Morgunblaðið - 22.12.1988, Síða 79

Morgunblaðið - 22.12.1988, Síða 79
MORGUNBLAÐBD IÞROTT1R FEMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 79 ÍÞRÚmR FOLX ■ HEIKE Drechsler, ftjáls- íþróttakonan kunna frá Austur- Þýskalandi, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Drechsler vann silfurverðlaun í langstökki og tvenn bronsverðlaun í hlaupagrein- um á Ólympíuleikunum $ Seoul. Hún segir að tími sé kominn til að snúa sér að eitthveiju öðru en íþróttum eftir 12 ár. Hún er 24 ára og hefur verið í fremstu röð fijáls- íþróttakvenna síðustu árin. ■ SÍÐUSTU fregnir herma að einhver snurða sé hlaupin á þráðinn í sölu Gautaborgar á Erik Thorstvedt til enska stórliðsins Tottenham. Nú flýgur sú fregn, að forráðamenn Gautaborgar- liðsins vilji fá kaupverð markvarð- arins greitt úr í hönd ekki seinna en strax. Það mun vægast sagt vera annað greiðsluform heldur en forráðamenn Tottenham höfðu ætlað sér. Höfðu þeir vonast til þess að dreifa greiðslunni yfir nokk- ur ár. Á sunnudagskvöldið var mik- ið þrefað um þetta, en niðurstaða varð engin. Spuming er hvort þetta eyðileggi möguleika Thorstved á að ganga til liðs við félagið? KNATTSPYRNA Spán- verjar burstuðu N-íra Spánveijar burstuðu Norður- Ira, 4:0, í 6. riðli undankeppn- innar í knattspymu í Sevilla á Spáni í gærkvöldi og eru nú með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Þetta var 20. sigur Spánveija, sem eru efstir í 6. riðli, {Sevilla í 23 leikjum í röð. Vamarmaðurinn, Rogan, kom Spánveijum á bragðið með því að skora sjálfsmark í fyrri hálfleik. Síðan fyigdu þijú mörk Spánveija í kjölfarið í síðari hálfleik. Fyrst skoraði Emilio Butragueno á 55. mínútu. Michel bætti þriðja mark- inu við úr vítaspymu sem dæmd var á John McClelland fyrir að bijóta á Aitor Beguiristain nokkmm minútum síðar og Femandez gerði fjórða markið á 65. mínútu. HM6. RIÐILL SPANN- N-ÍRLAND.................4:0 FJ. leikja U i T Mörk Stig SPÁNN 2 2 0 0 6: 0 4 UNGVERJAL. 2 1 1 0 3: 2 3 N-ÍRLAND 4 1 1 2 3: 5 3 ÍRLAND 2 0 1 1 0: 2 1 MALTA 2 0 1 1 2: 5 1 HANDBOLTI Jólamót Jólamót B-liða yngri flokka Fram, KR, Gróttu, Stjömunnar og Víkings er hafið. Keppt er í 4.,5. og 6. flokki karla og 4. og 5. flokki kvenna. Keppni hófst i f 5. flokki karia í gær og verður keppt i dag kl. 10-14 í íþrótti Seltja- skóla. I dag hefst keppni í 5. flokki kvenna og verður einnig keppt á morgun kl. 9-13 í íþróttahúsinu f Garðabæ. Keppt verður um Morgumblaðsbikarinn í 5. flokki kvenna. Keppni í 4. flokki kvenna hefst i Álftamýra- skóla kl. 17-22 I dag og siðan keppnj hald- ið áfram 26. desember kl. 14-18. 6. flokkur karla keppir í Réttarholtskóla 29. desember og 4. flokkur karla keppir I fþróttahúsi KR á milli jóla og nýárs. „Atti ekki von á svo góðri by vjun - sagði nýliðinn Guðjón Ámason Eg átti ekki von á svo góðri byijun og það var ekki svo erfitt að koma inní liðið. Ég hef séð þessa stráka spila hundrað sinnum og kannast við kerfin. Ég hugsaði bara um að gera mitt besta ef ég fengi tækifæri en ég átti ekki von á að spila svo mik- ið,“ sagði Guðjón Ámason, sem iék fyrsta landsleik sinn í gær. „Þetta gat nú ekki orðíð verra en fyrri leikurinn og þegar við áttuðum okkur á að við vorum að tapa aftur þá tókum við okkur á,“ sagði Guðjón. „Þurfum stuðnhng" „Það er alls ekki sjálfsagður hlutur að við vinnum þetta lið. Við þurfum ekki að vinna Svía þó að þeir séu með nýtt lið,“ sagði Þorgils Óttar Mathiesen, fyririiði ísíenska landsliðsins. „Ef við hefð- um haldið okkur í A-keppninni þá hefðum við líka breytt liði okk- ar. Það skiptir ekki máli hver and- stæðingurinn er. Við erum alltaf að vanmeta andstæðingana og töpum á því. Svíarnir vora góðir og ég er ánægður með sigurinn. Ég er ekki að afsaka okkur með þessu. Við þurfum að bæta okkur og höfum ekki leikið vel. En við þurfum stuðning. Hvað sjálfan mig varðar þá er ég búinn að fá mig fuilsaddan af handbolta og vantar áhugann. En ég veit að hann kemur aftur," sagði Þorg- ils Óttar. „Kom sjá*fum mör á 6wart“ „Það er að sjálfsögðu gífurlega mikil viðbrigði að koma úr 2. deild í landsleik og ég áfyi ekki von á góðum leik. En ég er mjög ánægð- ur og þetta kom sjálfiim mér iíklega mest á óvart," sagði Hrafn Margeirsson sem varði mjög vel. „Fyrri hálfleikurinn var fyrir neð- an ailar hellur en þetta var skárra í þeim síðari. Það er mikil þreyta í iiðinu og ég er líklega sá eini sem kom óþreyttur í. þennan Ieik,“ sagði Hrafn. Valdimar Qrfmsson er hér kominn í gegnum sænsku vörnina og í þann mund að skora eitt af fimm mörkum sinum í leiknum. Leikur nýliðanna Guðjón og Hrafn fóru á kostum ISLENDINGAR sigruðu Svía í gœr í spennandi leik, 23:22. Náðu þannig að koma fram hefndum fyrir tapið í fyrri leikn- um. Sigurinn geta íslendingar þó þakkað tveimur nýliðum, Guðjóni Árnasyni og Hrafni Margeirssyni, en þeir lóku mjög vel. Þetta var fyrsti lands- leikur Guðjóns, en Hrafn var valinn f iiðið að nýju eftir nokk- urt hlé. Byrjunin lofaði reyndar ekki góðu. Svíar gerðu tvö fyrstu mörkin og náðu fjögurra marka forskoti, 1:5. Á þessum kafla hvorki gekk né rak hjá LogiB islenska liðinu. Eiðsson Vömin var opin og skrifar sóknarleikurinn fálmkenndur. Um miðjan síðari hálfleik kom Hrafn Margeirsson inná og hann byijaði á því að loka markinu í tíu mínútur. Það hafði þó ekki mikið að segja þvi á þeim tíma gerðu ís- lendingar aðeins eitt mark. Svo tóku Svíar við sér að nýju og náðu sex marka forskoti, 11:5. Valdimar og Júlíus náðu þó að laga stöðuna með tveimur mörkum á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og í leikhléi var staðan 7:11. Fyrstu mínútur síðari hálfleiks vora svipaðar og útlitið ekki bjart. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiks var staðan 15:11, Svíum í vil. Þá loks tóku íslending- ar við sér. Á frábæram kafla gerðu íslendingar níu mörk gegn tveimur og breyttu stöðunni í 20:17. Góð markvarsla Hrafns og stórleikur Guðjóns á miðjunni færðu að nýju h'f í leik íslendinga sem tók stakka- skiptum og engu líkara en skipt hefði verið um lið. Svíar höfðu þó ekki lagt árar í bát og náðu að minnka muninn i eitt mark, 22:21 þegar rúm mínúta var til leiksloka. Guðjón jók muninn að nýju en aftur skoruðu Svíamir. Þegar 25 sekúndur vora til leiksloka misstu íslendingar boltann en Svíum tókst ekki að nýta sér síðustu Morgunblaðið/Bjarni GuAjón Árnason átti mjög góðan leik i gær i fyrsta landsleik sinum. Hér á hann í höggi við Jonas Persson og virðist ekki ýkja hrifinn af móttökunum. sókn sína. Það er alltaf gaman að vinna Svía, en þrátt fyrir sigur er ekki hægt að segja að íslenska liðið hafí leikið vel. Vömin var slök og Svíamir fengu of mikinn frið við íslenska vamarvegginn. í síðari hálfleik breyttist vömin til hins betra er Þorgils kom út og traflaði Svíana. Sóknarleikurinn var einnig siakur, einkum þó í fyrri hálfleik. Liðið var þreytulegt og virtist skorta leikgleði. Björtu hllAamar Björtu hliðamar vora hinsvegar Hrafn og Guðjón. Það hefur án efa verið erfitt fyrir þá að koma inní iiðið, en báðir áttu þeir mjög góðan leik. Guðjón var með mjög góða nýtingu úr skotum sínum og stjóm- aði leik íslenska liðsins af rögg- semi. Hrafn varði mjög vel og lagði granninn að sigri íslendinga. Þá átti Valdimar Grímsson ágætan leik og Þorgils Óttar góða spretti í síðari hálfleik. Island—Svíþjóð 23 : Laugardalshöllin, vináttulandsleikur í handknattleik, miðvikudaginn 21. des- ember 1988. Gangur leiksins: 0:2, 1:2, 1:5, 3:5, 4:6, 4:9, 5:11, 7:11, 8:12, 9:14, 11:16, 16:15, 18:17, 20:17, 22:19, 22:21, 23:21, 23:22. Ísiand: Guðjón Ámason 5, Valdimar Grfmsson 5, Sigurður Sveinsson 3, Þorgils Óttar Mathiesen 3, Aifreð Gíslason 3/1, Júlíus Jónasson 2, Guð- mundur Guðmundsson 1 og Héðinn Gilsson 1. Kristján Arason og Bjarki Sigurðsson. Varin skot: Hrafn Margeirsson 16/1. Guðmundur Hrafnkelsson. Utan vallar: 6 mínútur. Sviþjóð: Jonas Persson 5, Staffan Ols- son 3, Ðaniel Roth 3, Per Larsson 3/2, Anders Eliasson 2, Patrick Nygren 2, Robert Venaláinen 2, Stefan Engström 1 og Stefan Kennegard 1. Bert Gust- afsson. Varin skot: Jan Ekman 13. Rolf Wain- ikka. Utan vallar: 4 mínútur. IJómarar: Pedersen og Jensen frá Danmörku. Dæmdu vel. Áhorfendur: 900. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.