Morgunblaðið - 21.03.1989, Blaðsíða 61
61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1989
Um leikfimikennslu
í Verslunarskólanum
Til Velvakanda.
Öskureið móðir skrifar í Velvak-
anda 3. mars sl. og spyr spuminga
varðandi_ leikfimikennslu í Verzlun-
arskóla íslands. Nokkuð hefur lent
í undandrætti að svara, en nú skal
úr því bætt.
Spuming hinnar reiðu móður
hljóðar svo: „Hvemig stendur á því
að nemendur eru látnir hlaupa úti
á morgnana í myrkri, kulda og
síðast en ekki síst á algjörlega
ófærri leið? Þá á ég við Miklubraut-
ina og aðrar umferðargötur."
Því er til að svara að nemendur
eru látnir hlaupa úti vegna þess að
þeim er það hollt, að áliti leikfimi-
kennara. Það er hins vegar rangt
að nemendur séu látnir hlaupa í
ófærð á umferðargötum. Leið nem-
enda liggur aðeins á einum stað
yfir götu, það er yfir Listabraut
beint fyrir framan íþróttahús skól-
ans. Hlaupið er eftir gangstéttum
sem hafa verið ruddar eftir hveija
snjókomu og leikfimikennarar telja
sig hafa fylgst vel með ástandi
brautarinnar, enda hlaupi þeir hana
sjálfir annað slagið. Ef nemendur
sjást hlaupa eftir götum, eru þeir
að hlaupa eitthvað annað en leik-
fimikennarar hafa mælt fyrir um.
Það er því ekki einber slembilukka
eins og móðirin telur að nemendur
hafa ekki slasast á hlaupunum.
Raunar má bæta því við að enda
þótt slys í leikfími séu vel þekkt
og virðist ekki verða umflúin með
öllu, þá er hvorki skólastjóra né
leikfimikennurum kunnugt um að
nokkur nemandi hafi slasað sig á
hlaupabrautinni nú. Aftur á móti
hafa nokkrir nemendur slasast við
það að detta á hálku á tröppum
skólahússins og á lóð skólans. Það
er nú svo með slysin að þau verða
helst þegar allir halda sig örugga
fyrir þeim.
Að lokum er rétt að bæta því við
að áhugasamir nemendur hlaupa
úti í matartíma sínum og í fleiri
leikfimitímum en beinlínis er ætlast
til. Skólastjóm hefur að sjálfsögðu
ekki önnur afskipti af slíkum hlaup-
urum en þau að benda á að hlaupa
á gangstétturh og vera með glit-
bönd.
Þorvarður Elíasson,
skólastjóri.
"Hnífur og skæri —
ekki barna meðfæri"
Víkverji skrifar
Ispjalli Olafs M. Jóhannessonar
um efni útvarps og sjónvarps
hér í blaðinu sl. laugardag, sagði
m.a.:“Hins vegar verða sjónvarps-
stöðvar að varast að sýna áróðurs-
myndir fyrir böm, svo sem Selinn
Snorra, sem var á Stöð 2, en þar
voru veiðimenn nánast í hlutverki
j glæpamanna."
Víkveiji sá ekki þessa mynd og
er því ekki dómbær um hana.
i Sagan um selinn Snorra er ákaf-
lega falleg bamasaga. Þessi bar-
nasaga var bönnuð í Noregi á
stríðsárunum. Astæðan var sú,
að hún var talin annað og meira
en falleg bamasaga. Hún var tal-
in mjög hörð ádeila á kvislingana
í Noregi og samstarf þeirra við
þýzka nazista. Það er því kannski
ekki að ástæðulausu, að veiði-
mönnunum er lýst sem hálfgerð-
um glæpamönnum! Sagan stendur
fyrir sínu og vel það, þegar hún
er lesin sem bamasaga. En hún
verður ekki síður merkileg, þegar
hún er lesin með þessa vitneskju
i huga. En vel má vera, að þessi
þáttur sögunnar hafí ekki verið
sjáanlegur í myndinni, sem Ólafur
M. Jóhannesson talar um.
XXX
j að eru ótíðindi, að áfengi-
Jr sneyzla hefur aukizt svo mik-
ið sem raun ber vitni um og sagt
er frá í Morgunblaðinu í fyrradag.
Þar kemur fram, að heildameyzla
áfengis hafi aukizt um 61% frá
h' árinu 1966 til 1986. Ástæðan fyr-
ir þessu er vafalaust breyttur
lífsstíll. íslendingar hafa verið að
temja sér daglegar lífsvenjur ann-
arra þjóða. Þetta þýðir, að meira
er drukkið af léttum vínum með
mat og sennilega er töluvert um,
að fólk hafi tekið upp þann sið
þjóða í Suður-Evrópu að drekka
vín nánast daglega með mat. Þá
fer fólk meira á veitingastaði en
áður, enda hefur þeim fjölgað og
það hefur aukið áfengisneyzlu.
Stundum er talað um, að við
eigum að temja okkur “menning-
arlegri" umgengni við áfengi, en
þjóðir á norðlægum slóðum hafa
vanizt. Það má vel vera, að eitt-
hvað sé til í því. Hitt fer ekki á
milli mála, að umtalsverð áfengi-
sneyzla kemur fólki í koll, þótt
síðar verði. Það kemur kannski
ekki í ljós fram eftir öllum aldri
en skyndilega kemur fram, að
fólk, sem hefur drukkið verulegt
magn af áfengi um dagana, þótt
ekki teljist til alkóhólisma, eldist
ver en aðrir og heldur ekki sömu
heilsu á efri árum og þeir, sem
hafa tíðkað áfengisneyzlu í minna
mæli. Þetta ættu þeir að hugleiða,
sem telja sér alla vegi færa í
áfengisneyzlu.
Annars hefur Víkveiji oft furð-
að sig á þreki þeirra, sem telja
sig geta drukkið áfengi, hvort sem
er létt vín eða sterk, í hádegi og
haldið áfram að vinna síðdegis.
Hér skal fullyrt, að lítið verður
úr þeirri vinnu. Það er óhugs-
andi, að þeir, sem drekka 2-3
■vínglös með mat í hádegi, haldi
fuliu vinnuþreki, það sem eftir er
dagsins. Það er mikil sjálfsblekk-
ing, ef menn halda það. Enda eru
fleiri og fleiri, sem líta á það sem
gamaldags og úrelt fyrirbæri að
drekka í hádeginu! Það mætti
gjarnan efna til þjóðarhreyfingar
gegn slíkri drykkju.
xxx
Iþessum dálki var sl. sunnudag
gerð að umtalsefni tillaga á
Alþingi um að fela menntamála-
ráðherra að láta halda íslenzku
námskeið fyrir almenning í sjón-
varpi. Víkveiji lýsti síðan þeirri
skoðun, að sennilega væri Stöð 2
betur treystandi í þeim efnum en
Ríkissjónvarpinu. Einn af lesend-
um Morgunblaðsins hafði sam-
band við Víkvetja og lýsti furðu
sinni á þessari skoðun. Hann benti
á, að Stöð 2 væri ekki sízt ábyrg
fyrir því að demba yfir landslýð
erlendu efni, fyrst og fremst
amerísku afþreyingarefni, sem
væri um 80% af efni þessarar sjón-
varpsstöðvar. Það væri undarlegt
sjónarmið, að fyrirtæki, sem væri
helzti farvegur fyrir þessi erlendu
áhrif inn f landið væri betur til
þess fallið að taka upp vöm fyrir
íslenzkt mál en Ríkissjónvarpið,
sem væri þó komið með erlent
efni niður í 50-60% af útsendu
efni. Frekar ætti að gera þá kröfu
til Stöðvar 2 að draga úr þessari
umfangsmiklu útsendingu á er-
lendu ruslefni. Þessu er hér með
komið á framfæri.
og bollarnir að vera í
þvottavélinni...?
Viltu heyra i henni Dúllu
okkar. Hún er fundin ...!
HÖGNI HREKKVÍSI
„ NÁÐI þEIM?... 3JÁÐU 6aRA þ’ESSI
FOTAPÖR'