Morgunblaðið - 21.03.1989, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1989
Forvextir víxla hækka um 4% í dag:
Ný lánskjaravísi-
tala mælir 27,6%
verðbólguhraða
FORVEXTIR víxla hækka almennt um 4% að meðaltali í dag. Víxil-
vextir hjá sparisjóðunum fara úr 22% í 25%, víxilvextir hjá Lands-
banka verða 23,5%, hjá Iðnaðarbanka 23% en hæstir verða þeir hjá
Verslunarbanka eða 27%. Tryggvi Pálsson, bankastjóri Verslunar-
bankans, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að banka-
sijórn Verslunarbankans hefði byggt ákvörðun sína um vaxtabreyt-
ingar á nýjum upplýsingum um lánskjaravísitölu, sem myndi hækka
um 2,95% um næstu mánaðamót. Á ársgrundvelli jafngilti það 27,6%
verðbólgu en verðbólguhraðinn siðustu 3 mánuði væri 20,5%.
Víxilvextir og vextir af óverð- vaxtastig verður 28%. Þá hækka
tryggðum skuldabréfum hækkuðu
um 5%, það er úr 22% í 27% jafn-
framt því sem vextir af almennum
sparisjóðsbókum hækkuðu úr 11%
í 15%. Verslunarbankinn hækkar
sína vexti að meðaltali mest.
„Þessi vaxtabreyting er gerð til
þess að halda samræmi milli inn-
og útlánsreikinga sem eru á nafn-
vöxtum og þeirra reikninga sem eru
á verðtryggðum kjörum," sagði
Tryggvi Pálsson. Hann sagði jafn-
framt: „Hin dapurlega staðreynd
er sú að verðhækkanir að undan-
fömu hafa verið miklar og farið
vaxandi."
Að sögn Baldvins Tryggvasonar,
sparisjóðsstjóra, er tekið mið af
verðbólgustigi nú þegar að vextir
eru endurskoðaðir. Litið hafi verið
þijá mánuði fram í tímann og þrjá
mánuði aftur í tímann við þessa
vaxtaákvörðun. Hjá sparisjóðunum
hækka vextir á yfírdráttarlánum
úr 26% í 28,5%, lægsta vaxtastig
óverðtryggðra skuldabréfa verður
25% í stað 21,75% áður, en hæsta
vextir af sparisjóðsbókum úr 10%
í 11% en vextir af verðtryggðum
skuldabréfum verða óbreyttir.
Sjá miðopnu: „Vií
afnema verðtryggingu.“
Ekiðádreng
Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson
Sex ára gamall drengur slasaðist illa er hann lenti fyrir bíl á Rauðarárstíg laust fyrir klukkan sex á laug-
ardag. Hann slasaðist alvarlega og hlaut mikil beinbrot Hann var fluttur til aðgerðar á sjúkrahús en er
ekki talinn í lífshættu. Myndin er tekin á slysstað.
Viðræðum um kjarasamn-
ing frestað fram yfir páska
Viðræðuneftidir Alþýðusambands íslands, Vinnuveitendasam-
bands íslands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna urðu
ásáttar um það í gær að fresta frekari viðræðum um kjarasamn-
ing til skamms tíma þar til þriðjudaginn eftir páska. Var þetta
gert að beiðni Alþýðusambandsins sem taldi að timinn fram að
páskum væri orðinn of skammur til þess að hægt væri Ijúka samn-
ingum.
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, sagði að það
hefði verið mat Alþýðusambands-
ins að tíminn væri of stuttur til
þess að niðurstaða fengist fyrir
páska og það hefði því verið sam-
eiginleg niðurstaða að það væri
jafn gott að hætta viðræðum nú
og heíja þær á nýjan leik eftir
páska.
Viðræðum um meginatriði mið-
aði hægt um helgina, meðal ann-
Gamli Fjallfoss:
Sökk í óveðrí á Ermasundi
ars vegna viðræðna forsvarsmanna
fískvinnslunnar við stjómvöld um
hvað taki við þegar greiðslu á verð-
bótum fyrir freðfísk lýkur í maí.
Skýr svör þar að lútandi munu
ekki hafa fengist. Hins vegar mið-
aði ágætlega vinnu í fjórum undir-
nefndum sem íjölluðu um skatta-,
félags-, atvinnu- og verðlagsmál.
„Við fórum vandlega yfir málið
í viðræðunefnd Alþýðusambands-
ins og urðum sammála um að sá
tími sem er til stefnu fyrir páska
er orðinn of knappur til að raun-
hæft sé að gera sér vonir um að
ná öllum endum saman,“ sagði
Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ.
Hann sagði að eftir væri að ljúka
vinnu í þeim nefndum sem hefðu
verið í gangi og að ræða ákveðna
hluti við stjómvöld betur. Þá væri
Ijóst að víðræður um beinar launa-
hækkanir yrðu erfiðar, þó þar
væru ekki komnar neinar tölur á
borðið. Þetta allt saman væri of-
verk á þeim tveim dögum sem eft-
ir væru fram að páskum og því
væri skynsamlegast að frésta við-
ræðum fram yfír páska og reyna
þá að klára þær í einni lotu.
300 þúsund krónum
stolið úr söluskála
25 innbrot í Reykjavík um helgina
UM 300 þúsund krónum var stol-
ið í innbroti í söluskála Esso í
Hveragerði aðfaranótt sunnu-
dagsins. RLR vinnur að rannsókn
málsins. Alls voru 25 innbrot til-
kynnt Iögreglu í Reykjavík um
helgina. Þrír menn, tveir 15 ára
og einn þrítugur, voru hand-
teknir aðfaranótt mánudagsins
þegar þeir reyndu að brjótast inn
í verslunina Sportval við
Hlemmtorg.
\
Sá þrítugi var settur í fanga-
geymslur en piltunum var komið í
skammvistun á Unglingaheimili
ríkisins. í bíl þeirra fannst ýmiss
konar þýfí.
Úr gæludýraversluninni Amazon
var stolið sjaldgæfum skrautfulgi,
caccatou, hvítum með gula fjöður
á kolli. Söluverð fugls af þessu tagi
mun vera um 35 þúsund krónur.
Brotist var inn í þjálfunarstöð
fatlaðra við Háaleitisbraut, stolið
þaðan sjónvarpstæk: og ýmsum
raftækjum. Úr ljósmyndavöruversl-
un við Skipholt var stolið fjórum
myndavélum. Úr tónlistarskóla FIH
við Brautarholt var stolið Kenwood
hljómtækjasamstæðu, sem metin
er á um 100 þúsund krónur. Tos-
hiba útvarpstæki var stolið úr bíla-
leigunni Ás við Skógarhlíð. Áfengi
var stolið úr veitingahúsinu
Abracadabra.
Brotist var inn í nokkra sölu-
tuma, við Hagamel, Skipholt,
Freyjugötu og í Breiðholti og stolið
þaðan sælgæti og tóbaki.
FJALLFOSS, sem Eimskipafé-
lagið seldi Samudera-skipafélag-
inu fyrr í þessum mánuði, sökk
í óveðri um 6 sjómílur vestur af
eyjunni Guernsey á Ermasundi
13. mars síðastliðinn, nokkrum
dögum eftir að það hafði verið
afhent nýju eigendunum. Ellefu
manna áhöfin skipsins var bjarg-
að.
Skipið, sem hét Perintis efír eig-
endaskiptin, var skráð í Panama.
Eimskip keypti skipið árið 1984 frá
Þýskalandi og var það aðallega í
siglingum á milli íslands og Bret-
landseyja. Skipið var smíðað árið
1977 og var 1700 tonn.
£>
INNLENT
Páskahretíð skollið á
Illviðri og ófærð á öllu norðanverðu landinu
Norðurleiðin ekki mokuð vegna veðurs
BLINDBYLUR var allt frá Vestfíörðum norðanverðum austur á
Hérað í gær. Gekk á með snjókomu og skafrenningi og allhvössum
vindi. Á sunnanverðu landinu var lltið eitt hægari vindur og skaf-
renningur. Veðrið lægði nokkuð þegar Uða tók á daginn. Spáð er
svipuðu veðri út vikuna, en þó dregur úr úrkomu, samkvæmt upp-
lýsingum frá Veðurstofunni. Ófært var um allt norðanvert landið
í gær og varð Vegagerðin að hætta við snjómokstur vegna veðurs.
Innaniandsflug tafðist og til sumra staða var með öllu ófært.
Versta veðrið var á svæðinu frá él á norðanverðu landinu. Að líkind-
Dýrafírði austur til Egilsstaða, sjö
til átta vindstig með skafrenningi
og ofankomu. Fimm til sex vind-
stig voru á Puðurlandi og víða skaf-
renningur. Veðrinu veldur lægð
sem fór yfir landið og mun stað-
næmast norður af Langanesi og
valda norðan- og norðaustanáttum
á landinu út þessa viku og fylgja
um verður úrkomulaust sunnan-
lands.
Færð spilltist mjög í gær vegna
veðursins. Að sögn Vegagerðar var
hætt við snjómokstur norður um,
allt frá Borgamesi til Vopnafjarð-
ar, vegna veðursins. Þá var hætt
við mokstur á Snæfellsnes og í
Dali og alófært var á Strandir og
á Vestflörðum. Fært var frá
Reykjavík á Suðumes og fyrir
Hvalflörð. Þegar leið á gærdaginn
fór færð að spillast austur frá borg-
inni og var erfitt fyrir litla bfia að
fara yfir Hellisheiði og um Þrengsli.
Fært var á Suðurlandi austur að
Vík, en þaðan var aðeins fært jepp-
um og stórum bfium austur á firði.
í dag á að moka ef hægt verður
vegna veðurs.
Norðurleiðarútur snem við í gær
vegna veðurs og vissu Vegagerðar-
menn ekki til að bflar hafí verið á
ferð þar sem ófærðin var mest.
Ekki höfðu þeir heldur spumir af
að fólk hefði lent í vandræðum
vegna ófærðar.
Innanlandsflug gekk illa í gær.
Ófært var fram eftir degi norður
í land. Flugleiðir fóru til Vest-
mannaeyja og Patreksfjarðar,
síðdegis var flogið til Egilsstaða
og undir kvöld var orðið fært til
Húsavíkur og átti að athuga með
færð á Akureyrarflugvelli og á
Sauðárkróki. Ófært var til ísafjarð-
ar og Þingeyrar. Amarflug fór til
Bfldudals, Patreksfí'arðar, Stykkis-
hólms og Rifs, en ófært var til Flat-
eyrar, Hólmavíkur, Gjögurs og
Siglufjarðar.
Allmargir bátar voru á sjó í
gær, einkum undan Vestur- og
Suðvesturlandi, samkvæmt upplýs-
ingum frá Tilkynningaskyldunni.
Þeir voru famir að tínast inn seinni-
partinn í gær. Togarar vom aðal-
lega undan Suður- og Vesturlandi.