Morgunblaðið - 17.05.1989, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989
37
fltargiinftlftfeifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
MatthíasJohannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið.
Gorbatsiov
fagnað:
Míkhaíl Gorbatsjov er fyrsti
leiðtogi Sovétríkjanna sem
sækir Kína heim í nær 30 ár.
Kínaför hans markar mikilvæg
tímamót. Með henni er ætlunin
að binda enda á óvild sem ríkt
hefur milli þessara tveggja
öflugustu kommúnistaríkja
heims. Til marks um ástandið í
þessum ríkjum núna eru mót-
mæli námsmanna og verka-
manna á Torgi hins himneska
friðar í Peking en þar halda
þeir meðal annars á spjöldum,
þar sem Gorbatsjov er ávarpað-
ur með þessum orðum: „Við
fögnum þér, boðberi lýðræðis-
ins!“ Kínversk stjómvöld hafa
fremur valið þann kost að
breyta dagskrá Gorbatsjovs en
stugga við mótmælendunum.
Er ljóst að kínversk stjómvöld
setja ofan vegna þessa og það
kann að hafa eftirköst, einkum
í ijarlægari Austurlöndum, þar
sem fátt telst meiri niðurlæging
en „tapa andlitinu".
Fram að þeim tíma þegar
slitnaði upp úr samstarfi
Kínveija og Sovétmanna var
gjaman talað um tvo póla á
alþjóðavettvangi: kommúnista-
ríkin og fylgiríki þeirra annars
vegar og lýðræðisríkin og fylgi-
ríki þeirra hins vegar. Eftir því
sem lengra leið frá vinslitunum
urðu Kínveijar harðskeyttari
andstæðingar Sovétmanna og
vömðu þjóðir og menn einarð-
lega við að treysta sovéskum
ráðamönnum. Má minnast þess
að íslendingar urðu undrandi
að kynnast því eftir að fyrsti
kínverski sendiherrann kom
hingað 1972 hve mikla áherslu
hann og samstarfsmenn hans
lögðu á að minna íslenska við-
mælendur sína á útþenslustefnu
Sovétmanna og hemaðarlega
ógn sem af þeim stafaði. Á þess-
um ámm var það talið eitt af
meistaraverkum þeirra Rich-
ards Nixons Bandaríkjaforseta
og Henrys Kissingers, öryggis-
ráðgjafa hans og síðar utanrík-
isráðherra, að ná sambandi við
kínversk stjómvöld. Pólunum í
alþjóðamálum fjölgaði að
minnsta kosti í þijá ef ekki fleiri.
För Gorbatsjovs til Kína á sér
langan aðdraganda. Frá því
1981 hafa ráðamenn í Kreml
verið að þreifa fyrir sér í Peking
og kanna, hvort ekki mætti
koma sambandi ríkjanna í betra
horf. Þegar línur tóku að skýr-
ast í þeim óformlegu viðræðum
settu Kínveijar þijú skilyrði fyr-
ir því að árangur næðist: að
Peking
sovéskum hermönnum við
landamæri Kína yrði fækkað;
Sovétmenn hættu að beijast í
Afganistan og Sovétmenn
hættu að styðja Víetnama við
hemám Kambódíu. Sovétmenn
hafa undir forystu Gorbatsjovs
komið til móts við Kínveija á
öllum þessum sviðum. í Peking
hafa þeir Gorbatsjov og Deng
Xiaoping, leiðtogi kínverskra
kommúnista, tekist í hendur því
til staðfestingar að gömul óvild
sé úr sögunni. Gorbatsjov hefur
ekki síður náð merkum söguleg-
um árangri í samskiptum við
Kínveija en þeir Nixon og Kiss-
inger á sínum tíma.
Sú spuming hlýtur að vakna,
hvort för Gorbatsjovs til Kína
eigi eftir að breyta skipan
heimsmála aftur í svipað horf
og hún var fyrir skilnað komm-
únistarisanna á sínum tíma.
Svarið við þeirri spumingu er
neikvætt. Það er ólíklegt svo
ekki sé meira sagt, að Sovét-
menn og Kínveijar fallist í
faðma með sama hætti og áð-
ur. Báðar þjóðimar eiga við
gífurlega efnahagsörðugleika
að etja og leiðtogar þeirra hafa
áttað sig á því, að sósíalískt
hagkerfí stenst ekki samkeppni
við markaðsbúskapinn. Til að
ná sér á strik efnahagslega
verða þjóðimar því að rækta
samband við þau ríki, sem búa
við frjálst hagkerfi. Kínveijar
hafa verið djarfari í því efni en
Sovétmenn en á hinn bóginn
lítur fjöldinn sem mótmælir á
götunum í Peking þannig á, að
Gorbatsjov sé meiri talsmaður
lýðræðis en þeir sem ráða í
Kína.
Alexander Solzhenítsyn sem
þekkir rússneska þjóðarsál
sagði einu sinni, að Rússar ótt-
uðust Kínveija meira en nokkra
þjóð aðra. Þeim liði illa af því
að vita af þessum milljarði
manna í næsta nágrenni við sig
og teldu að hann kynni að flæða
yfír land sitt, ef ekki yrði sýnd
full aðgát. Gorbatsjov er tekið
sem hetju frjálsræðis í Kína.
Koma hans veldur ráðamönnum
í Peking miklum erfiðleikum
heima fyrir. Þeim á eftir að líða
illa vegna breytinganna sem
hann er að gera í Sovétríkjun-
um. Hvarvetna í löndum komm-
únista eru breytingar á alræðis-
kerfí sósíalismans á döfínni.
Undir forystu Gorbatsjovs eru
þjóðir að taka undir sig stökk.
Við vitum ekki enn hvar þær
koma niður.
Islenzkir aðalverktakar hef-
ur á síðari árum verið mjög
umdeilt fyrirtæki hér á
landi. Félaginu hefur ósjald-
an verið brigzlað um að græða
óheyrilega á því sem svo margir
hafa nefíit „hermang“, jafíiframt
því sem gagnrýnendur fyrirtæk-
isins hafa haldið því fram að auð-
urinn saftiaðist á hendur fárra
einstaklinga og fjölskyldna. Enn-
fremur hefíir um árabil verið
gagnrýnt hversu mikill leyndar-
hjúpur hafi ávallt hvílt yfir starf-
semi félagsins, afkomu, samn-
ingagerð og fleiru. Starfsemi Is-
lenzkra aðalverktaka, möguleik-
ar á breyttri eignaraðild, breyttri
yfirstjóm og launagreiðslur til
stjómarformanns hafa n\jög ver-
ið til umfjöllunar að undanfömu,
ekki sízt eftir að upplýst var að
undanfarna tólf mánuði hefur
Vilhjálmur Árnason, fráfarandi
stjómarformaður, þegið 8,7
milljónir króna í laun, eftirlaun
og greiðslur frá félaginu fyrir
lögfræðilega þjónustu. Annar
tveggja forstjóra íslenzkra aðal-
verktaka er Thor Ó. Thors. Hann
ræðir hér á eftir við blaðamann
Morgunblaðsins um starfsemi fé-
lagsins, hugsanlegar breytingar
á rekstri þess og yfírstjóm,
möguleika á afiiámi einkaréttar
félagsins til framkvæmda fyrir
vamarliðið á Keflavíkurflugvelli
og fleira.
íslenzkir aðalverktakar sf. var
stofíiað árið 1954 tU þess að ann-
ast allar framkvæmdir fyrir
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------!
Morgunblaðið/Sverrir
Höfuðstöðvar íslenzkra aðalverktaka að Höfðabakka í Reykjavík, oft nefíidar Watergate.
Allt að því feimnismál að
fjalla um starfeemi félagsins
segir Thor Ó. Thors forstjóri Islenzkra aðalverktaka í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið
spuminga, sem blaðamenn hafa
beint til okkar.“
Bandaríkjamenn ætlast til
þess að við höfum ágóða
— Er það ekki líka svo að þið
hjá íslenzkum aðalverktökum hafið
ekki viljað láta það komast í há-
mæli, hversu mikill gróðinn af starf-
séminni hefur verið?
„Eg held að það sé kominn tími
til að greina þér frá að Bandaríkja-
menn ætlast til að við höfum ágóða
af þjónustu okkar við þá. Það er
hin algilda regla sem efnahagslíf
Ameríkumanna byggist á. Þegar
samningar hafa tekist um verk, er
bætt við 10% ofan á beinan kostnað
og þau kölluð ágóði. Það gefur því
auga leið, að séu umsvifin mikil og
að unnið sé fyrir 50 til 65 milljónir
dollara á ári, eins og undanfarið
hefur verið gert, þá er ágóðinn veru-
legar upphæðir.
Eftir að okkur fer að vaxa fiskur
um hrygg, þá höfum við haft það
þannig, að í staðinn fyrir að greiða
til eigenda verulegar útgreiðslur af
höfuðstóli, er ákveðið að gera það
ekki, heldur höfum við lagt hagnað-
inn inn á banka. í skýrslu sem
Geir Hallgrímsson, þáverandi ut-
anríkisráðherra lagði fyrir Alþingi
árið 1984 kemur fram hvað íslenzk-
ir aðalverktakar hafa greitt sínum
eigendum frá upphafí til þess árs
sem skýrslan kom út. Ég hef haft
það að leiðarljósi að sjá til þess að
það færi ekki of mikið af peningum
út úr félaginu til eigenda. Það hafa
stundum verið nokkur átök um þá
stefnu, en þetta hefur nú samt sem
áður verið sá háttur sem hafður
hefur verið á. Fyrstu árin var það
svo að ríkið kærði sig ekkert um
fé, og þeir neituðu meira að segja
að taka við því til að byija með.
Til þess að ríkið sæti nú samt sem
áður við sama borð og aðrir eigend-
ur, þá lagði ég hlut þess í hagnaði
þeim sem greiddur var út, inn á
banka í nafni ríkissjóðs. Það var
ekki fyrr en Magnús Jónsson frá
Mel varð fíármálaráðherra, að ríkið
vildi taka við við þessum fjármun-
um. Þangað til hafði það verið
feimnisatriði að taka við arði af
framkvæmdum fyrir vamarliðið,
„eða að græða á hermanginu“ eins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
íslenzkir aðalverktakar eru nú að reisa íbúðarblokkir fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Thor segir
að slæm tíð í vetur hafi gert það að verkum að innstæður Aðalverktaka á bönkum hafi minnkað um 500
milljónir króna.
varnarliðið í stað bandariska
verktakans Hamilton. Félagið er
sameignarfélag í eigu Samein-
aðra verktaka, sem eiga 50%,
Regins (pappírsfyrirtæki Sam-
bands ísienzkra samvinnufélaga)
á 25% og ríkið á 25%. Reginn á
7,46% í Sameinuðum verktökum,
þannig að beint og óbeint er
eignaraðild Regins 28,7%.
— Thor, nú stendur til að breyta
eignarhlutföllum, þannig að ríkið
eignist aukinn hlut. Hvemig leggst
aukin eignaraðild ríkisins að félag-
inu í þig?
„Það hefur verið rætt um það
að ríkið kaupi 10% af Sameinuðum
verktökum og 5% af Regin. Þá yrði
hlutur ríkisins 40%, Sameinaðra
verktaka 40% og Regins 20%. Mið-
að við þá gagnrýni sem Sameinaðir
verktakar hefur hlotið varðandi
spumingu þína, tel ég að þeir geti
unað við að minnka ásjónu félagsins
í þeirri umfíöllun, sem er og getur
alltaf skotið upp kollinum um þetta
mál.
— Ert þú þeirrar skoðunar að
tilgangur ríkisins með því að vilja
auka hlut sinn í íslenzkum aðal-
verktökum, sé m.a. sá að reyna að
koma Sambandinu til bjargar, í
fjárkröggum þess?
„Ég get engan dóm lagt á það,
en frómt frá sagt, hefur mér ekk-
ert þótt benda til þess að það væru
ástæður ríkisins."
— Ertu jafnvel þeirrar skoðunar
að ríkisstjórnin vilji auka sinn hlut,
til þess að hægt verði að breyta
íslenzkum aðalverktökum í almenn-
ingshlutafélag?
„Mér virðist nú sem skoðanir um
þetta séu skiptar meðal forráða-
manna stjómmálaflokkanna. Jón
Baldvin virðist vilja auka hlut ríkis-
ins til þess að geta haft meiri áhrif
á stjómun vamarliðsframkvæmda
og svo era menn ef til vill trúir
gömlum hugsjónum um ágæti ríkis-
forsjár. Ég, út af fyrir sig, hefði
ekkert á móti því að breyta íslenzk-
um aðalverktökum í almennings-
hlutafélag. Á meðan starfsemin er
í eðli sínu hin sama og við upp-
fyllum þær kröfur sem Bandaríkja-
menn gera til okkar varðandi vam-
ir íslands. Þetta væri hægt að fram-
kvæma t.d: með því að allir aðilar
sem eiga meira en sem svarar 0,5%
í félaginu settu umfram hluti sína
á markað, þ.e.a.s. ríkið, Reginn og
hluthafar í Sameinuðum verktök-
um. “
— Era samningar um kaup ríkis-
ins á umræddum hlut komnir vel á
veg?
„Nei, þetta hefur verið orðað.
Ég býst við að það hafi verið vegna
mikilla anna utanríkisráðherra und-
anfarnar vikur, að málið er ekki
lengra á veg komið en raun ber
vitni."
— Erað þið búnir að verðleggja
þann hlut sem ríkinu er falur?
„Nei, hluturinn hefur ekki verið
verðlagður, en þetta er ekki mjög
flókið dæmi. Félagið á utan varnar-
svæðanna ekkert nema þessa bygg-
ingu hér á Höfðabakka að hálfu á
móti Sameinuðum verktökum, pen-
ingainnstæður og einhver verðbréf
ríkissjóðs. Innan vamarsvæðanna
era vinnuvélar og búnaður til fram-
kvæmda það sem verðleggja þarf.
Þetta er allt saman bókfært í bók
félagsins og metið til ákveðinna
verðmæta.“
Auglýsi eftir stefiiu
Sjálfstæðisflokksins
— Nú hefur umræðan um aukinn
eignarhlut ríkisins í íslenzkum aðal-
verktökum tvímælalaust vakið upp
umræðuna um það á nýjan leik,
hvort eðlilegt sé, árið 1989, að ís-
lenzkir aðalverktakar einoki allar
framkvæmdir fyrir varnarliðið á
Keflavíkurflugvelli. Þorsteinn Páls-
son, formaður Sjálfstæðisflokksins,
hefur margsinnis sagt að aflétta
bæri þessari einokun og nú nýlega
sagði hann á Alþingi að nær væri
að aflétta einokun ykkar á þessum
framkvæmdum, heldur en að auka
hlut ríkisins. Hvað segir þú um
þessa skoðun hans og annarra?
„Ég hef áður svarað þessari
spumingu í Morgunblaðinu, þegar
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, þá forsætisráð-
herra, og Jón Baldvin Hannibalsson
þáverandi íjármálaráðherra, sem
þá sátu saman í stjóm, höfðu svo
að segja í sömu andrá lýst mismun-
andi skoðunum sínum í fjölmiðlum.
Ég sagði þá, að ég áliti það ekki í
mínum verkahring, að vera með
mótmæli eða athugasemdir við yfír-
lýsingar, sem forráðamenn þjóðar-
innar létu hafa eftir sér í fjölmiðl-
um.
Hins vegar er rétt að greina frá
því að reglur Mannvirkjasjóðs
NATO era þær að allar fram-
kvæmdir fyrir þá eru boðnar út á
opnum markaði í NATO-löndunum
öllum. Við íslendingar fengum
vegna smæðar okkar og sérstöðu
það samþykkt hjá Mannvirkjasjóði
NATO að við mættum hafa það
fyrirkomulag hér á landi sem
tíðkazt hefur, frá stofnun íslenzkra
aðalverktaka, að ákvarðanir um
framkvæmdir væra einungis á valdi
íslendinga, fyrst og fremst til að
hægt væri að gæta þess að vamar-
liðsframkvæmdir trafluðu ekki
íslenzkt efnahagslíf. Það er staðföst
skoðun þeirra sem starfað hafa að
þessum málum í varnarmáladeild
utanríkisráðuneytis að ef við viljum
bjóða þetta út á innlendum mark-
aði, þá þýði það skilyrðislaust að
við verðum að bjóða þetta út í öðr-
um NATO-löndum. Þess vegna er
valið eingöngu um það að hér verði
einn aðili sem sjái um framkvæmd-
imar, eða að þær verði boðnar út
í fleiri löndum.
Ég hef rætt þessi mál við fjölda
áhrifamanna og sé alveg sérstaka
ástæðu til að auglýsa eftir stefnu
Sjálfstæðisflokksins í þessum mál-
um. Mér þykir nefnilega vel vera
hægt að líkja þessu við að leyfa
útlendingum að veiða í íslenzkri
landhelgi, eins og krafízt yrði ef
við göngum í EB og allt er gefíð
fijálst."
— Hvemig stendur á þeim leynd-
arhjúp sem jafnan hefur hvílt yfir
starfsemi íslenzkra aðalverktaka —
svo sem umfangi hennar, ffam-
kvæmdum og eðli þeirra, afkomu
félagsins og gróða?
„Það stafar af því að frá upp-
hafi vega, vildi þáverandi utanríkis-
ráðherra ekki að þessar fram-
kvæmdir væra í sviðsljósinu. Ég
veit nú varla hveijar ástæðumar
fyrir þessu vora, en það var jafnvel
þannig, að ef við þurftum á starfs-
mönnum að halda, eins og smiðum,
verkamönnum o.s.frv., máttum við
ekki auglýsa sjálfir, heldur urðum
við að fá annan aðila til þess að
auglýsa fyrir okkur. Það var allt
að því feimnismál að ljalla um starf-
semi félagsins, hvort sem það var
af hræðslu við kommana eða ekki
og við vöndumst á það að við mætt-
um ekki tala um hlutina. Þannig
hefur það lengst af verið og það
er ekki fyrr en nú á seinni árum,
að við höfum reynt að svara að
minnsta kosti einhveijum þeirra
og það svo gjarnan var orðað.“
— En það hefur ekki alltaf verið
svo að þið hafið greitt út lítinn arð,
er það? Var það ekki í hittiðfyrra,
árið 1987, sem greiddur var út arð-
ur að upphæð 500 milljónir króna,
eða sem svarar 20% af veltu ársins?
„Þegar þú talar um arð, þá átt
þú við það sem íslenzkir aðalverk-
takar greiða eigendum sínum, ekki
satt? Þetta heitir raunar aðeins arð-
ur í hlutafélögum, en í sameignarfé-
lögum, eins og við eram, þá er ver-
ið að taka út af höfuðstóli þau verð-
mæti, sem búið er að borga skatta
af. Þessum fíármunum má deila út
til eigendanna, þetta er þeirra inn-
eign í félaginu. I hlutafélagi heitir
þetta aftur a móti arður, og má
nema 10% af hlutafjáreign, án þess
að til tvísköttunar komi. í ofan-
greindri skýrslu til Alþingis 1984
kemur fram að eigendur Samein-
aðra verktaka hf. fengu á áranum
1957-1984 greiddan arð samtals
að upphæð 4,7 milljónir króna.
Margir munu ugglaust hafa talið
þá upphæð margfalt hærri.
Raunar vora það 400 milljónir
sem greiddar voru af höfuðstóli á
árinu 1987, þvi 100 milljónir til-
heyrðu árinu á undan.
Á þessu ári hefur ekkert verið
greitt, þó að samþykkt hafi verið á
aðalfundinum nú fyrir tæpum mán-
uði að greiða 200 milljónir króna
til eigendanna, að tilskildu sam-
þykki utanríkisráðherrans. Hann
hefur ekki ennþá samþykkt það og
þar af leiðandi hefur engin úttekt
farið fram af hálfu eigendanna af
innstæðúm þeirra í félaginu.“
Peningamir notaðir í
þágu þjóðfélagsins
— Gróði ykkar hjá íslenzkum
aðalverktökum hefur lengi verið
vinsælt umræðuefni eða hneykslun-
arhella og jafnframt það hvernig
hann skiptist. Era það aðeins örfáir
sem njóta góðs af hagnaðinum, eða
telur þú að hann nýtist þjóðfélaginu
í heild?
„í fyrsta lagi, þá hafa okkar
peningar alla tíð legið í bönkunum.
Auðvitað hefur menn greint á um
hversu mikið af höfuðstóli félagsins
skyldi greitt út til eigenda, en við
sem höfum ráðlagt að fara varlega,
höfum fengið að ráða ferðinni. Okk-
ur fannst að þessir fjármunir sem
við höfðum unnið okkur inn gerðu
ekkert betur, en að liggja í bönkun-
um, þar sem þeir væra á megranar-
kúr eins og sparifé annarra lands-
manna og notaðir í þágu þjóðfélags-
ins og þeim stjómað af bankastjór-
unum en ekki okkur.
Ég veit að ráðamenn úr öllum
stjórnmálaflokkum hafa sent menn
á fund bankastjóra allra banka og
alls staðar fengið þau svör að við
ættum peninga hjá þeim, en aldrei
reynt að hafa áhrif á það hvemig
þeir væra nýttir."
— Hvað með fullyrðingar þess
efnis að þið beitið þrýstingi til þess
að beina fíármagni í ákveðinn far-
veg, í gegnum minni bankana, eink-
um úti á landi? Þar hafa sérstak-
lega verið nefndir staðir eins og
Akranes og Keflavík.
„Ég kannast ekki við að hafa
nokkurn tíma heyrt neina beiðni í
þá átt varðandi Akranes. Hitt er
rétt að við höfum, á okkar athafna-
svæði, Suðumesjunum, veitt
ákveðna fyrirgreiðslu í gegnum
Sparisjóð Keflavíkur. Til dæmis var
reynt að neyða okkur til að gerast
hluthafar í útgerðarfélaginu Eldey
hf., en við gátum sloppið við það
með því að lána fyrirtækinu 10
milljónir til 5 ára, vaxtalaust, en
verðtryggt og að fullu tryggt. Jafn-
framt áttum við hlut að því að
Sparisjóður Keflavíkur lánaði félag-
inu 40 milljónir. Seinna greiddum
við aftur fyrir því að fyrirtækið
fékk 40 milljóna króna lán úr Verzl-
unarbankanum, en það var fyrir
tilstuðlan ráðherra. Við höfum jafn-
framt orðið við beiðni ráðamanna á
okkar athafnasvæði að leggja inn
fé til Sparisjóðsins í Keflavík, til
þess að lána til Dvalarheimilis aldr-
aðra, Sjúkrahússins í Keflavík og
fleiri. Þar höfum við farið að beiðni
yfirvalda, en ekki sett nein skilyrði
okkur til hagsbóta á einn eða annan
hátt. Það hefur aðeins einn utanrík-
isráðherra farið þess á leit við okk-
ur að við legðum fé inn á banka í
Reykjavík. Við urðum við þessari
beiðni ráðherrans og lögðum 25
milljónir króna inn á þennan banka,
en það var gjörsamlega á valdi ráð-
herra og bankans hvernig fjármun-
unum yrði varið og án skilyrða af
okkar hálfu.
Þá má geta þess að inneignir
okkar í bönkum, það sem af er
þessu ári, hafa minnkað um nálægt
500 milljónir króna.“
— Nú, hvernig stendur á því?
„Það er meðal annars vegna þess:
að við höfum tapað veralega á.
rekstrinum það sem af er þessu
ári. Við voram ekki með hús í
smíðum, þar sem hægt var að vinna
inni. Við voram að beijast við það
að steypa upp hús við meira fann-
fergi en við höfum hingað til þekkt.
Aðstæður fyrir útivinnu vora ein-
faldlega svo erfiðar að við höfum
stórtapað framan af árinu. Við er-
um með á milli fimm og sex hundr-
uð manns i vinnu og þrátt fyrir
óáran segjum við engum upp. Ég
veit ekki fyrir hvað marga tugi
milljóna við eram búnir að moka
snjó í vetur. Rétt er það að fyrstu
mánuðir ársins og tveir síðustu era
alltaf fremur rýrir, þannig að þessi
mynd gæti breytzt með góðu
sumri.“
Vil ekki endilega
viðhalda einokun
— Thor, ef þú berð saman þær
aðstæður sem era í þjóðfélaginu
okkar við þær sem vora fyrir §5
áram, þegar íslenzkir aðalverktak-
ar var stofnað, finnst þér þá að
einokun ykkar á öllum framkvæmd-
um á vegum varnarliðsins sé rétt-
lætanleg í dag?
„Þegar ríkisvaldið gerði á sínum
tíma vamarsamninginn við Banda-
ríkjamenn, þá var þar ákvæði um
að Bandaríkjamenn vildu hafa sinn
eiginn verktaka, sem sinnti þeim
og væri alltaf til reiðu. Það þýðir í
rauninni, að ekki er hægt að hafa
marga verktaka til þess að sinna
þessu. Þeir gætu þurft að svara á
þann veg, þegar þeir væra beðnir
um að taka að sér verkefni, að
þeir væra því miður búnir að fes^
sig í öðram verkefnum. Bandarílq'a-
menn vilja hafa samskonar þjónustu
til reiðu fyrir sig og þeir höfðu,
þegar þeir vora með sinn eiginn
verktaka, Hamilton. Það stendur í
þessu byijunarákvæði í samningn-
um við Aðalverktaka að þeir máttu
fela öðram undirverktökum verk,
en urðu að vinna meirihluta verk-
anna sjálfir, til þess að mannskap-
urinn, kunnáttan og þekkingin væri
fyrir hendi.
Það era vissulega aðrir tíma en
það breytir ekki því, að óskir varn-
arliðsins um að hafa sína eigin trún-
aðarverktaka hafa ekki breytzt.
Hafi þeir hann ekki, gæti svo farið
að hæfustu verktakamir hefðu
bundið sig öðram verkefnum, þegar
þeirra væri skyndilega þörf.
Það er skoðun okkar að um 300
manna lið sé minnsti kjami’, sem
nauðsynlegur er til að geta sinnt
hlutverki verktaka, sem Banda-
ríkjamenn gætu sætt sig við.“
— En nú era óneitanlega aðrar
aðstæður í þjóðfélaginu en vora
fyrir 35 áram. Nú era verktakar
miklum mun fleiri og tækni- og
sérfræðikunnátta á allt öðra og
hærra stigi. Væri ekki eðlilegra
miðað við breytta tíma, að afnema
þá einokun sem þið búið við og
breyta íslenzkum aðalverktökum í
nokkurs konar ráðgjafarfyrirtæki,
sem fíallaði um útboð á almennum
markaði, sem skilaði síðan niður-
stöðum sínum um tilboð til varnar-
málaskrifstofu og vamarliðs?
„Það er engin spuming um það
að hver svo sem höndlar fram-
kvæmdimar fyrir varnarliðið, getur
falið framkvæmdimar öðram verk-
tökum. Ég bendi á að við fólum
öðram verktökum á sl. tveimur
áram verk fyrir um 1.500 milljónir
króna, til aðila sem áður höfðu ekki
komið nálægt þessum framkvæmd-
um. Þetta sem þú ert að tala um,
er því í raun þegar komið í fram-
kvæmd. Til dæmis borguðum við
starfsmönnum okkar samtals tvö
síðustu ár 1.100 milljónir króna en
undirverktakar fengu á sama tíma
1.550 milljónir.“
— Engu að síður stendur það
eftir sem áður að einkarétturinn,
ákvörðunin um það hvort þið vinnið
verkið eða felið öðram það, er enn
í ykkar höndum. Skýtur það ekki
skökku við að þið ríghaldið í þennan
einkarétt, menn sem hafið jú á
ykkur það orð, margir hverjir, þú
þeirra á meðal, að vera eindregnír
málsvarar fijálsrar samkeppni?
„Ég tel af minni þekkingu á þess-
um málum, að það þurfi sérstæða
og mjög mikla þekkingu á fram-
kvæmdaaðferðum Bandaríkja-
manna til þess að geta annazt þessa
þjónustu. Og ég fullyrði að í dag
er enginn hér á landi í stakk búinp
að annast þessar framkvæmdir á
SJÁ BLS. 39