Morgunblaðið - 17.05.1989, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989
Reuter
Palestínumenn hópast upp í vörubíl sem flutti þá yfir á Gaza-svæðið í gær. ísraelsher hafði lokað svæð-
inu fyrirvaralaust og rekið alla íbúa þess sem voru við vinnu í ísrael heim.
Ríkisstjórn ísraels kemur sér saman um friðaráætlun:
Boða aukna hörku verði
áætlunin ekki samþykkt
Kanada:
Kreppa í nskiðju
4000 manns atvinnulausir
Washington. Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
EITT stærsta fiskiðjufyrirtæki Kanada, National Sea Products í
Halifax, hefir tilkynnt, að félagið neyðist til að draga úr starfsemi
sinni, sem verði þess valdandi, að 4000 manns missi atvinnu sína
um styttn, eða lengri tíma.
Formaður stjómar fyrirtækis-
ins, Gordon Cummings, skýrði
blaðamönnum svo frá í Halifax á
dögunum, að flestir þeirra, sem
sagt hefir verið upp atvinnunni
verði að líkindum atvinnulausir í
allt að eitt ár. Cummings sagði að
félagið hefði getað þraukað eitt-
hvað lengur með því að loka nokkr-
um fiskiðjuverum fyrir fullt og allt
en stjórn félagsins hefði ákveðið
að halda starfseminni áfram í
nokkmm verksmiðjum, með færri
starfsmönnum í hverri verksmiðju
fyrir fyrir sig í stað þess að loka
mörgum
Erfiðleikar fiskiðnaðarins í
Kanada hafa aukist s.l. tvö ár aðal-
lega sökum þess, segja útgerðar-
menn, að veiðileyfakvótar em of
þröngir, fiskverðið lágt auk þess
sem erlend veiðiskip sæki á miðin
utan 200 mílna svæðisins t.d. á
Stóra- banka. Fiskifræðingar hafa
bent á, að fiskstofninn hefir rénað
til muna á aðalveiðisvæðunum við
Nýfundnaland og Nova Scotia.
Búist er við að enn þurfi að tak-
marka fiskveiðar til þess að efla
fiskistofnana en það myndi þýða
aukið atvinnuleysi í fiskiðnaðnum.
Útgerðarmenn hafa krafist þess
að Kanadastjóm geri ráðstafanir
til að draga úr ofveiði erlendra
fiskiskipa rétt utan við 200 mílna
landhelgi Kanada. Kanadískir sjó-
menn telja, að fískveiðar Frakka
og Bandaríkjamanna utan 200
mílna takmarkanna gangi mjög á
fiskstofna t.d. við George-banka.
National Sea fyrirtækið tapaði
5.8 milljónum Kanada-dollara
(rúmum 260 milljónum ísl. kr.) á
síðasta ári borið saman við 25
milljónir dollara hagnað (um 1.100
millj. ísl. kr.) á árinu 1986. Nokk-
uð hefir ræst úr á fyrsta fjórðungi
ársins, sem er að líða, er tap félags-
ins reyndist vera ein milljón dollar-
ar (um 46 millj. ísl. kr.) á móti
átta milljóna dollara (um 370 millj.
ísl. kr.) tapi á síðasta ársijórðungi
1988.
PLO hafinar hugmyndum Shamirs
Jerúsalem. Reuter.
RÍKISSTJÓRN ísraels hefiir nú eftir fjögurra ára undirbúning mótað
friðaráætlun sem að hluta til á að koma til móts við kröfiir uppreisnar-
manna á hemumdu svæðunum. Frelsissamtök Palestínu, PLO, hafa
lagst eindregið gegn áætluninni sem felur meðal annars í sér að íbúar
hemumdu svæðanna kjósi sér fulltrúa til viðræðna við ísraelsstjórn.
ísraelska stjórnin er samt vongóð um að vinna megi áætluninni fylgi
meðai Palestínumanna, ella verði uppreisninni mætt af meiri hörku
en nokkru sinni fyrr.
Bretland:
ísraelska stjómin samþykkti á
sunnudag með 20 atkvæðum gegn 6
áætlun Yitzhaks Shamirs um kosn-
ingar á hemumdu svæðunum þar
sem valdir yrðu 10 fulltrúar til að
ræða við Israela um takmarkaða
sjálfsstjórn. George Bush Banda-
ríkjaforseti hefur lýst yfir stuðningi
við áætlunina en Sovétmenn hafa
ekki gert upp hug sinn.
Palestínumenn hafa krafist þess
að 140.000 arabar í Austur-Jerúsal-
em, sem ísraelar innlimuðu árið
1967, fái að kjósa. Af ásettu ráði
er ekki minnst á þetta atriði í plagg-
inu sem samþykkt var á sunnudag.
Ekki er heldur talað um þá kröfu
Palestínumanna að hlutlausum aðilj-
um verði leyft að fylgjast með kosn-
ingunum. Aætlunin gerir ráð fyrir
því að eftir þriggja ára sjálfstjórn
Palestínumanna hið mesta yrði sa-
mið um frambúðarfyrirkomulag
hemumdu svæðanna.
PLO hafnaði friðaráætluninni á
mánudag eins og búist hafði verið
við. í yfirlýsingu frá framkvæmda-
LOGSUÐUTÆKI
FREMSTIR I 100 AR
ÁRVÍK
ÁRMÚU I -REYKJAVlK - SfMI 687222 -TELEFAX 6672ÍS
nefnd PLO í Túnis sagði að í áætlun-
inni væri palestínsku þjóðinni og rétt-
indum hennar ekki gert nægilega
hátt undir höfði. Einnig væri litið
fram hjá ályktunum Sameinuðu þjóð-
anna um þetta efni.
Yitzhak Rabin, varnarmálaráð-
Bandaríkin:
Nýsjálenskur
hoki í stað
þorsks og ýsu
Wasliington. Frá ívari Guðmundssyni,
fréttaritara Morgunblaðsins.
Nýsjálendingar, sem reyndust
dugmeiri en Islendingar við að
selja Bandarikjamönnum dilka-
kjöt, virðast nú undirbúa að skjóta
okkur ref fyrir rass öðru sinni,
að þessu sinni í fisksölu.
Fiskurinn frá Nýja Sjálandi sem
hér um ræðir kallast hoki. í heil-
síðuauglýsingu frá einni af stærri
kjörbúðakeðjum Bandaríkjanna er
hokinn auglýstur á eftirfarandi hátt:
„Ef þér þykir góð ýsa og þorskur
þá muntu elska þessi gómsætu, léttu
fiskflök. Auk þess að vera magur
er hoki frá Nýja Sjálandi auðveldur
í matreiðslu. Þú getur soðið hann,
bakað hann, steikt hann eða ma-
treidd hann í örbylgjuofni. Verðið er
2,59 dollarar enskt pund (135 ísl.
krónur)“.
herra ísraels, átti á mánudag fund
með 15 fulltrúum Palestínumanna
þar sem hann reyndi að telja þá á
að fallast á friðaráætlun ríkisstjórn-
arinnar. í ræðu sem ráðherrann hélt
við Hebreska háskólann í Jerúsalem
skoraði hann á Palestínumenn að
ganga til samninga um kosningar
ella yrðu viðbrögðin mjög harkaleg.
„Þið, íbúar arabaheimsins, ættuð að
muna að þið hafið tapað öllum orr-
ustum gegn okkur,“ sagði Rabin
meðal annars.
ísraelsher greip til mjög óvenju-
legra og harkalegra ráðstafana í gær
þegar ákveðið var að loka Gaza-
svæðinu og reka alla íbúa þess heim.
Þar á meðal voru um það bil 60.000
manns sem vinna á daginn í ísrael
og voru þeir reknir fyrirvaralaust úr
vinnunni. Talsmenn hersins sögðust
vera að leita að morðingjum ísraelsks
hermanns sem hvarf 3. maí. Þeir
neituðu því að aðgerðirnar tengdust
yfirlýsingum Rabins um aukna hörku
gagnvart Palestínumönnum ef þeir
samþykktu ekki áætlunina um kosn-
ingar á hemumdu svæðunum.
Jafhaðarmannaflokk-
urinn skreppur saman
St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Frammámenn Jafiiaðarmannaflokksins ákváðu um helgina að draga
n\jög úr starfsemi flokksins. Andstæðingar hans te(ja þetta upphafið
að endalokum flokksins.
í yfirlýsingu flokksins um helgina
kom fram að einungis 11.000 félagar
eru í flokknum nú. Á síðastliðnu
hausti voru meðlimir flokksins
30.000. Flokkurinn hefur því ekki
lengur fjármagn til að bjóða fram í
öllum kjördæmum í öllum kosning-
um.
Stöðug átök jafnaðarmanna og
ftjálslyndra lýðræðissinna eru talin
helsta skýringin á þessum flótta úr
röðum flokksins; Formaður hans, dr.
David Owen, sagði að stuðningur við
miðjuflokkana hefði farið minnkandi
að undanförnu og það endurspeglað-
ist í félagatölum flokksins. Hann
sagði einnig að Jafnaðarmannaflokk-
urinn yrði ekki lagður niður og myndi
halda áfram að berjast fyrir stefnu-
málum sínum.
Ýmsir frammámenn Frjálslynda
lýðræðisflokksins hvöttu jafnaðar-
menn til að ganga til liðs við sig svo
að_ miðjumenn í breskum stjórn-
málum stæðu sameinaðir á ný í ein-
um flokki. Frammámenn í Verka-
mannaflokknum hafa einnig boðið
jafnaðarmenn velkomna í sínar raðir.
Almennt er talið að þetta sé upp-
hafið að endalokunum á glæsilegum
ferli dr. Davids Owens í breskum
stjómmálum. Mjög ólíklegt er að
hann gangi til liðs við annan stjórn-
málaflokk.
Spilling á meðal sovéskra valdamanna?:
Lígatsjov segir að ásak-
anirnar séu pólitísk árás
Moskvu. Reuter.
FYRRUM hugmyndafræðingur
sovéska kommúnistaflokksins,
Jegor Lígatsjov, sem nú á sæti í
stjórnmálaráði flokksins, hefur
vísað því á bug að flugufótur sé
fyrir þvi að nafti sitt tengist rann-
sókn á skipulögðum glæpum í
Grænland:
Nýr stjómmálaflokkur
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgfunblaðsins.
UNNIÐ er að stofnun nýs stjórnmálaflokks í Grænlandi. Steftiuskrá
flokksins verður á svipuðum nótum og danska Framfaraflokksins. Hið
grænlenska nafn flokksins verður Ineriartorneq og er frumkvöðullinn
að stofiiun hans Arne Ib Nielsen, sem fyrir skemmstu sagði sig úr
smáflokknum Issitup Partiaa, eins þingmanns hægriflokki.
Ib Nielsen segir, að hann hafi sagt vinna af alefli gegn sívaxandi só-
skilið við Issitup Partiaa af persónu- síalískri innrætingu í Grænlandi,"
legum ástæðum. - „Markmið mitt sagði Ame Ib Nielsen í viðtali við
með stofnun nýja flokksins er að grænlenska útvarpið.
Sovétrílqunum, að því er sovéska
fréttastofan Novosti greindi frá í
gær. Lígatsjov sagði að yfirlýsing-
ar Nikolajs Ivanovs, sem vinnur
að rannsókn málsins á vegum
rikissaksóknarembættisins i
Moskvu, væru liður í pólitískri
aðför sem beint væri gegn sér.
Lígatsjov hefur verið talinn helsti
keppinautur Míkhaíls Gorbatsjovs
um æðstu völd í Sovétríkjunum.
Ivanov olli miklu fjaðrafoki í kosn-
ingakappræðum í sjónvarpi á föstu-
dag þegar hann sagði að í kjölfar
rannsóknar á skipulagðri glæpa-
starfsemi í Sovétríkjunum hefðu
böndin borist að valdamestu mönnum
Sovétríkjanna. Hann sagði að
Lígatsjov væri viðriðinn málið sem
og fyrrum félagar í stjórnmálaráð-
inu, þeir Míkhaíl Solomentsev og
Grígoríj Romanov. Einnig væri þátt-
ur Vladimirs Terebilovs, fyrrum
hæstaréttardómara, rannsakaður.
Ivanov, sem sakað hefur stjórn-
völd í Kreml um að reyna að hylma
yfir málið, var í framboði til hins
nýja fulltrúaþings sem kosið var til
öðru sinni á sunnudag. Ivanov bar
sigurorð af 27 öðrum frambjóðend-
um í Leningrad og hlaut 60% at-
kvæða. Embættismenn í Leningrad
sögðu að fýlgi Ivanovs hefði komið
frá kjósendum sem hefðu verið ósátt-
ir við árásir valdamestu stofnunar
Sovétríkjanna, forsætisnefndar
æðsta ráðsins, á Ivanov í flokksmál-
gagninu Prövdu á laugardag.
Ivanov og yfirmaður hans Telman
Gdlyan hafa lengi haldið því fram
að valdamenn innan kommúnista-
flokksins tengdust því sem nefnt
hefur verið Uzbekistan-málið. Ný-
lega var fyrrum háttsettur embættis-
maður kommúnistaflokksins í
Moldavíu, sem bendlaður var við
málið, handtekinn og Júrí Tsjúr-
banov, tengdasonur Leoníds Brez-
hnevs, fyrrum Sovétleiðtoga, hlaut
nýlega dóm fyrir mútuþægni.