Morgunblaðið - 22.12.1988, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 22.12.1988, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 75 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS MOUUl Hallarekstur Ríkisútvarps: Bera yfírmennirn- ir enga ábyrgð? Til Velvakanda. Það hefur verið gert uppskátt að Ríkisútvarpið okkar eigi í um- talsverðum fj'árhagserfiðleikum. Skuld hljóðvarpsins er talin nema 500 milljónum króna. Háttvirtur menntamálaráðherra hyggur á björgunaraðgerðir um þessar mundir og á hann þakkir skilið fyr- ir framtak sitt. En slík björgunaraðgerð er óframkvæman- leg nema til komi aukið fé í stofnun- ina, það er að segja vilji menn á annað borð rétta fyrirtækið við. Efni til viðgerðanna verður meðal annars sótt í vasa almennings. Ætlunin er nefninlega að hækka afnotagjöldin um 28 prósent eða upp í 1.500 krónur á mánuði. Nú- verandi útvarpsstjóri sem og aðrir ráðamenn innan ríkisútvarpsins hljóta að vera meðvitaðir um það að tími þeirra sem æðstu manna í fyrirtækinu er liðinn og ættu þeir sömu skilyrðislaust, og svo fljótt sem kostur er, að segja starfí sínu lausu. Það fyrirtæki sem sankað hefur að sér jafn miklum skuldum og hér að ofan var vikið að á að- eins tveimur árum hlýtur að beina athygli okkar að toppunum, altént er engin ástæða til að forða þeim frá allri ábyigð. Að vísu var klippt á að aðflutningsgjöld viðtækja bær- ust útvarpinu en það réttlætir eng- an veginn 500 milljón króna halla- rekstur. „ Konráð Fnðfinnsson Geymt en ekki gleymt Til Velvakanda. Fyrir hönd Kvenfélags Nes- kirlgu vill ég koma á framfæri innilegu þakklæti til Gísla Sigur- bjömssonar, forstjóra Grundar, fýrir 10 frábæra hvíldardaga í Ási í Hveragerði sl. sumar, þegar fé- laginu var boðið að senda sex aldr- aða úr Nessókn til hvíldar og hressinar í boði hans. Naut þetta fólk góðarar umönnunar starfs- fólksins. Við viljum tengja þakkir okkar jólunum og óska Gísla for- stjóra og fjölskyldu hans og starfs- fólkinu í Ási gleði og gæfu um ókomin ár. Ef menn sæju þá löngu lista yfír aldraða sem njóta góðvildar Gísla færu menn ef til vill að hugsa um það að margt gott er gert, göfug störf unnin, ótal hjálpar- hendur að starfi. Ekki örvænta um menn og góð málefni, og ekki tala of mikið um það sem miður fer. Tölum um það sem vel er gert. H.T. Jólaglögg þarf ekkí að vera áfeng Til Velvakanda. Á síðustu árum hefur sá siður breiðst út á vinnustöðum og í fyrir- tækjum að menn drekki saman svo- nefnt jólaglögg. Fyrir sumum kann það að vera kærkomið tækifæri sem tilefni áfengisneyslu. En hér þarf ekki að vera um neitt áfengi að ræða. Því skulu þeir sem standa fyrir slíkri samdrykkju í fagnaðarskyni á jóla- föstu minntir á að hafa jafnan á boð- stólum óáfengt jólaglögg fyrir þá sem heim vilja fara alsgáðir og ökufærir frá þessum kveðjufagnaði. Þingstúka Reykjavikur I.O.G.T. Leikara- skapur Til Velvakanda. Ég get ekki gleymt því sem barst f fréttum út af fundinum á Lýsu- hóli. Ég hef verið að velta fyrir mér hveiju það sætir sem kom svo ljós- lega fram í sjónvarpi frá Kvennalista- fundinum og sem svo berlega auglýs- ir leikaraskap þessara samtaka, því ekki má kalla þær flokk. Ég hef aðeins lesið eina umsögn um þennan fund, mig minnir í DV, og fannst mér rétt athugað sem þar var sagt. Var það alvara sem Þórhildur Þor- leifsdóttir sagði um karlmenn, að ætti að setja þá í þegnskylduvinnu. Þeir gera það nú þegar, reyndar. Ekki er að undra þó Alþingi sé orðið sjö flokka leikhús að margra mati síðan Kvennalistinn komst þar inn. Sé það alvara sem þar var haft í flimtingum og vakti mikla kátfnu í samsætinu, þá skulu þær vita að mál þeirra verða metin eftir því sem þær hafa stofnað til. Það er fullkom- ið ábyrgðarleysi eins og margt annað hjá þessum hópi að segja hreint út að seija eigi karlmenn í þegnskyldu- vinnu og er það meira en lítil lítil- lækkun að senda þvílíkt og annað eins út í sjónvarpi til allrar þjóðarinn- ar. Sé þetta í alvöru talað, þá hafa þær auglýst sig rækilega sem sér- hagsmuna- og ofbeldissamtök sem eiga sér ekki stoð nema í einræð- isríkjum. Gott er að fá skýrari mynd af þessum samtökum samt, en ég trúi því varla að þetta sé skoðun meirihluta kvennanna sem þarna hlýddu á. Ég vil bara benda Kvenna- listakonum á, að ef þær vilja ekki síféllt vera sér til skammar með þessi samtök sín og vilja að takandi sé mark á þeim, þá skulu þær sjálfar sýna af sér gott fordæmi. Kona sagði f samræðuþætti í ríkisútvarpi þann 19. nóvember og sem ég hlustaði á, að ríkið, sam- félagið, eigi að sjá fyrir þörfum þeirra og bama þeirra. Þessi kona tók’ til sérstaklega, að enginn peningur væri til fyrir bömin og þau væm bókstaflega vannærð í skólunum. Þessi og þvílík tilætlunarsemi á hendur þjóðfélaginu kveður stöðugt við hjá konum almennt. Ekkert lát er á meiri og nýjum kröfum til sér- hagsmuna kvenna. Enga ábyrgð telja þær sig bera á bömum sínum, en þú, nágranninn og samborgarinn, ert skyldugur að leggja allt fram, það er tónninn í jafnréttisbaráttu fíöl- margra kvenna. Þorleifur Kr. Guðlaugsson J ISLENSK FRAMLEIÐSLA, SEM ER BETRIEN ÞAÐ BESTA FRÁ ERLENDUM KEPPINAUTUM Islensku pottarnir og pönnurnar eru nú á yfir 15 þúsund heimilum. Look-pönnurn- ar og pottarnir eru framlciddir úr áli með sérstakri fargsteypuaðferð. Pannan hefur óvið- jafnanlega hitaleiðni. Botninn er þykkur og verpist aldrei. Pottarnir og pönnurnar eru húðuð með níðsterkri húð sem ekki festist við. Húðin er styrkt með ryðfríu stálneti, sem hindrar slit og margfaldar endingu. 10 FRABÆRIR LOOK Yfir 80 útsölustaðir um allt land. Framleitt af Alpan hf., Eyrarbakka. Heildsöludreifing Amaro hf., Akureyri, s. 96-22831. TEGUNDIR Steikarpönnur Pottréttapönnur Pottréttapönnur Pottar með loki Skaftpottar með loki Glerlok Glerlok Kína panna (WOK) STÆRÐIR 20, 24, 26, 28, 32 cm 24, 26, 28 cm 27, 28 cm 3, 4, 4.5, 5 lítrar 1.4, 2.1,2.8 lítrar 16, 18, 20, 24, 26 ,28 ,32 cm 27 cm 30 cm c I982 Unlvirul Pr«ti Syndlcili 2-la „ Ey j?et±a. sá sem gleymdl briibKtujis- 0.-Pnn«elinu slr»u f*" ást er.,. ... fjársjóður ga.ma.Ua minn- inga. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ° 1988 Los AngelesTimesSyndicate Er hann ekki fullungur til að vera að gifta sig ...? HÖGNI HREKKVÍSI íS<é& „ PAP ER ÓR4KFI AP HAFA MARGA VITUNPARVOTTA."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.