Morgunblaðið - 17.05.1989, Page 26

Morgunblaðið - 17.05.1989, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989 Urðum imdir í erföastríði Guðjóns B. Olafssonar - segir Geir Magnússon um brottrekstur sinn og Eysteins Helgasonar frá Iceland Seafood „ÉG get ekki legið lengur óbættur Iqá garði eins og hver annar hundur. Sannleikurinn þarf að koma í þ'ós. Við brott- rekstur minn frá Iceland Sea- food, dótturfyrirtæki Sam- bandsins í Bandaríkjunum, fyr- ir rúmu ári var það gefíð í skyn að við Eysteinn Helgason hefð- um framið mikinn glæp. Svo er ekki. Ástæða brottrekstrar- ins var aldrei sögð, en hún var fyrst og fremst eins konar erfðastríð og einræðistilhneig- ing fyrri framkvædastjóra. Guðjón B. Ólafsson vildi að son- ur sinn tæki við af sér. Eysteinn var ráðinn í óþökk hans. Ég lagðist gegn hugmynd sonar Guðjóns um tilraun til smásölu, sem kostaði fyrirtækið óhemju fé. Guðjón hafði þvi horn í síðu okkar beggja og fyrir þessar sakir vorum við reknir. Við urðum undir í erfðastríði hans ,“ sagði Geir Magnússon, fyrr- um aðstoðarframkvæmdastjóri Iceland Seafood, í samtali við Morgunblaðið. Máli þeirra hef- ur nú aftur skotið upp vegna átaka á aðalfíindi Iceland Sea- food nýlega. Uppgjöri vegna brottrekstrar Geirs lauk í fyrra, en uppgjör við Eystein hefur dregizt á langinn. Meðal annars vegna þess var á aðalfundi Iceland Seafood kosin tveggja manna nefnd til að ljúka því máli, enda var yfirlýstur vilji yfírstjómar Sambandsins og upp- gjörinu við Eystein yrði hraðað eins og kostur væri. Geir Magnús- son starfar nú við fasteignasölu. Hann hóf störf þjá Coldwater 1960, en 1974 réðst þá til starfa fyrir Álafoss vestan hafs og fór þaðan til Iceland Seafood 1. marz 1975. Eysteinn Helgason kom fyrst vestur 1984 og var þá í eitt og hálft ár í sérstökum markaðs- athugunum á ýmsum sviðum, meðal annars fyrir Iceland Sea- food. í júní 1986 réðst hann til Iceland Seafood og Guðjón fór heim um haustið. Eysteinn og Geir voru báðir reknir í febrúar á síðasta ári. „Uppgjöri við mig vegna brott- rekstrarins lauk í fyrra, enda var ég ekki á ráðningarsamningi og ekki var farið í mál, heldur samið um uppgjör," sagði Geir Magnús- son. „Hvað yfírstjóm Sambands- ins varðar, er einkennilegt að ekki skuli enn vera lokið uppgjörinu við Eystein Helgason, en hún ákvað þó á sínum tíma að því skyldi lokið með hraði. Ég heyrði aldrei neitt frá yfírstjóminni eftir brottrekstur minn og Guðjón B. Ólafsson talaði ekki við mig í eitt og hálft ár. Það er verst að hvergi hefur komið fram hvers vegna okkur Eysteini var sagt upp. Guð- jón sagði á sínum tíma heima að hann vildi ekki, okkar Eysteins vegna, segja hvers vegna „nauð- synlegt" hefði verið að segja okk- ur upp. Svo virðist að „glæpur" okkar hafí verið svo hroðalegur að nauðsynlegt væri að hlífa fólki við sannleikanum. Fyrir vikið heldur fólk líklega að við höfum lagzt í mannát eða eitthvað álíka skelfílegt. Svo er auðvitað ekki. Ástæða brottrekstrar okkar er eins konar erfðastríð. Guðjón vildi að sonur sinn tæki við fyrirtæk- inu, en Eysteinn var ráðinn gegn vilja hans. Guðjón hafði því frá upphafí hom í síðu Eysteins. Það fóm mikil verðmæti í súg- inn vegna tilráunar til smásölu, sem sonur Guðjóns, Guðjón Jens Ólafsson, fékk að gera. Sú tilraun varð mér einnig að falli, því ég gagnrýndi hana. Það var í októ- ber 1986, sem mér var ýtt til hlið- ar og Eysteini sagt að reka mig. Ég fékk aldrei neina skýringu á því en var loks rekinn í febrúar 1988. Eysteinn fór sama dag og ég og kúnstimar við brottrekstur- inn vora eins og í bananalýðveldi og ástæðan aldrei nefnd. Það barst bara telexskeyti frá Guðjóni B. Ólafssyni vestur um haf, þar sem okkur var sagt upp störfum samstundis og ætlunin var að meina okkur aðgang að skrifstof- um okkar. Vald spillir - algjört vald gjör- spillir. Éysteinn var skínandi stjórnandi og afkoma fyrirtækis- ins var góð undir stjórn hans. Hann stokkaði upp stjórnkerfíð innan fyrirtækisins, þannig að allir í yfírstjóm þess fengu ákveð- ið verksvið og þar með ábyrgð á ákveðnum þáttum starfseminnar. Þessi breyting hafði í för með sér eins konar vorblæ á starfsemina og jók áhuga manna á starfínu. Þessu var öllu kippt til baka með brottrekstri Eysteins. í þessu tilfelli vaknar upp sú spuming hveijir eigi þessi fyrir- tæki og hveijir eigi að stjóma þeim. Fisksala Iceland Seafood og Coldwater er stór hluti af launaseðli þjóðarinnar og þessi fyrirtæki höfðu sérstakt einka- leyfi frá íslenzkum stjómvöldum til útflutnings á Bandaríkin. Að auki era þessi fyrirtæki í eigu fjöl- margra frystihúsa um allt Island. Samt var þeim stjómað eins og litlum einkafyrirtælqum. Stjóm- armennimir eru dugnaðarmenn heima fyrir og reka frystihúsin sín vel, en eðli málsins samkvæmt bera þeir ekki nægilegt skynbragð á rekstur fyrirtækja vestan hafs, fyrirtækja, sem rekin era við allt aðrar aðstæður en fyrirtækin heima. Vegna þessa þurfa, auk þeirra, að sitja í stjóminni menn, sem hafa sérþekkingu á markaðn- um, það þarf bandarískan sér- fræðing á þessu sviði í stjóm fyrir- tækjanna og hann þarf auðvitað ekki að vera hluthafí, einfaldlega á launum fyrir ómakið. Slíkur Geir Magnússon maður gæti spurt nauðsynlegra spuminga og efast um ágæti áætlana og rekstrarmarkmiða vegna þekkingar sinnar. - Seta lögfræðings Iceland Seafood í stjórn þess hefur ekkert með slík markmið að gera. - Einnig mætti hugsa sér að ríkið tilnefndi mann í stjóm fyrirtækjanna, þar sem þau starfa á vissan hátt f skjóli þess. Smásölutilraun Guðjóns yngri var andvana fædd. Menn sem höfðu þekkingu á markaðnum vissu það. Það var gjörólíkur markaður þeim, sem Iceland Sea- food starfaði á og því skorti nán- ari útfærslu og þekkingu til að geta tekið vitræna ákvörðun. Slík ákvörðun var aldrei tekin, heldur má líkja þessu við nýju fötin keis- arans, þar sem enginn þorði að nefna sannleikann nema saklaust bamið. Guðjón vill ekki gagnrýna menn við hlið sér heldur jábræður og viðhlæjendur. Páfinn hefur á sínum snæram mann, sem oft er kallaður lögfræðingur andskot- ans. Honum er ætlað það hlutverk að efast um ágæti þeirra, sem rætt er um að taka í dýrlingatölu og véfenga allar frásagnir um kraftaverk og yfirskilvitlega hluti. Það er gert til þess að koma í veg fyrir að loddarar séu gerðir að dýrlingum. Sambærilegar aðferðir vildi ég nota við ákvarðanatöku innan Iceland Seafood, en á það var ekki hlustað. Þessi tilraun til framleiðslu í smásölupakkningar hefði vafalaust aldrei verið gerð, hefði hún ekki verið hugarfóstur sonar Guðjóns. Ákvörðun um hana var tekin og síðan unnið að því að réttlæta hana, sem sagt alveg öfug leið farin. Þeir, sem sitja í stjóm fyrirtækisns, era prýðismenn, en skortir þekkingu til að spyija af gagnrýni. Hagnað- arvon var hafin upp til skýjanna, en rökin skorti. íslendingum þykir gaman að því að sitja í stjóm fyrirtækja eins og þessa, en það hefur glögglega komið í ljós, að hafí menn leyft sér að gagnrýna eitthvað, hefur Guðjón ratt þeim úr stjóminni. Það sýnir fall þeirra Þorsteins Sveinssonar og Gísla Jónatanssonar. Það sýnir líka meira en margt annað, að aðal- fundur Iceland Seafood skuli þurfa að samþykkja sérstaka nefndarskipan til að framfylgja samþykkt yfírstjómar Sambands- ins, sem forstjórinn hefur hunzað mánuðum saman. Erfðastríð og einræðistilhneig- ing eins manns hefur því skaðað þetta fyrirtæki veralega. Saga Guðjóns innan Sambandsins minnir mig á samskipti Ögmundar Pálssonar byskups í Skálholti og skjólstæðings hans Gissurs Ein- arssonar, sem varð fyrsti lútherski byskupinn hér á landi. Ögmundur tók Gissur að sér fátækan í æsku og kom honum til manns og mennta. Gissur launaði það með því að selja hann blindan og ör- vasa í hendur danskra óvina hans. Svipuð er sagan af samskiptum Erlends Einarssonar og Guðjóns B. Ólafssonar. Ég vil síður liggja óbættur hjá garði eins og hver annar hundur. Því fínnst mér rétt að sannleikur- inn komi í ljós svo og afstaða mín til þessa máls. Ég var ánægður með minn hlut hjá Iceland Sea- food, þó laun mín væra ekki jafn- há og hjá sumum. Ég kostaði bömin mín í skóla, gerði við kynd- inguna í húsinu mínu á eigin kostnað og hef keypt bíl handa konunni minni án þess að ganga með betlibauk á torg,“ sagði Geir Magnússon. Kammertónleikar á kirkjulistahátíð , Morgunblaðið/Þorkell Björn Steinar Sólbergsson, Margrét Bóasdóttir, Lilja Hjaltadóttir, Rut Ingólfsdóttir, Sara Bucley og Gary McBretney. Richard Kom vantar á myndina. Tónlist JónÁsgeirsson Upphaflega hafði verið ætlunin að flytja eingöngu verk eftir Moz- art en vegna veikinda varð að fella aðalverk tónleikanna af efnis- skránni, nefnilega Klarinettukvint- ettinn K. 581, sem er eitt mestu listverkum snillingsins og þá var bætt við tveimur smáverkum eftir Haydn, Benedictus úr „litlu orgel- messunni" og ’Konsert fyrir tvær fiðlur, orgel/cembalo óg bassa H- 18, nr. 7. Nokkrir konsertar, sem gefnir vora út á árunum 1950 til 1976 og fundust í ýmsum söfnum víðsvegar í Evrópu, voru af útgef- endum taldir vera eftir Haydn. Við frekari eftirgrennslan, telja sér- fræðingar þessa konserta ýmist eft- ir önnur tónskáld eða í besta falli mjög ólíklega eftir Haydn. H-18, nr. 7 var gefínn út í Ámsterdam, 1962 og er talinn geta verið eftir Wagenseil. Margrét Bóasdóttir söng Bene- dictus Haydns en einnig Ergo inter- est K. 143, Kommet her K. 146 og Laudate Dominum úr Hátíðarkvöld- söngvum K. 321, eftir Mozart. Margrét hefur sérstaklega fengist við barokkSönglist og náð þar á góðum tökum og flutti viðfangsefni sín af öryggi. Rut Ingólfsdóttir og Lilja Hjaltadóttir skipust á að „leiða“ í konsert Haydns og þremur kirkjusóntötum eftir Mozart. Til eru 17 kirkjusónötur eftir Mozart sem Iéika skyldi á milli Gloríu og Credo þáttanna í mess- unni og máttu þessi verk ekki vera mikið lengri en tvær til þijár minút- ur, samkvæmt ósk erkibiskupsins yfír Salzburg, er var yfirmaður Mozarts á þessum tíma. Verk þessi teljast vera meðal þeirra skyldu- verkefna, sem Mozart var fegnastur að losna við, þó hann hafi stolist til að leika sér með tónmálið og stundum megi heyra þar geíslándi- fallegar línur. Þeir sem fluttú kirkjusónöturnar og léku undir hjá Margréti voru auk Rutar og Lilju, Sara Bucley, Gary McBretney, Richard Korn og orgel- leikarinn Björn Steinar Sólbergs- son. Flutningurinn i heild var þokkalegur en helst var að nokkuð skorti á nákvæmni 1 „intónasjón", fyrirbæri sem verður aðeins gott með langvarandi samstarfí, ekki síst ef einnig er reynt að líkja. eftir flutningi eldri tónlistar, auk þess sem þá þarf aðstoð sérfræðinga í öllu er varðar t.d.. tónflutning á 18. ÖÍd. *___________:____:____:-----— í efnisskrá er þess getið að leikið sé á eftlrlíkingar hljóðfæra frá tímum Mozarts og hvort sem það stenst að öllu leyti, bæði hvað varð- ar hljóðfæri og boga, þarf einnig að huga að þeirri leiktækni sem þá var kunn, til að sæmræmi sé þarna á milli. Sé hins vegar blandað sam- an hljóðfærum frá ólíkum tíma er hætta á að „intónasjónin" verði erf- ið. Miklar framfarir urðu í hljóð- færatækni um og eftir aldamótin 1800 en síðari árin hafa sérfræðing- ar eins og Harnoncourt staðið fyrir flutningi eldri tónlistar og stuðst við það sem vitað er um tónflutn- ingstækni á tímum höfundanna. Menn hafa ekki verið sammála um svonefndan sögulegan flutning tón- listar, jafnvel þar sem hann er best- ur, nema að því leyti sem slíkur flutningur er áhugavert rannsókn- arefni fyrir þá sem leggja sig eftir gamalli tónlist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.