Morgunblaðið - 16.03.1989, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 16.03.1989, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1989 27 Inga Elín opnar sýn- ingu á glerlistmunum INGA Elin Kristinsdóttir keramik- og glerhönnuður opnar í dag sina fyrstu einkasýningu á glerlistmunum. Sýningin verður hald- in í Epal, Faxafeni 7, en á henni eru meðal annars glermunir sem Inga Elín hefur hannað og Hadeland glerverksmiðjan i Noregi framleiðir. Inga Elín Kristinsdóttir er fædd í Reykjavík 1957, og stundaði hún fyrst nám í keramik undir hand- leiðslu Katrínar Briem i Mynd- listaskóla Reykjavíkur. Hún var nemandi í Myndlista- og handíða- skóla íslands í 5 ár og lauk þaðan kennaraprófi í myndmennt. Inga Elín starfaði sem myndmennta- kennari í 3 ár, en 1983 hóf hún nám við Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn og lauk hún prófi þaðan bæði úr keramik- og glerdeild vorið 1988, en hún er fyrsti nemandi skólans sem það gerir. Hún var í hópi 24 listiðnað- armanna sem fengu viðurkenn- inguna „Kunsthaandværkeprisen af 1879“. Viðurkenninguna fékk hún fyrir fyrir glös og termo-bolla úr postulíni, og var sýning á mun- um verðlaunahafanna haldin í Lis- tiðnaðarsafninu í Kaupmanna- höfo síðastliðið sumar. A sýningu Ingu Elínar í Epal eru glermunir sem hún hefur blás- ið sjálf, en einnig eru þar munir sem hún hefur hannað og danski glerblásarinn Bent B. Hansen hefur blásið fyrir hana. Þeir rtiun- ir eru skreyttir með flókinni tækni sem fáir glerlistamenn nota, en aðferðin var fundin upp hjá Orre- foss glerverksmiðjunni í Svíþjóð. Þá eru á sýningunni blómavasar og könnur sem Inga Elín hefur hannað, en Hadeland glerverk- smiðjan í Noregi framleiðir og selur víða um heim. Sýning Ingu Elínar í Epal er fyrsta einkasýning hennar, en áður hefur hún tekið þátt í sam- Morgunblaðið/Ámi Sæberg Inga Elín Kristinsdóttir keramik- og glerhönnuður. Á myndinni eru blómavasar sem hún hefur hannað en Hadeland glerverksmiðjan í Noregi fram- leiðir. sýningum, og nú á hún muni á farandsýningu á Norðurlöndum. Sýningin, sem er sölusýning, verð- ur opin á opnunartíma Epal til 1. apríl næstkomandi, en munim- ir frá Noregi verða áfram til sölu eftir að sýningunni lýkur. Brúðkaup Fígarós verður frumsýnt laugardaginn 1. apríl í íslensku óperunni. Islenska óperan: Brúðkaup Fígarós í Islensku óperunni LAUGARDAGINN1. aprO frumsýnir íslenska óperan Brúðkaup Fíga- rós eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Sýningar verða um helgar í íslensku óperunni fram til 5. mai og ráðgerðar eru fjórar sýningar úti á landi í miðri viku. Brúðkaup Fígarós er eitt dáðasta verk tónlistarsögunnar. Söguþráð- urinn er saminn eftir leikriti Frakk- ans Meaumarchais sem var stór- pólitískt verk þegar það var frum- sýnt í París árið 1784. Ádeiluna má enn skynja í öllu glensi og gamni óperutextans sem Italinn Lorenzo da Ponte skrifaði við tóna Mozarts. Brúðkaup Fígarós var frumsýnt í Vínarborg árið 1786. Þessu sextánda verkefni íslensku óperunnar leikstýrir Þórhildur Þor- leifsdóttir. Hljómsveitarstjóri er Anthony Hose, leikmyndina hann- aði Nicholai Dragan, búninga teikn- aði Alexander Vassiliev. Lýsing er í höndum Jóhanns B. Páimasonar, stjómandi kórs og æfingastjóri er Catherine Williams og sýningar- stjóm annast Kristín S. Kristjáns- dóttir. Með hlutverk fara: Kristinn Sigmundsson, Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir, John Speight, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Hrafnhildur Guð- mundsdóttir, Viðar Gunnarsson, Hrönn Hafliðadóttir, Sigurður Bjömsson, Sigríður Gröndal, Inga J. Backmann og Soffia H. Bjam- leifsdóttir. Hljómsveit íslensku óperunnar er að þessu sinni skipuð þijátíu og einum hljóðfæraleikara og tólf af kórfélögum íslensku ópemnnar taka þátt í sýningunni. Sala aðgöngumiða hefst þriðju- daginn 21. mars klukkan 16. Norræna barnahjálp- in opnar hér skrifstofii SÆNSKI vakningapredikarinn Sigvard Wallenberg kom til ís- lands um helgina til að koma hér á fót útibúi Norrænu barnahjálp- arinnar sem hann veitir forstöðu. Yfir 60 læknar, hjúkrunarfræð- inga og félagsráðgjafar á vegum Norrænu barnahjálparinnar, Scandinavian Childrens Mission, hafa á undanförnum árum hjálpað mörg þúsund börnum sem hafa alist upp á ruslahaugum Manilu, höfuðborgar Filippseyja. Sigvard Wallenberg sagði í sam- tali við Morgunblaðið að Norræna bamahjálpin hefði verið stofnuð fyrir 5 árum og hún ynni að þverkirkjulegu hjálpar- og björgunarstarfí í fátækra- hverfum Manilu. Norræna bamahjálpin er með skrifstofur á öllum Norðurlöndunum og Rut Glad veitir íslensku skrifstof- unni forstöðu. Sigvard Wallenberg heldur hér á bibliu með merki Norrænu barnahjálparinnar, Scandinavian Childrená Mission. Fundur Varðbergs og SVS: Yfirmaður varnar- liðsins flytur erindi SAMTÖK um vestræna samvinnu (SVS) og Varðberg halda sameigin- legan hádegisfúnd í Átthagasal (Hótel Sögu, suðurenda) laugardag- inn 18. mars. Salurinn verður opnaður klukkan 21. Gestur félaganna og framsögu- maður á fundinum er Eric A. Mc- Vadon, flotaforingi, yfírmaður vamarliðsins á íslandi. Hann mun flytja erindi á íslensku og fjalla um: Vamarliðið á íslandi og vamir ís- lands. Hann svarar síðan fyrirspumum og tekur þátt í umræðum. Fundur- inn er opinn félagsmönnum í SVS og Varðbergi, svo og gestum þeirra. Eric A. McVadon hefur verið yfirmaður vamarliðsins síðan' 10. október 1986. Á ámnum 1982- 1984 gegndi hann störfum á Keflavíkurflugvelli og var meðai annars formaður hins bandaríska hluta vamarmálanefndar. Eric A. McVadon ÆTIARÞU AÐ VEITA VEÐLEYFI í ÞINNI IBUÐ?. Haföu þá í huga, aö ef lántakandinn greiðir ekki af láninu, þá þarft þú aö gera þaö. Getir þú þaö ekki, gæti svo fariö að þú misstir þína íbúö á nauðungaruppboð. Um slíkt eru fjöimörg dæmi. VEÐLEYFI ER TRYGGING Meö því aö veita veðleyfi í íbúö, hefur eigandi hennar lagt hana fram sem tryggingu fyrir því að greitt veröi af láninu, sem tekiö var, á réttum gjalddögum. ÞÚ GÆTIR ÞURFT AÐ BORGA Greiði lántakandinn ekki af láninu á tilskildum gjalddögum, þá þarf íbúöareigandinn aö gera þaö, eöa eiga á hættu aö krafist veröi nauðungar- uppboös á íbúö hans. Haföu eftirfarandi hugfast áöur en þú veitir vini þínum eöa vandamanni veöleyfi í íbúö þinni: GETUR ÞÚ GREITT AF LÁNINU EF LÁNTAKANDINN GETUR ÞAÐ EKKI? Viö leggjum til aö þú fylgir þeirri reglu aö veíta aldrei öðrum veöleyfi í íbúð þinni fyrir láni sem þú getur ekki sjálfur greitt af, nema þú sért viss um að lántakandinn muni standa í skilum. FÓLK HEFUR MISST ALEIGU SÍNA VEGNA VINARGREIÐA. HAFÐU ÞITT A HREINU ^ RAÐGIAFASTOÐ HÚSNÆÐISSTOFNUNAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.