Morgunblaðið - 22.12.1988, Side 69

Morgunblaðið - 22.12.1988, Side 69
T konu hans, Rannveigar Gunnars- dóttur. Fréttin, sem okkur vinum og samstarfsmönnum Guðmundar barst, um að hann hefði orðið bráð- kvaddur á heimili dóttur sinnar í Englandi aðfaranótt 13. þ.m., kom eins\og reiðarslag yfir okkur, því engan grunaði, að þessi vá stæði fyrir dyrum. Guðmundur kvaddi okkur hress og glaður að vanda nokkrum dögum áður, vegna þess að hann og Guðlaug kona hans ætluðu að taka sér nokkurra daga frí, til að heimsækja Borghildi dótt- ur sína og fjölskyldu hennar í Birm- ingham. Með Guðmundi er fallinn í valinn einn færasti og reynsluríkasti mað- ur verkfræðingastéttarinnar, enda var hann viðurkenndur bæði hér- lendis og erlendis fyrir störf sín. Guðmundur var óvenju vel af Guði gerður. Námferill hans var með sérstökum ágætum og alla sína ævi var han að bæta við þekkingur sína, sem hann var óspar á að miðla öðrum. Guðmundi var eðlislægt að vinna rnjög skipulega að viðfangs- efnum sínum, hann byijaði á því að kryfja verkefnin til mergjar og lagði sig síðan allan fram um að skila þannig lausnum á vandamál- unum, að ekki var hægt að gera betur. Guðmundur var mjög kröfuharð- ur við sjálfan sig og hann krafðist þess einnig að aðrir, sem störfuðu undir hans stjóm, gerðu slíkt hið sama. Fyrir bragðið hefur alist upp, undir hans stjóm, mjög hæfur kjami af ungu starfsliði, sem þakk- ar honum leiðsögnina að leiðarlok- um. Guðmundur var mjög góður leiðbeinandi, enda þekktur sem mjög góður og samvizkusamur kennari á þeim ámm, sem hann starfaði sem dósent og prófessor við Háskóla íslands. f starfí gaf hann sér ávallt nægan tíma til þess að leiðbeina þeim, sem til hans leit- uðu, þó að hann væri yfírhlaðinn störfum. Guðmundur var mikill unnandi íslenzkrar tungu og vand- aði sitt málfar vel. Hann talaði um hvað sér þætt miður hve mikið íslenzkukennslu hefur hrakað í framhaldsskólum á síðari árum. Undirritaður hefur átt því láni að fagna að hafa þekkt og verið vinur Guðmundar í 30 ár og verið samstarfsmaður hans í 25 ár. Það var fyrir um 30 árum, að við Guð- mundur, Gunnar, bróðir hans, Run- ólfur Halldórsson og Valdimar Jónsson fórum að stunda veiðar saman. Þessi hópur hefur ávallt síðan haldið saman og á hveiju ári átt ógleymanlegar samverustundir. Fyrst var veitt í ýmsum ám og vötn- um en árið 1962 keyptum við eyði- jörðina Kverkártungu í Bakkafírði, en jörðinni fylgdi veiðiréttur í Mið- fjarðará og Kverká. Á hveiju ári fórum við félagamir austur til þess að renna fyrir lax og tii að byggja okkur aðstöðu við ána. Allir unnum við innsetumennimir við að byggja gott veiðihús, leggja 5 km veg meðfram ánni og byggja alvöru brúa yfir Kverká. Við fráfall Guð- mundar hefur verið höggvið stórt skarð í þennan vinahóp og viljum við, sem eftir lifum, þakka honum fyrir allar gleðistundimar, sem við áttum saman. Árið 1963 ákváðum við Guð- mundur að stofna saman verk- fræðistofu og hlaut hún nafnið Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns sf., sem síðar varð hluta- félag með saman nafni. Fyrstu árin starfaði Guðmundur einnig við verkfræði- og raunvísindadeild Há- skóla íslands, fyrst sem kennari og dósent, en síðar sem prófessor við deildina. Á þessum tíma var verið að byggja deildina upp, þannig að hún gæti útskrifað nemendur með BS-gráðu í verkfræði og fór allur tími Guðmundar í að sinna þessu verkefni. Árið 1975, eftir að BS- deildin var fullmótuð og komin í höfn, kom Guðmundur af fullum krafti til að starfa á verkfræðistofu okkar. Verkefni þau, sem Guð- mundur hefur fengist við, eru mjög fjölbreytileg og má nefna meðal annars verkefíiastjóm við hönnun og byggingu gufuveitu við Kröflu- virkjun og við orkuverið í Svarts- engi, ráðgjafar- og hönnunarstörf MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 við gufuaflsstöð f Bjamarflagi, vatnsaflsstöð í Laxá, fískeldisstöð íslandslax hf. við Grindavík, seiða- eldisstöð Árlax hf. í Kelduhverfi, ammoniakgeymi Áburðarverk- smiðjunnar og gufuorkuver Hita- veitu Reykjavíkur á Nesjavöllum. Guðmundur hefur verið starfandi matsmaður á vegum Ríkisábyrgð- arsjóðs íslands og matsmaður og meðdómari við fjölda mála við Borgardóm Reykjavíkur. í stjóm Verkfræðingafélags íslands var Guðmundur 1963—1965 og for- maður félagsins 1974—1976. Frá því við Guðmundur stofnuð- um verkfræðistofu okkar á árinu 1963 hefur starfsmannaíjöldinn vaxið frá því við byijuðum tveir einir í alls 24 starfsmenn á þessu ári. Stofan átti 25 ára starfsafmæli í apríl á þessu ári og er hún í dag langstærsta sérhæfða vélaverk- fræðistofan á landinu. Undir það síðasta höfum við Guðmundur reynt að minnka á okkur vinnuálagið með því að færa hluta ábyrgðarvinnu stofunnar á okkar ágæta starfslið. Einmitt, þegar Guðmundur sá fram á að geta farið að slaka á, þá fellur hann skyndilega frá. Það er sorg- legt, að hann hafí ekki getað feng- ið að njóta síðari hluta æfinnar í friði og ró, án krefjandi vinnuálags. í þau 25 ár, sem við Guðmundur höfum starfað saman, hefur aldrei borið skugga á samstarf okkar. Samstarf okkar var það gott, að allan þann tíma, sem við störfum saman, varð okkur aldrei sundur- orða, því þó við hefðu mismunandi skoðanir á hlutunum, þá gátum við ávallt tekið tillit til hvors annars og leyst mál okkar í vinsemd. Guðmundur giftist 20. júní 1948 eftirlifandi konu sinni, Guðlaugu Lovísu Ólafsdóttur, Sveinssonar, verzlunarstjóra í Reykjavík, og konu hans, Guðrúnar Ingvarsdótt- ur. Böm Guðlaugar og Guðmundar eru: Borghildur, arkitekt, gift Rog- er Stanton, arkitekt, Rannveig, gift Bjama Ólafssyni, sölustjóra, Björn, matvælafræðingur, giftur Rebekku Guðjónsdóttur, Guðrún, arkitekt og Ólafiir, jarðeðlisfræðingur, giftur Bryndísi Bimir. Guðlaug hefur alla tíð staðið sem klettur við hlið Guð- mundar, enda var sambúð þeirra með eindæmum góð og þau mjög samrýmd. Á þessari kveðjustund vil ég þakka Guðmundi fyrir samstarfið og vináttuna í 25 ár. Ég og fjöl- skylda mín munum sakna þessa góða manns og minnast hans með virðingu. Við vottum Guðlaugu og fjöl- skyldu hennar okkar dýpstu samúð. Kristján Flygenring Þriðjudaginn 13. desember sl. barst okkur sú harmafregn, að Guðmundur Bjömsson hefði látist þá um nóttina í Englandi. Ævinlega þegar slíkar fregnir berast setur mann hljóðan, sérstak- lega þegar um samstarfsmenn er að ræða og þeir em á besta aldri, þátttakendur í miklu starfí og for- ystumenn í uppbyggingu fyrirtæk- is, sem getur skipt sköpum fyrir viðkomandi byggðarlag. Ég sem þessar línur skrifa átti því láni að fagna að vinna með Guðmundi að slfku verkefni, þar sem er fískeldisfyrirtækið Árlax hf. í Ártungu, Kelduhverfi og á Kópa- skeri. Frá upphafí hefur Guðmund- ur verið einn aðalhvatamaður að stofnun þessa fyrirtækis og stjóm- arformaður þess frá upphafí. Þrátt fyrir umfangsmikið starf við rekstur á stórri og vel metinni verkfræðistofu, sem hann rak ásamt félaga sinum, Kristjáni Flyg- enring, hefiir hann lagt á sig mikla vinnu við uppbyggingu á Árlax- stöðinni og ekki hugsað um hvort sú vinna þyrfti að fara fram að kvöldi eftir langan vinnudag. Ég rek ekki ætt eða uppmna Guðmundar. Geri ráð fyrir að það verði gert af öðmm, sem betur til þekkja. Þó vil ég geta þess að mér hefur hlotnast sú gæfa að kynnast systkinum hans, sem öll em traust og mikils metið fólk, alið upp í nyrsta héraði þessa lands, þar sem menn lifðu á landsins gæðum, urðu að treysta á mátt sinn, oft við óblíð og löng vetrarveður. Það er oft sagt að umhverfið móti manninn meira en margt ann- að og hygg ég að svo hafí verið með Guðmund. Hann aflaði sér góðrar menntun- ar, var mikils metinn sem góður verkfræðingur og ekki síður sem traustur og heiðarlegur maður. Orð hans vom traustari og betri en það, sem oft er skrifað og sett í samninga. Það er mikill fjársjóður, sem slíkir menn gefa sinni samtíð. Eins og ég gat um áður störfuð- um við saman í stjórn Árlax hf. frá stofnun þess fyrirtækis. Það hefur verið mér mikils virði að fá að starfa með svo traustum og góðum manni, sem aldrei hefur látið erfíð- leika eða mótbámr snúa sér frá settu marki um að byggja upp traust og gott fyrirtæki, heima- byggð sinni til heilla. Við, sem störfuðum fyrir Árlax hf., eigum eftir að sakna mikið for- ingja og vinar. Ég veit að ég mæli fyrir munn okkar allra þegar ég þakka fyir leiðsögn og gott sam- starf á liðnum ámm og segi að það besta sem við getum gert fyrir minningu hans er að halda starfínu áfram af fullum krafti, eins og hann hefur ávallt hvatt til. Eiginkonu, bömum, aldraðri móður og systkinum sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minningin um þennan góða mann. Markús Stefánsson Kveðja frá vélaverkfræði- skor Háskóla íslands Guðmundur Bjömsson varð bráð- kvaddur f Englandi hinn 13. desem- ber þar sem hann var í heimsókn hjá dóttur sinni. Guðmundur var aðeins 63 ára er hann lést, sístarf- andi, og því kemur fráfall hans í opna skjöldu. Guðmundur var fyrsti fastráðni kennarinn í vélaverkfræði og jafn- framt fyrsti prófessorinn í þessari grein við Háskóla íslands. Hlutverk hans var í upphafí að kenna þau námskeið í vélahlutafræði sem þurfti til að geta Iokið fyrri hluta prófí í vélaverkfræði, þannig að nemendur stæðu jafnfætis erlend- um félögum sínum í síðari hluta námsins. Honum fórst það vel úr hendi enda afbragðskennari. Síðar kom það í hlut Guðmundar öðrum fremur að skipuleggja og koma á námi í vélaverkfræði til lokaprófs við Háskóla íslands. Það gerði hann af mikilli atorku og víðsýni. Hann má því nefna föður vélaverkfræði við háskólann. Hann hvarf frá kennslu 1975 til starfa á eigin verk- fræðistofu. Þó svo að hann skipti sér lítið af störfum vélaverkfræði- skorar eftir það þá gætir áhrifa hans enn, því lengi býr að fyrstu gerð. Reyndar fínnst mér afskipta- leysi Guðmundar af skorinni eftir að hann hætti störfum dæmigert fyrir hann. Ef hann tók eitthvað að sér þá tók hann það að sér með alúð og fádæma dugnaði og helgaði sig því, en þegar hann var hættur þá var hann hættur. Guðmundur var maður nákvæm- ur. Hann lagði mikla áherslu á að nemendur og aðrir orðuðu hugsanir sínar skýrt og ótvírætt. Að segja að eitthvað væri „helmingi minna" í skýrslum eða dæmaverkeftium taldi hann eyðileggja að öðru leyti gott verk. Þessi nákvæmni Guð- mundar var skorinni gott veganesti en það var áræði Guðmundar líka. Hann lét sig ekki muna um að kenna námsgreinar sem voru ekki á hans sérsviði meðan enginn hæfur kennari fékkst til starfans, ef hann taldi námskeiðið nauðsynlegt. Síðan vék hann fyrir nýjum mönnum sem voru sérmenntaðir í greininni um leið og þeir fengust. Víðsýni Guð- mundar á fyrstu árum vélaverk- fræðiskorar hefur sett mark sitt á fjölbreytni námskeiða við skorina. Hann taldi að nauðsynlegt væri að við vélaverkfræðiskor væri kennd hag- og rekstrarfræði jafnhliða hin- um tækilegri greinum. Hann var tilbúinn að fækka greinum á sínu eigin fræðisviði til þéss til þess að rýma fyrir þessum greinum. Ég held það það sé allt að því eins- dæmi, að prófessorar geri slíkt að eigin frumkvæði. Það var gæfa okkar að eiga slíkan frumkvöðul og um leið og ég þakka fyrir allt það sem Guð- mundur hefur gert fyrir kennara og nemendur í vélaverkfræðiskor vil ég færa konu hans og bömum okkar dýpstu samúðarkveðju. Pétur K. Maack Mér brá í síðustu viku þegar til- kynnt var andlát Guðmundar Bjömssonar vélaverkfræðings og fyrrverandi prófessors við Háskóla íslands. Hann hafði verið á ferða- lagi í Englandi þegar kallið kom. Við í háskólanum minnumst Gilð- mundar sérstaklega fyrir þau störf, sem hann vann fyrir háskólann og fyrir uppbygginguna í verkfræði- og raunvísindadeild sem átti sér stað á þeim tíma sem Guðmundur starfaði þar og hann átti mikinn þátt í að móta í kringum 1970. Ég ætla ekki að rekja æviskeið Guðmundar, það munu aðrir gera sem betur þekkja en ég, en ég vil sérstaklega minnast þess tíma sem hann starfaði við Háiskóla íslands. Ég minnist Guðmundar fyrst sem kennara míns í stærðfræði við Menntaskólann á Akureyri 1952—53. Var hann sérstaklega vel liðinn af nemendum og þótti hann n\jög góður kennari. Hann kom ávallt vel undirbúinn og tókst að gera stærðfræðina bæði lifandi og skemmtilega. Eftir að Guðmundur fluttist suð- ur til Reykjavíkur kenndi hann við verkfræðideild háskólans sem stundakennari 1955—1956 og 1962—1966, en var skipaður dósent 1968—69 og prófessor 1969. Árið 1973 var hann kjörinn for- seti verkfræði- og raunvísindadeild- ar, sem sýnir vel það traust sem samstarfsmenn báru til hans. Árið 1963 hafði Guðmundur ásamt Kristjáni Flygenring véla- verkfræðingi stofnað Verkfræði- stofu Guðmundar og Kristjáns. Þau árin sem Guðmundur var fastráðinn við Háskóla íslands hvorki gat hann né vildi sinna verkfræðistofunni sem skyldi, en hún var honum þó mjög kær. Það var árið 1975 að hann tók þá ákyörðun að verk- fræðistörf ættu betur við sig en kennsla og stjómun við háskólann. Honum fannst hann hafa komið það vel á veg þeim störfum sem hann hrinti af stað þegar hann réð sig við skólann að nú gætu aðrir tekið við. Nú yrði hann að sinna verk- fræðistofunni eins og hverri ann- arri köllun, þannig var Guðmundur. Hann gat aðeins sinnt einu starfí í einu óskiptur. Af störfum Guðmundar fyrir há- skólann mun hans lengst verða minnst fyrir grundvöllinn sem hann lagði undir nám í vélaverkfræði til lokaprófs. Ákveðið var að taka upp nám til lokaprófs í byggingarverk- fræði, véla- og skipaverkfræði og rafmagnsverkfræði við Háskóla ís- lands 1970 og hafði Guðmundur frumkvæði um að skipuleggja nám- ið í véla- og skipaverkfræði þar sem hann var eini fasti kennarinn á þessu sviði. Enn þann dag í dag stendur ramminn sem þá var settur um námið, þó ný námskeið hafí þróast síðan og komin séu valnám- skeið. Sýnir það best hvað Guð- mundi var lagið að sjá fram á veg og hvað hann var vel skipulagður í hugsun og framkvæmd. Háskóli lslands mun lengi minn- ast orku Guðmundar og þreks í störfum hans fyrir skólann. Háskólinn færir eiginkonu Guð- mundar, Guðlaugu Lovísu, bömum, bamabömum og öðmm ættingjum, innilegustu samúðarkveðjur við frá- fall hans. Megi minningin um góðan dreng lengi lifa og megi guð blessa minningu hans. Valdimar K. Jónsson Á einum myrkvasta degi vetrar- ins barst okkur sú harmafregn, að Guðmundur Bjömsson, verkfræð- ingur, væri látinn. Fregnin kom sem reiðarslag yfír okkur, starfsfólk Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns hf., en það fyrirtæki stofnaði Guðmundur ásamt Krist- jáni Flygenring árið 1963. Síðast- liðið vor fögnuðum við 25 ára af- 69^ mæli fyrirtækisins, en hvem gmn- aði þá, að það væri í síðsta skipti, sem við fögnuðum saman. Með störfum sínum sem verk- fræðingur hafði Guðmundur fyrir löngu áunnið sér virðingu og traust^- og hann var meðal mikilhæfustu verkfræðinga. Því vom það mikil forréttindi að fá að starfa með hon- um að njóta góðs af þekkingu hans og reynslu. Guðmundur var rökfastur maður, f fylginn sér og stóð fast á skoðunum sínum. Hann var þó ævinlega reiðu- búinn að hlusta á mótrök, hvort heldur þau væm frá nýgræðingi eða reyndari manni. Ef þau rök reynd- ust sannari var hann reiðubúinn að breyta í samræmi við þau. Guð- mundur vann alltaf af fullum krafti og var sífellt Ieitandi að nýjum hugmyndum og fróðleik. Þannig hreif hann samstarfsmenn sína með sér og gaf verkefnunum aukið gildi. Þrátt fyrir að Guðmundur hafði verið störfum hlaðinn, þá var hann ávallt reiðubúinn að aðstoða okkur, hvort heldur sem um var að ræða fagleg vandamál eða okkar eigin. Það var honum eðlilegt að gefa sér nægan tíma fyrir okkur. Það er okkur mikið áfall að að missa þenn- an einstaka mann, bæði sem vinnu- veitanda og vinnufélaga. Við, sem áttum því láni að fagna að starfa með Guðmundi, búum í dag að þekkingu og reynslu, sem ‘ hann miðlaði okkur af mikilli rausn og einlægni. Hann lagði metnað sinn í vönduð vinnubrögð og gaf sig allan í hvert verk og var ekki ánægður, fyrr en hann hafði full tök á viðfangsefninu. Þar slakaði hann aldrei á. Metnaðurinn náði jafnt til allra athafna, og meðal annars lagði hann þunga áherslu á, að skýrslur og greinargerðir væru ritaðar á góðu íslensku máli. Megi fleiri feta í þessi fótspor. Þennan metnað höftim við reynt að tileinka okkur, og munum við leggja okkur fram um að vinna áfram á sömu braut. Sú mikla virðing, sem Guðmund- ur ávann sér og fyrirtækinu mun lengi í minnum höfð. en orðstírr deyr aldregi hveim er sér góðan getr.“ Við sendum þér Guðlaug, bömum þínum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Starfsfólk Verkfræðistofú Guðmundar og Kristjáns hf. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Það er erfítt að skilja þegar fólk er burtkallað fyrir aldur fram eins og Guðmundur. -Guðmundur var fyrrverandi vinnuveitandi okkar. Hann var maður vinnusamur og ósérhlífínn og kom fæstum það á óvart þó logaði ljós á skrifstofu hans næturlangt. Guðmundur var ákveðinn og vann verk sín vel og til þess sama ætlaðist hann af starfsfólki sínu. Guðmundur átti létta lund, sem kom best í ljós þeg- ar hann ásamt starfsfólki hafði lok- ið erfíðu dagsverki. Hann gat þá gantast á þann hátt að yljaði manni um hjartarætur. Hann var raungóð- ur og ávallt tilbúinn til að hjálpa þegar eitthvað bjátaði á. Um leið og við með þessum fáu orðum þökkum fyrir samfylgdina, viljum við votta Guðlaugu, eftirlif- andi eiginkonu hans, bömum, bamabörnum og öðmm ástvinum hans okkar dýpstu samúð og biðjum góðan guð að styrkja þau í þeirra sorg. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guai, Guð þér nú fylgi, \ hans dýrðarhnoss þú'hljóta skalt. (V. Briem) Þórunn, Sigríður, Linda og Gróa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.