Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989
'í 17
Stangaveiðifélag Reykjavíkur 50 ára í dag
- segir Jón G. Baldvinsson formaður SVFR
Stangaveiðifélag Reykjavík-
ur á hálfrar aldar afmæli í dag,
17. maí. Það eru nákvæmlega
50 ár síðan 48 menn komu sam-
an og stofnuðu stangaveiðifélag
sem þeir ákváðu þá og þegar
að skyldi heita Stangaveiðifé-
lag Reykjavíkur. Aðeins tveir
þeirra eru lifandi, Valur Gísla-
son leikari og Gísli Friðrik Ped-
ersen. Að aðeins tveir skuli enn
lifa segir nokkra sögu um stöðu
stangaveiða á íslandi fyrir
hálfri öld, hana stunduðu ein-
ungis menn á besta aldri, því
aðrir höfðu varla fjárráð. til
þess og því síður bifreið til að
koma sér á árbakkann. í dag
teUa félagar í SVFR yfir 2.000
og eru það karlar og konur á
öllum aldri. Og stangaveiði-
menn í landinu eru taldir telja
tugþúsundir. Stofnendur SVFR
voru flestir fastagestir í Elliða-
ánum og var félagið stofhað
fyrst og fremst til að taka þær
á leigu, sem tókst. I dag hefur
félagið um tuttugu veiðisvæði á
sínum snærum og hyggur á enn
meiri umsvif, ekki síst með
þeim hætti að gera silungsveiði
hærra undir höfði svo og ferð-
um á framandi staði, eins og
Aðalvík, Héðinsijörð, Arnar-
vatnsheiði, Veiðivötn, Græn-
land og jafnvel Alaska.
Formenn og stjórnarmenn hafa
eðlilega verið margir á hálfri öld,
en núverandi formaður er Jón G.
Baldvinsson. Þegar Jón var spurð-
ur í gær hvað honum væri efst í
huga á slíkum hátíðisdegi í sögu
félagsins, sagði hann að það væri
þakklæti til þeirra frumkvöðla
sem byggðu upp og lögðu rækt
við Stangaveiðifélagið í byijun,
stangaveiðimönnum bæði í
Reykjavík og um land allt til
heilla. Um stöðu og hlutverk slíks
félags hálfri öld frá stofnun sagði
Jón að SVFR myndi eftir sem
áður vera í þjónustu veiðieðlisins
og auka þá þjónustu jafnt óg þétt,
Þau tímamót eru þessi misserin, að mörg þúsund landsmanna
stunda stangaveiði þar sem aðeins voru tugir fyrir hálfri öld.
SVFR vinnur að því að standa undir slikri byltingu.
klakstöð, Skógarlax í Mosfells-
sveit, á móti Guðmundi Bang. Þá
hefur félagið staðið að baki
ýmissa stórfelldra ræktunarátaka
svo sem er gera átti vatnasvæði
Lagarfljóts að laxveiðiparadís,
byggt veiðihús og keypt önnur og
laxastigagerð hefur og borið við,
t.d. í Norðurá og Tungufljóti.
Auk þess að halda sínu striki
á slóðum sem þegar hafa verið
troðnar, er stefna SVFR að auka
þjónustuna við stangaveiðimenn
eins og áður hefur verið vikið að.
Trygging stangaveiða fyrir kom-
andi kynslóðir er einnig ofarlega
á baugi og hefur félagið barist
með þeim vopnum sem til eru
gegn sjókvíaeldi á laxi, en hin
síðari ár hefur mikið magn af
slíkum laxi sloppið úr kvíum og
sannanlega gengið í laxveiðiár í
miklu magni, einkum við sunnan-
verðan Faxaflóa. Telja flestir sér-
fræðingar að villtum laxastofnum
stafi mikil hætta af erfðamengun
sem í kjölfarið mun fylgja. Vegna
þessa hefur stjóm SVFR rætt það
af alvöru að beita sér fyrir stofn-
un genabanka til að varðveita hina
náttúmlegu laxastofna. Er stefnt
að því að koma þessu í kring hið
allra fyrsta.
Svona mætti lengi halda áfram,
en í dag verður haldið mikið af-
mælishóf í Súlnasal Hótels Sögu.
Stefán Á. Magnússon formaður
fræðslu- og skemmtinefndar
SVFR sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að veislan yrði hin vegleg-
asta og reiknað væri með að gest-
ir yrðu ekki færri en 500. I því
skini hafa nokkrir bakarar innan
vébanda SVFR bakað 500 manna
tertu sem er hönnuð eins og fáni
félagsins. Veitingar verða að auki
fjölbreytilegar, svo og skemmtiat-
riði. Til sýnis á staðnum verða
auk þess uppstoppaðir risalaxar,
veiðistangasafn SVFR og fleira.
„Allir félagar era hvattir til að
koma og taka með sér maka og
gesti,“ sagði Stefán.
SVFR er langt frá þvi að vera
einungis veiðileyfamiðlun. Það er
langstærsta stangaveiðifélag
landsins og þjónar sem slíkt marg-
þættu félagsstarfi, út koma Veiði-
maðurinn þrisvar á ári og Veiði-
fréttir mánaðarlega, haldin era
skemmtikvöld mánaðarlega á
vetram og kast- og fluguhnýt-
inganámskeið era reglulegur hluti
af starfseminni svo eitthvað sé
nefnt. Félagið hefur verið meira
og minna viðloðandi laxarækt,
ekki síst síðan árið 1961, er það
keypti klakhús við Stokkalæk á
Rangárvöllum. 1967 tók félagið
við rekstri eldisstöðvarinnar við
Elliðaárnar og nokkur undanfarin
ár hefur félagið rekið sína eigin
SVFR til þjónustu veiðieðlisíns. Lax stekkur Sjávarfossinn í Elliðaánum, en SVFR var upphaflega
stofiiað til þess að leigja árnar.
enda hefði almennur áhugi lands-
manna á stangaveiðiíþróttinni
stóraukist og færi ört vaxandi.
SVFR þyrfti að vera í stakk búið
til að bera meðbyrinn og nýta
hann vel.
„Efst í huga þakklæti
til frumkvöðlanna“
Gámafiskurinn:
Tilteknir menn njóta forréttinda
við veitingu útflutningsleyfa
- Breytt skipulag nauðsynlegt, segir Kristján Ragnarsson
LEYFI til útflutnings á isuðum físki er enn á hendi viðskiptadeildar
utanríkisráðuneytisins. Krislján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ,
segir að það fyrirkomulag ýti um of undir útflutning, og bendir á
að verð á brezku mörkuðunum sé nú lægra en í fyrra. Kristján seg-
ir ennfremur að haft sé á orði að tilteknir menn njóti forréttinda
við veitingu útflutningsleyfa og upplýsingar utanríkisráðauneytisins
til útflytjenda um leyfðan útflutning séu í litlu samræmi við staðreynd-
ir. Því sé nauðsynlegt að tekin verði nú þegar ákvörðun um breytt
fyrirkomulag og komið á þeirri aflamiðlun og skipan útflutnings, sem
samkomulag hafi orðið um á útmánuðum síðastliðnum milli utanríkis-
ráðherra og hagsmunaaðilja.
„Upphaf hugmynda um aflamiðl-
un má relqa til þess frumkvæðis
sem sjávarútvegsráðherra hafði um
samstarf viðskiptadeildar utanríkis-
ráðuneytisins, sjávarútvegsráðu-
neytisins, útvegsmanna, fiskvinnsl-
unnar og sjómanna um stjórnun á
útflutningi á ísuðum fiski,“ segir
Kristján. „Ástæða þótti til þessa
samstarfs vegna ítrekaðs verðfalls
á erlendu ísfiskmörkuðunum vegna
offramboðs héðan. Þetta samstarf
hófst í upphafi síðasta sumars og
stóð til ársloka. Þá átti nýtt fyrir-
komulag að taka við. Utanríkisráð-
herra lýsti því yfir þá, að leyfisveit-
ingar til útflutnings á ísfiski yrðu
að fara út úr ráðuneyti sínu. Hlut-
verk þess væri meðal annars að
framfylgja samningum við Evrópu-
bandalagið og því gæti það ekki
staðið í því að bijóta þá samninga
með takmörkunum á útflutningi.
Hann virðist ekkert hafa meint með
þessu. Ráðuneyti hans sleit sam-
starfinu um áramót og hefur eitt
annazt leyfísveitingar á útflutningi
á ísuðum gámafíski með þeim hætti
er veldur gífurlegri óánægju.
Það er haft á orði að tilteknir
aðilar njóti sérstakra forréttinda við
leyfisveitingar. Það kemur fram
með þeim hætti, að þessir aðilar
hafa haft samband við útvegsmenn,
sem ekki hafa fengið útflutnings-
leyfi og boðizt til að annast útflutn-
ing fyrir þá. Að auki hafa þeir
falazt eftir fiski til kaups til eigin
útflutnings.
Andstætt því, sem gerist við út-
flutning skipanna, fá útflytjendur á
gámafiski hvorki að vita hveijir
hafi fengið leyfi til útflutning né
hve mikið. Þetta pukur og leynd
er með öllu óþolandi og veldur að-
eins óánægju og tortryggni. í ný-
legu svari utanríkisráðherra við fyr-
irspurn á Alþingi kom fram að veitt
hafi verið leyfi til útflutnings á 26
gámum í 12. viku ársins til Þýzka-
lands, þegar ráðuneyti hans sagði
útflytjendum að leyfí hefði verið
veitt til útflutnings á 6 gámum.
Við höfum mörg dæmi um að þann-
ig hafi verið staðið að útflutningi
og upplýsingum um hann.
Það er alveg ljóst að of mikið
hefur á þessu ári verið flutt af ísfiski
til Bretlands. Fyrstu fjóra mánuði
þessa árs er meðalverðið 87 pens,
sama tíma í fyrra var það 91 og
94 1987. Við höldum að núverandi
fyrirkomulag á leyfisveitingum fyr-
ir gámana ýti undir þennan útflutn-
ing. Það þarf miklu betri upplýs-
ingamiðlun, en nú er til að byggja
hæfilegan útflutning á. Ákvörðun
um þessa framkvæmd verður að
taka mjög fljótt. Pukri og leynd
verður að linna. Þeir, sem telja sig
talsmenn opins þjóðfélags, verða
að láta af vilja sínum til ofstjórnun-
ar,“ sagði Kristján.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Frá athöfiiinni á Kefiavíkurfiugvelli. Frá vinstri: Hans Kristján Arna-
son, stjórnarformaður Stöðvar 2, Eric A. McVadan og Thomas F.
Hall, flotaforingi, sem varð yfirmaður stöðvarinnar á þriðjudag.
Stöð 2 sendir út í kapalkerf-
inu á Keflavíkurflujarvelli
Koflnvífr ^
Keflavík.
STOÐ 2 er nú meðal þeirra val-
kosta sem bandarískir varnarliðs-
menn á KeflavíkurflugveHi geta
valið um í kapalkerfi sínu. Á föstu-
dag hófust fyrstu sendingamar
þegar Eric A. McVadan flotafor-
ingi og yfirmaður flotastöðvarinn-
ar kveikti á tæki því sem breytir
útsendingu stöðvarinnar fyrir
bandaríska sjónvarpskerfið. Fyrir
á kapalkerfinu voru 4 rásir.
Eric A. McVadan flotaforingi
sagði við þetta tækifæri að hann
hefði lengi haft áhuga á að íslenskt
sjónvarpsefni stæði vamarliðsmönn-
um til boða. Nokkrir hefðu komið sér
upp loftnetum til að ná útsendingu
stöðvarinnar og væri hann í þeirra
hópi. McVadan, sem talar og skilur
nokkuð í íslensku, sagði meðal ann-
ars að hann fylgdist oft með frétta-
þættinum 19:19 og hefði gaman af.
Nú era um 5.500 Bandaríkjamenn
á Keflavíkurflugvelli, en þeir munu
þó ekki eiga þess kost að sjá nema
þann hluta dagskrárinnar sem send-
ur er út óraglaður. Þeir geta þó eins
og aðrir fengið sér afraglara. Fyrir
í kapalkerfmu vora tvær rásir sem
senda út ýmiss konar efni og er önn-
ur rásin allan sólarhringinn. Hinar
tvær senda út kyrrmyndir með ýms-
um upplýsingum.
BB