Morgunblaðið - 22.12.1988, Síða 54

Morgunblaðið - 22.12.1988, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 4 Perestrojka í skákheiminum: Teflt við óvígan sov- ézkan her í Belgrad Skák Margeir Pétursson ÞAÐ voru mörg met slegin og margar brýr brúaðar á fyrsta opna móti stórmeistarasambands- ins sem fram fór í Belgrad í Júgó- slavíu fyrr í þessum mánuði. 011- - um stórmeisturum voru boðin sér- stök kjör ef þeir vildu mæta til leiks og 102 slikir þáðu gott boð, sumir e.t.v. ekki síður til að bera dýrðina augum, en vegna vonar um hlutdeild í verðlaununum. Ríflegur þriðjungur af öllum stór- meisturum heimsins kom því á mótið og er það algjört heims- met, jafnvel á Ólympíuskákmót- um eru ekki nærri svo margir slíkir samankomnir. í Belgrad var teflt um 100.000 Bandaríkjadali, eða jafnvirði 4,5 milljóna ísl. króna og er slíkur verðlaunasjóð- ur algjört einsdæmi í kommúnist- alandi. Alls tefldu 260 skákmenn frá 25 löndum á mótinu og var stigalág- HVÍTI PUNKTURINN TRYGGIR GÆÐEN markið þó 2.350 stig, sem er býsna hátt á opnu móti. Mestu munaði um þátttöku 70 Sovétmanna, þar af 35 stórmeistara. Margir þeirra voru þama í fyrsta sinn að tefla utan síns heimalands og fengu langþráð tæki- færi til að spreyta sig í alþjóðlegri keppni. Perestrojka Gorbatsjovs, Sovétleiðtoga, hefur því ekki haft lítil áhrif í skákheiminum; fyrir nokkrum árum hefði slík hópferð verið alveg óhugsandi. Þetta reyndist líka vera mót tæki- færanna, ungur og nærri alveg óþekktur Sovétmaður, Igor Naumk- in, með aðeins 2.445 stig var einn af mörgum Sovétmönnum á mótinu sem seldi skákbækur í byijun móts- ins til að eiga fyrir dvalarkostnaðin- um. (Ég keypti t.d. ófáanlega ævi- sögu Leonids heitins Stein af honum á 110 krónur og vorum við báðir hæstánægðir með kaupin.) Hann lét ekki tækifærið sér úr greipum ganga, vann marga þekkta stór- meistara, þar á meðal næststiga- hæsta þátttakandann, Tékkann Ftacnik, í síðustu umferð. í lokin stóð Naumkin uppi sem einn af sig- urvegurunum sem fengu hver jafn- Dé Longhi djúp- steikingarpotturinn er byltingarkennd nýjung Helstu útsölustaðir utan Reykjavíkur: Bókabúðin Veda, Kópavogi Bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði Bókabúð Böðvars, Hafnarfirði Bókabúð Keflavíkur, Keflavík Bókabúð Jónasar, Akureyri Bókval, Akureyri Bókabúð Jónasar Tómassonar, ísafirði QóÚ gjöp scm flleður SHEAFFER Hallandi karfa, sem snýst meðan á steikingu stendur: * jafnari steiking *notaraðeins 1,2 Itr. afolíu í stað 3ja Itr. í "venjulegum" pottum *styttri steikingartími *50% orkusparnaður Potturinn er lokaður meðan á steikingu stendur. Fitu- og kolsía tryggja hreinlæti og eyða lykt. Hægt er að fylgjast með steikingunni gegnum sjálf- hreinsandi glugga. Hitaval 140 -190 C. - 20 mín. tímarofi með hljóðmerki. ■50% (DeLonghf) Dé Longhi erfallegur fyrirferdarlitill ogfljótur iFOnix HÁTÚNI6ASIMI (91)24420 virði u.þ.b. 8 þúsund Bandaríkjadala í sinn hlut, eða sem svarar 400 þús- und íslenskum krónum. Það má lifa býsna lengi á slíkri fúlgu austan tjalds. Að auki náði hann stórmeist- araáfanga ásamt 10 skákmönnum öðrum á mótinu, sumum hvetjum lítt þekktum Sovétmönnum. Það var ómetanleg reynsla að tefla í þessu móti og mér hefur aldr- ei orðið jafn berlega ljós gífurlegur styrkur og breidd sovézka skákskól- ans. Þama tefldu margir óþekktir meistarar, sem hafa ekki fyrr þótt hæfír til útflutnings, en myndu tefla sig léttilega inn í ólympíulið margra vestrænna landa, ef þeir fengju tækifæri. Samkeppnin heima fyrir er því gífurlega hörð, fremstu skák- menn Sovétmanna eru frá blautu bamsbeini hertir í frumskógi und- anrása og milliriðla sovézka meist- aramótsins. Sem betur fer virðist ekki lengur skipta eins miklu máli að koma sér vel við þá sem valdið hafa, að minnsta kosti ef haldið verð- ur áfram á þeirri braut sem hafin var í Belgrad. Það var fyrir tilhlutan stórmeist- arasambandsins að þetta einstæða mót var haldið, án þeirra Gary Ka- sparovs, heimsmeistara og formanns sambandsins og Hollendingsins Bessel Kok, framkvæmdastjóra þess, hefði það verið óhugsandi. Dapurt ástand júgóslavnesks efna- hagslífs leyflr ekki munað við borð við þetta mót og verðlaunasjóðurinn kom erlendis frá. Leitað var á ný og óvænt mið um fjáröflun, sovézka útflutningsfyrirtækið Contour coop- erative lagði fram 60 þúsund dali, en hina 40 þúsund dalina reiddi Bessel Kok fram úr eigin vasa. Þar sem júgóslavneska flugfélagið JAT lagði til ferðir og uppihald gestkom- andi stórmeistara gekk dæmið upp. Heimamaður sigraði óvænt Þrátt fyrir alla sovézku gestina var það þó heimamaður sem stal gjörsamlega senunni, stórmeistarinn Krunoslav Hulak frá Zagreb, sem fyrir fram var aðeins í 69. sæti í styrkleikleikaröðinni, með 2.490 stig. Hann vann það ótrúlega afrek að vinna sex fyrstu skákimar og var kominn með _ vinnings forskot á næstu menn. í sjöundu umferð kom áfall, hann lék sig í mát eftir rúm- lega tuttugu leiki gegn ungum Sov- étmanni, Evgeny Bareev. Eftir þá hroðalegu útreið gerði Hulak stutt jafntefli í tveimur síðustu skákum sínum, en Bareev tapaði hins vegar fyrir kunningja okkar, Mikhail Gurevich, stigahæsta manni móts- ins, sem tefldi bæði í Reykjavík og á Akureyri í febrúar og mars. Fimm skákmönnum tókst að ná Hulak að vinningum í lokin, en hann var úr- Skólavörðustíg 17a, sími 25115. Júgóslavinn Hulak kom mjög á óvart og var úrskurðaður sigur- vegari á stigum á mótinu í Belgrad, þar sem hann tefldi við stigahærri andstæðinga en Sov- étmennirnir Smm sem fengu jafnmarga vinninga. skurðaður sigurvegari þar sem hann hafði mætt erfíðustu andstæðingun- um. Auk þess sem verið var að tefla um há verðlaun var mótið undan- rásariðill fyrir heimsbikarkeppnina 1991-92. Átta efstu sætin gáfu rétt til að tefla í lokaúrtökumótinu, sem fram mun væntanlega fara í New York 1990. Eftir góða byijun mína gerði ég mér vonir um að lenda í þessum hópi, en í síðustu þremur umferðunum lenti ég gegn þremur sovézkum stórmeisturum, fyrst gegn Dokhojan með svörtu, Polugajevsky með hvítu og loks Sveschnikov með svörtu í síðustu umferð. Mér þótti ekki sérstaklega fysilegt að tefla á tvær hættur gegn þessum mönnum og öllum skákunum lauk með jafn- tefli í innan við 20 leikjum. Fyrir síðustu umferð mat ég stöðuna þannig að rétt væri að stefna að jafntefli á svart, þar sem ég stóð vel að vígi hvað stigaútreikning varðaði. Ég vildi heldur alls ekki eyðileggja góðan árangur með fífldirfsku í lokin. Jafnteflið reyndist samt ekki duga nema í níunda sætið og af þeim átta sem komust áfram voru sjö Sovétmenn. Ég held ég skilji þá afstöðu Bobby Fischers bet- ur núna, þegar hann barðist fyrir því að fjöldi manna frá sömu þjóð í heimsmeistarakeppninni yrði tak- markaður og samlöndum bannað að tefla innbyrðis í lokaumferðum móta. Helgi Ólafsson tapaði óvænt fyrir Naumkin í annarri umferð og virtist það hleypa í hann mikilli hörku, fram í næstsíðustu umferð átti hann möguleika á að komast áfram, en þá gerði hann jafntefli við komung- an og efnilegan Sovétmann, Dzandgava, sem náði þama stór- meistaraáfanga. Urslit mótsins: 1.-6. Hulak (Júgóslavíu), Naumk- in, Psakhis, M. Gurevich, Pigusov og Polugajevsky (allír frá Sovétríkj- unum) 7 v. 7.-15. Timoshenko og Bareev (báðir frá Sovétríkjunum), Margeir Pétursson, Sveschnikov, Dzandgava og Dorfman (allir frá Sovétríkjun- um), Dizdar (Júgóslavíu), Helgi Ól- afsson og Wilder (Bandaríkjunum) 6V2 v. 16.-45. Arkhipov, Azmaparas- hvili, Bykhovsky, Chemin, Dokhoj- an, Dolmatov, Eingom, Geller, Glek, Karpman, Moskalenko, Orlov, A. Petrosjan, Razuvajev, Shabalov, Shneider, Taimanov og Vaiser (allir frá Sovétríkjunum), Cvitan, Drashko, Ivanovic og Ve- limirovic (Júgóslavíu), Xu Jun og Ye Yongcuang (báðir frá Kína), Anand (Indlandi), Lobron (V-Þýzka- landi), Van der Wiel (Hollandi), Groszpeter (Ungverjalandi), Miles (Englandi) og Todorcevic (Mónakó) 6 v. í upptalningunni em keppendur sem fengu 7 v. og 6V2 v. taldir upp í röð eftir því sæti sem þeir fengu úthlutað eftir stigaútreikningi, en þeim sem fengu sex vinninga er raðað eftir handahófi. Það urðu margir þekktir skák- menn neðar í röðinni. Jón L. Áma- son varð að láta sér nægja 50% vinn- ingshlutfall og hlaut 4V2 v. ásamt 13 öðrum stórmeisturum. Jón byij- aði mjög illa á mótinu, vanmat greinilega andstæðinga sína. í venjulegum opnum mótum skiptir slök byijun oft litlu máli, því eftir töp fá menn oft nokkra létta and- stæðinga í röð og eru fljótir að vinna sig aftur upp. I Belgrad var hins vegar ekki um neitt slíkt að ræða, það var hreinlega allt of mikið af sterkum mönnum. T.d. mátti oft sjá tvo sovézka stórmeistara tefla sam- an langt í burtu frá efstu borðunum. Jón losnaði þvi aldrei við þá tilfínn- ingu að hann væri staddur á jám- brautarstöð í Moskvu, eins og hann orðaði það sjálfur. Ég tefldi við hvorki meira né minna en sex Sovétmenn í Belgrad og Helgi við fímm. í framhaldi af þessu má nefna að á New York Open-mótinu í vor tefldi ég sjö skák- ir og þar af við lj'óra Júgóslava. Það verður fróðlegt að sjá af hvaða þjóð- flokki andstæðingamir verða þegar við mætum til leiks á svipuðu skák- móti sem boðað hefur verið í Moskvu næsta vor. Aðstæður á mótinu í Belgrad vom býsna góðar, sérstaklega í kemur það vel út í samanburði við fjölmenn opin mót vestanhafs. Keppendur bjuggu og tefldu á einu stærsta gisti- húsi borgarinnar, hótel Jugoslavija, sem stendur á bökkum Dónár. Áð- búnaður þar var ágætur. Yfírdómar- ar mótsins voru tveir, Bozidar Kazic frá Júgóslavíu, og Hollendingurinn Geurt Gijssen, sem sá um að raða saman andstæðingum í hverri um- ferð. Gijssen er virtasti skákdómar- inn um þessari mundir, enda gekk mótið snurðulaust fyrir sig. Stefna stórmeistarasambandsins er að halda tvö önnur slík mót og munu átta skákmenn til viðbótar komast áfram úr hvoru þeirra. Er ætlunin að opna mótið í New York um páskana verði næst og hugmynd- ir eru uppi um að halda mót í Moskvu í maí. Hér fylgja tveir íslenskir sigrar frá mótinu í Belgrad. Ég á í höggi við sovézkan huldumann, sem hafði þó 2.500 stig og náði áfanga að stór- meistaratitli í Belgrad, þrátt fyrir þessa skák. Helgi teflir við gamlan kunningja, enska stórmeistarann James Plaskett. Skákin var tefld í síðustu umferð, þegar báðir þurftu nauðsynlega á vinningi að halda til að næla í bitastæð verðlaun. Hvitt: Margeir Pétursson Svart: Glek (Sovétríkjunum) Kóngsindversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - Bg7 4. e4 - d6 5. Be2 - 0-0 6. Bg5 - Ra6 7. Dd2 Svartur svarar Averbakh-afbrigði hvíts á býsna óvenjulegan hátt. Hér mátti einnig leika 7. f4!? og reyna að blása til stórsóknar. 7. - e5 8. d5 - De8 9. Bf3 - Rh5! Frumleg taflmennska svarts í byijunni hefur heppnast nokkuð vel. Hann tekur á sig tvípeð á h-línunni, en fær í staðinn biskupaparið og möguleika 4 sóknarfærum eftir hálf- opinni g-línunni. 10. Bxh5 — gxh5 11. Rge2 — f5 12. exf5 — Bxf5 13. Rg3 Upp er komin mjög athyglisverð staða þar sem baráttan stendur fyrst og fremst um yfírráð yfir e4 reitn- um. Ég hafði þurft að nota mikinn tíma í byijuninni og hafði eytt u.þ.b. 50 mínútum þegar hér var komið sögu. Andstæðingi mínum höfðu hins vegar nægt 15 mínútur, en nú lagðist hann sem betur fer í þunga þanka og eyddi klukkustund á næsta leik 13. - e4 14. 0-0?! Hér var nákvæmara að leika 14. Bh6! oglíklega stendur hvítur heldur betur. Ég hafði hins vegar enn ekki áttað mig á því að bezta áætlun hvíts er að skipta upp á svartreita- biskupum, hróka og leika Khl, sprengja síðan upp miðborðið með f2-f3. Eftir þessa ónákvæmni verður hvítur að eyða tveimur leilqum (Be3 og Bd4) í að skipta upp á biskupum, en hefði getað látið einn nægja. 14. - Dg6 15. Be3 - Hae8 16. Khl - Bd7 Eftir skákina taldi Glek að þessi leikur væri rangur og benti á 16. — h4 17. Rxf5 - Hxf5 18. f3 - exf3 19. gxf3 — Dh5. Möguleikar hvíts eru þó betri eftir 20. f4. 17. f3! - exf3 18. gxf3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.