Morgunblaðið - 21.03.1989, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1989
LEITAÐU
AÐSTOÐAR
FAGMANNA
Aöur en þú tekur ákvöröun um húsbyggingu eða
íbúöarkaup, hvetjum viö þig til aö notfæra þér þjónustu
fasteignasala, hönnuða og annarra sem þekkingu hafa,
víö aö áætla greiðslubyrðina eins nákvæmlega
og unnt er.
GREIÐSLUBYRÐIOG GREIÐSLUGETA
Greiöslubyrðina skaltu bera saman við greiðslugetu
þína og láta þann samanburð hafa áhrif á hvaöa ákvarö-
anir þú tekur.
SKYLDUR OG ÁBYRGÐ FASTEIGNASALA
Samkvæmt lögum um skyldur og ábyrgö fasteigna-
sala, ber þeim aö gera íbúðarkaupendum grein fyrir
áhvílandi lánum sem kaupendur taka viö, vöxtum af
þeim, hvort lán séu verðtryggð, hvenær greiðslum eigi
að vera lokið og hverjar eftirstöövar eru að viðbættum
verðbótum.
NÁKVÆM KOSTNAÐARÁÆTLUN HÖNNUÐAR
Ætlir þú að byggja, er heppilegt að
fá hönnuð íbúðarhúsnæðis til
að gera nákvæma kostnaðar-
áætlun.
Láttu fagmenn aðstoða þig
við að áætla greiðslubyrði
vegna húsbyggingar eða
íbúðarkaupa. Þannig eru
góðar líkur á aö þú komist
hjá skakkaföllum.
✓ /
BYRJAÐU A RETTUM ENDA
HAFÐU ÞITT A HREINU
Bretland:
Þokkagyðja í þinghúsinu
sögð í tengslum við Líbýu
Hefiir verið lagskona eins ráðherra og tveggja kunnra ritstjóra
London. Reuter.
BRESKIR þingmenn hafa krafíst
þess, að ríkisstjórnin fyrirskipi
tafarlausa rannsókn í kjölfar
frétta um, að Pamella Bordes,
starfsmaður neðri deildarinnar
og fyrrum fegurðardrottning
Indlands, sé jafnframt vændis-
kona og í vinfengi við háttsettan,
libýskan embættismann. Hafa
bresku blöðin gert mikið úr þessu
máli og sagði eitt þeirra, að ör-
yggislögreglumenn hefðu yfir-
heyrt einn ráðherra ríkisstjóm-
arinnar vegna kunningsskapar
hans við þokkagyðjuna.
í síðustu viku flutti blaðið News
of the World þá frétt, að Bordes,
sem er 27 ára að aldri, drýgði tekj-
umar með símavændi og sl. laugar-
dag fullyrti blaðið, að hún hefði átt
marga fundi með manni að nafni
Ahmed Gadaff al Daim á glæsi-
hóteli í París. Sagði ennfremur, að
al Daim væri háttsettur í líbýsku
leyniþjónustunni og frændi Mu-
ammars Gaddafis Líbýuleiðtoga.
Pamella Bordes þegar hún var
kjörin Ungfrú Indland árið 1982.
Bresku blöðin segja, að Bordes
hafí verið lagskona Colins Moyni-
hans íþróttamálaráðherra og rit-
stjóra tveggja sunnudagsblaðanna,
Andrews Neils, ritstjóra Sunday
Times, og Donalds Trelfords, rit-
stjóra Observers. Fékk hún starf í
breska þinginu sem aðstoðarmaður
íhaldsþingmannsins Davids Shaws
og fyrir milligöngu annars manns
og flokksbróður Shaws fékk hún í
hendumar sérstakt öryggiskort.
Leikur þingmönnum ekki síst hugur
á að vita hvemig á því stóð enda
eiga ekki aðrir að fá slíkt kort en
þeir, sem öryggislögreglan sam-
þykkir.
Blöðin hafa birt myndir af Bor-
des í fylgd þriggja fyrmefndra
manna og var myndin af Moynihan
og henni tekin þegar þau voru í
veislu á vegum Ihaldsflokksins.
Ýmsir þingmenn, jafnt úr stjóm
sem stjómarandstöðu, hafa nú kraf-
ist þess, að þetta mál verið kannað
án tafar og sérstaklega hugsanlega
tengsl Bordes við Líbýumenn en
Bretar slitu stjórnmálasambandi við
þá árið 1984 þegar bresk lögreglu-
kona var skotin til bana fyrir utan
líbýska sendiráðið í London.
Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar í Frakklandi:
Þriðji kosningasig'ur Sos-
íalistaflokksins á einu ári
París. Reuter.
FRANSKI Sósíalistaflokkurinn vann sigur í annarri umferð bæjar-
og sveitarstjórnarkosninganna sem fram fóru i Frakklandi á sunnu-
dag. Flokkurinn náði meirihluta i um 20 borgum sem hægriflokkur-
inn, RPR, og miðflokkurinn, UDF, höfðu áður stjórnað. Þjóðfylking-
in, flokkur Jean Marie Le Pen, sem þykir lengst til hægri í frönsk-
um stjórnmálum og Græningjaflokkurinn bættu einnig við sig fylgi.
Michel Rocard, forsætisráðherra
Frakklands, sagði úrslitin vera sig-
AFERÐ
mcð
Kópal
Glitru
r'.'jbiih'Aúm
ur fyrir stefnu ríkisstjómarinnar og
sagði Ijóst að almenningur í Frakk-
landi væri sáttur við stjómarhætti
Sósíalista. Þetta er í þriðja skiptið
á einu ári sem Sósíalistaflokkurinn.
fer með sigur af hólmi í kosningum
í Frakklandi. Stjómarandstæðingar
sögðu að tapið mætti rekja til inni-
byrðis deilna milli miðflokksins og
hægri manna. Stjómarandstaðan
hélt þó völdum í tveimur stærstu
borgunum, París og Lyon, en klofn-
ingsframboð úr röðum sósíalista
vann óvæntan stórsigur í Marseille.
Flokkur Græningja fékk um 10
til 15 prósent atkvæða í bæjum í
Austur- og Vestur-Frakklandi og
er litið svo á að með þessu sé flokk-
urinn orðinn raunverulegt stjóm-
málaafl í Frakklandi. Jean-Marie
Le Pen fékk um 11 prósent at-
kvæða en hann bauð sig fram í
París. Flokkurinn bauð fram lista í
45 bæjum og borgum og í þremur
þeirra fékk hann yfir fimmtung
greiddra atkvæða. Le Pen sagði
úrslitin sýna að Þjóðfylkingin væri
komin til að vera og kvað ljóst vera
að ófarir stjómarandstöðunnar
mætti rekja til þess að flokkamir
tveir hefðu ekki verið reiðubúnir til
að ganga til samstarfs við Þjóð-
fylkinguna eftir þingkosningarnar
á síðasta ári.
Kommúnistaflokkurinn, sem átt
hefur erfitt uppdráttar á undan-
fömum ámm, tapaði enn fylgi.
Flokkurinn tapaði fjómm borgum
þ.á m. Amiens, sem kommúnistar
höfðu stjómað í 18 ár. Leiðtogi
kommúnista, Georges Marchais,
sagði að ósigurinn mætti rekja til
kosningaáróður sósíalista. „Því
miður beindu leiðtogar sósíalista
kröftum sínum að því að veikja
Kommúnistaflokkinn í stað þess að
einbeita sér að því að vinna sigur
á hægri flokknum og öfgasinnuðum
hægri mönnum," sagði Georges
Marchais en flokksmenn hans höfðu
ákaft biðlað til sósíalista um sam-
starf fyrir kosningamar.
^Aúglýsinga-
snnimier2_2480
Nýjar íslenskar bœkur
um forritið EXCEL
Fjallar um allar skipanir. Tekin eru fyrir atriði eins og:
• Töflu og eyðublaðagerð • Fjármálaföll
• Gagnasöfn • Uppsetning reikninga
Veldu Kópal
aieð gljáa við liæfi.
Fræðslu og kennsluefni um og
S: 10184 fyrir tölvur