Morgunblaðið - 21.03.1989, Side 20
20______________MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJÚDAGUR 21, MARZ 1989_
Hver ræður ferðinni í ör-
yggis- og varnarmálum?
eftirHrein
Loftsson
Athygli vakti þegar Ólafur Ragn-
ar Grímsson, fjánnálaráðherra, hót-
aði þeim forstöðumönnum ríkis-
stofnana uppsögn úr starfí, sem
færu fram úr heimildum flárlaga í
rekstri stofnana sinna. Þetta gerði
hann á fundi forstöðumannanna í
síðasta mánuði. Við sama tækifæri
sagði Ólafur Ragnar eitthvað á þá
leið, að slíkt framferði yrði ekki
þolað af stjómvöldum, sem þyrftu
að standa þjóðinni reikningsskil
gerða sinna.
Það er einkum tvennt, sem er
umhugsunarvert í þessu sambandi.
í fyrsta lagi virðist lftið samræmi
vera milli framangreindra orða og
þeirrar athafnar Ólafs Ragnars, að-
semja um ríflegar bætur í svoköli-
uðu Sturlumáli, í stað þess að láta
á það reyna fyrir Hæstarétti, en
málið snerist einmitt um það, að
forstöðumanni ríkisstofnunar var
sagt upp starfi fyrir að brjóta fyrir-
mæli ráðuneytis um, að halda sig
innan heimilda fjárlaga.
í öðru lagi, og það skiptir raunar
meira máli fyrir efni þessarar grein-
ar, má spyrja, hvaða þjóð það er,
sem Ólafur Ragnar þarf að standa
reikningsskil gerða sinna. Ólafur
Ragnar Grímsson er ekki kjörinn
fulltrúi á Alþingi íslendinga. Ætla
verður, að sú þjóð, sem Ólafur
Ragnar stendur ábyrgur frammi
fyrir, sé það örlitla brot ísiendinga,
sem réð úrsiitum um það, að hann
var kjörinn formaður Alþýðubanda-
Iagsins. Ábyrgðina á ráðherradómi
Ólafs Ragnars Grímssonar bera
þeir Jón Baldvin Hannibalsson, ut-
anríkisráðherra, og Steingrímur
Hermannsson, forsætisráðherra, og
þingfíokkar þeirra.
Sterkir
oghlýir
snjósleða-
gallar.
Loðfóðraðir
snjósleðagallar með
tvöfaldri ísetu og ytra
byrði úr vatnsheldu
nylonefni. Hlýir,
þægilegir, sterkir og
endingargóðir.
OPIÐ
laugardaga 9-12
aiLLiassaa
Grandagarði 2, Rvík.. sími 28855
Þegar þannig er virt hver sú þjóð
er, sem Ólafur Ragnar telur sig
ábyrgan fyrir, þarf engan að undra
með hvaða hætti hann rækir sín
embættisverk. í þessarí grein er þó
ekki ætlunin að fjalla um stefnu
Ólafs Ragnars í ríkisfjármálum, en
á þeim vettvangi hefur hann helst
getið sér orð fyrir ný met í skatt-
heimtu og aukafjárveitingum.
Frumkvæði íslands eða
einleikur Ólafs Ragnars?
Tilefíii þessarar greinar er, að
svo virðist sem utanríkisstefna þjóð-
arinnar sé einnig í veigamiklum
atriðum að sveigjast inn á brautir
Ólafs Ragnars Grímssonar. Reynsl-
an kennir, að það geti verið var-
hugavert að treysta Jóni Baldvin
til að framfýlgja stefnu, sem hann
hefur boðað. Mjmdun ríkisstjómar-
innar er gott dæmi um þetta, en
fáir menn hafa talað meira um
nauðsyn þess, að moka framsóknar-
flórinn. Það efndi Jón Baldvin með
því að ráða sig í vist hjá Framsókn-
arflokknum og nú virðist hann ætla
að sýna Ólafi Ragnari sömu auð-
sveipni og Steingrími Hermanns-
syni. Almennt var þó ekki búist við
því, að Jón Baldvin Hannibalsson
myndi svo skjótt afsala sér forræði
í utanríkismáium til Ólafs Ragnars,
a.m.k. ekki ef mið er tekið af ræð-
um hans og skrifum um þau mál á
undanfömum árum.
Lítum aðeins nánar á staðreynd-
ir.
Á dögunum sótti Ólafur Ragnar
Grímsson, ármálaráðherra, fundi
í Moskvu og Ósló og túlkaði sjónar-
mið, sem em andstæð grundvallar-
stefnu _ Atlantshafsbandalagsins.
Talar Ólafur Ragnar á slíkum fund-
um fyrir hönd ríkisstjómarinnar,
með vitund og vilja utanríkisráð-
herra? Hvaða reglur gilda milli að-
ila ríkisstjómarinnar um það, þegar
einn ráðherra tjáir sig um málefni,
sem að réttu lagi heyrir undir ann-
an ráðherra? í fregnum norskra fjöl-
miðla frá ráðstefnu um öryggismál
í Ósló um sl. helgi hafa þessi atriði
ekki vafist fyrir mönnum. Þar er
vísað í „tillögu íslands", talað um
„íslenskt frumkvæði" og sagt, að
íslenski Qármálaráðherrann hafí
fyrir hönd íslendinga hvatt til þess,
að ráðstefna yrði haldin á íslandi
um afvopnun á höfunum. Nú vakn-
ar enn spumingin, sem sett var
fram í upphafí greinarinnar, hvaða
þjóð er það, sem Ólafur Ragnar er
fulltrúi fyrir? Em íslendingar ekki
aðilar að Atlantshafsbandalaginu
í Kaupmannahöfn
FÆST
I BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖDINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI
og ber okkur ekki sem þátttakend-
um í því samstarfi, að stíga slík
skref og bera fram slíkar tillögur í
samráði við önnur aðildarríki
bandalagsins?
Svarið er, að með aðild okkar að
Atlantshafsbandalaginu höfum við
gengist undir þá skyldu, gagnvart
öðmm aðildarríkjum, að hafa sam-
ráð við þau um öll mál, sem geta
haft áhrif á öryggi þessara ríkja,
áður en til framkvæmda kemur,
þ.e. áður en vakið er máls á þeim
utan bandalagsins.
Svarið er, að með aðild okkar að
Atlantshafsbandalaginu höfum við
gengist undir þá skyldu gagnvart
öðmm aðildarríkjum að hafa sam-
ráð við þau um öll mál, sem geta
haft áhrif á öiyggi þessara ríkja,
áður en til framkvæmda kemur,
þ.e. áður en vakið er máls á þeim
utan bandalagsins.
Ólafiir Raguar og G.
Batenin samstíga í Ósló
í Aftenposten hinn 13. mars,
segir, að Óiafur Ragnar Grímsson
hafí sagt á framangreindri ráð-
stefnu, að viðræður um afvopnun i
höfunum geti orðið þriðji homsteinn
viðræðnanna, sem nú fara fram á
milli austurs og vesturs um af-
vopnun en hinir homsteinamir
væm viðræður um kjamavopn og
nýhafnar viðræður um niðurskurð
hefðbundins herafla í Evrópu. í frá-
sögn blaðsins segir, að þessi „tillaga
íslendinga" hafi fengið blendnar
móttökur. Einkum er þar greint frá
viðbrögðum Jóhanns Jörgens
Holsts, vamarmálaráðherra Nor-
egs, en hann vísaði til þess, að
Atlantshafsbandalagið er flota-
bandalag en Varsjárbandalagið
landveldi. Atlantshafsbandalagið
hefur m.a. af þessum sökum lagt
áherslu á, að stuðla beri að jafn-
vægi landherja í Mið-Evrópu, en
yfírburðir Sovétmanna á því sviði
em ein helsta ógn friðar í álfúnni.
Hafa Sovétmenn loks fallist á, að
Qalla sérstaklega um þau mál á
ráðstefnú, sem nýlega hófst í Vínar-
borg og nánar verður vikið að hér
á eftir. Þegar samkomulag hefur
orðið um þetta leggst Ólafur Ragn-
ar á sveif með Míkhaíl S. Gorbatsj-
ov, Sovétleiðtoga, og hvetur til þess,
að samhliða verði farið að ræða um
mál, sem aðilar höfðu orðið sam-
mála um, að ekki væm á dagskrá
á þessu stigi.
Það þarf hins vegar ekki að koma
á óvart, að samkvæmt frásögn Aft-
enposten af framangreindri ráð-
stefnu er greint frá tillögu Ólafs
Ragnars í sömu andrá og greint er
því, að sovéskur herforingi, G. Bat-
enin að nafni, hafi skýrt frá þeirri
fyrirætlun Sovétmanna, að fækka
herskipum Norðurflotans um 71
skip á næsta ári. Þessu frumkvæði
er vitaskuld slegið upp í frásögnum
norskra fjölmiðla, en ýmsir þeirra
taka þó fram, að tíminn verði að
leiða það í ljós, hvort um raun-
vemlegan niðurskurð sé að ræða,
eða hvort Sovétmenn séu aðeins að
losa sig við gömul og úrelt skip.
„Fmmkvæði" Ólafs Ragnars hef-
ur vakið verðskuldaða athygli í
Sovétríkjunum og hefur sovéska
fréttastofan Tass farið um það lof-
samlegum orðum. í fréttaskeyti
Tass segir, að Sovétmenn séu reiðu-
búnir að styðja þetta frumkvæði
og talað er um ný „skref í íslenskum
utanríkismálum", þar sem sérstak-
lega er vitnað í þau ummæli
Steingríms Hermannssonar, for-
sætisráðherra, að kjamavopn verði
ekki á íslandi, hvorki á friðar-, né
ófriðartímum.
Ríkisstjórnin hundsar
Atlantshafsríkin
Hér að framan var þeirri spum-
ingu varpað fram, hvort ekki væri
eðlilegt að hafa samráð við ríki
Atlantshafsbandalagsins í þessum
viðkvæmu málum. Að óreyndu hefði
mátt búast við því af stuðnings-
manni Atlantshafsbandalagsins, að
stíga engin skref varðandi öryggis-
og vamarmál án samþykkis ann-
arra bandalagsþjóða. Samstaðan
hefur verið og er styrkur Atlants-
hafsbandalagsins og forsenda þess
árangurs, sem náðst hefur í af-
vopnunarmálum að undanfömu.
Ýmislegt bendir þó til, að þessar-
ar sjálfsögðu samskiptareglu sé
ekki fylgt af hálfu íslenskra stjóm-
valda um þessar mundir og mun
ég nú víkja nánar að því.
Á undanfömum ámm hefur verið
unnið innan Atlantshafsbandalags-
ins að því, að samræma stefnuna
hvað varðar viðræður við Varsjár-
bandalagið um niðurskurð hefð-
bundins herafla. Mér er minnis-
stætt frá fundi utanríkisráðherra
Atlantshafsbandalagsins í Halifax
vorið 1986, en þann fund sótti ég
sem aðstoðarmaður þáverandi ut-
anríkisráðherra, Matthíasar Á.
Mathiesen, en hann var þá heiðurs-
forseti Atlantshafsráðsins, að sett
var á laggir sérstök nefnd hátt-
settra embættismanna (svonefndur
HLTF-hópur) til að marka sameig-
inlega stefnu í þessum viðræðum.
Það var ýmsum áhyggjuefni hve
seint miðaði í MBFR-viðræðunum,
sem staðið höfðu allt frá árínu 1973
og miðuðu að því, að draga úr hefð-
bundnum herafla og auka jafnvægi
milli heija í Mið-Evrópu. A gmnd-
velli vinnu HLTF-hópsins var stefna
Atlantshafsbandalagsins mörkuð
fyrir viðræður, annars vegar um
hefðbundinn vígbúnað og hins veg-
ar um „traustvekjandi aðgerðir".
Féllust Sovétmenn á þá tilhögun,
að fyrmefndu viðræðumar fæm
fram milli aðildarríkja Atlantshafs-
bandalagsins annars vegar og Var-
sjárbandalagsins hins vegar en
síðamefndu viðræðumar væm á
milli allra aðildarríkja ráðstefnunn-
ar um öiyggi og samvinnu í Evrópu
(RÖSE). Hófust viðræðumar í Vín
í byijun þessa mánaðar.
Það hefur verið stefna Atlants-
hafsríkjanna, að semja þyrfti um
samdrátt hefðubndins herafla, enda
væri hið gífurlega ójafnvægi á því
sviði í Evrópu Sovétmönnum í hag
og ein helsta orsök spennu og erfið-
leika í samskiptum ríkja álfunnar.
Það hefur jaftiframt verið stefna
Atlantshafsríkjanna, að leggja bæri
áherslu á, að samhliða niðurskurði
kjamavopna yrði að nást árangur
í þeim efnum, sem viðræðumar í
Vínarborg snúast um, þ.e. um nið-
urskurð hefðbundins vígbúnaðar og
aðgerðir til að efla traust og draga
úr tortryggni milli ríkja Evrópu.
Þetta hefur verið forgangsröð mála.
Hefúr ríkt samkomulag milli Atl-
antshafsríkjanna um, að önnur mál
verði látin bíða á meðan. í þessu
sambandi verður að hafa þá stað-
reynd í huga, sem áður var minnst
á, að Atlantshafsbandalagið er
flotabandalag og Atlantshafíð
líflína þess. Því er eðlilegt að ríki
bandalagsins leggi höfuðáherslu á,
að draga úr spennu þar sem ófrið-
arlíkur eru mestar. íslendingar hafa
haft sömu aðstöðu og önnur ríki
bandalagsins til að móta þessa
stefnu og mér er ekki kunnugt um,
að fulltrúar íslands hafí gert
ágreining við þá forgangsröðun í
samskiptum austur og vesturs, sem
að framan hefur verið lýst í stuttu
máli.
Það skýtur því skökku við, að
fulltrúi íslands á Vinarfundunum
skuii við upphaf viðræðna ríkja
Atlantshafsbandalagsins og Var-
sjárbandalagsins um niðurskurð
hefðbundins vígbúnaðar í Evrópu
vekja máls á málefnum, sem eru
alls óskyld umræðuefninu þar og í
hróplegu ósamræmi við þá stefnu,
sem lá til grundvallar viðræðunum
af hálfu ríkja Atlantshafsbanda-
Hreinn Loftsson
„„Frumkvæði“ Ólafs
Ragnars hefiir vakið
verðskuldaða athygli í
Sovétríkjunum og hef-
ur sovéska fréttastofan
Tass farið um það lof-
samlegum orðum. I
fréttaskeyti Tass segir,
að Sovétmenn séu
reiðubúnir að styðja
þetta jfrumkvæði og tal-
að er um ný „skref í
íslenskum utanríkis-
málum“, þar sem sér-
staklega er vitnað í þau
ummæli Steingrims
Hermannssonar, for-
sætisráðherra, að
kjarnavopn verði ekki á
íslandi, hvorki á frið-
ar-, né ófriðartímum.“
lagsins. Málefnið, sem fulltrúi ís-
lands vék að og lýsti í ræðu sinni,
er hins vegar í fullkomnu samræmi
við þau sjónarmið, sem Ólafur
Ragnar Grímsson lýsti á ráðstefn-
unni í Osló og í viðræðum sínum í
Moskvu og minnst var á hér að
framan.
Hver ræður ferðinni?
í ræðu Hjálmars W. Hannesson-
ar, sendiherra í afvopnunarmálum,
á Vínarfundinum 6. mars sl., sem
hann flutti fyrir hönd utanríkisráð-
herra, segir, að íslendingar vildu
sjá viðræður hefjast í náinni framtíð
um „traustvekjandi aðgerðir“ á. höf-
unum og þá innan vébanda RÖSE.
Hefði ekki verið eðlilegast að bera
slíka hugmynd fram innan Atlants-
hafsbandalagsins, t.d. í sambandi
við störf HLTF-hópsins, áður en
henni var fyrirvaralaust slengt inn
á fund, þar sem viðræður voru að
hefjast um allt annað mál. íslend-
ingar höfðu í mörg ár haft full tök
á, að móta dagskrá þessara funda.
Eins og fyrr sagði, hugmyndin sem
þama var borin fram af hálfu ís-
lands sver sig í ætt við framan-
greint „frumkvæði" Ólafs Ragnars
Grímssonar. Höfundur hugmyndar-
innar er Míkhaíl S. Gorbatsjov og
hann kynnti hana fyrst í Murmansk
í október árið 1987.
Menn vissu um ruglingslegar og
mótsagnakenndar hugmyndir
Steingríms Hermannssonar í örygg-
is- og vamarmálum, en er ekki
kominn tími til að Jón Baldvin
Hannibalsson geri það upp við sig
í hvom fótinn hann ætlar að stíga
í þessum efnum? Full ástæða er til
að ræða málið á Alþingi og krefja
ber utanríkisráðherra svara um
það, hver ráði ferðinni. Jón Baldvin
er þó Iqorinn fúlltrúi á Alþingi og
þarf að standa íslendingum reikn-
ingsskil gerða sinna, en ekki þeirri
„þjóð", sem ólafur Ragnar Gríms-
son tilheyrir og er fulltrúi fyrir.
Höfundur er héraðsdómslögmað-
ur og formaður utanríkisnefhdar
Sjálfstæðisflokksins.