Morgunblaðið - 22.12.1988, Side 70

Morgunblaðið - 22.12.1988, Side 70
& 70 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 Morgunblaðið/Bjarni Hér er Qölskyldan samankomin. Til vinstri á myndinni er eiginmaður Susan, Douglas Harvey, en hann þjálfar körfubolta í Grindavík. Næst honum situr Austin, 7 ára, þá Matthew, 12 ára, Kristen, 3ja ára, og Susan Harvey. KENNARASKIPTI Gaman að halda jól á Islandi - segir Susan Harvey skiptikennari Arlega fara fram kennaraskipti í raungreinum á vegum Ful- bright-stofnunarinar en í ár er það í fyrsta skipti sem íslendingi er gefínn kostur á slíkum skiptum. Stofnunin greiðir ferðakostnað og laun þiggja kennaramir hver frá ?eigin skóla. í ár fóru skiptin fram milli Önnu Gamer kennara við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti og Susan Harvey, kennara frá Guam, sem er bandarísk eyja í Kyrrahafínu. Þessi kennaraskipti eru einkum athyglisverð vegna gífurlegrar fjar- lægðar milli eyjanna og ólíkrar menningar en stærsti hluti íbúanna em Asíubúar. Susan, sem er af skandinavísku bergi brotin, býr hér á landi ásamt fjölskyldu sinni og tók við starfí Onnu sem stærð- fræði- og tölvufræðikennari. En hvemig líkar Susan að búa á ís- landi? „Það er margt sem kemur á óvart. Fólkið er mjög ólíkt því sem ég hef kynnst heima en einkar vin- gjamlegt og hér kunna flestir ensku. En hér er mjög kalt. Þó er erfiðast að aðlagast myrkrinu. Það er nánast ótrúlegt hve lítil birta er hér að vetrarlagi. Og klukkan þijú er eins og degi sé lokið. Mér líkar vel að starfa hér og skólastarfíð á íslandi er mjög skipu- lagt að ég hygg. Ég varð undrandi á því hvað hér virðist lítil spenna í sambandi við menntun, til dæmis er samkeppni milli nemenda ekki eins áberandi hér og í Bandaríkjun- um. í byijun skólagöngu virðist námsefnið vera erfíðara í Banda- ríkjunum en síðan er líður á skóla- göngu er námsefnið mjög líkt og hér og geta nemenda sambærileg. Reyndar em sum námskeið hér haldin við lok menntaskóla sem eru fyrst numin við upphaf háskóla- náms í Bandaríkjunum. Það er mjög einkennilegt að búa í húsi annars fólks, nota innan- stokksmuni þess og aka um á bíl ókunnugrar konu. En það var ævin- týraþrá sem leiddi okkur hingað og við sjáum ekki eftir því að hafa komið. Aðstæður hér eru mjög góð- ar og vöruúrvalið ótrúlega mikið. Við höfum og ferðast víða um heim og getum sagt með sanni að ísland sé mjög fallegt land." Jólaundirbúningur á heimilinu var þegar hafínn og jólatréð var komið á sinn stað. Fjölskyldan er vön að kaupa tréð að minnsta kosti tveimur vikum fyrir jól og er það látið standa skreytt í stofunni þar til að hátíðin gengur í garð. „Það verður gaman að halda jól á ís- landi,“ segir Sue að lokum. KENNARASKIPTI Lyktin var af heitri gróðursælli jörð - segir Anna Garner skiptikennari Anna Gamer, raungreinakenn- ari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, starfar nú við fram- haldsskóla á eyjunni Guam í Kyrra- hafinu, sem lýtur stjóm Bandaríkja- manna. Hún er skiptikennari á veg- um Fulbright-stofnunarinnar og býr ásamt tveimur sonum í hús- næði Susan Harvey sem kennir nú hennar fag hér á landi. í viðtali sem birtist í einu tímariti á Guam kemur í ljós hvemig Önnu líkar að búa hinum megin á hnettinum. „Um leið og ég steig út úr flug- vélinni fann ég fyrir gífurlegri lofts- lagsbreytingu og lyktin var af heitri, gróðursælli jörð. Ég hafði hlakkað mikið til þess að koma hingað og kynna mér líf og störf. Hér er menningin gjörólík íslenskri menningu. Ég hef mjög gaman af að bera þessar tvær eyjar saman," og hún bætir við: „Ég hef aldrei tilheyrt minnihlutahópi áður svo það er mjög athyglisverð reynsla að hugsa og vera öðruvísi en aðrir hér.“ Stór hluti íbúanna em inn- flytjendur frá Japan, Kína og Filippseyjum. Ifyrstu nætumar átti hún erfítt með svefn vegna hita og hávaða frá hundum og ýmiskonar fuglateg- undum. „Þetta var eins og í dýra- garði," segir Anna. Hún lætur að öðru leyti vel af dvöl sinni þar og hrósar náttúrufegurð, en hún hefur átt kost á því að ferðast um meiri- hluta eyjarinnar sem er margfalt minni en ísland og varla stærri en Suðumesin. Hún var beðin að lýsa lífi á ís- landi og sagði þá meðal annars: „Lífsgæðin eru mikil á íslandi og fólk leggur mikið í heimili sín enda dvelja Islendingar langdvölum inn- anhúss yfír vetrartímann. Fólkið vinnur langan vinnudag og flest em hjón bæði útivinnandi. Þetta er ör- uggt samfélag þar sem mæður geta skilið böm sín eftir í bamavögnum á gangstéttum meðan skroppið er inn í búðir. Það er tilhugsun sem Bandaríkjamenn eiga erfítt með að venjast." Anna Gamer, sem er af breskum ættum, og Susan Harvey em fyrstu skiptikennaramir frá hvom landi um sig, en alls em nú yfír 200 Anna Garner ásamt einum nem- anda sínum á Guam. kennarar frá tuttugu og sjö löndum sem hafa skipt um starf á vegum Fulbright-stofnunarinnar í ár. UMBERTO ECO Nýbók frá höfundi Nafns rósarinnar Umberto Eco, ítalski prófess- orinn sem fyrir átta ámm varð heimsfrægur fyrir bók sína Nafn rósarínnar, hefur sent frá sér annað skáldverk. Nafn rósarínnar hlaut góðar viðtökur um heim allan. Bókin hefur selst í níu milljón eintökum á 24 tungumálum, þ.á m. íslensku, en Thor Vilhjálmsson þýddi hana á okkar tungu. Þá hefur Rósin verið kvikmynduð og milljónir manna hafa á hvíta tjaldinu kynnst átökum miðalda-mun- kanna og klausturlífi þeirra. Nýja bókin frá Eco heitir Kólf- ur Foucaults. Hún hefur þegar komist á lista yfír metsölubækur á Ítalíu. Útgefandinn, Bompiani í Mflanó, segir að þegar hafí selst 400.000 eintök af bókinni síðan hún kom út í október. í gúrkutí- ðinni í ágúst síðastliðnum greip einskonar Eco-æði um sig hjá ítölskum §ölmiðlamönnum og þeir kepptust um að segja fréttir af bókinni sem væri væntanlega frá Eco eða geta sér til um, hvað í henni stæði. Tókst sumum meira að segja að komast nærri hinu rétta. Höfundurinn sjálfur varðist allra frétta og ýtti á þann hátt undir spenninginn. Um leið og Kólfurinn barst í verslanir flýttu menn sér að ná í eintak. Og ekki nóg með það, sala á Rósinni tók einnig kipp og um tíma skipuðu bækurnar tvær efstu sætin á ítalska bókalistanum. „Fólk kaupir bækur eftir Eco án þess að vita hið minnsta um hvað þær eru," reit Francesco Alberoni félagsfræðingur í blaðið Corriere della Sera. „Það kaupir þær af því að svo mikil spenna hefur verið sköpuð fyrirfram, þetta er eins og fyrsta ferð mannsins til tunglsins eða lokal- eikur í knattspymumóti." William Weaver, bandarískur rithöfundur búsettur á Ítalíu, er tekinn til við að þýða bókina á ensku. Éftii bókarinnar er víst ekki auðrakið. I stórum dráttum snýst hún um-þijá starfsmenn útgef- anda í Mflanó, sem sökkva sér ofan í dulrænar bókmenntir. Sér til skemmtunar búa þeir til ákaf- lega flókna tölvufléttu, sem miðar að því að ná yfirráðum í heimin- um. Sér til hrellingar komast þeir að raun um, að þeir eru teknir á orðinu og áætlunin gengur eftir. Kunnáttumenn segja að visu að þessi lýsing á verkinu sé álíka og að segja, að Hamiet fjalli um deil- ur dansks stráks við foreldra sína. Umberto Eco heftir sent frá sér nýja skáldsögu; KóIfFoucaults. Focault er Jean-Bemard-Léon Foucault, franskur eðlisfræðingur frá síðustu öld, sem fann upp gyroscope eða snúð, tæki sem getur haldið óbreyttri stefnu og byggist á því lögmáli að hlutur sem snýst hratt um ás vinnur gegn öllum breytingum á stefnu snúningsássins. Árið 1851 notaði Foucault þungan kólf til að sýna snúning jarðar. Þegar blaðamaður New York Times spurði Eco um hvað bókin væri sagðist hann ekki geta svar- að því nema á 500 blaðsíðum, ef svarið væri styttra hefði bókin orðið styttri. Hann segist hafa verið átta ár að búa sig undir að rita bókina. Hann segist fyrst hafa séð kólf Foucaults fyrir 36 árum, en þar er hann til sýnis á saftii. Fyrstu viðbrögð gagnrýnenda vom jákvæð en þeir höfðu þó á orði, að bókin væri erfíð yfirlestr- ar. Skrifín urðu síðan neikvæðari og hefur Eco verið sakaður um að fara herfilega rangt með sögu- legar staðreyndir. Ein harðasta árásin birtist í L’Ossevatore Ro- mano, málgagni Páfagarðs. Eco segist hafa skrífað seinni skáldsöguna til að sýna fram á, að hann væri fær um það. Hann hafí ekki á pijónunum að skrifa þriðju bókina. Þá segir hann að sér hafí borist a.m.k. fímm til- mæli um að kvikmynda kólfmn, en hann hafí ekki áhuga á því. Honum fínnst að Rósin hafi verið kvikmynduð of fljótt eftir að hún kom út, betra hefði verið að bíða I 20 ár eða þar til hann væri all- ur. Eco verður 57 ára 5. janúar nk. Hann ætlar að halda áfram að kenna við háskólann í Bologna og flytja fyrirlestra um Evrópu þvera og endilanga. Þegar hann er spurður um heimilisfang sitt, svarar hann: „Við skulum orða það þannig að af 20.000 bókum mínum séu 15.000 í Mílanó, 2.000 em í Bo- logna og 3.000 á sveitasetri rnínu." Það er skammt frá San Marínó. COSPER Ég vona að þið náið því að vera komin heim þá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.