Morgunblaðið - 16.03.1989, Page 27

Morgunblaðið - 16.03.1989, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1989 27 Inga Elín opnar sýn- ingu á glerlistmunum INGA Elin Kristinsdóttir keramik- og glerhönnuður opnar í dag sina fyrstu einkasýningu á glerlistmunum. Sýningin verður hald- in í Epal, Faxafeni 7, en á henni eru meðal annars glermunir sem Inga Elín hefur hannað og Hadeland glerverksmiðjan i Noregi framleiðir. Inga Elín Kristinsdóttir er fædd í Reykjavík 1957, og stundaði hún fyrst nám í keramik undir hand- leiðslu Katrínar Briem i Mynd- listaskóla Reykjavíkur. Hún var nemandi í Myndlista- og handíða- skóla íslands í 5 ár og lauk þaðan kennaraprófi í myndmennt. Inga Elín starfaði sem myndmennta- kennari í 3 ár, en 1983 hóf hún nám við Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn og lauk hún prófi þaðan bæði úr keramik- og glerdeild vorið 1988, en hún er fyrsti nemandi skólans sem það gerir. Hún var í hópi 24 listiðnað- armanna sem fengu viðurkenn- inguna „Kunsthaandværkeprisen af 1879“. Viðurkenninguna fékk hún fyrir fyrir glös og termo-bolla úr postulíni, og var sýning á mun- um verðlaunahafanna haldin í Lis- tiðnaðarsafninu í Kaupmanna- höfo síðastliðið sumar. A sýningu Ingu Elínar í Epal eru glermunir sem hún hefur blás- ið sjálf, en einnig eru þar munir sem hún hefur hannað og danski glerblásarinn Bent B. Hansen hefur blásið fyrir hana. Þeir rtiun- ir eru skreyttir með flókinni tækni sem fáir glerlistamenn nota, en aðferðin var fundin upp hjá Orre- foss glerverksmiðjunni í Svíþjóð. Þá eru á sýningunni blómavasar og könnur sem Inga Elín hefur hannað, en Hadeland glerverk- smiðjan í Noregi framleiðir og selur víða um heim. Sýning Ingu Elínar í Epal er fyrsta einkasýning hennar, en áður hefur hún tekið þátt í sam- Morgunblaðið/Ámi Sæberg Inga Elín Kristinsdóttir keramik- og glerhönnuður. Á myndinni eru blómavasar sem hún hefur hannað en Hadeland glerverksmiðjan í Noregi fram- leiðir. sýningum, og nú á hún muni á farandsýningu á Norðurlöndum. Sýningin, sem er sölusýning, verð- ur opin á opnunartíma Epal til 1. apríl næstkomandi, en munim- ir frá Noregi verða áfram til sölu eftir að sýningunni lýkur. Brúðkaup Fígarós verður frumsýnt laugardaginn 1. apríl í íslensku óperunni. Islenska óperan: Brúðkaup Fígarós í Islensku óperunni LAUGARDAGINN1. aprO frumsýnir íslenska óperan Brúðkaup Fíga- rós eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Sýningar verða um helgar í íslensku óperunni fram til 5. mai og ráðgerðar eru fjórar sýningar úti á landi í miðri viku. Brúðkaup Fígarós er eitt dáðasta verk tónlistarsögunnar. Söguþráð- urinn er saminn eftir leikriti Frakk- ans Meaumarchais sem var stór- pólitískt verk þegar það var frum- sýnt í París árið 1784. Ádeiluna má enn skynja í öllu glensi og gamni óperutextans sem Italinn Lorenzo da Ponte skrifaði við tóna Mozarts. Brúðkaup Fígarós var frumsýnt í Vínarborg árið 1786. Þessu sextánda verkefni íslensku óperunnar leikstýrir Þórhildur Þor- leifsdóttir. Hljómsveitarstjóri er Anthony Hose, leikmyndina hann- aði Nicholai Dragan, búninga teikn- aði Alexander Vassiliev. Lýsing er í höndum Jóhanns B. Páimasonar, stjómandi kórs og æfingastjóri er Catherine Williams og sýningar- stjóm annast Kristín S. Kristjáns- dóttir. Með hlutverk fara: Kristinn Sigmundsson, Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir, John Speight, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Hrafnhildur Guð- mundsdóttir, Viðar Gunnarsson, Hrönn Hafliðadóttir, Sigurður Bjömsson, Sigríður Gröndal, Inga J. Backmann og Soffia H. Bjam- leifsdóttir. Hljómsveit íslensku óperunnar er að þessu sinni skipuð þijátíu og einum hljóðfæraleikara og tólf af kórfélögum íslensku ópemnnar taka þátt í sýningunni. Sala aðgöngumiða hefst þriðju- daginn 21. mars klukkan 16. Norræna barnahjálp- in opnar hér skrifstofii SÆNSKI vakningapredikarinn Sigvard Wallenberg kom til ís- lands um helgina til að koma hér á fót útibúi Norrænu barnahjálp- arinnar sem hann veitir forstöðu. Yfir 60 læknar, hjúkrunarfræð- inga og félagsráðgjafar á vegum Norrænu barnahjálparinnar, Scandinavian Childrens Mission, hafa á undanförnum árum hjálpað mörg þúsund börnum sem hafa alist upp á ruslahaugum Manilu, höfuðborgar Filippseyja. Sigvard Wallenberg sagði í sam- tali við Morgunblaðið að Norræna bamahjálpin hefði verið stofnuð fyrir 5 árum og hún ynni að þverkirkjulegu hjálpar- og björgunarstarfí í fátækra- hverfum Manilu. Norræna bamahjálpin er með skrifstofur á öllum Norðurlöndunum og Rut Glad veitir íslensku skrifstof- unni forstöðu. Sigvard Wallenberg heldur hér á bibliu með merki Norrænu barnahjálparinnar, Scandinavian Childrená Mission. Fundur Varðbergs og SVS: Yfirmaður varnar- liðsins flytur erindi SAMTÖK um vestræna samvinnu (SVS) og Varðberg halda sameigin- legan hádegisfúnd í Átthagasal (Hótel Sögu, suðurenda) laugardag- inn 18. mars. Salurinn verður opnaður klukkan 21. Gestur félaganna og framsögu- maður á fundinum er Eric A. Mc- Vadon, flotaforingi, yfírmaður vamarliðsins á íslandi. Hann mun flytja erindi á íslensku og fjalla um: Vamarliðið á íslandi og vamir ís- lands. Hann svarar síðan fyrirspumum og tekur þátt í umræðum. Fundur- inn er opinn félagsmönnum í SVS og Varðbergi, svo og gestum þeirra. Eric A. McVadon hefur verið yfirmaður vamarliðsins síðan' 10. október 1986. Á ámnum 1982- 1984 gegndi hann störfum á Keflavíkurflugvelli og var meðai annars formaður hins bandaríska hluta vamarmálanefndar. Eric A. McVadon ÆTIARÞU AÐ VEITA VEÐLEYFI í ÞINNI IBUÐ?. Haföu þá í huga, aö ef lántakandinn greiðir ekki af láninu, þá þarft þú aö gera þaö. Getir þú þaö ekki, gæti svo fariö að þú misstir þína íbúö á nauðungaruppboð. Um slíkt eru fjöimörg dæmi. VEÐLEYFI ER TRYGGING Meö því aö veita veðleyfi í íbúö, hefur eigandi hennar lagt hana fram sem tryggingu fyrir því að greitt veröi af láninu, sem tekiö var, á réttum gjalddögum. ÞÚ GÆTIR ÞURFT AÐ BORGA Greiði lántakandinn ekki af láninu á tilskildum gjalddögum, þá þarf íbúöareigandinn aö gera þaö, eöa eiga á hættu aö krafist veröi nauðungar- uppboös á íbúö hans. Haföu eftirfarandi hugfast áöur en þú veitir vini þínum eöa vandamanni veöleyfi í íbúö þinni: GETUR ÞÚ GREITT AF LÁNINU EF LÁNTAKANDINN GETUR ÞAÐ EKKI? Viö leggjum til aö þú fylgir þeirri reglu aö veíta aldrei öðrum veöleyfi í íbúð þinni fyrir láni sem þú getur ekki sjálfur greitt af, nema þú sért viss um að lántakandinn muni standa í skilum. FÓLK HEFUR MISST ALEIGU SÍNA VEGNA VINARGREIÐA. HAFÐU ÞITT A HREINU ^ RAÐGIAFASTOÐ HÚSNÆÐISSTOFNUNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.