Morgunblaðið - 16.03.1989, Síða 37

Morgunblaðið - 16.03.1989, Síða 37
em MtAfc .»!■ .fc.t>AGtJfVfMri aia/uidxuaflOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1989 37 Forgangur skattkrafiia falli niður: Styrkja ber réttarstöðu borgara - segir Sólveig Pétursdóttir Sólveig Pétursdóttir (S/Rvk) mælti nýverið fyrir þingmannafrum- varpi, þess efiiis, að felld verði úr lögrim um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum um virðisaukaskatt ákvæði um forgang þeirra skattkrafiia, sem lög þessi fjalla um, í þrotabúum og skuldafrá- göngubúum. Skuldafrágöngubú eru dánarbú, sem sætir ópinberum skiptum, þar sem erfingjar taka ekki á sig ábyrgð á skuldum þess. Sólveig vék fyrst að því að reglur um skuldaröð hafi fyrst verið lög- festar með lögum nr. 3/1878. „Reglur þessar stóðu óbreyttar fram að setningu laga nr. 32/1974, en með þeim komu nýjar reglur um skuldaröð." Sólveig sagði að með hinum nýju lögum hafi reglur um skuldaröð ekki aðeins verið einfaldaðar, held- ur hafi forgangsréttarkröfum við búskipti fækkað mikið. Orðrétt Jóhanna Sigurðardóttir Húsbréfafrumvarp — stjórnarfrumvarp: Húsbréf 70% söluandvirðis Lánsréttur ekki bundinn aðild að lífeyrissjóði Margumtöluðu stjórnarfrumvarpi til breytinga á lögum um Húsnæðisstofiiun ríkisins — húsbréfafrumvarpinu — var dreift á Alþingi í gær. Frumvarpið felur annars vegar í sér breytingar á gildandi reglum um lánaúthlutun í gildandi húsnæðislánakerfí og hins vegar nýtt fyrirkomulag: húsbréfamiðlun. Kaup lífeyrissjóða á skuldabréfum Breyting á núverandi kerfi í greinargerð segir að breyting- ar á gildandi kerfi séu þrenns konar: 1) Að lán til einhleypra verði 67% af lánsupphæð hjóna eða sambýlisfólks, en lánsfjárhæð er ein og söm nú. 2) Lán til umsækjenda, sem eiga íbúð fyrir, verður 49% af láni þeirra sem kaupa eða byggja í fyrsta sinni. Lánahlutfall viðkom- andi nú er 70%. 3) Skerða má lán með hliðstæð- um hætti ef umsækjandi á álíka mikla eign annarskonar en í íbúð- arhúsnæði. Húsnæðissto&iunar Frumvarpið gerir ráð fyrir því að kaupskylda lífeyrissjóða lækki úr 55% í 47% af ráðstöfunarfé þeirra. Þeir geta uppfyllt samning um skuldabréfakaup af Húsnæðis- málastofnun að hluta með kaupum á húsbréfum. Ráðherra setur reglugerð til tveggja ára í senn um skiptingu skuldabréfakaupa milli húsbréfa og annarra skuldabréfa af Hús- næðisstofnun. Þannig er „gert er ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir verði virkir kaup- endur á húsbréfamarkaði“. Húsbréfakerfið í stað beinna lána frá Bygging- arsjóði ríkisins til kaupa á eldri íbúðum býðst sjóðurinn til að kaupa fasteignaveðbréf, sem gefm verða út í tengslum við fasteigna- viðskipti, og innleysi þau með nýj- um bréfum, húsbréfum, frá Bygg- ingarsjóði ríkisins. Þessi bréf, sem vera eiga markaðshæf, geta num- ið allt að 70% af söluandvirði eign- ar og að hámarki 70% af bruna- bótamati að teknu tilliti til áhvílandi lána. Lánsréttur eða réttur til að skipta á skuldabréfum fyrir hús- bréf verði almennur og ekki bund- inn aðild að lífeyrissjóði eða eign- arhaldsformi, „því að hin raun- verulega fjármögnun gerizt með frjálsum viðskiptum með húsbréf". Þá segir í greinargerð að dregið verði úr þvinguðum lánveitingum lífeyrissjóðanna til húsnæðiskerf- isins, eða þær afnumdar að fullu, a.m.k. þegar fram í sækir. Nýbyggingarlán verða óbreytt fyrst um sinn, en stefnt er að því að lækka þau verulega eftir því sem húsbréfamarkaðinum vex fiskur um hrygg. sagði þingmaðurinn: „Eins og segir í greinargerð þá var breyting þessi í anda löggjafar- stefnu sem gætt hefur víðast hvar á Vesturlöndum og hefur í auknum mæli tekið tillit til sjónarmiða um jafnræði kröfuhafa, einkum með fækkum forgangskrafna. Með þessum lögum nr. 32/1974 sem breyttu skiptalögunum munaði mestu að forgangsréttur skatt- krafna og annarra krafna ríkis og sveitarfélaga var algerlega lagður af. Þetta löggjafarsjónarmið kemur skýrt fram í athugasemdum með frumvarpinu, sem mælti fyrir um þessar breytingar . . .“ Þetta var skýr vilji löggjafans, sagði Sólveig, en „síðan hefur það gerzt að andstæðum ákvæðum hef- ur að því er virðist verið „bætt“ inn í lögin um staðgreiðsluna og virðis- aukaskattinn, án þess að það hafi vakið athygli manna að því er bezt verður séð“. Þingmaðurinn taldi ekki ólíklegt að embættismenn hafi talið það kerfinu í hag að ákvæði sem þessi yrðu lögfest til ýta á inn- heimtu í ríkiskassann. Sólveig sagði m.a. í lok ræðu sinnar: „Það er álit okkar flutnings- Sólveig Pétursdóttir manna að hér sé ekki einungis brýn nauðsyn á að leiðrétta ónákvæma lagasetningu, heldur sé hér stórlega vegið að réttarstöðu þegnanna gagnvart ríkisvaldinu, sem óþolandi sé með öllu.“ Afgreiðsla ríkisreikn- ings bíður Qáraukalaga Þegar kom að atkvæða- greiðslu um ríkisreikning 1987 í neðri deild Alþingis í gær fór formaður Qárveitinganefiidar fram á frestun hennar. Deildar- forseti varð við beiðninni. Ástæða: Fjárveitinganefnd heiúr enn til skoðunar frum- varp að Qáraukalögum 1987 og rangt þótti að afgreiða ríkis- reikninginn fyrr en umsögn fjárveitinganefhdar um fjáraukafrumvarpið liggur fyr- ir. Sighvatur Björgvinsson (A/Vf) formaður fj árveitinganefndar kvaddi sér hljóðs í neðri deild þingsins í gær þegar deildarfor- seti hringdi til atkvæðagreiðslu um ríkisreikning 1987. Minnti hann á að frumvarp að fjárauka- lögum fyrir árið 1987 væri enn til meðferðar hjá fjárveitinga- nefnd. Ekki væri rétt að sam- þykkja ríkisreikning þess árs fyrr en fyrir liggi afstaða fjárveitinga- nefndar til fjáraukalaganna, ef gæta ætti samræmis í störfum. Við tilmælum hans var orðið og atkvæðagreiðslu frestað. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson. Guðni Hjörleifsson Vestmannaeyjar: Bíórekstur að heQast að nýju Vestmannaeyjum VESTMANNEYINGAR munu nú, innan skamms, geta farið að bregða sér í kvikmyndahús, i Eyjum, á ný. Ekki hefúr verið starfrækt bíó í Eyjum sl. 2 ár en um næstu mánaðamót mun verða breyting þar á. Guðni Hjörleifsson, sem tekið hefur að sér rekstur bíósins, var að vinna að breytingum og endur- bótum á húsnæðinu þegar Morg- unblaðið leit við hjá honum. Sagði Guðni að hann væri að teppa- leggja, mála og skipta um stóla auk þess sem hann ætti von á nýju dolby-sýningartjaldi og betra hljóðkerfí. Hann sagðist vera kominn í góð sambönd við kvik- myndahúsin í Reykjavík og vonað- ist því til að geta sýnt nýjustu myndimar hverju sinni. Stefnt er að því að endurbótum á bíóinu verði lokið um páska og munu sýningar he^ast brátt upp úr því. Grimur Fundur MS- félags íslands FUNDUR MS-félags íslands sem átti að vera í febrúar, en var frestað, verður haldinn i kvöld, fimmtudagskvöld 16. mars, í Hátúni 12, 2. hæð, klukkan 20.00. Berglind Guðmundsdóttir kem- ur á fundinn og ræðir um macro- biotískt fæði. Einnig verða önnur mál rædd á fundinum. Leiðrétting VEGNA sjónvarpsþáttar um Lúx- emborg sem sýndur var í Ríkis- sjónvarpinu 13. mars 1989 vill stjórn Þjóðdansafélags Reykjavík- ur taka fram að þjóðdansahópur sá sem sýndi á Pullman-hótelinu 15. febrúar síðastliðinn var frá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur og dansstjómandi var Kolfinna Sig- urvinsdóttir. Ekki er til neinn danshópur Lilju Ásgéirsdóttur, en hún er formaður félagsins og fór með hópnum, sem dansari og farar- stjóri og leiðréttist það hér með. Árnagarður: Helgamámskeið í hugleiðslu FRÍTT helgarnámskeið í jóga og sjálfsvitund verður haldið i Ámagarði við Suðurgötu dag- ana 17.-19. mars. Námskeiðið er á vegum Sri Chinmoys-set- ursins, leiðbeinandi er Ey- mundur Matthíasson. Námskeiðinu er skipt niður í hluta eftir efnisþáttum og í fyrsta hluta á föstudagskvöld verður meðal annars fjallað um sjálf- straust og sjálfsaga. Á laugardag verða kenndar hagnýtar aðferðir í hugleiðslu og fjallað um hvemig skapandi listir geta átt þátt í upp- götvun sjálfsins. Á sunnudag verður meðal annars rætt mikil- vægi íþrótta fyrir andlega og líkamlega heilsu. Hægt er að sækja einn hluta eða alla eftir vild. Nánari upplýs- ingar í síma 13970 eða 25676. Allir velkomnir — ókeypis að- gangur. Lýsing í listasöftium Ljóstæknifélag íslands held- ur í samvinnu við Listasafii ís- lands fræðslufund um lýsingu í listasöfhum. Fundurinn verð- ur haldinn í dag, fimmtudaginn 16. mars, klukkan 16-18 í húsa- kynnum Listasafns íslands, Fríkirkjuvegi 7, Reykjavík. Fmmmælendur verða: Viktor Smári Sæmundsson, forvörður, Listasafni íslands, Garðar Hall- dórsson, húsameistari ríkisins, og Daði Ágústsson, framkvæmda- stjóri Rafhönnunar hf. Fundarstjóri er Aðalsteinn Guðjohnsen, formaður Ljóstækni- félagsins. Suðureyri: Bretti hrundu á fólksbifreið Suðureyri. FÓLKSBIFREIÐ varð undir brettastæðu sem hrundi af vörubíl, þegar var verið að landa úr togaranum Elínu Þor- bj arnardóttur. Engin slys urðu á fólki, en bif- reiðin skemmdist talsvert. - R. Schmidt Bókasafii Kópavogs: Edwin Kaber með sýningu EDWIN Kaaber sýnir nú í marsmánuði málverk i Bóka- safiii Kópavogs. Edwin, sem er Kópavogsbúi, er áhugamálari, en hefur sótt námskeið i málun. Myndimar á sýningunni, sem em 19 að tölu, era málaðar með olíupastellitum, acryl, gvass og vatnslitum síðastliðin tvö ár og em allar til sölu. Sýningin er opin á sama tíma og bókasafnið, mánudaga til föstudaga klukkan 10-21 og laug- ardaga klukkan 11-14. Enginn aðgangseyrir og allir era vel- komnir. Fyrirlestur um visnu og mæði DR. VALGERÐUR Andrésdótt- ir flytur í kvöld, fimmtudags- kvöld, 16. mars, fyrirlestur í Odda, stofii 101. Fyrirlesturinn nefiiir hún Erfðir visnu og mæði. Á síðustu árum hafa lentiveirur verið mjög í sviðsljósinu vegna eyðnisjúkdómsins, sem orsakast af lentiveirunni HIV. í fyrirlestrinum verður fjallað um rannsóknir á erfðaefni visnu og mæði sem unnið er að á Keld- um. Greint verður frá samanburði á erfðaefni ýmissa visnu- og mæðistofna þar sem í ljós kom að mikill munur er á erfðaefni visnu og mæðiveira. Valgerður lauk BS-prófí í líffræði frá Háskóla íslands 1972 og doktorsprófí frá Edinborgar- háskóla 1981. Hún starfar nú sem sérfræðingur á Keldum. Miklu stolið í innbroti BROTIST var inn i matvöru- búðina í Grímsbæ í Fossvogi aðfaranótt þriðjudagsins. Það- an var stolið tóbaki fyrir um 150 þúsund krónur og um 40 þúsund krónum í peningum. Þjófamir virðast hafa komist inn í verslunina með því að aka bíl á vöruafgreiðsluhurð á austan- verðu húsinu. Rannsóknarlög- regla ríkisins vinnur að málinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.