Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 49
MORGUNBIiAÐIÐ -FIMMfPUDAGGR '16. MARZ 1989 ÍJ49 ■tilbo® ALNAVARA ftreidd.: 0>O C«vy_ ^voHaslykici loocn1 100% bómull "þo*}e>) vfiMy W MM TILBOP /// Stór rúmteppamarkaöur Dralon-velúr rúmteppi og „langömmu“-rúmteppi. Þú geturvalið um mörg mynsturog liti. q « $£/*&*> UíC fS4M£d43>t, 't auítiðóbták 1 erfft'n 1 iMmm A ■AuMiUey vr~Æ Æ Teygjanleg frottélök Margartegundir. Margir litir. Teyjurihornunum, Mjúk, hlý og slitsterk, € O Námskeið um rekstur gistiheimila Bókmenntavika í Grundaskóla Kennaramir í Grundaskóla ætl- uðu að hefja nýbreytnistarf undir yfirskriftinni Skárri skóli. Hug- myndir þeirra voru ræddar fram og aftur en samstarfskennurunum varð ekki um sel þegar þau komu með þá tillögu að einn góðan veður- dag mundu þau hefja starfíð með því að bera alla stóla út úr húsinu. Þau sáu, þegar öllu var á botninn hvolft, að slíkt mundi ekki ganga. Og eftir að skólastarfið hafði verið rætt fram og aftur kom í ljós að margir kennarar höfðu áhyggjur af litlum áhuga nemenda á bóka- lestri. Þeir ákváðu því að hefja skólastarf nú eftir áramót með bók- menntaviku. Bókmenntavikan hófst á því að kennaramir ræddu við nemenduma og reyndu að komast að því hvað þeir læsu mikið. Hver nemandi var skyldaður til að lesa að minnsta kosti eina bók þessa viku og fjalla síðan um hana í kennslustund. Þegar ég heimsótti Grundaskóla undir lok bókmenntavikunnar sner- ist allt um bækur. í einni stofunni hélt nemandi fyrirlestur um bók sem hann hafði lesið. Á eftir ræddu krakkamir um bókina. í annarri stofu las kennari upp úr unglinga- bók sem gefin var út fyrir jólin og nemendumir létu fara vel um sig á meðan, dempuðu ljósin og hlustuðu með athygli. En það var fleira gert en að lesa bækur. Krakkamir athuguðu meðal annars hvemig bókasala hefði gengið í nokkmm bókabúðum á Akranesi, könnuðu hvaða bækur yngri nemendur skólans fengu í jólagjöf, hvaða bækur kennaramir fengu og síðan var gert súlurit yfir hvað margar bækur nemendur í ákveðnum bekkjum fengu í jóla- gjöf. Það vakti athygli að eftir því sem nemendumir voru yngri fengu þeir fleiri bækur. Stúlkur fengu yfirleitt fleiri bækur en strákar og sem dæmi má nefna einn bekkinn þar sem aðeins tveir drengir fengu bók í jólagjöf, annar fékk skákbók og hinn bók um íslenska knatt- spymu. Einnig var safnað ritdómum, far- ið í prentsmiðju til að sjá hvemig bók verður til 0g síðast en ekki síst nefndu nemendumir að þeir hefðu haft gaman af að fá Kristínu Steins- dóttur í heimsókn, en hún las upp úr unglingabók eftir systur sína, Iðunni. Með bók í brjóstvasanum Svo virtist sem bæði nemendur og kennarar kynnu að meta þessa bókmenntaviku. í einum bekknum sögðust krakkamir hafa haft mjög gaman af þvf að kynnast ýmsum höfundum sem þeir höfðu aldrei heyrt talað um. Til dæmis Roald Dahl sem Guðrún Geirsdóttir enskukennari kynnti með því að lesa kafla úr bók hans Kalli og sælgætisgerðin. Hann skrifaði einn- ig handritið að myndinni Gremlins, sem margir unglingar kannast við, og var hún sýnd á myndbandi í bókmenntavikunni. í öðrum bekk kom fram að einn kennarinn hafði lesið kafla úr bók- um eftir „einhvern Þórberg", eins og einn nemandinn orðaði það. Krakkarnir sögðust hafa orðið steinhissa hvað þær voru skemmti- legar. Þau voru sammála um að nú væri kominn tími til að lesa eitt- hvað annað en unglingabækur. Kennaramir sögðust sannfærðir um að þessi bókmenntavika hefði haft áhrif. Þau voru ákveðin í að halda starfínu áfram og gera það að reglu að lesa einn kafla úr bók fyrir nemendurna á hveijum degi. Einn kennarinn sagði að árangurinn væri slíkur að einn af herramönnun- um í 9. bekk gengi nú með bók í bijóstvasanum. Bókalesturinn hafði líka róandi áhrif á nemenduma og var haft á orði að gangaverðimir hefðu sjald- an haft það eins náðugt því í stað þess að vera með háreisti á göngun- um sat hver í sínu homi í frímfnút- unum og sökkti sér ofan í skáld- sögu. Texti: Ásdís Haraldsdóttir. --------------------------------- Námsflokkar Reykjavíkur og Iðntæknistofiiun íslands efiia til 50 stunda námskeiðs um rekstur gistiheimila og heimagistingar, sem hefst strax eftir páska. Námskeiðið tekur til allra þeirra þátta sem mestu máli skipta um starfsemi af þessu tagi: Náms- þættir em flórir: „Stofnun og rekst- ur lítils fyrirtækis", þar er fjallað m.a. um löggjöf og skattamál, kynningu, fjármál o.fl. Þátturinn „Ferðaþjónusta“ fjall- ar almennt um ferðaþjónustu og hlutverk þess sem vinnur við gisti- þjónustu. „Menning og mannleg sam- skipti" er þriðji þátturinn. Loks er þátturinn „Gott húshald" sem fjall- ar um öruggan og hagkvæman heimilisrekstur, umhirðu cg viðhald húss og þær kröfur sem gerðar eru til gistiheimila. (Úr fréttatilkynningu)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.