Morgunblaðið - 21.03.1989, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1989
35
Loðnuveiði:
Brælaá
miðunum
BRÆLA var á loðnumiðunum í
gær, mánudag, og engin veiði, að
sögn Ástráðs Ingvarssonar starfs-
manns loðnunefndar.
í gær tilkynntu þessi skip um
afla: Keflvíkingur 480 tonn til
Valfóðurs, Fífill 620 til Lýsis og
mjöls hf., Háberg 100 til
Grindavíkur og Örn 550 til Hafn-
arfjarðar.
Á sunnudag tilkynntu þessi skip
um afla: Sjávarborg 600 tonn til
Njarðar hf., Guðmundur 900 til
Kletts, Hákon 880 til Hafsíldar,
Gígja 770 til Bolungarvíkur, Kap
II 200 til Kletts, Bjami Ólafsson
700 til Neskaupstaðar, Harpa 400
til Valfóðurs, Hilmir 1.000 til
Seyðisfjarðar, Þórshamar 420 til
Neskaupstaðar, Bergur 230 til
FIVE, Júpíter 1.230 til Kletts,
Pétur Jónsson 540 til Kletts,
Hólmaborg 1.330 til Seyðisijarðar
og Höfrungur 400 til SFA.
Á laugardag tilkynntu þessi
skip um afla: Háberg 640 tonn til
Grindavíkur, Sunnuberg 640 til
Grindavíkur, Dagfari 520 til
Njarðar hf., Grindvíkingur 950 til
Siglufjarðar, Víkingur 800 til
SFA, Sigurður 900 til FES, ísleif-
ur 700 til FIVE, Huginn 580 til
Bolungarvíkur, Valaberg 100 til
Grindavíkur, Guðmundur Ólafur
580 til Reyðarfjarðar og Björg
Jónsdóttir 150 til Hornafjarðar.
Síðdegis á föstudag tilkynntu
þessi skip um afla: Kap II 80 tonn
til FIVE, Skarðsvík 640 til Raufar-
hafnar og Jón Kjartansson 1.000
til Færeyja.
Friðþjófur Helgason
Guðrún Eyjólfsdóttir Fegurðardrottning Vesturlands eftir krýn-
inguna á laugardagskvöld.
Guðrún Ejjólfedóttir
ungfrú Vesturland
GUÐRÚN Eyjólfsdóttir, 19 ára frá Akranesi, var kjörin ungfrú
Vesturland við hátíðlega athöfii á Hótel Stykkishólmi á laugar-
dagskvöld. Dísa Lind Tómasdóttir, 19 ára frá Akranesi, var Iqjör-
in ljósmyndafyrirsæta Vesturlands og jafiiframt kusu þátttakend-
ur hana vinsælustu stúlkuna í sínum hóp.
Sigurður Skúli Bárðarson hótel- að þessu sinni voru auk þeirra sem
stjóri segir að kvöldið hefði heppn-
ast eins vel og kostur var á.
Skemmtiatriði voru m.a. tískusýn-
ing stúlknanna sem þátt tóku og
danssýning á vegum Dansskóla
Auðar Haralds. Voru þar sýndir
bæði rokkdansar og suður- amerí-
skir dansar.
Aðrir þátttakendur í keppninni
að framan greinir, þær Elín Jóns-
dóttir Borgamesi, Eydís Eyþórs-
dóttir Stykkishólmi, Rannveig
Anna Ólafsdóttir Ákranesi og
Vigdís Stefánsdóttir Akranesi.
Það var Halldis Hrönn Hö-
skuldsdóttir, titilhafinn frá í fyrra;
sem krýndi hina nýju fegurðar-
drottningu.
Skagaströnd:
Varð undir aftur-
hjóli vörubifreiðar
Skagaströnd.
ÞAÐ slys varð á Skagaströnd i gær að ungur maður varð nndir
afturhjóli vörubifreiðar. Hann mun ekki hafii slasast alvarlega þótt
sjónarvottur hafi óttast að hann hefði látist samstundis.
Tildrög slyssins voru þau að
Magnús Guðmannsson var að aka
vörubifreið í samfloti við annan og
ók Magnús aftari bílnum. Kolvit-
laust veður var og erfið færð. Magn-
ús festi bílinn sem hann var á í
skafli. Tók hann þá það til bragðs
að hlaupa uppi hinn bílinn til að fá
hjálp frá honum. Hljóp Magnús
fram með fremri bflnum og ætlaði
að stökkva upp á þrep hans og
grípa í hurðarhúninn. Hann missti
takið í hálkunni og datt aftur fyrir
sig. Þar sem þetta gerðist í þröng-
um snjógöngum rann hann undir
bflinn sem ók viðstöðulaust yfir
hann.
Sjónarvottur að slysinu sagði að
honum hefði ekki dottið annað í hug
en Magnús hefði látist samstundis
þar sem bfllinn var á keðjum og
með 3ja tonna gám á pallinum.
Þegar að var komið var Magnús
að reyna að skríða upp úr hjólförun-
um og var með fullri rænu. Eftir
að menn höfðu fullvissað sig um
að Magnús væri ekki skaddaður á
höfði eða baki var hann settur á
sjúkrabörur og komið í næsta hús.
Þangað sótti síðan sjúkrabíll Magn-
ús og flutti á sjúkrahúsið á Blöndu-
ósi. Læknirinn sem annast hann þar
segir það ganga kraftaverki næst
að Magnús skuli hafa sloppið svona
vel. Magnús er óbrotinn og ekki
með innvortis blæðingar en er mjög
mikið marinn. Að sögn læknisins
hefur bíllinn farið yfir lærin á
Magnúsi og má þar sjá keðjuförin.
Telur læknirinn að Magnús hljóti
að hafa þrýstst ofan í snjóinn og
það hafi bjargað honum frá frekari
meiðslum. Magnús átti að vera í
sjúkrahúsinu í nótt en fær líklega
að fara heim í dag.
Bflstjórinn sem ók yfír Magnús
hafði ekki hugmynd um slysið fyrr
en honum var sagt frá því eftir á.
Ó.B.
'O
INNLENT
„Höldum aðalfund þeg-
ar við teljum heppilegt“
— segir Berta Kristinsdóttir formaður sljórnar Fríkirkjunnar
„Ég get ekkert tjáð mig um
þetta mál, enda veit ég ekkert
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 20. mars.
FISKMARKAÐUR hf. í Flafnarfirði
Hæsta Laagsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 45,00 34,00 41,02 101,555 4.165.440
Þorskur(óst) 43,00 39,00 40,68 21,503 874.819
Þorskur(dbl.) 33,00 33,00 33,00 2,700 89.100
Ýsa 81,00 35,00 51,21 25,513 1.306.290
Ýsa(ósl.) 75,00 16,00 50,98 0,854 43.539
Karfi 27,00 15,00 26,07 14,212 370.501
Ufsi 21,00 21,00 21,00 1,048 27.019
Langa 15,00 15,00 15,00 0,117 1.767
Langa(ósL) 15,00 15,00 15,00 0,058 878
Steinbítur 26,00. 15,00 21,05 2,151 45.291
Steinbítur(ósL) 12,00 12,00 12,00 0,315 3.786
Koli 49,00 35,00 44,22 0,749 33.151
Lúða 445,00 280,00 306,05 0,399 122.373
Skata 100,00 100,00 100,00 0,240 24.000
Keila 11,00 11,00 11,00 0,055 605
Keila(ósL) 11,00 11,00 11,00 2,320 31.026
Rauðmagi 45,00 45,00 45,00 0,022 1.013
Samtals 40,94 174,318 7.135.578
Selt var aðallega úr Otri HF, Stakkavík ÁR, Víði HF, Fram HF
og frá Tanga hf. 1 dag verða meðal annars seld 18 tonn af
þorski, 10 tonn af ýsu, 15 tonn af karfa, 4,5 tonn af ufsa og
1,2 tonn af hrognum úr Oddeyrinni EA, 5 tonn af steinbít frá
Odda HF og óákveðiö magn af blönduðum afla frá Tanga hf.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík 18. og 20. mars.
Þorskur 49,00 43,00 43,71 14,674 641.447
Þorskur(ósL) 37,00 30,00 32,46 38,375 1.245.721
Þorsk(ósl.dbL) 30,00 20,00 28,77 0,833 23.965
Ýsa 71,00 30,00 31,69 2,136 67.692
Ýsa(ósL) 73,00 30,00 51,46 0,353 18.167
Karfi 21,00 19,00 19,71 13,171 259.661
Koli 30,00 25,00 25,10 0,302 7.580
Lúða 190,00 190,00 190,00 0,153 29.070
Grálúða 80,00 79,00 79,17 2,820 223.250
Rauðmagi 60,00 35,00 39,26 0,667 26.184
Hrogn 170,00 50,00 137,47 0,125 17.184
Samtals 34,78 73,609 2.559.921
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA
Þorskur 46,50 25,00 44,31 46,593 2.064.605
Ýsa 53,00 26,00 43,05 54,754 2.357.214
Karfi 30,50 15,00 27,76 61,809 1.715.652
Ufsi 25,00 10,00 24,09 14,749 355.260
Steinbitur 15,00 5,00 13,07 2,145 28.040
Skarkoli 53,50 30,00 46,49 2,050 95.300
Lúða 275,00 200,00 236,24 0,760 179.540
Lax 44,00 32,00 39,50 0,800 31.600
Hrogn 130,00 130,00 130,00 0,130 16.900
Samtals 37,24 183,790 6.844.111
Selt var aðallega úr Hauki GK, Elínu Þorbiarnardóttur (S og
Hrafni Sveinbjarnarsyni GK. I dag verða m.a. seld 20 tonn af
þorski og óákveðið magn af ýsu, löngu og steinbít úr Skarfi GK,
1 tonn af smáum eldislaxi frá Silfurlaxi hf. og óákveöið magn
af blönduðum afla úr Eldeyjar-Boða GK. í dag, miðvikudag,
veröa m.a. seld 30 tonn af þorski úr Eldeyjar-Hjalta GK.
um hvað maðurinn las yfir
mönnum þarna í kirkjunni,“
sagði Berta Kristinsdóttir,
formaður safiiaðarstjórnar
Fríkirkjunnar í samtali við
Morgunblaðið, en á sunnudag-
inn gerðist það, að Þorsteinn
Þorsteinsson formaður Safii-
aðarfélags Fríkirkjunnar reis
úr sæti í lok fermingar og
guðsþjónustu og hélt tölu þar
sem hann ítrekaði m. a. kröfu
um að haldnir yrðu safiiaðar-
fúndir og aðalfimdur.
Berta sagði að engum úr safn-
aðarstjórn né prestur safnaðarins
hefðu verið boðaðir til þessarar
uppákomu, þarna hefðu setið eftir
nokkrir stuðningsmenn séra
Gunnars Bjömssonar fyrmm
Fríkirkjuprests og þeir einir væru
til frásaenar um-Woit ---«1-1-
út á. Hvað aðalfund varðaði, þá
sagði Berta að safnaðarstjórnin
væri að undirbúa þann fund og
yrði hann haldinn þegar hún teldi
það heppilegast.
Brunapróf-
anir og bruna-
rannsóknir
HAUKUR Ingason, verkfræð-
ingur við Statens Provnings-
anstalt í Svíþjóð, mun kynna
brunatæknilegar rannsóknir og
prófanir á fúndi sem haldinn
verður við Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins, fúndarsal
á 2. hæð í nýbyggingu, miðviku-
daginn 29. mars klukkan 15. —
18.
Einnig verður fjallað um bruna-
prófanir við Rb. Fundarstjóri verð-
ur dr. Guðni Jóhannesson verk-
fræðingur, fulltrúi íslands í Nord-
test brand.
Séra Gunnar Bjömsson fyirum
Fríkirkjuprestur sagði í samtali við
Morgunblaðið að ræða Þorsteins
Þorsteinssonar á sunnudaginn
hefði verið haldin til að kreíjast
aðalfundar, sem hefði dregist allt
of lengi að halda. „Það er ekkert
nýtt að Safnaðarfélagið knýi á um
aðalfund,“ sagði séra Gunnar
Bjömsson.
Fyrirlest-
urumunga
fólkið
og kynlíf
JÓNA Ingibjörg Jónsdóttir,
hjúkrunar- og kynfræðingur
heldur fyrirlestur í kvöld, þriðju-
dagskvöld. Fyrirlesturinn Qallar
um unga fólkið og þær breyting-
ar sem eru að eiga sér stað i dag
í kynferðismálum.
Fyrirlesarinn Jóna Ingibjöig
Jónsdóttir MS.Ed. rekur Kyn-
fræðsluna og hefur starfað sjálf-
stætt við kynfræðslu siðastliðið ár.
Hún hefur haldið fiölda fyrirlestra
og námskeiða, skrifað í blöð og
tímarit og komið fram í útvarps-
þáttum.
Fyrirlesturinn, sem hefst klukk-
an 20.00, er öllum opinn, en ungt
fólk, kennarar og aðrir sem starfa
að fræðslu til unglinga og ungs
fólks em sérstaklega velkomnir.
Aðgangseyrir er krónur 500.
(Fréttatilkynning)
Slökkvilið að störfúm við Kleifarsel.
Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson
Eldur í pizzaofui
ELDUR kom upp i verslanamið-
stöð við Kleifarsel laust eftir
klukkan sex á sunnudagsmorg-
un. Eldurinn er talinn hafá átt
upptök sín í pizzaofhi á nýjum
veitingastað í húsinu.
Eldurinn læstist í vegg milli
veitingastaðarins og blómabúðar
og barst upp 'ahárgreiðslustofu á
annarri hæð. Slökkvilið þurfti að
ijúfa gat á milliloft og veggi til
að ráða niðurlögum eldsins.
Talsverðar skemmdir urðu í
húsinu, einkum af sóti og reyk.