Morgunblaðið - 22.12.1988, Side 68

Morgunblaðið - 22.12.1988, Side 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 Prófessor Guðmund- urBjömsson verk- fræðingur- minning í dag kveðjum við hinztu kveðju Guðmund Björnsson, verkfræðing, sem lést í Englandi þann 13. þ.m. Árið 1963 stofnaði Guðmundur, ásamt Kristjáni Flygenring, föður mínum, Verkfræðistofu Guðmund- ar og Kristjáns og hafa þeir unnið sleitulaust og af mikilli ósérhlífni að uppbyggingu verkfræðistofunn- ar, sem í dag er meðal þeirra stærstu á landinu. Hefur samvinna þeirra verið til fyrirmyndar alla tíð og einkennst af gagnkvæmu trausti og virðingu. Fregnin um fráfall Guðmundar kom sem reiðarslag. Einmitt nú, þegar hann hafði ákveðið að minnka við sig vinnu og gefa áhugamálun- um meiri tíma er hann hrifinn svona fyrirvaralaust á brott. Guðmundur og Guðlaug kona hans, höfðu nýver- ið fest kaup á landi og ætluðu sér að byggja sumarbústað þar. Hafa þau nú þegar gróðursett mikinn fjölda ttjáplantna þar, en Guðmund- ur var mikill áhugamaður um tijá- rækt. Var auðheyranlegt að hann hlakkaði til að geta sinnt þessu áhugamáli og öðrum með fjölskyld- unni. Guðmundur Bjömsson er ein sú heilsteyptasta persóna sem ég hef kynnst. Hann var sérlega vandað- ur, heiðarlegur og góður maður, skarpgáfaður, með sterka réttlætis- kennd, fágaður og kurteis í allri framkomu og nákvæmur í öllum sínum gerðum. Hann var dulur maður sem flíkaði ekki tilfinningun- um sínum og sumum kann að hafa fundist hann þurr á manninn stund- um. Það kann að stafa af því, að allt smjaður og óþarfa orðagjálfur voru honum ekki eiginleg. Guðmundur var mjög góður vinnuveitandi, því kynntist ég er ég hóf störf á verkfræðistofunni fyrir nokkrum árum. Hann veitti starfsfólki sínu gott aðhald og var óspar á réttmæta gagnrýni. Hann krafðist þess af starfsfólki sínu að það skilaði fyrsta flokks vinnu og sýndi heiðarleika í starfi, líkt og hann gerði ávallt sjálfur. Munum við, sem með honum unnu, ávallt búa að því er hann miðlaði okkur. Guðmundar verður sárt saknað af okkur starfsfólkinu á verkfræði- stofunni og þó sérstaklega af þeim Kristjáni Flygenring, sem nú sér á eftir nánum starfsfélaga og vini í gegnum 30 ár og Runólfí Maack, meðeiganda þeirra sem starfað hef- ur við við hlið Guðmundar undan- farin ár. Elsku Gulla, ég votta þér, böm- um ykkar og fjölskyldum þeirra sem og öðmm aðstandendum mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið al- góðan Guð að styrkja ykkur. Ema Flygenring Guðmundur frændi er dáinn! Þetta virðist ótrúlegt. Við máttum ekki missa hann, sem var aðaldrif- flöðrin í því, sem við unnum sam- an. Maður verður gangtekinn ein- hveijum dofa við að fá svo harða áminningu um hve dauðinn er ávallt nálægur. Okkar samvinna var við fiskeld- isfyrirtækið Árlax hf. þar sem hann var stjómarformaður frá upphafi, auk þess að vera hönnuður þess og tæknilegur ráðgjafí. Á stuttum ferli þessa fyrirtækis hafa fjölmörg vandamál komið upp og sum þess eðlis, að einhveijum hefði fallið all- ur ketili í eld. Hann sagði alltaf að vandarþálin væru til þess að leysa þau og að lítið væri varið í þetta líf, ef ekki þryfti að beijast. Hann lá heldur ekki á liði sínu og lét aldr- ei bilbug á sér finna. Stundum grunar mig þó að áhyggjur hafi haldið fyrir honum vöku. Þegar leitað var til hans með einhver mál þagði hann gjaman svolitla stund, eftir að hafa hlustað á erindið, og horfði beint fram, sínum haukfrán augum. Byijaði síðan að greiða úr flækunni, eins og honum var lagið. Hann var kenn- ari, fyrst og fremst, og vel máli farinn. Guðmundur var strangur maður og kröfuharður. Mestri hörku beitti hann þó sjálfan sig. Hann vann heill að öllum verkum og var sístarf- andi. Vandur var hann að virðingu sinni og samviskusamur, dulur og flasaði ekki um sjálfan sig. Með honum er genginn leiðtogi, sem bjó yfir ómetanlegri reynslu og kunn- áttu og taldi aldrei eftir sér að miðla öðrum. Hann var störfum hlaðinn og þegar eitthvað sérstakt stóð til, svo sem að undirbúa aðalfund með vandaðri ársskýrslu, unnum við oft heilu nætumar. Það var dýrmætur skóli að fá að starfa með Guð- mundi þessi rúmlega 3 ár. Fyrir aðeins nokkurum vikum sagði hann okkur Markúsi Stefáns- syni að eiginlega væri hann búinn að breyta um lifnaðarhætti. Hann hefði nýleg kennt lasleika og tæki nú lyf þess vegna. Þessi léttstigi ákafamaður þurfti nú stundum að hvíla sig á leiðinni þaðan sem hann lagði bflnum sínum á morgnana og einnig á leiðinni upp stigana þar sem skrifstofan hans var á 4. hæð, en þetta hafði hann hlaupið nokkrum mánuðum áður. Hann sagði okkur frá þessu eins og hann væri að tala um einhvem annan mann og ekki hef ég trú að því að hann hafi, frekar en okkur, grunað að svo stutt væri eftir. Við, sem næst honum störfuðum, erum nú öll vængbrotin, en þegar við náum áttum á ný veit ég að krafturinn, sem hann miðlaði okk- ur, leiðir okkur ótrauð til að ljúka því verki, sem hann hafði lagt grunninn að. Að leiðarlokum þakka ég honum samfylgd og leiðsögn. Gullu og bömunum sendi ég inni- legustu samúðarkveðjur. GÞL í dag verður jarðsettur frá Dóm- kirkjunni Guðmundur Bjömsson verkfræðingur. Mikill sjónarsviptir er að Guð- mundi mjög um aldur fram. Hann dó skyndilega 13. des. sl. á Eng- landi þar sem hann var í heimsókn hjá dóttur sinni. Með honum er genginn ötull og hreinskiptinn at- hafnamaður sem lagði gjörva hönd á flesta þætti sérsviðs síns í verk- fræði. Sviplegt fráfall hans kom okkur vinum hans í opna skjöldu og skilur eftir sig stórt skarð sem erfitt verður að fylla. Guðmundur var Þingeyingur, fæddur 2. nóvember 1925 á Kópa- skeri. Foreldrar hans voru Bjöm Kristjánsson, alþingismaður og kaupfélagsstjóri þar, frá Víkinga- vatni, látinn 1973 og Rannveig Gunnarsdóttir frá Skógum í Öxar- firði, hún dvelur nú á Borgarspítal- anum í Reykjavík. Guðmundur átti því til gáfaðra og duglegra að telja, enda sór hann sig í ættimar. Við urðum sambekkingar er Guð- mundur kom til náms í Menntaskól- anum á Akureyri 1940. Hefur sá hópur haldið saman síðan og kveðj- um við hann nú með söknuði. Guðmundur var framúrskarandi námsmaður og lauk stúdentsprófi með ágætiseinkunn 1945. Hann hélt síðan til náms í vélaverkfræði í Stokkhólmi og lauk þaðan mast- ersprófi 1949. Eftir heimkomu sama ár kenndi hann við MA. Jafn- framt því sem hann vann hjá vél- smiðju KEA að verkfræðistörfum. 1953 ræðst hann til Landssmiðj- unnar í Reykjavík og starfar þar tii 1960, lengst af sem yfirverk- fræðingur. Á þessum árum dvaldist hann eitt ár hjá sænska fyrirtækinu Finnshyttan við gerð vatnshverfla. Meðal verkefna sem unnin voru undir hans stjórn má nefna smíði og uppsetningu sfldarverksmiðja og framleiðslu á litlum vatnshverflum sem víða voru settar upp. Um tíma starfaði Guðmundur hjá Asíufélag- inu hf. en 1963 stofnsetti hann ásamt Kristjáni Flygenring verk- fræðisstofu Guðmundar og Krist- jáns sf. sem starfað hefur síðan á sviði vélaverkfræði og hefur lengi verið öflugasta verkfræðistofan hérlendis á sínum sérsviðum. Guðmundur kenndi við verk- fræðideild HÍ 1955-1956 og síðar samfellt 1962-1975, síðustu 6 árin sem prófessor. Á þessum árum var kennslan og stjómsýsla henni tengd hans aðalstarf. 1968-1970 var hann formaður undirbúningsnefndar að BS-námi í vélaverkfræði við HÍ sem í framhaldi af því var hrundið í framkvæmd. Síðustu tvö árin sem hann kenndi var hann forseti verk- fræði- og raunvísindadeildar HÍ. Frá 1975 til dauðadags var aðal- starf Guðmundar á verkfræðistofu VGK. Af störfum hans síðasta ára- tuginn ber hæst verkefnisstjóm og yfimmsjón við hönnun og byggingu jarðvarmavirkjana á háhitasvæðum í Kröflu, Svartsengi og á Nesjavöll- um. Þessi mannvirkjagerð er á ýmsan hátt einstök þar sem lausn ýmissa vandamála sem tengjast virkjun jarðhita var óþekkt. Hafa Guðmundur og samstarfsmenn hans unnið merkilegt brautryðj- endastarf við byggingu þessara virkjana, sem ástæða er að halda á lofti. Þá hefur Guðmundur jafnan sinnt sérgrein sinni í smíði og við- haldi vatnshverfla fyrir orkufyrir- tæki landsins. Hann var oft kvadd- ur til meðdómarastarfa við bæjar- þing Reykjavíkur og gerðardóm VFI, og til matsgerðar á vegum margra aðila, m.a. sat hann í þriggja manna nefnd 1974-1976 sem mat eignir Flugfélags íslands hf. og Loftleiða hf. þegar fyrirtæk- in voru sameinuð. Guðmundur tók þátt í stofnun nokkurra fyrirtækja. 1954 stofn- setti hann ásamt fleirum bygginga- fyrirtækið Verklegar Framkvæmdir hf., en það fyrirtæki hefur nú hætt starfsemi. 1982 stofnaði hann ásamt fleirum til tilraunareksturs á Iaxeldi í Kelduhverfí. Eftir góðan árangur af þeim rekstri var fyrir- tækið Árlax hf. stofnað 1984. var hann stjómarformaður þess fyrir- tækis frá upphafí til dauðadags og sá um verklega hönnun og fram- kvæmdir á þess vegum. 1969 var Guðmundur einn af stofnendum Virkis hf. og tók virkan þátt í starf- semi þess fyrstu árin. Hann var stjómarformaður 1969-1971 ogátti síðar sæti í stjóm þess. Ekki fór hjá því að til Guðmund- ar yrði leitað um störf að félagsmál- um. Hann átti sæti í stjóm Félags íslenskra stúdenta í Stokkhólmi 1946—1947. Fyrir Stéttarfélag verkfræðinga starfaði hann í samn- inganefndum um kjaramál og var formaður félagsins 1956—1957 og 1959—1960. Hann átti sæti í stjóm Verkfræðingafélags íslands 1963—1965 og var formaður þess 1974-1976. Guðmundur ávann sér mikils trausts sinna viðskiptavina og fé- laga úr stétt verkfræðinga. Hann bar gæfu til að vinna uppbyggjandi starf bæði við uppfræðslu verðandi verkfræðinga og á svið hagnýtrar verkfræði. I samstarfí sínu við aðra var hann afar hreinskiptin og þoldi mönnum illa ef þeir brugðu út af siðareglum stéttarinnar eða fóru sínar leiðir án samráðs við sam- starfsaðila. Guðmundur kvæntist Guðlaugu Ólafsdóttur 1948. Böm þeirra eru: Borghildur arkitekt gift Roger Stanton, búsett á Englandi, þau eiga tvö böm. Rannveig skrifstofu- maður gift Bjama Ólafssyni mark- aðs- og sölustjóra, þau eiga eitt bam. Bjöm matvælafræðing kvæntur Sigrúnu Guðjónsdóttur sjúkraþjálfara, þau eiga þrjú böm. Guðrún arkitekt ógift. Ólafur jarð- eðlisfræðingur kvæntur Bryndísi Bimir lífeðlisfræðingur, nú búsett í Bandaríkjunum, þau eiga eitt bam. Við bekkjarsystkin og starfsfé- lagar Guðmundar munum sakna hans lengi. En sárastur harmur er þó kveðinn að fjölskyldu hans, Guð- laugu og bömum þeirra, aldraðri móður og systkinum. Vottum við þeim okkar innilegustu samúð og biðjum þeim Guðs blessunar. Jóhann Indriðason Nokkur fátækleg orð til að minn- ast eins traustasta manns, sem ég hef kynnzt á lífsleiðinni, Guðmund- ar Bjömssonar verkfræðings frá Kópaskeri, manns, sem í öllu dag- fari sínu og starfi var lýsandi dæmi um það bezta, sem prýða má ein- stakling í lýðræðisþjóðfélagi, yfir- vegaðan, vel að sér um flesta hluti, ákveðinn en þó þjáll og velviljaður. Ég kynntist honum fyrst í Menntaskólanum á Akureyri fyrir margt löngu, þar sem hann var afburðanámsmaður og þar sem við nutum uppfræðslu og uppeldis hinna ágætustu manna undir hand- leiðslu öldungsins Sigurðar skóla- meistara, manna eins og dr. Trausta Einarsson, Halldórs Hall- dórssonar, svo að raunvísindamaður og húmanisti séu til nefndir, að ekki sé minnzt á Þórarin Bjömsson, frænda Guðmundar. Ég veit, að það var um Guðmund eins og fleiri, að hann kunni æ betur að meta sína gömlu kennara sem lengra leið á ævina. Hann var alvarlega hugsandi maður, en þó glaður á góðri stund, og við áttum margar skemmtilegar stundir saman hér áður, þar til bömin stækkuðu, og verkefni hins daglega lífs tóku meiri og meiri tíma. Alltaf hittumst við þó við og við og ræddumst við, en sjálfsagt hefðu fundimir orðið fleiri, ef mann hefði órað fyrir því, að hans af- markaði timi var á enda runninn. Maður ætti vist aldrei að fresta ræktun vináttunnar til morguns. Þegar ég nú kveð vin minn og svila, minnist ég hans með ánægju og gleði, minnist velunninna starfa hans á ýmsum vettvangi og þakka samfylgdina. Guðlaugu, bömunum og bamabömunum sendum við Katrín innilegar samúðarkveðjur, en ég legg áherzlu á, að góðs drengs er gott að minnast. Guðni Guðmundsson Guðmundur Bjömsson verkfræð- ingur andaðist að morgni 13. þ.m. á sjúkrahúsi í Englandi, eftir að hann veiktist skyndilega í heim- sóknarferð til dóttur sinnar og tengdasonar sem þar eru búsett. Guðmundur fæddist 2. nóvember 1925 á Kópaskeri. Faðir hans var Bjöm Kristjánsson alþingismaður og kaupfélagsstjóri á Kópaskeri, ættaður frá Víkingavatni í Keldu- hverfi. Móðir hans var Rannveig Gunnarsdóttir frá Skógum í Öxar- firði. Hann var kominn af kunnum þingeyskum ættum. Eftir stúdentspróf á Akureyri 1945 hélt Guðmundur til náms í vélaverkfræði í Stokkhólmi og lauk prófí 1949. Eftir heimkomuna var hann kennari við Menntaskólann á Akureyri í tvö ár, en sumarið 1953 gerðist hann verkfræðingur hjá Landssmiðjunni, þar sem hann starfaði til 1960. Síðan var hann hjá Asíufélaginu til ársins 1963 er hann ásamt Kristjáni Flygenring stofnaði Verkfræðistofu Guðmund- ar og Kristjáns. Guðmundur var kennari við Há- skóla íslands 1955-56 og 1962-66, en þá varð hann dósent og skipaður prófessor 1969. Hann var forseti verkfræði- og raunvísindadeildar Háskólans 1973-1975, en þá hætti hann þar og hóf störf á ný í atvinnulífi þjóðar- innar við sitt gamla fyrirtæki, sem hann veitti forstöðu til dauðadags. Guðmundi voru falin mörg trún- aðarstörf og var hann t.d. formaður Verkfræðingafélags íslands 1974- 1976. Ég kynntist Guðmundi Bjöms- syni fyrst, þegar hann réðst til Landssmiðjunnar sumarið 1953. Þar voru smíðuð ýmis tæki og vélbúnaður fyrir atvinnuvegina, einkum sjávarútveg og landbúnað. Guðmundur hafði m.a. lagt stund á hönnun vatnsaflsvéla í skóla, en nú varð að samkomulagi að hann færi til starfa og framhaldsnáms á þessu sviði til Svíþjóðar og dvaldi hann þar næsta vetur við verk- fræðistörf hjá Finnshyttans Bruk AB. Á næstu árum voru smíðaðir margir litlir vatnshverflar af ýms- um gerðum og stærðum í Lands- smiðjunni og hefur það glatt mig að rekast á þessar rafstöðvar Guð- mundar víðs vegar um landið allt fram á þennan dag. Margt annað var smíðað í Landssmiðjunni, hey- blásarar, beina- og sfldarverksmiðj- ur, frystitæki, soðkjamatæki, lýsis- bræðslur, bíiavogir, skip og bátar og ótal margt annað. Guðmundur varð yfirverkfræð- ingur smiðjunnar eftir eins árs starf þar og hafði stjóm og umsjón með allri hönnun og verkefnaþróun. Hann reyndist einstaklega góður verkfræðingur. Öll verkefni voru leyst af hendi af tæknilegri kunn- áttu og öryggi. Verkefnaskýrslur Guðmundar vom svo skýrar og nákvæmar sem frekast varð á ko- sið. Þar var þó ekkert málæði að fínna og engri tölu ofaukið. Með honum var gaman að vinna. Eftir að Guðmundur hætti hjá Landssmiðjunni höfðum við minna saman að sælda, en hittumst þó stöku sinnum. Þegar ég átti sæti í nefnd til endurskoðunar tækni- og verkfræðimenntunar í landinu, var Guðmundur deildarforseti í Háskól- anum. Þá kynntist ég á ný hinum vönduðu vinnubrögðum hans við skipulag verkfræðikennslunnar, en þau störf hvfldu að mestu leyti á herðum hans á meðan hann sinnti kennslustörfum við Háskólann. Fyrirtæki hans hefur unnið að mörgum veigamiklum verkefnum, m.a. hönnun orkuvera. Helst ber þar að nefna Kröfluvirkjun, orkuver við Svartsengi, Laxárvirkjun, hraunhitavirkjun í Vestmannaeyj- um og Nesjavallavirlq'un. Við síðasttalda verkefnið hittumst við Guðmundur aftur þótt báðir höfum við nú skilað því í hendur annarra. Guðmundur var með afbrigðum greiðvikinn og hjálpsamur við þá, sem til hans leituðu. Hann var góð- ur kennari og fús að miðla öðrum af kunnáttu sinni og reynslu og dró þá ekkert undan, sem skipti máli. Hann var maður kurteis og hleypi- dómalaus. Ungur að árum kvæntist Guð- mundur gáfukonu, Guðlaugu dóttur Ólafs Sveinssonar kaupmanns á Eskifirði og síðar verslunarstjóra Áfengisverslunar ríkisins í Reykjavík og Guðrúnar Ingvars- dóttur frá Norðfirði. Afar Guðlaug- ar, heiðursmennimir Sveinn í Firði og Ingvar Pálmason, voru alþingis- menn Sunnmýlinga á fyrri hluta þessarar aldar. Þeir eru mér minnis- stæðir frá bemskuárum mínum. Þau hjónin eignuðust fimm myndarböm, sem öll eru uppkomin. Stórt skarð er höggvið í raðir verkfræðinga á íslandi með dauða Guðmundar Bjömssonar fyrir aldur fram. Hans mun lengi minnst sem framúrskarandi verkfræðings og góðs drengs. Við hjónin vottum konu hans, bömum og öðrum aðstandendum innilega samúð. Jóhannes Zoega í dag er til moldar borinn Guð- mundur Bjömsson, verkfræðingur. Guðmundur fæddist á Kópaskeri, sonur hjónanna Bjöms Kristjáns- sonar, kaupfélagsstjóra þar, og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.