Morgunblaðið - 21.03.1989, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 21.03.1989, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1989 Hagnaður Verslunar- bankans 90,2 milljónir Samþykkt að auka hlutafé um 100 milljónir Morgunblaðið/Þorkell FJölmenni var á aðalfiindi Versl unarbankans á laugardaginn. HAGNAÐUR Verslunarbank- ans á síðastliðnu ári varð 90,2 m.kr. og tæplega tvöfaldaðist miðað við árið á undan. Innláns- aukning bankans á síðastliðnu ári varð 27,2%. Eigið fé var í lok ársins 660 m.kr. og hafði aukist um 56% á árinu. Þá voru heildareignir bankans rösklega 6,6 milljarðar króna og jukust um 32%. Á aðalfundi Verslunar- bankans seni haldinn var á laug- ardag var samþykkt að auka hlutafé bankans um 100 m.kr. Jafhframt samþykktu hluthafar útgáfii jö&iunarhlutabréfa fyr- ir 19,93% af hlutafé og 10% arðgreiðslu. í ræðu sinni á aðalfundinum fjallaði Gísli V. Einarsson, formað- ur bankaráðs, m.a. um viðræður Verslunarbankans við Alþýðuban- kann og Iðnaðarbankann. Sagði Suðureyri: Harður árekstur Fernt flutt á sjúkrahús Suðureyri. HARÐUR árekstur varð þegar tvær bifreiðir óku hvor framan á aðra með þeim afleiðingum að fernt var flutt í sjúkrahús. Áreksturinn var inn við svokall- aða Kleif, 2 kílómetra fyrir utan þorpið, s.l. sunnudag. Fernt var í annarri bifreiðinni ásamt ungbami. Slösuðust öku- maður og farþegi í framsæti tals- vert, en hin sluppu án teljandi meiðsla. Hinn ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni, slasaðist lítils- háttar. Hann var ekki í bílbelti en hin tvö sem slösuðust voru í bílbelti. Báðar bifreiðimar em ónýtar eftir áreksturinn. - R. Schmidt Þjóðleikhúsið - Iðnó: Engar leik- sýningaryf- ir páskana ENGAR leiksýningar verða í Þjóðleikhúsinu eða Leikfélagi Reykjavíkur yfír páskana sam- kvæmt kjarasamningum sem gerðir voru við leikara á síðasta ári. Síðustu sýningar verða þriðjudaginn 21. mars og fyrstu sýningar eftir páska verða mið- vikudaginn 29. mars. Að sögn Gísla Alfreðssonar Þjóðleikhússtjóra, verða aðrir starfsmenn en leikarar við vinnu sína í leikhúsinu. „Þetta er ný- mæli í samningum leikara,“ sagði Gísli. „Við missum þijá sýningar- daga, því áður voru sýningar á miðvikudegi, skírdegi og á annan í páskum. Aðsóknin hefur verið svona upp og ofan þessa daga vegna þess að um páska er tölu- vert um fermingar bæði á skýrdag og á annan í páskum. Ég tel ekki að það sé beint fjárhagslegt tjón fyrir leikhúsið þó þessar sýningar falli niður. Við náum þeim áhorf- endum, sem vilja koma og sjá okkar sýningar á öðrum dögum í staðinn." Gísli að allar þær viðræður sem hefðu átt sér stað við þessa banka hefðu verið óformlegar og til þess eins ætlaðar að kanna þá mögu- leika sem fælust í stöðunni. „Eng- in afstaða hefur verið tekin í bank- aráði Verslunarbankans um hvað sé vænlegasti kosturinn sem bank- anum býðst, en það er skylda bankaráðsins eins og fram kemur í 21. grein laga um viðskiptabanka að taka ákvarðanir um mál eins og þessi,“ sagði Gísli. Hann lagði áherslu á að í dag væri Verslunarbankinn sjálfstæð- ur og í senn arðbær og í mikilli sókn á markaðnum. Með mark- vissu starfi hefði verið lagður grundvöllur að því að bankinn gæti eflst og dafnað sem sér- hæfður banki og samtímis nýtt sér þau tengsl sem hann hefði í atvinn- ulífinu og með beinni eignaraðild að fyrirtækjum. Engu að síður bæri að kanna hvort hagstætt væri fyrir hluthafa bankans og framtíðarþróun fijálsra fjármagn- sviðskipta að myndaður yrði stór einkabanki. Gísli sagði að gera mætti ráð fyrir að haldinn yrði fundur með bankaráði og bankastjóm Iðnaðar- banka innan skamms. „Sá fundur er mikilvægur þáttur í að kanna aðstæður og þá möguleika sem Verslunarbankinn á kost á. Ef svo fer að sameiningarviðræður verða teknar upp að nýju, þá gengi Verslunarbankinn nú ólíkt sterkari til þess leiks en áður. En menn skulu ekki fyrirfram dæma aðra möguleika úr leik og þá ekki síður þann möguleika, að bankinn haldi áfram sjálfstæðum rekstri." A tímamótum, eins og fermingar eru í lífi flestra unglinga, er rétt að huga að framtíðinni. Þekking er ein af undirstöðum framfara og lífsfyllingar. Hjá Eymandsson fœrðu fermingargjafir sem efla hug og hönd. Komið og skoðið úrval af fermingargjöfum í öllum deildum. Hjá Eymundsson hefur þú leitina — og lýkur henni með réttu fermingargjöfinni. d
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.