Morgunblaðið - 17.05.1989, Síða 24

Morgunblaðið - 17.05.1989, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989 Umferðarvandamál eftirÞorarin Hjaltason Tilefni þessara skrifa er sú ákvörðun bæjaryfirvalda í Kópavogi að ætla sér einhliða að segja upp samningi þeim, sem gilt hefur (og mun eflaust gilda áfram) síðan 1973 milli Reykjavíkur og Kópa- vogs um lagningu Fossvogsbrautar o.fl. Höfundur þessarar greinar mun ekki fjalla um lögmæti einhliða riftunar á samningnum né aðra pólitíska þætti þessa máls, það hef- ur borgarstjóri þegar gert. Hins vegar er rétt að upplýsa almenning um mikilvægi góðs stofnbrauta- kerfís fyrir höfuðborgarsvæðið. Þróun síðustu ára Eins og kunnugt er, hafa um- ferðarvandamálin hrannast upp á höfuðborgarsvæðinu síðustu árin. Bílaeignin stóijókst vegna lækkandi verðs á bílum og batnandi efna- hags. Enn fremur lækkaði verð á bensíni, en það hefur stuðlað að auknum akstri hvers bíls. í þriðja lagi hefur íbúum á höfuðborgar- svæðinu Qölgað hratt á undanföm- um árum og byggð þanist út. Það er því ekki að undra að umferð í Reykjavík vestan Elliðaáa hefur aukist um a.m.k. 30% á síðastliðn- um fimm árum. Austan Elliðaáa hefur aukningin orðið enn meiri, eða um 100%, sem er eðlilegt vegna þess að vaxtarbroddur byggðar í Reykjavík er jú austan Elliðaáa. Um Artúnsbrekkuna fara nú rúm- lega 40 þúsund bílar á sólarhring, en þama vom aðeins rúmlega 20 þúsund bflar á ferðinni á virkum degi fyrir fímm ámm. Umferðarástandið í höfiiðborginni Ef athugað er hve mikið um- ferðarrýmd (flutningsgeta) stofn- brautakerfísins hefur aukist í Reykjavík vestan Elliðaáa, þá er alveg ljóst að það er í mesta lagi 10%, á meðan umferðin hefur eins og fyrr greinir aukist um 30%. Þetta er skýringin á því að umferðar- ástandið á stofnbrautakerfínu í Reykjavík er á venjulegum virkum degi lakara í dag en það var á föstu- degi fyrir fímm ámm. Sem dæmi um ástandið má nefna að meðalöku- hraði á asatíma (mesta álagstíma umferðar á venjulegum virkum degi) á Hringbraut milli Miklatorgs og Melatorgs er aðeins 15-20 km/klst., fer þó niður í 10-15 km/klst. á föstudögum. Á Miklu- braut er ástandið skárra, þar er meðalökuhraði á asatíma (seinkan- ir, sem ökutæki verða fyrir á gatna- mótum em innifaldar) u.þ.b. 30 km/klst., getur þó farið niður í um 20 km/klst. á föstudegi. Allir þekkja ástandið í Skógarhlíð, þar ná biðraðir stundum milli gatna- móta. Breiðhyltingar, sem aka norður Reykjanesbraut til vinnu sinnar á morgnana, stynja margir þungt undan erfíðleikunum við að komast til vesturs. Þeir sem vinna niður í bæ em tiltölulega hólpnir, þeir geta ekið viðstöðulítið eftir Elliðavogi, Kleppsvegi og Sætúni. Aðrir verða að sæta lagi við að komast inn á yfirfyllta Miklubraut og Bústaðaveg. Fleiri dæmi mætti nefna um erfítt ástand umferðar í Reykjavík, en þetta verður að nægja. Samanburður við nágranna- sveitarfélögin Ástandið er skárra í nágranna- sveitarfélögunum, a.m.k. hvað snertir lengd biðraða. Til þess liggja ýmsar ástæður. í fyrsta lagi var ástandið mun betra fyrir. I öðm Iagi hefur Reykjanesbraut .verið lögð frá.Kaplakrika að BrerðHolts- braut á kostnað Vegagerðar ríkis- ins. Ekki hefur farið mikið fyrir svipuðum framkvæmdum á þjóð- vegum í Reykjavík á síðustu ámm. Ef litið er til svokallaðra þjóðvega í þéttbýli, s.s. Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, þá eiga sveit- arfélögin að sjá um nýbyggingu og viðhald slíkra vega gegn föstum greiðslum frá ríkinu, sem em mið- aðar við ákveðna upphæð á hvem íbúa. Þessar greiðslur hafa dugað sæmilega í nágrannasveitarfélög- unum, en vegna mun meiri um- ferðar á hvem íbúa í Reykjavík hafa þessar greiðslur ekki dugað fyrir miklu meira en viðhaldi á þjóð- vegum í þéttbýli í Reykjavík. Ætla má að yfir 80% af umferðinni á höfuðborgarsvæðinu (miðað við ekna vegalengd) fari fram í Reykjavík, en hlutfall íbúaijölda Reykjavíkur af íbúaíjölda alls höf- uðborgarsvæðisins er innan við 70%. Staðan í dag er þannig, að skuld ríkisins við borgarsjóð er um 600 milljónir króna. Það er senni- lega meginskýringin á því, hve upp- byggingin á stofnbrautakerfinu í Reylq'avík hefur gengið seint, en vonandi stendur það til bóta. Slysahætta Afleiðingar yfírfyllts stofn- brautakerfís em margvíslegar. Umferðartafimar hafa í för með sér tímatap upp á mörg hundmð millj- ónir á hveiju ári fyrir atvinnufyrir- tæki og stofnanir á höfuðborgar- svæðinu. En flestir geta verið sam- mála um, að slysahættan sé alvar- legasta umferðarvandamálið á höf- uðborgarsvæðinu í dag. Ætla má að kostnaður við um- ferðarslys í Reykjavík einni sé allt að tveir milljarðar á ári. Víða er pottur brotinn í stofnbrautakerfínu í Reykjavík. Sem dæmi má nefna, að sumar elstu stofnbrautimar eins og t.d. Skógarhlíð og Skúlagata geta engan veginn uppfyllt kröfur um umferðaröryggi. Það vantar nýjar og betri stofn- brautir og uppbygging mislægra (tveggja hæða) gatnamóta hefur gengið allt of hægt. Lauslega má áætla að mislæg gatnamót séu tvö- falt ömggari en gatnamót með umferðarljósum. Lélegt umferðarástand í stofn- brautakerfínu veldur líka óbeint fleiri slysum í íbúðarhverfum, en þar verða flest umferðarslys á böm- um og unglingum. Þegar meðalöku- hraði í stofnbrautakerfínu fer niður fyrir 40-50 km/klst. þá byijar hluti af stofnbrautaumferðinni að leita sér að smugum í gegnum íbúðar- hverfí. Allvíða á svæðinu, þó eink- um í Reykjavík, em vandamál vegna gegnaksturs í íbúðarhverf- um. Sem dæmi má nefna götur eins og Hamrahlíð, Háaieitisbraut norð- an\ Miklubrautar, ? Rauðaráratíg, Barónsstíg, Eiríksgötu, Vesturberg, Vesturgötu, Sogaveg og Álfheima. í Kópavogi má nefna dæmi eins og Álfhólsveg og Digranesveg. Þá er rétt að geta þess að yfirfullt stofn- brautakerfi veldur líka óeðlilega mikilli umferð á svokölluðum tengi- brautum. Tengibrautir eiga að taka við umferð, sem ætlar inn á stofn- brautakerfið, en einnig til að tengja nærliggjandi hverfí saman. Til þess að geta gegnt þessu hlutverki, má ekki vera mikið bil á milli gatna- móta. Þessar götur fara í gegnum heildstæða borgarhluta. Það er því eðlilegt að þær liggi tiltölulega þétt við íbúðarbyggð og jafneðlilegt er að töluverð umferð gangandi fólks liggi yfír þessar brautir. En af þess- ari lýsingu má vera ljóst, að tengi- brautir geta engan veginn leyst vandamál stofnbrautakerfísins. Slysahætta verður óeðlilega mikil vegna ófullkominna og margra gat- namóta. Sem dæmi um tengibrautir með óeðlilega mikilli umferð má nefna Bústaðaveg og Nýbýlaveg. Þama hefur verið sköpuð óþarfa slysahætta og umferðarhávaði inni í miðjum borgar- eða bæjarhluta. Það er gegnumumferðin, sem er hættulegust. Umferð, sem er að fara langar leiðir, hefur mesta til- hneigingu til að aka of hratt um ófullnægjandi götur. Nauðsynlegar úrbætur Til þess að minnka umferðartafir og auka umferðaröryggi er nauð- synlegt að gera átak í uppbyggingu stofnbrautakerfísins. Við þurfum einnig að hugsa fram á við. Bfla- eignin, þ.e. fjöldi bíla á hveija 1000 íbúa, á e.t.v. ekki eftir að aukast mikið, en eitthvað þó. Á hinn bóg- inn er allt útlit fyrir, að næstu ára- tugina verði framhald á örri íbúa- fjölgun og útþenslu byggðar á höf- uðborgarsvæðinu. Allt kallar þetta á aukningu umferðar. Sem dæmi má nefna, að ef við drögum ímynd- að snið frá norðri til suðurs í gegn- um Reykjavík vestan Kringlumýr- arbrautar, sýna umferðarspár að reikna má með að um 180 þúsund bílar á sólarhring muni aka daglega í gegnum þetta snið í stað 150 þúsund bfla á sólarhring í dag. Umferðaraukningin verður svo meiri eftir því sem austar dregur vegna meiri uppbyggingar þar. I aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir bæði nýjum stofn- brautum og endurbótum á núver- andi stofnbrautum (sjá mynd). Sem dæmi um nýjar stofnbrautir eru Fossvogsbraut, Hlíðarfótur, ný Hringbraut, Osabraut, framhald Gullinbrúar til norðurs og framhald Breiðholtsbrautar austur að Suður- landsvegi við Rauðavatn. Sem dæmi „Kostnaður við upp- byggingu á stofii- og tengibrautum fram til ársins 2004 hefiir verið áætlaður 3-4 milljarðar króna. Það er ekki mik- ið saman borið við kostnaðinn í flestum erlendum borgum, þeg- ar þær gera (eða hafa gert) svipað átak og hér er lýst. Sem dæmi má nefiia Ósló. Þar er verið að gera átak í upp- byggingu stofiibrauta sem myndi jafiigilda um 10 milljörðum króna fyrir Reykjavík, ef mið- að er við íbúafjölda. breikkun Vesturlandsvegar og fjölda mislægra gatnamóta (sjá mynd). Ávinningurinn af þessu kerfí yrði í stuttu máli sá að fækka umferðarslysum á hvem ekinn kíló- metra um 20% (lauslega áætlað) og auka meðalökuhraðann í stofn- brautakerfinu þannig, að hann yrði hvergi minni en 40-50 km/klst., en það nægir til að draga gegnakstur- inn út úr íbúðarhverfunum að mestu leyti. Kostnaður við uppbyggingu á stofn- og tengibrautum fram til ársins 2004 hefur verið áætlaður 3-4 milljarðar króna. Það er ekki mikið saman borið við kostnaðinn í flestum erlendum borgum, þegar þær gera (eða hafa gert) svipað átak og hér er lýst. Sem dæmi má nefna Osló. Þar er verið að gera átak í uppbyggingu stofnbrauta sem myndi jafngilda um 10 milljörð- um króna fyrir Reykjavík, ef miðað er við íbúafjölda. Annað dæmi er Boston, þar sem yfírvöld eru með á pijónunum áætl- anir um byggingu tveggja stofn- brauta, sem samtals munu kosta 200 milljarða íslenskra króna. Það myndi einnig jafngilda um 10 millj- örðum króna fyrir Reykjavík, þar sem íbúafjöldi Boston og nágrennis er um 20 sinnum meiri en íbúa- fjöldi höfuðborgarsvæðisins. Ein meginástæðan fyrir því hvers vegna uppbygging stofnbrauta í Reykjavík er ekki dýrari en raun ber vitni er sú, að Reykjavík er til- tölulega ung borg, þar sem tiltölu- lega snemma á vaxtarskeiði borgar- innar hafa verið teknar ákvarðanir um að taka frá breið belti fyrir stofnbrautir framtíðarinnar. Á höf- uðborgarsvæðinu er enn ríkari um endurbætur á núverandi stofn- eru engar neðanjarðarbrautir, sem geta veitt góða þjónustu fyrir þá sem ferðast milli úthverfa og mið- borgar. Framkvæmdir næstu ára í nóvember 1987 lagði svokallað- ur Vinnuhópur um vegakerfí á höf- uðborgarsvæðinu fram drög að framkvæmdaáætlun fyrir uppbygg- ingu aðalvegakerfis á höfuðborgar: svæðinu á tímabilinu 1988-1992. ! þessum vinnuhópi eiga sæti aðstoð- arvegamálastjóri, borgarverkfræð- ingur og bæjarverkfræðingurinn í Kópavogi. Þar sem bráðum tvö ár eru liðin frá útgáfu þessara draga og framkvæmdir á svæðinu hafa orðið töluvert minni 1988 og 1989 en gert var ráð fyrir, hefur fram- kvæmdaáætlunin riðlast meira eða minna. Undirritaður vill þó leyfa sér að leggja fram eftirfarandi hug- mynd að framkvæmdaáætlun fyrir þjóðvegi í þéttbýli í Reykjavík til næstu sex ára, þar sem byggt yrði nokkum veginn í sömu röð og fram- kvæmdaáætlunin frá 1987 gerir ráð fyrir: Ár Framkvæmd Áætlaður kostn. 1990 Breikkun Sætúns vestan Kringlumýrarbr. 75 m.kr. • Breikkun Kringlumýrarbr. í 6 akreinar 30 m.kr. - Breikkun Bústaðavegar vestan Háal.br. 17 m.kr. - Kleppsvegur, ný akbraut 42 m.kr. ' Ýmislegt 40 m.kr. 204 m.kr. 1991 Ósabraut, 1. áfangi 90 m.kr. - Færsla á Ánanaustum 6 m.kr. “ Undirgöngu. Vesturi.vegv. Hálsabraut 17 m.kr. - Eiðisgrandi, ný akbraut 52 m.kr. Ýmislegt 40 m.kr. 205 m.kr. 1992 Ósabraut, eftirstöðvar 85 m.kr. - Geirsgata 17 m.kr. ■ Breikkun Miklubrautar austan Kringlum.br. 50 m.kr. - Ánanaust, ný akbraut 14 m.kr. Ýmislegt 40 m.kr. 206 m.kr. 1993 Miklabraut, eftirstöðvar 44 m.kr. ■ Brýr á Vesturlandsvegi yfír Elliðavog o g Elliðaár 122 m.kr. Ýmislegt 40 m.kr. 206 m.kr. 1994 Breikkun Vesturlandsvegar vestan Höfðabakka, 1. áfangi 110 m.kr. - Stekkjarbakki, ný akbraut 58 m.kr. Ýmislegt 40 m.kr. 208 m.kr. 1995 Vesturiandsvegur, eftirstöðvar 20 m.kr. Mislæggatnamót (umferðar- brú) á mótum Vesturiandsv. og Höfðab. 120 m.kr. - Breikkun Bæjarháls vestan Hálsabrautar 20 m.kr. - Ýmislegt 40 m.kr. 200 m.kr. Rétt er að undirstrika að hér er aðeins um lauslegar hugmyndir undirritaðs að ræða. Fossvogsbraut í greinargerð með Aðalskipulagi Reykjavíkur 1984-2004 kemur fram að athugaðir voru tveir kostir í skipulagi stofn- og tengibrauta: Kostur I: Kerfí án Fossvogs- brautar og Hlíðarfótar. Kostur II: Kerfi með Fossvogs- braut og Hlíðarfæti. Kostur I gerir ráð fyrir 6-8 ak- reinum og mislægum gatnamótum á Miklubraut. Kostur II gerir ráð fyrir 4 akreinum og mislægum gatnamótum á Fossvogsbraut og Hlíðarfæti, auk þess sem gert er ráð fyrir breikkun Miklubrautar í 6 akreinar austan Kringlumýrar- brautar og mislægum gatnamótum á Miklubraut við Miklatorg og Kringlumýrarbraut, en ekki við önnur gatnamót. í greinargerð með aðalskipulag- inu kemur fram sú niðurstaða, að rétt sé að gera ráð fyrir Hlíðar- fæti, jafnvel þó Fossvogsbraut kæmi ekki. Við skulum ganga út frá því. Þá verður samanburðurinn á aðalvegakerfi með eða án Foss- vogsbrautar. í kosti I myndu þá duga 4-6 akreinar á Miklubraut í Hlíðahverfi, en öll gatnamót á Miklubraut yrðu eftir sem áður að vera mislæg í kerfí án Fossvogs- brautar. Áætlað hefur verið að Fossvogs- braut ein sér muni kosta rúmlega 400 milljónir króna, miðað við að brautin sé niðurgrafin, en ekki yfir- byggð. Gera má ráð fyrir að braut- in myndi spara a.m.k. álíka upphæð I umferðarmannvirkjum á Miklu- braut. Af hálfu Reykjavíkur hefur verið stungið upp á þeim möguleika að ýfítbýggj^ Fossvogsbraut 'að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.