Morgunblaðið - 21.03.1989, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 21.03.1989, Qupperneq 62
62 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1989 Morgunblaðið/Davíð Pétureson Kvenfélagskonurnar á leiðinni til Akureyrar í leikhúsferð. Skorradalur: Kvenfélagskonur í leikhúsferð Grund. LAUGARDAGINN 11. mars lögðu 23 konur úr Kvenféiag- inu 19. júní af stað til Akur- eyrar í helgar- og leikhúsferð. Ferð þessi var ákveðin á sl. ári í tilefni 50 ára afmælis Kvenfé- lagsins og þrátt fyrir ófærð og illviðri undanfamar vikur, létu konunar ekkert breyta áætlun sinni, yfirgáfu Hvanneyrarstað klukkan 9 að morgni. Þátttaka í ferðinni var afbragðs góð því af 27 félagskonum fóru 23. - DP. Stykkishólmur: Nóg að gera hjá starfcliði bæjarins Stykkishólmi. ÞAÐ hefír verið nóg að gera lyá starfsliði Stykkishólmsbæjar við að moka snjó og ryðja götur. Sum- staðar eru skaflar orðnir yfir mannhæð og það gerist ekki á hveijum degi. Þetta nota böm og unglingar sér °g byggja útsýnisskýli og fleira í þeim dúr. Á einum snjóbílnum voru þrír krakkar í óða önn að útbúa sér góðan útsýnisstað til að horfa yfir og þótti fréttaritara tiivalið að festa þetta dugnaðarlið á mynd. Það er gaman að vera íslendingur sögðu menn áður þegar bylur geys- aði og skaflar mynduðust. - Ámi Morgunblaðið/Ámi Helgason Börnin notfærðu sér snjóinn og bjuggu sér tU útsýnisstað. Nemendur fá sér kaffisopa i frimínútum. Skógarskóli: Fullorðinsfræðsla í ensku og tölvufræði Holtí undir Eyjaljöllum. NÝR þáttur i starfsemi Skóga- skóla hófst um miðjan febrúar þegar 26 fullorðnir nemendur, bændur og bændakonur úr sveit- unum í kring, settust á skólabekk og hófii nám í tölvufræði og ensku. Aðspurður sagði Sverrir Magnús- son skólastjóri að skólanum hefðu borist fyrirspumir um fullorðins- fræðslu og hvemig henni yrði kom- ið á fyrir um ári síðan frá íbúum í nærsveitum. M.a. hefði kvenfélagið Fjallkonan í Austur-Eyjafialla- hreppi formlega óskað eftir því að "»fræðslu fyrir fullorðna yrði komið á. í fyrstu voru kannaðir möguleik- ar á námskeiðahaldi, en síðan hefðu mál skipast á þann veg að þau voru unnin í samvinnu við Fjölbrauta- skólann á Selfossi. í desember sl. hefðu verið send út könnunarbréf frá Skógaskóla til að kanna hugsan- lega þátttöku til allra heimila undir Eyjaflöllum og í Mýrdal. Undirtektir hefðu verið góðar og í janúar hefði verið sótt um leyfi til menntamálaráðuneytisins tii að hefja kennslu í. ensku fyrir tvo flokka, byijendur og lengra komna og í tölvufræði á þessari vorönn kennslunnar í skólanum. Litið var inn í kennslustund hjá Jóni Einarssyni, sem var að útskýra framburðarreglur í ensku. Athygli nemenda var óskipt og auðfinnan- legt að nemendur vildu ekki láta trafla kennsluna. í kaffilhléi vora hin margvísleg- ustu mál sveitanna rædd. Virtust allir vera ánægðir með þessa nýjung í skólanum sem væri sjálfsagt að nýta sér. Þá var einnig rætt um það menntunargildi sem fullorðins- fræðsla gæti gefíð og nokkrir sögðu að með þessari byijun væri ákveðið stefnt að stúdentsprófi og að á næsta skólaári hlyti að verða meiri aðsókn f fleiri greinar sem gæfí enn frekari möguleika. Fréttaritari Leikfélagið sýnir „Ærsladrauginn“ Húsavfk. .iEIKFÉLAG Húsavíkur frum- ýndi laugardaginn 11. mars gamanleikinn Ærsladrauginn eftir Noel Coward í þýðingu Ragnars Jóhannessonar, undir leikstjórn Hávars Siguijónsson- ar. Ljósameistari var Jón Arn- kelsson. Leikstjórinn hefur náð góðum tökum á þessum áhugamannaleik- hópi, hlutverkin falla vel saman, enginn sker sig sérstaklega úr, svo heildarsvipur sýningarinnar góður. er Húsið var fullsetið við góðar undirtektir áhorfenda, sem fögn- uðu leikuram og leikstjóra ákaft í leikslok. Leikendur eru Aldís Friðriks- dóttir, Guðný Þorgeirsdóttir, Jó- hannes G. Einarsson, Sigríður Harðardóttir, Svava Viggósdóttir, Þorkell Bjömsson og Öm Ólason. Vinsældir leikritsins þegar það var framsýnt í London vora svo miklar að það var sýnt 2.000 sinn- um, svo búast má við að leiknum verði hér vei tekið og sýningar verði margar, en hva margar sjáum við að leikslokum. - Fréttaritari Leikstjóra og leikendum fagnað að leikslokum. Húsavík: Mývatnssveit: Fundað um hálendisvegi Björk, Mývatnssveit. FERÐAMÁLAFÉLAG Mývantssveitar gekkst nýlega fyrir fundi í Hót- el Reynihlíð. Aðalumræðuefni fundarins var lagning vegar um hálendi Islands. Fundarstjóri var Arnþór Björnsson. Gestur fundarins var Trausti Valsson skipulagsfræðingur. Flutti hann fróðlegt framsöguer- indi og sýndi jafiiframt myndir og kort af hálendinu. Trausti er með- al annars mikill áhugamaður um gerð vegar um hálendið og hefúr á undanfórnum árum unnið að þeim málum. Með slíkri vegalagningu er talið gerð. Annars vegar norður Bleik- að mjög muni batna vegasamband milli Suður- Norður- og Austurlands og stytta leiðir að mun. Búið er að semja skýrslu um hálendisveg og kanna hvort Vegagerð ríkisins og Landsvirkjun gætu sameinast um að Jeggja veg yfir Sprengisand. Á fundinum kom fram að gert er ráð fyrir tveimur leiðum sem aðal- lega koma til greina við þá vega- smýrardal og Fnjóskadsal til Akur- eyrar, hins vegar um Bárðardal. Talið er að snjóflóðahætta sé mjög mikil í Bleiksmýrardal og því vart hægt að reikna með opinni leið þar meira en sjö mánuði á ári. Þarf því Bárðardalsleið til að koma til að sinna fímm mánaða vetraramferð. Kunnugir menn á fundinum töldu hins vegar hagkvæmustu leiðina til vegalagningar um hálendið vera tvílmælalaust austan Skjálfanda- fljóts. Þar væri snjólettast og besta vegarst'æðið og síðan áfram austur. að Mývatni, því þar er fyrir miðstöð ferðamannaiðnaðar. í sambandi við þennan veg yrði ennfremur hægt að stytta leiðina til Austurlands með vegi austur, norðan til Dyngjufjalla. Öll þessi vegagerð er að sjálfsögðu miðuð við fullominn veg, sem fær yrði að mestu allan ársins hring. Þeir ræðumenn sem töluðu á fundinum töldu brýnt að sem fyrst yrði ráðist í gerð vegar um hálend- ið. Formaður Ferðamálafélags Mý- vatnssveitar er Jón Illugason. Kristján
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.