Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 Homaljarðarhrossin ________Bækur__________________ MatthíasÁ. Mathiesen „Jódynur" — Hestar og mannlíf í Austur-Skaftafells- sýslu. 255 blaðsíður. Guðmundur Birkir Þorkelsson bjó til prent- unar. Bókaforlag Odds Björns- sonar. Af miklum fjölda jólabóka sem út eru gefnar í ár eru m.a. mjög áhugaverðar bækur um hross og ræktun hrossa. Ein þessara bóka er „Jódynur" — Hestar og mannlíf í Austur-Skaftafellssýslu.. Bók þessi er fyrir margra hluta sakir hin merkilegasta. Auk þess að tveir bændur þar eystra þeir Þorsteinn Jóhannsson á Svínafelli og Egill Jónsson alþingismaður á Seljavöllum rita um hrossakyn, ættir og erfðir, svo og ræktun hrossa í Austur-Skaftafellssýslu í upphafi þessarar aldar, rita mjög margir þætti um „Sámskipti manns og hests" eins og Ásgeir Jónsson frá Gottorp nefndi bók sína sem út kom 1951. Birt er úr dagbók Þorbergs Þorleifssonar alþingis- manns í Hólum og lokaritgerð þess- arar bókar Samgöngur í Skafta- fellssýslu er eftir fyrrum alþingis- mann þeirra Austur-Skaftfellinga um langa tíð Pál Þorsteinsson frá Hnappavöllum. Útgáfa bókar um homfírsku hrossin gat varla átt sér stað svo ekki væri minnst á starf Gunnar Bjamasonar fyrrverandi hrossa- ræktarráðunautar svo mjög voru „Samofín örlög Homaflarðarhross- ana og Gunnars Bjamasonar" eins og viðtal Anders Hansens ritstjóra við Gunnar nefnist. Þeir sem fylgst hafa með eða þekkja til hrossaræktar þar eystra eru sammála því að homfirskum hrossum verður ekki gerð góð skil öðm vísi en vikið verði að þætti Gunnars Bjamasonar sem hrossa- ræktarráðunauts. Oft á tíðum um- deildur en með mikla þekkingu á þessum hrossum. Hversu _oft hefur ekki Gunnar ritað um Óðu-Rauðku og afkvæmi hennar en í bókinni Jódynur gerir Egill Jónsson mjög ýtarlega grein fyrir þessari merku hryssu og sýnir með skilmerkilegum hætti hversu áhrifamikil hryssan hefur verið í ræktun þar eystra. Auk þess sem áhrifa afkvæma hennar gætir alls staðar þar um slóðir. Vissulega er um nokkrar ætt- kvíslar þar að ræða enda hafa hin miklu fallvötn skilið landsvæðin að í aldir. Eftir því sem tíminn hefur liðið og samgöngur hafa batnað hefur það að sjálfsögðu breyst og haft áhrif á ræktunina. Elðlilegt var að þeir í Austur- Skaftafellssýslu skiptust á ræktun- arhrossum hér áður fyrr, enda þau af sama meiði, svipaðir eiginleikar og þeim ætlað að gegna svipuðu hlutverki sem „þarfasti þjóninn“ þar sem samgöngur voru örðugar og því nauðsynlegt að vel gangfær og vel byggð hross væru til staðar. Síðustu áratugina hafa menn svo ferðast með ræktunarhross héraða á milli og blandað þar með ættstofn- um saman. Með því hyggjast menn að sjálfsögðu hafa áhrif á erfðaeig- inleika og freista þess að bæta þann stofn, sem þeir vilja viðhalda. Að sjálfsögðu má slíkt ekki gera nema af mikilli þekkingu, gætni og þolin- mæði svo sérkenni og erfðaeigin- leikar ættstofnanna hverfi ekki. Ef svo færi hverju ætti þá að blanda saman í framtíðinni. Ef menn héldu ekki áfram að framleiða Gin og Vermount, hvemig ætluðu menn þá að geta blandað Dry Martini. Af því sem fram kemur og reynst hefur, sýnist þeim hafa tekist þetta nokkuð vel þar austur frá, enda þótt stundum hafi skort á þolin- mæði sbr. Sleipnir 539 frá Miðfelli sem því miður nýttist alltof stutt. .Miklar vonir binda menn nú við homfírska stóðhestinn Flosa 966 frá Brunnum í Suðursveit sem er 75% Homfirðingur, m. Svala 3256 Sleipnisdóttir 1. v. hryssa frá Brunnum, f. Ófeigur 818 Hrafns- sonur 583 frá Ámanesi 1. v. kyn- bótahestur. Flosi er einn af mörgum afkomendum þess fræga stóðhests Nökkva 260 frá Hólmi. Síðari hluti bókarinnar eru ritsmíðar sem segja frá mannlífinu í Austur-Skaftafellssýslu. Þeir sem rita eru Sigurlaug Amadóttir frá Hraunkoti, Þorsteinn Jóhannsson, Svínafelli, Bjöm O. Bjömsson á Ásum, Helgi Arason, Fagurhóls- mýri, Sigurður Bjömsson, Kvískeij- um, Ragnar Stefánsson, Skafta- felli, Unnur Kristjánsdóttír, Lamb- leiksstöðum, Magnús Bjamason, Prestbakka, Sigurður Kjartansson frá Höfn og Haukur Þorleifsson frá Hólum. Allir eru þessar frásagnir þættir með einum eða öðram hætti sam- GJAFIR SEM GLEÐJA CARTIER 18 karata gullhringur Sá eini sanni U U CARTIER Panthére quartz GARÐAR ÓLAFSSON Ursmiöur- Lækjartorgi ÞÓRIR S. GUÐBERGSSON ^Táningar og togstrcita Höfundur: Þórir S. Guðbergsson „Saga þessi er mjög athyglisverð," sagði gagnrýnandi Morgunblaðsins. „Þeir sem vilja helst lesa um englablak og dirrindí finna lítið við hæfi," skrifaði „Jón granni" í Velvakanda. „Sagan er vel gerð og byggir að sögn höfundar á raun- verulegum atburðum, þannig að ekki er um að villast," sagði gagnrýnandi DV. Athyglisverð skáldsaga. Útgefandi Virkni. V ‘ 'i V*RT OAltXJ* DD f m***lj ,SfH vt* SKARTGRIPIR FYRIR HERRA Skoripripaverzlun LAUCAVEGI 5 • SIMI 11383 Sá frægi_ stóðhestur Nökkvi 260, afkomandi Skugga 201 og Blakks 129 frá Arnanesi. ofnir samskiptum hests og manns í Austur-Skaftafellssýslu. í öllum þeirra koma fram rómaðir eiginleik- ar hrossakynsins þar eystra sterk- byggð, vitur og þolin hross og að sjálfsögðu með eiginleikum gæð- ingsins. Hver þessara þátta fyrir sig er frásögn af mjög áhugaverð- um atburðum. Þar er oft „þarfasti þjóninn" í lykil hlutverki svo þýð- ingarmiklu að oft hefði ver farið, ef ekki hefði notið einstakra hæfi- leika þessa hrossastofns. Þegar ritað er um ræktun hrossa- kyns er mjög eðlilegt að því fylgi frásagnir af hrossum, getu þeirra og frásagnir af emstökum atburð- um, sem geta sýrit fjölþætta eigin- leika sem viðkomandi hrossakyn býr yfir. Þessi bók sem bæði er mjög fróð- leg og skemmtileg fyrir þá sem áhuga hafa á hestum, staðfestir hversu áríðandi það er að hrossa- rækt þróist þannig í framtíðinni að hrossakyn hvert fyrir sig viðhaldi sínum erfðaeiginleikum og sérkenn- um. Hrossaræktar- og hestamanna- félagið Homfirðingur á þakkir skil- ið fyrir útgáfu þessarar bókar. Rit- nefndin Sigrún Eiríksdóttir og Ey- steinn Jónsson frá Höfn undir for- ystu formannsins Egils Jónssonar alþingismanns frá Seljavöllum með aðstoð Guðmundar Birkis Þorkels- sonar, skólastjóra og þess ágæta hestamanns Guðmundar Jónssonar á Höfn, mega vel við una. Verður forvitnilegt og áhugavert að fylgj- ast með áframhaldandi þessa rit- verks sem væntanlegt er næsta haust. Höfímdar er atþingismaður. Aðventukvöld í Þingeyrarkirkju Þingeyri. ÞINGEYRINGAR Qölmenntu til kirkju sunnudaginn 11. desem- ber og hlýddu á söng kirkjukórs og barnakórs undir stjórn Guðbjargar Leifsdóttur. Fýrst söng kirkjukórinn fjögur lög inn í uppljómuðum kómum án undirleiks. Hjónin Kristjana Guðsteinsdóttir og Guðjón Jóns- son gáfu kirkjunni kastara til að lýsa upp allan kórvegginn, altari- stöflu og steindu gluggana er prýða þann vegg. Þakkaði prest- ur, sr. Gunnar Hauksson, góða gjöf. Síðan söng bamakórinn tvö lög. Ólafur V. Þórðarson flutiti frásögn aldraðrar konu, Þórannar Sveinsdóttur, er lýsti jólum á Þingeyri 1910, fyrir sextíu áram. Prestur flutti bæn og allir báðu saman Faðir vorið. Sex stúlkur au helgileik. Seinast vora kerti rað og á meðan söng kirkju- kórinn sálm af söngpalli kirkjunn- ar Að lokum risú allir á fætur ogl sungu, saman Heims um ból. - Hulda Morgunblaðið/Hulda Sigmundsdóttir Barnakórinn söng tvö 1 ög á aðventukvöldi í Þingeyrarkirlgu þríðja sunnudag í aðventu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.