Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 37
em MtAfc .»!■ .fc.t>AGtJfVfMri aia/uidxuaflOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1989 37 Forgangur skattkrafiia falli niður: Styrkja ber réttarstöðu borgara - segir Sólveig Pétursdóttir Sólveig Pétursdóttir (S/Rvk) mælti nýverið fyrir þingmannafrum- varpi, þess efiiis, að felld verði úr lögrim um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum um virðisaukaskatt ákvæði um forgang þeirra skattkrafiia, sem lög þessi fjalla um, í þrotabúum og skuldafrá- göngubúum. Skuldafrágöngubú eru dánarbú, sem sætir ópinberum skiptum, þar sem erfingjar taka ekki á sig ábyrgð á skuldum þess. Sólveig vék fyrst að því að reglur um skuldaröð hafi fyrst verið lög- festar með lögum nr. 3/1878. „Reglur þessar stóðu óbreyttar fram að setningu laga nr. 32/1974, en með þeim komu nýjar reglur um skuldaröð." Sólveig sagði að með hinum nýju lögum hafi reglur um skuldaröð ekki aðeins verið einfaldaðar, held- ur hafi forgangsréttarkröfum við búskipti fækkað mikið. Orðrétt Jóhanna Sigurðardóttir Húsbréfafrumvarp — stjórnarfrumvarp: Húsbréf 70% söluandvirðis Lánsréttur ekki bundinn aðild að lífeyrissjóði Margumtöluðu stjórnarfrumvarpi til breytinga á lögum um Húsnæðisstofiiun ríkisins — húsbréfafrumvarpinu — var dreift á Alþingi í gær. Frumvarpið felur annars vegar í sér breytingar á gildandi reglum um lánaúthlutun í gildandi húsnæðislánakerfí og hins vegar nýtt fyrirkomulag: húsbréfamiðlun. Kaup lífeyrissjóða á skuldabréfum Breyting á núverandi kerfi í greinargerð segir að breyting- ar á gildandi kerfi séu þrenns konar: 1) Að lán til einhleypra verði 67% af lánsupphæð hjóna eða sambýlisfólks, en lánsfjárhæð er ein og söm nú. 2) Lán til umsækjenda, sem eiga íbúð fyrir, verður 49% af láni þeirra sem kaupa eða byggja í fyrsta sinni. Lánahlutfall viðkom- andi nú er 70%. 3) Skerða má lán með hliðstæð- um hætti ef umsækjandi á álíka mikla eign annarskonar en í íbúð- arhúsnæði. Húsnæðissto&iunar Frumvarpið gerir ráð fyrir því að kaupskylda lífeyrissjóða lækki úr 55% í 47% af ráðstöfunarfé þeirra. Þeir geta uppfyllt samning um skuldabréfakaup af Húsnæðis- málastofnun að hluta með kaupum á húsbréfum. Ráðherra setur reglugerð til tveggja ára í senn um skiptingu skuldabréfakaupa milli húsbréfa og annarra skuldabréfa af Hús- næðisstofnun. Þannig er „gert er ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir verði virkir kaup- endur á húsbréfamarkaði“. Húsbréfakerfið í stað beinna lána frá Bygging- arsjóði ríkisins til kaupa á eldri íbúðum býðst sjóðurinn til að kaupa fasteignaveðbréf, sem gefm verða út í tengslum við fasteigna- viðskipti, og innleysi þau með nýj- um bréfum, húsbréfum, frá Bygg- ingarsjóði ríkisins. Þessi bréf, sem vera eiga markaðshæf, geta num- ið allt að 70% af söluandvirði eign- ar og að hámarki 70% af bruna- bótamati að teknu tilliti til áhvílandi lána. Lánsréttur eða réttur til að skipta á skuldabréfum fyrir hús- bréf verði almennur og ekki bund- inn aðild að lífeyrissjóði eða eign- arhaldsformi, „því að hin raun- verulega fjármögnun gerizt með frjálsum viðskiptum með húsbréf". Þá segir í greinargerð að dregið verði úr þvinguðum lánveitingum lífeyrissjóðanna til húsnæðiskerf- isins, eða þær afnumdar að fullu, a.m.k. þegar fram í sækir. Nýbyggingarlán verða óbreytt fyrst um sinn, en stefnt er að því að lækka þau verulega eftir því sem húsbréfamarkaðinum vex fiskur um hrygg. sagði þingmaðurinn: „Eins og segir í greinargerð þá var breyting þessi í anda löggjafar- stefnu sem gætt hefur víðast hvar á Vesturlöndum og hefur í auknum mæli tekið tillit til sjónarmiða um jafnræði kröfuhafa, einkum með fækkum forgangskrafna. Með þessum lögum nr. 32/1974 sem breyttu skiptalögunum munaði mestu að forgangsréttur skatt- krafna og annarra krafna ríkis og sveitarfélaga var algerlega lagður af. Þetta löggjafarsjónarmið kemur skýrt fram í athugasemdum með frumvarpinu, sem mælti fyrir um þessar breytingar . . .“ Þetta var skýr vilji löggjafans, sagði Sólveig, en „síðan hefur það gerzt að andstæðum ákvæðum hef- ur að því er virðist verið „bætt“ inn í lögin um staðgreiðsluna og virðis- aukaskattinn, án þess að það hafi vakið athygli manna að því er bezt verður séð“. Þingmaðurinn taldi ekki ólíklegt að embættismenn hafi talið það kerfinu í hag að ákvæði sem þessi yrðu lögfest til ýta á inn- heimtu í ríkiskassann. Sólveig sagði m.a. í lok ræðu sinnar: „Það er álit okkar flutnings- Sólveig Pétursdóttir manna að hér sé ekki einungis brýn nauðsyn á að leiðrétta ónákvæma lagasetningu, heldur sé hér stórlega vegið að réttarstöðu þegnanna gagnvart ríkisvaldinu, sem óþolandi sé með öllu.“ Afgreiðsla ríkisreikn- ings bíður Qáraukalaga Þegar kom að atkvæða- greiðslu um ríkisreikning 1987 í neðri deild Alþingis í gær fór formaður Qárveitinganefiidar fram á frestun hennar. Deildar- forseti varð við beiðninni. Ástæða: Fjárveitinganefnd heiúr enn til skoðunar frum- varp að Qáraukalögum 1987 og rangt þótti að afgreiða ríkis- reikninginn fyrr en umsögn fjárveitinganefhdar um fjáraukafrumvarpið liggur fyr- ir. Sighvatur Björgvinsson (A/Vf) formaður fj árveitinganefndar kvaddi sér hljóðs í neðri deild þingsins í gær þegar deildarfor- seti hringdi til atkvæðagreiðslu um ríkisreikning 1987. Minnti hann á að frumvarp að fjárauka- lögum fyrir árið 1987 væri enn til meðferðar hjá fjárveitinga- nefnd. Ekki væri rétt að sam- þykkja ríkisreikning þess árs fyrr en fyrir liggi afstaða fjárveitinga- nefndar til fjáraukalaganna, ef gæta ætti samræmis í störfum. Við tilmælum hans var orðið og atkvæðagreiðslu frestað. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson. Guðni Hjörleifsson Vestmannaeyjar: Bíórekstur að heQast að nýju Vestmannaeyjum VESTMANNEYINGAR munu nú, innan skamms, geta farið að bregða sér í kvikmyndahús, i Eyjum, á ný. Ekki hefúr verið starfrækt bíó í Eyjum sl. 2 ár en um næstu mánaðamót mun verða breyting þar á. Guðni Hjörleifsson, sem tekið hefur að sér rekstur bíósins, var að vinna að breytingum og endur- bótum á húsnæðinu þegar Morg- unblaðið leit við hjá honum. Sagði Guðni að hann væri að teppa- leggja, mála og skipta um stóla auk þess sem hann ætti von á nýju dolby-sýningartjaldi og betra hljóðkerfí. Hann sagðist vera kominn í góð sambönd við kvik- myndahúsin í Reykjavík og vonað- ist því til að geta sýnt nýjustu myndimar hverju sinni. Stefnt er að því að endurbótum á bíóinu verði lokið um páska og munu sýningar he^ast brátt upp úr því. Grimur Fundur MS- félags íslands FUNDUR MS-félags íslands sem átti að vera í febrúar, en var frestað, verður haldinn i kvöld, fimmtudagskvöld 16. mars, í Hátúni 12, 2. hæð, klukkan 20.00. Berglind Guðmundsdóttir kem- ur á fundinn og ræðir um macro- biotískt fæði. Einnig verða önnur mál rædd á fundinum. Leiðrétting VEGNA sjónvarpsþáttar um Lúx- emborg sem sýndur var í Ríkis- sjónvarpinu 13. mars 1989 vill stjórn Þjóðdansafélags Reykjavík- ur taka fram að þjóðdansahópur sá sem sýndi á Pullman-hótelinu 15. febrúar síðastliðinn var frá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur og dansstjómandi var Kolfinna Sig- urvinsdóttir. Ekki er til neinn danshópur Lilju Ásgéirsdóttur, en hún er formaður félagsins og fór með hópnum, sem dansari og farar- stjóri og leiðréttist það hér með. Árnagarður: Helgamámskeið í hugleiðslu FRÍTT helgarnámskeið í jóga og sjálfsvitund verður haldið i Ámagarði við Suðurgötu dag- ana 17.-19. mars. Námskeiðið er á vegum Sri Chinmoys-set- ursins, leiðbeinandi er Ey- mundur Matthíasson. Námskeiðinu er skipt niður í hluta eftir efnisþáttum og í fyrsta hluta á föstudagskvöld verður meðal annars fjallað um sjálf- straust og sjálfsaga. Á laugardag verða kenndar hagnýtar aðferðir í hugleiðslu og fjallað um hvemig skapandi listir geta átt þátt í upp- götvun sjálfsins. Á sunnudag verður meðal annars rætt mikil- vægi íþrótta fyrir andlega og líkamlega heilsu. Hægt er að sækja einn hluta eða alla eftir vild. Nánari upplýs- ingar í síma 13970 eða 25676. Allir velkomnir — ókeypis að- gangur. Lýsing í listasöftium Ljóstæknifélag íslands held- ur í samvinnu við Listasafii ís- lands fræðslufund um lýsingu í listasöfhum. Fundurinn verð- ur haldinn í dag, fimmtudaginn 16. mars, klukkan 16-18 í húsa- kynnum Listasafns íslands, Fríkirkjuvegi 7, Reykjavík. Fmmmælendur verða: Viktor Smári Sæmundsson, forvörður, Listasafni íslands, Garðar Hall- dórsson, húsameistari ríkisins, og Daði Ágústsson, framkvæmda- stjóri Rafhönnunar hf. Fundarstjóri er Aðalsteinn Guðjohnsen, formaður Ljóstækni- félagsins. Suðureyri: Bretti hrundu á fólksbifreið Suðureyri. FÓLKSBIFREIÐ varð undir brettastæðu sem hrundi af vörubíl, þegar var verið að landa úr togaranum Elínu Þor- bj arnardóttur. Engin slys urðu á fólki, en bif- reiðin skemmdist talsvert. - R. Schmidt Bókasafii Kópavogs: Edwin Kaber með sýningu EDWIN Kaaber sýnir nú í marsmánuði málverk i Bóka- safiii Kópavogs. Edwin, sem er Kópavogsbúi, er áhugamálari, en hefur sótt námskeið i málun. Myndimar á sýningunni, sem em 19 að tölu, era málaðar með olíupastellitum, acryl, gvass og vatnslitum síðastliðin tvö ár og em allar til sölu. Sýningin er opin á sama tíma og bókasafnið, mánudaga til föstudaga klukkan 10-21 og laug- ardaga klukkan 11-14. Enginn aðgangseyrir og allir era vel- komnir. Fyrirlestur um visnu og mæði DR. VALGERÐUR Andrésdótt- ir flytur í kvöld, fimmtudags- kvöld, 16. mars, fyrirlestur í Odda, stofii 101. Fyrirlesturinn nefiiir hún Erfðir visnu og mæði. Á síðustu árum hafa lentiveirur verið mjög í sviðsljósinu vegna eyðnisjúkdómsins, sem orsakast af lentiveirunni HIV. í fyrirlestrinum verður fjallað um rannsóknir á erfðaefni visnu og mæði sem unnið er að á Keld- um. Greint verður frá samanburði á erfðaefni ýmissa visnu- og mæðistofna þar sem í ljós kom að mikill munur er á erfðaefni visnu og mæðiveira. Valgerður lauk BS-prófí í líffræði frá Háskóla íslands 1972 og doktorsprófí frá Edinborgar- háskóla 1981. Hún starfar nú sem sérfræðingur á Keldum. Miklu stolið í innbroti BROTIST var inn i matvöru- búðina í Grímsbæ í Fossvogi aðfaranótt þriðjudagsins. Það- an var stolið tóbaki fyrir um 150 þúsund krónur og um 40 þúsund krónum í peningum. Þjófamir virðast hafa komist inn í verslunina með því að aka bíl á vöruafgreiðsluhurð á austan- verðu húsinu. Rannsóknarlög- regla ríkisins vinnur að málinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.