Morgunblaðið - 17.05.1989, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAI 1989
29
Morgunblaðið/Júlíus
Miklar skemmdir af eldi
Húsið númer 24 við Vesturgötu, tveggja hæða járnklætt timbur-
hús, skemmdist mikið í eldi síðdegis á laugardag. Talið er að
kveikt haií verið í húsinu og samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins sáust unglingar á hlaupum frá því skömmu áður en eldsins
varð vart. Um nokkurra ára skeið hefur enginn búið í húsinu.
Það var í slæmu ástandi og rafmagn var ekki tengt. Útigangs-
menn hafa átt þarna afdrep.
Kaupmannahöfii;
Bókagjöf frá Grund
tíl safiisíns í Jónshúsi
Jónshús.
BÓKASAFNI íslendinga í Kaupmannahöfn barst stærsta bókagjöf, sem
safnið hefur fengið í áraraðir þegar Gísli Sigurbjömsson forstjóri Elli-
og hjúkrunarheimilisins Grundar gaf 160 bækur frá Bókasafni Grund-
ar til bókasafnsins í Húsi Jóns Sigurðssonar fyrir skömmu. Kristín
Oddsdóttir Bonde lýsir ánægju sinni yfir þessari rausnarlegu gjöf í
þakkarbréfi til forstjórans og hefiir merkt allar bækurnar: Ur bóka-
gjöf Bókasafns Elhheimihsms
Sýnir Gísli enn hug sinn til Hafnar
íslendinga, ekki sízt roskinna, en
hann hefur oft hreyft hugmyndinni
um stofnun íslenzks elliheimilis hér.
Fékk hugmyndin ekki nægar undir-
tektir á sínum tíma, þótt full ástaéða
væri til, en hér búa hátt á annað
hundruð íslendingar á eftirlauna-
aldri. Margir minnast með gleði ferð-
ar eldra fólksins íslenzka til Hvera-
gerðis 1987 í boði Gísla og svo hefur
íslenzka söfnuðinum í Kaupmanna-
lar 1989.
höfn árlega borizt glaðningur frá
Grund, jólabækur og ullarvörur til
fjáröflunar og gjafa til eldra fólks.
Þá má nefna messukaffi á degi eldra
fólksins hér, sem Elliheimilið Grund
hefur hvað eftir annað boðið til og
öllum kirkjugestum með hinum öldr-
uðu. Fyrir hina margháttuðu rausn
og vinsemd um mörg síðustu ár eru
færðar innilegar þakkir.
- G.L.Ásg.
Vonskuveður og ófærð á
Vestfjörðum um hvítasunnu
SANNKALLAÐ vetrarveður,
snjókoma og hvassviðri, gekk
yfir Vestfirði um hvítasunnuna
og tepptust fjallvegir. Veður
skánaði í gærmorgun og tókst
að opna flesta þeirra en síðdegis
var víða farið að skafa aftur.
Búið var að moka Steingríms-
fjarðarheiði og var ákveðið að halda
henni opinni að minnsta kosti fram
á kvöld. Þar var mikill skafrenning-
ur í gær og þurfti að fara nokkrar
ferðir fram og aftur um heiðina því
jafnóðum skóf yfir veginn. Einnig
þurfti að moka Ennisháls en annars
var færð sunnan Hólmavíkur góð.
Að sögn vegagerðarmanna á
ísafirði þurfti að moka vegina til
Súðavíkur og Bolungarvíkur en þar
hafði bæst við 30 sentimetra jafn-
fallinn snjór. Breiðadalsheiði og
Botsheiði voru báðar ófærar en í
gær var Breiðadalsheiðin rudd.
Einnig var mokað frá ísafirði að
Eiði í Seyðisfirði en þaðan var opið
inn Djúp.
Brunabótafélag Islands:
Fjórir hlutu heiðurslaun
FJÓRIR hlutu _ heiðurslaun
Brunabótafélags íslands sem
formlega voru afhent í gær. Heið-
urslaun BÍ hafa verið afhent ár-
lega frá'árinu 1982 og er það
stjóm félagsins, sem velur heið-
urslaunaþega hveiju sinni, venju-
lega úr hópi tuga umsækjenda,
að sögn Inga R. Helgasonar, for-
stjóra BÍ.
Andrés Arnalds, beitarþolsfræð-
ingur í Mosfellssveit, hlaut heiðurs-
laun í fjóra mánuði í því skyni að
auðvelda honum að taka saman
efni og upplýsingar um hvað þurfi
til að koma gróðurverndarmálum
hér á landi í viðunandi horf.
Guðjón Pedersen, leikari og leik-
stjóri í Reykjavík, hlaut þriggja
mánaða heiðurslaun til að auðvelda
honum að fuilnema sig í leikstjóm.
Hannes Hlífar Stefánsson, skák-
meistari í Reykjavík, hlaut tveggja
mánaða heiðurslaun til að auðvelda
honum að efla skákíþróttina með
þátttöku í skákmótum erlendis.
Hlíf Siguijónsdóttir, fiðluleikari
í Reykjavík, hlaut heiðurslaun í þijá
mánuði í því skyni að auðvelda
henni að undirbúa sig og taka þátt
í alþjóðlegri samkeppni fiðluleikara
á yfirstandandi ári.
Morgunblaðið/Sverrir
Frá afhendingu heiðurslauna Brunabótafélags íslands í gær. Sitjandi frá vinstri eru: Sigurður Amalds,
faðir Andrésar, sem tók við heiðurslaununum fyrir hönd sonar síns, Hlíf Siguijónsdóttir, Þráinn Vigfus-
son, bróðir Hannesar Hlífars, sem tók við laununum í forföllum hans, og Guðjón Pedersen, í aflari röð
era frá vinstri: Matthías G. Pétursson deildarsljóri markaðs- og söludeildar BÍ, Ólafiir Jónsson í líftrygg-
ingadeild, Guðmundur Oddsson ritari stjórnar, Ingi R. Helgason forsljóri, Andrés Valdimarsson, Hreinn
Pálsson og Jónas Hallgrimsson stjómarmenn og Þórður Þórðarson í skírteinadeild.