einnig Miðfjarðarár- spólan. Þar er flogið upp með ánni eins og á hinum spólunum og stung- ið sér niður á markverðum stöðum og þeir skoðaðir nánar. Fylgdar- maður veiðimanna hér er Rafn Hafnfjörð, þekktur fluguveiðimað- ur, og hrífur hann menn með sér í furðuveröld Miðfjarðarársvæðisins sem telur í raun fjögur ár, Mið- fjarðará, Vesturá, Austurá og Núpsá. Tekst mjög vel til að lýsa þessu svæði sé mið tekið af víðfeðmi svæðisins annars vegar og hins vegar að spólan er aðeins klukku- stundarlöng. Best á spólunni er endirinn, þar sem Rafn glímir við stórlax í Núpsfossum, þjösnast á honum til að „styggja ekki hylinn", gerir grín að sjálfum sér allan tímann fyrir djöfulganginn, rífur svo auðvitað út úr laxinum í löndun og fómar höndum! „Er þetta ekki líka toppurinn?“ spyr hann þá áhorfendur, en ekki er víst að svör þeirra séu öll á sama veg. Spólan sem inniheldur Laxá í Dölum er hnökralítil. Áin virkar fremur hæglætisleg og spök og umhverfíð er ekki stórbrotið. Það sem er stórbrotið er hins vegar veiðin sem þessi meinleysislega á getur gefið. Svo virðist sem veiðin hafí samt ekki gengið sem skyldi meðan upptökur fóru fram, því miðað við hinar spólumar þijár er heldur lítið um að vera hjá veiði- mönnunum sjálfum. Er teygt á því t.d. með því að sýna heila viðureign Minning: Áslaug Þorsteins- dóttir, Böðvarsholti Áslaug Þorsteinsdóttir, húsfreyja í Böðvarsholti, Staðarsveit, Snæ- fellsnesi, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 17. þ.m. 59 ára að aldri. Er útför hennar gerð í dag frá Búðakirkju. Hún var fædd í Straumfjarðar- tungu 15. apríl 1929, dóttir hjón- anna Guðrúnar Eyjólfsdóttur og Þorsteins Þórðarsonar bónda, síðar að Stakkhamri, hinna mætustu hjóna. Móðir Áslaugar lagði rækt við fróðleik fyrri tíðar og sagði mér margt af æskuárum föður míns og af ættmennum úr Staðarsveit, en þaðan var hún runnin. Þorsteinn var einstakt ljúfmenni, mildur og mjúklátur, smiður góður og mikill starfsmaður alla ævi. Bróðir hans er Jón Þórðarson, rithöfundur og kennari. Áslaug ólst upp hjá foreldrum sínum á Stakkhamri í Miklaholts- hreppi, Hnapp, en fluttist með þeim til Reykjavíkur árið 1944, er Þor- steinn gerðist starfsmaður Vél- smiðjunnar Héðins. Vann Áslaug að ýmsum störfum hér syðra, var m.a. á Víði, er gekk á milli Borgar- ness og Rvíkur, og undi sjóferðum vel._ Árið 1952 giftist Áslaug eftirlif- andi eiginmanni sínum, Gunnari Bjamasyni, bónda og hreppstjóra í Böðvarsholti. Er hún kom að Böðv- arsholti mætti henni þar ástríki og friðsemd heimilis, sem mótast hafði af tengdaforeldrum hennar, Bjam- veigu Vigfúsdóttur og Bjama Nik- ulássjmi. Þar kom ég ungur og kynntist heimilisbragnum, mikilli vinnusemi og ósérhlífni húsfreyju og húsbónda og kærleiksríku þeli þeirra beggja. Er mér það minnis- stætt er ég heimsótti Bjama, föður- bróður minn, á sjúkráhús í Reykjavík á unglingsárum mínum, hversu hann blessaði mig heitum orðum og sterku atlæti. Mátti ég siðar af því ráða um blessunina sem hinir fomu patríarkar veittu sonum sínum og af spratt gæfa þeirra. Tveir bræðranna ílentust heima, Gunnar tók við Böðvarsholti að hluta og Þráinn byggði sér nýbýli og nefndi Hlíðarholt. Við hið besta samlyndi með heimilunum tveim og húsfreyjunum báðum, þeim Ás- laugu og sæmdarkonunni Kristjönu Sigurðardóttur og traust vinátta milli bamanna á bæjunum báðum. Ár Áslaugar urðu mörg í Böðv- arsholti, en ekki voru þau þrauta- laus, því að mikið heilsuleysi hijáði hana löngum, en hún stundaði bú- störfín og heimilið af elju og ástríki. Son átti Áslaug áður en hún gifti sig, Þorstein Svavarsson, sem tengdur var traustum böndum fjöl- skyldunni í Böðvarsholti. Böm þeirra Gunnars em fimm, Bjam- veig, Eyjólfur, Bjami, Þórður og Rúna^r, en dreng misstu þau í fram- bernsku. Áslaug Þorsteinsdóttir var glað- sinna og gestrisin. Þökkum við hjónin góðar stundir á heimili þeirra hjóna í Böðvarsholti og gistivináttu. Hún var kærleiksrík kona, ræktar- söm um hag ættmenna og vina, einnig mikill dýravinur, og birtast í þeirri einkunn ríkari eðlishættir en margan grunar nú á dögum. Hún var góð hannyrðakona og vann failega úr íslenskri ull. Mikill harmur er kveðinn að Gunnari í Böðvarsholti og bömun- um, er eiga á bak að sjá ástríki eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu. Hún hvíli í eilífum friði Guðs. Þórir Kr. Þórðarson t Móðir okkar, SVEINSÍNA GUÐRÚN STEINDÓRSDÓTTIR, lést í Hafnarbúðum 13. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd vandamanna, Klara Sigurðardóttir, Sigríður Sigurðardóttir. t Frænka okkar, SESSEUA JÓNSDÓTTIR frá Hnífsdal, andaðist á Hrafnistu í Reykjavik 19. þessa mánaðar. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd ættingja, Pálfna Helgadóttir, Sigríður Þorláksdóttir, Jón Páll Halldórsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SVEINN ÓLAFSSON, Faxabraut 66, Keflavfk, lést í sjúkrahúsi Keflavíkur 20 desember. Jarðarför auglýst síðar. Svanhvft Trygg vadóttir, Guðrún Sveinsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, Linda Marfa Guðmundsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Bryndfs Jóhanna Jóhannesdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.