Morgunblaðið - 21.03.1989, Side 44

Morgunblaðið - 21.03.1989, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1989 Saga „fræðslu- stíóramálsins“ eftirHa.uk * Agústsson Inngangur Málarekstur sá, sem almennt hefur gengið undir heitunum „Fræðslustjóramál" eða „Sturlu- mál“, er engan veginn réttnefndur svo. Þó að Sturla Kristjánsson, fyrr- verandi fræðsiustjóri, hafí vegna starfs síns óhjákvæmilega tengst málinu á flestum stigum þess, gerði hann það ekki sem einstaklingur, heldur sem embættismaður í skóla- kerfínu og sem starfsmaður og iðu- lega framvörður skólamanna í ffæðsluumdæmi Norðurlands eystra. Réttara heiti á umræddum mála- rekstri væri „sérkennslumál" eða jafnvel „réttindamál", því að í raun snerist deilan um rétt bama og ' *unglinga til að njóta sérkennslu og stuðningskennslu samkvæmt lög- um og reglugerðum eftir þörf þeirra í samræmi við greiningu löggiltra sálfræðinga og sérkennara við sál- fræðideildir fræðsluumdæma. í þessu sambandi verður að hafa í huga, að þegar grunnskólalög voru sett, var sú þjónusta á þessu sviði, sem lögin kveða á um, þegar að langmestu leyti fyrir hendi í fræðsluumdæmi Reykjavíkur. Áhugi skólamanna í fræðsluum- ■^dæmi Norðurlands eystra, skóla- stjómenda jafnt sem kennara, á því að vinna að framgangi sérkennslu- mála í fræðsluumdæminu var mik- ill. Þeir stóðu því ákveðið með upp- byggingu sálfræðideildar fræðslu- skrifstofu Norðurlands eystra og höfðu fullan hug á að rækja þá skyldu sína, að veita nemendum sínum þá sérkennslu og stuðnings- kennslu í samræmi við greiningu starfsmanna sálfræðideildar, sem lög og reglugerðir kveða ákveðið á um. Fræðslustjóri Norðurlandsum- dæmis eystra hlaut að verða aðal- málsvari skólamanna og nemenda, ekki af persónulegum hvötum, held- .iWr vegna stöðu sinnar og sem sjálf- sagður tengiliður umdæmisins og skólamálayfírvalda á landsvísu. Forsaga. í janúar árið 1980 kom Sig- hvatur Björgvinsson, alþingismaður og þáverandi fjármálaráðherra, fram í útvarpi og greindi frá því, að fjárlagaárið 1979 hefði verið gert upp á núlli. Ríkissjóður hefði greitt allar sínar skuldir og ekkert væri útistandandi. Sveitarstjómar- menn I Norðurlandi eystra mót- mæltu þessu þegar og sögðu ríkis- sjóð skulda ýmsar endurgreiðslur rekstrargjalda skóla víða í fræðslu- umdæminu. Sturla Kristjánsson, fræðslustjóri, staðfesti, að rétt væri frá greint, og að ríkissjóður skuld- aði sveitarfélögunum umtalsverðar ^.fjárhæðir. í þingræðu í janúar veittist Sig- hvatur Björgvinsson hastarlega að rekstraraðilum skóla f Norðurlandi eystra og fræðslustjóranum sér- staklega fyrir óráðssíu og notaði i máli sínu til stuðnings upplýsingar fengnar frá menntamálaráðuneyt- inu. Ákúrum Sighvats var mótmælt og þær hraktar, sérstaklega í grein- argerð, sem Sturla Krisijánsson tók saman og dagsett er 8. maí, 1980. í greinargerðinni er auk þess minnt á þá skyldu fjárveitingarvaldsins að veita fé til þeirrar þjónustu, sem skilgreind er í lögum og reglugerð- um. 1 menntamálaráðherratíð Ing- vars Gíslasonar kom árið 1981 til _ átaka vegna nýs skólakostnaðar- 'frumvarps, sem samstarfsnefnd samkvæmt 14. gr. grunnskólalaga hafði samið. Við athugun skóla- manna á ákvæðum frumvarpsins kom í ljós, að mörg þeirra leiddu til mikils kostnaðarauka sveitarfé- laga og var ýmsum atriðum þess ákveðið mótmælt. Eins og vonlegt var, hlaut fræðustjóri Norðurlands- umdæmis eystra að verða mjög í forsvari mótmælenda úr sínu um- dæmi. Niðurstaða þessa máls varð sú, að frumvarpið var ekki lagt fram. Árið 1984 komu fram lagafrum- varpshugmyndir um nýja skóla- kostnaðarskiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga. í þeim minnti ýmis- legt á ákvæði frumvarpsins frá 1981. Skólamenn og sveitarstjómar- menn fóru yfír hugmyndimar og fjallað var um þær á Fjórðungs- þingi Norðlendinga sem haldið var að Reykjum í Hrútafírði 30. septem- ber til 1. ágúst 1984. Augljóst var, að ýmislegt í frumvarpsdrögunum leiddi til umtalsverðs kostnaðar- auka fyrir sveitarfélög og var frum- varpshugmyndunum ákveðið mót- mælt. Á fundi fræðsluráðs Norður- landsumdæmis eystra 16.8.84 var einnig fjallað um þessar hugmyndir um kostnaðartilfærslu á milli ríkis og sveitarfélaga og varað við þeim. Enn hlaut fræðslustjóri Norður- lands eystra að lenda í eldlínu átaka auk þess sem ekki gat hjá því far- ið, að hann ynni að úttekt frum- varpsdraganna með öðmm þeim, sem það verk var falið. Niðurskurður. Árið 1984 vom lögð fram svo- kölluð ,,spamaðarfjárlög“ fyrir árið 1985.1 lögunum var stefnt að vem- legum samdrætti ýmissar starfsemi og kostnaðar ríkissjóðs. Skólamál fóm ekki varhluta af þessu frekar en eðlilegt var. Menntamálaráðu- neytið mælti fyrir um 2,5% niður- skurð í kostnaði við skólahald, sem koma átti til framkvæmda í öllum fræðsluumdæmum — nema Reykja- vík. Þar varð aukning. í samræmi við boð ráðuneytis fóm fræðslustjórar yfír áætlanir sínar til þess að ná fram tilætluðum niðurskurði. 12.9.84 skrifar fræðslustjóri Norðurlands eystra menntamála- ráðuneytinu bréf þar sem hann bendir á að endurskoða þurfí nokkra þætti áætlunar ráðuneytis og rekur hvemig náð verði þeim 2,5% spamaði, sem fyrir var mælt. Einnig leggur fræðslustjóri áherslu á þá skyldu stjómvalda og ijárveit- ingavalds, að tryggja það, að veitt verði lögboðin þjónusta hvað varðar sérkennslu í samræmi við greining- ar sálfræðiþjónustu umdæmisins og reglugerð um sérkennslu. Sálfræðideild fræðsluskrifstofu Norðurlandsumdæmis eystra hafði eflst og störf hennar gengið vel. Þegar hér var komið sögu hafði starfsfólk deildarinnar greint sér- kennsluþörf, sem nam 449 stundum á viku á 62 böm. í áætlun mennta- málaráðuneytisins var stundaQöld- inn lækkaður f 145,5 stundir. Þessi niðurskurður var geigvænlegur og ljóst, að hann mundi valda því, að flöldi bama fengi alls ekki þá sér- kennsluþjónustu, sem þó var skylt að veita þeim að lögum. Stjóm Bandalags kennara á Norðurlandi eystra (BKNE) sam- þykkti ákveðin mótmæli á fundi 4.9.84. Einnig vísaði stjómin til samþykkta fræðsluráðs Norður- landsumdæmis eystra varðandi áætlanagerð og skiptingu skóla- kostnaðar á milli ríkis og sveitarfé- laga frá 16.8.84. Fundur skólastjóra og yfírkenn- ara í Þingeyjarsýslum 7.9.84 tók eindregið undir ályktun stjómar BKNE og skoraði á fræðslustjóra að fylgja því fast eftir að sér- kennsluþörf í umdæminu verði full- nægt. Fundur skólastjóra og yfír- kennara í Eyjafjarðarsýslu haldinn 8.9.84 tók ákveðið í sama streng. Alls settu 25 skólastjómendur nöfn sfn undir þessar samþykktir. 1985. í júlí 1985 lá fyrir afgreiðsla menntamálaráðuneytisins á áætlun fræðslustjóra Norðurlandsumdæm- is eystra vegna skólareksturs á ár- inu 1986. Enn er um niðurskurð að ræða einkum hvað varðar sér- kennslu. Á fundi með fræðslustjómm, sem haldinn var 26.8.85, var rætt um flármál og áætlanagerð vegna fjár- lagaársins 1986. Bókað er eftir Örlygi Geirssyni, að „tillögur fræðslustjóra byggðust að mestu á tillögum ráðuneytis. Þó væri ekki gert ráð fyrir eins mikilli aukningu á sérkennslu einstakra umdæma eins og tillögur fræðslustjóra hefðu gert ráð fyrir, heldur væri ákveð- inni summu bætt inn á liðinn Grunnskólar almennt sem skipt yrði niður síðar." Fyrir kom á þessu ári, að kennsla féll niður í skólum á Norðurlandi eystra vegna greiðsluörðugleika. Þetta stafaði af því að fé það, sem veitt var til skólanna, nægði ekki til þess að þeir héldu uppi lögboð- inni þjónustu. Engin fyrirmæli bár- ust hins vegar frá ráðuneyti um skerðingu þjónustunnar hvort held- ur í almennri kennslu eða sér- kennslu. Fræðslustjóri og skóla- stjómendur hlutu því að leitast við að framfylgja lögum og reglugerð- um í sambandi við þessi atriði, enda ekki annað veijandi. 1.9.85 skrifaði fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis eystra Sam- starfsnefnd um fjármál skóla og bað um, að greiðslur vegna kenn- aralauna, endurgreiðslna til sveitar- félaga og rekstrarkostnaðar fræðsluskrifstofu verði aðskildar til þess að síður komi til skólastöðv- ana. Einnig fór hann þess á leit, að greiðslustöðvunum yrði aflétt, millifærslur á fé vegna reksturs framhaldsdeilda við grunnskóla yrðu sjálfvirkar og að hið sama gilti um leiðréttingar vegna kjara- samninga. Þessar tillögur voru settar fram til þess að síður kæmi til skólastöðv- ana. Þeim var ekki sinnt. 1986. í bréfí til menntamálaráðuneytis 6.3.86 sýndi fræðslustjóri Norður- landsumdæmis eystra fram á mikið misræmi á milli áætlana mennta- málaráðuneytisins og þarfar um- dæmisins einkum í sambandi við sérkennslu. Framkvæmd sér- kennslu byggðri greiningu sam- kvæmt lögum og reglugerðum nam þá 634 vikustundum, en áætlun ráðuneytisins ekki nema 145,5. Þetta horfði í óefni og kom til greiðslustöðvana á fyrstu mánuðum ársins 1986. 17.4.86 var haldinn fundur með fræðslustjóra og starfsmönnum menntamálaráðuneytisins. í fund- argerð segir svo: „Fjallað var um hvemig staðið skuli að áætlanagerð til fjárlaga (1987) vegna sér- kennslu. Orlygur (Geirsson) reifaði málið. Fram kom að eðlilegt væri að fræðslustjórar byggðu áætlun sína á reglugerð um sérkennslu. Hér má minna á meðferð ráðu- neytis á áætlunum fræðslustjóra Norðurlandsumdæmis eystra, sem var einmitt gerð í samræmi við ákvæði reglugerðar um sérkennslu. í júlí 1986 lá fyrir afgreiðsla menntamálaráðuneytis á áætlun vegna fjárlagaársins 1987. Þar sagði um sérkennslu á bls. 18 í Haukur Ágústsson „Fræöslustjóri Norður- landsumdæmis eystra hlaut að verða aðalmál- svari skólamanna og nemenda, ekki af per- sónulegum hvötum, heldur vegna stöðu sinnar og sem sjálf- sagður tengiliður um- dæmisins og skólamála- yfirvalda á landsvísu.“ „Hvítu bókinni": „Ráðuneytið mun áætla sama magn og við síðustu fjárlagagerð en sækja um ákveðna fjárhæð, sem sett verður á lið grunnskóla almennt og skipt síðar." Við síðustu fjárlagagerð hér á und- an (fyrir árið 1986) hafði ráðuneyt- ið áætlað 145,5 vikustundir til sér- kennslu í Norðurlandsumdæmi eystra. Veturinn 1985—86 hafði Akur- eyrarbær lagt til húsnæði fyrir sér- deild, sem þjónaði nemendum eldri en 16 ára. Svæðisstjóm um málefni fatlaðra rak sérdeildina í samvinnu við Akureyrarbæ og fræðsluskrif- stofii Norðurlandsumdæmis eystra. 2.7.86 skrifaði fræðslustjóri menntamálaráðherra bréf og rök- studdi nauðsyn starfsemi sérdeild- arinnar og þann árangur, sem vís sé af starfsemi hennar. Þá bað fræðslustjóri um fyrirgreiðslu menntamálaráðuneytisins til þess að koma mætti sérdeildinni í heppi- legra húsnæði og tryggja starfsemi hennar. Þessu erindi var svarað með bréfi 16.7.86 og því hafnað. 10.7.86 skrifaði sálfræðingur fræðsluskrifstofu Norðurlandsum- dæmis eystra skrifsstofustjóra skólamálaskrifstofu og færði rök að þeim fjölda vikustunda, sem fram kemur í áætlun fræðslustjóra um sérkennslu. Áætlaðar höfðu verið 850 vikustundir. Þar af voru 50 vikustundir vegna fullorðins- fræðslu við sérdeild í Löngumýrar- skóla á Akureyri. (Smbr. hér á undan.) Þegar áætlunin var gerð í apríl, var verið að vinna við grein- ingu nemenda. Lokaniðurstaða greiningarinnar varð 775 stundir en þá var enn ókannað, hve mikilli hagræðingu yrði unnt að ná með einhverri samkennslu. Einnig fór sálfræðingurinn fram á skýringar á þeim niðurskurði, sem varð í meðförum menntamálaráðuneytis- ins en það áætlaði á þessum tíma 200 vikustundir til sérkennslu í umdæminu. 28.2.86 ritaði fræðslu- stjóri skólastjórum í fræðsluum- dæmi Norðurlands eystra og bann- aði sérkennslu umfram áætlun menntamálaráðuneytisins nema á ábyrgð sveitarfélaga. Óhugsandi var að veita lögboðna þjónustu á grundvelli þeirra 200 vikustunda, sem menntamálaráðu- neytið áætlaði. Fræðslustjóri gerði tilraun til þess að fá leiðréttingu með bréfi til menntamálaráðuneyt- isins 5.8.86. Þar rakti hann upp- byggingu sérfræðiþjónustu í fræðsluumdæmi Norðurlands eystra og vísaði til grunnskólalaga og reglugerða. Þá rakti fræðslu- stjóri afgreiðslu menntamálaráðu- neytis á áætlunum undanfarinna ára og fór loks fram á að sér- kennslunemendum, sem greindir hefðu verið í umdæminu yrði tryggð lögboðin þjónusta samkvæmt reglu- gerðum menntamálaráðuneytisins. 13.8.86 var haldinn fræðslufund- ur Norðurlandsumdæmis vestra á Blönduósi. þar var ákveðið að halda sameiginlegan blaðamannafund á vegum beggja fræðsluráða á Norð- urlandi á Akureyri daginn eftir. Þann dag (14.8.) hélt fræðsluráð Norðurlandsumdæmis eystra fund og fjallaði um þá stöðu, sem upp var komin í umdæminu vegna nið- urskurðar menntamálaráðuneytis- ins á sérkennslu innan þess. Kl. 15.00 var gert fundarhlé og hófst blaðamannafundurinn kl. 15.30. Fundarstjóri var formaður fræðsluráðs Norðurlands-umdæmis vestra. í umboði fræðsluráðs og vegna sérþekkingar hans kom það í hlut fræðslustjóra Norðurlands- umdæmis eystra að skýra, hvernig málum væri háttað varðandi sér- kennslumál í fræðsluumdæminu og benda á misræmi varðandi af- greiðslu sérkennsluáætlana lands- byggðinni í óhag. Bjarne Helle- mann, fulltrúi Guðmundar Inga Leifssonar fræðslustjóra, gerði grein fyrir Norðurlandsumdæmi vestra og lagði fram hliðstæð gögn fyrir Norðurlandsumdæmi eystra. Ifimm menn aðrir tóku til máls á þessum blaðamannafundi, tóku undir orð fræðslustjóra, lýstu allir áhyggjum sínum vegna niðurskurð- artillagna menntamálaráðuneytis- ins og töldu brýna nauðsyn að hneklqa þeim. Blaðamannafundinum lauk kl. 16.20 og var þá fram haldið fundi fræðsluráðs Norðurlandsumdæmis eystra. Samþykkt var ályktun, þar sem mótmælt var niðurskurði menntamálaráðuneytis á áætlun fræðslustjóra á sérkennslu og færðslustjóra falið að vinna áfram að því að fá leiðréttingu þannig að böm, sem féllu undir ákvæði sér- kennslureglugerðar fengju þá þjón- ustu, sem lög og reglugerð gera ráð fyrir. 21.ágúst 1986 skrifaði mennta- málaráðuneytið Sturlu Krisijáns- syni, fræðslustjóra, bréf, þar sem hann er alvarlega áminntur fyrir það að hafa komið á framfæri við íjölmiðla upplýsingum úr gögnum, sem send hefðu verið honum sem starfsmanni menntamálaráðuneyt- isins vegna fjárlagagerðar. Hér var látið að því liggja, að um trúnaðarbrot hefði verið að ræða. Þó er gert ráð fyrir því, að þær upplýsingar, sem um ræðir, séu veittar skólastjórum í umdæminu sem og fræðsluráði. Slíkt hefur ætíð verið gert, enda ekki um ann- að að ræða, því að gögn þessi eru vinnuplögg skólastjómenda við áætlanagerð vegna skólahalds kom- andi skólaárs. Hér getur því alls ekki verið um nein leyndarmál að ræða. Það voru líka fræðsluráðin, sem héldu blaðamannafundinn. Engar ávítur bámst öðrum, sem tóku til máls á fundinum, eða for- mönnum fræðsluráðanna, sem hefðu allt eins getað talist hafa rofíð trúnað. Einnig kom fræðslu- stjóri Norðurlandsumdæmis eystra fram sem starfsmaður fræðsluráðs síns, þó að hann væri jafnframt embættismaður í skólakerfinu. 27.8.86 skrifaði Snorri Þorsteins- son fyrir hönd allra fræðslustjóra á landinu skólamálaskrifstofu menntamálaráðuneytisins bréf þar sem hann fór fram á að gerð yrði úttekt á stöðu sérkennslu á landinu og að „að því verði stefnt að fá fram raunverulega þörf fjárveitinga til þess að unnt sé að veita þá þjón- ustu, sem lög og reglur gera ráð fyrir". í kjölfar áminningarbréfsins frá 21.8. samþykktu skólastjórar á Akureyri harðorð mótmæli gegn bréfínu og einnig niðurskurði menntamálaráðuneytisins á sér- kennslu. Jafnframt skoruðu þeir á menntamálaráðherra að beita sér fyrir lagfæringum þegar í stað. 26.9.86 samþykkti fundur skóla- stjóra á Norðurlandi eystra ályktun þar sem deilt er harðlega á mennta- málaráðuneytið vegna mismunar í vinnubrögðum þess við afgreiðslu á áætlunum vegna kennslu í grunn-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.