Morgunblaðið - 17.05.1989, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAI 1989
41
Þorvaldur G. Kristjánsson um verkfalls-
rétt opinberra starfsmanna:
Rýrari kjör eftir en áður
Verklag- fjármálaráðherra lengir deiluna
„Hvernig hafa laun ríkisstarfs-
manna þróast miðað við laun á
hinum almenna vinnumarkaði
síðan ríkisstarfsmenn fengu
verkfallsrétt"? Hvaða árangri
hefur verkfallsrétturinn skilað
þeim?
Þannig spurði Þorvaldur
Garðar Kristjánsson í þingræðu
fyrir helgina. Hann hélt því fram
að verkfallsréttur hefði ekki fært
opinberum starfsmönnum betri
kjarastöðu heldur hið gagn-
stæða.
Verkfallsrétturinn og BSRB
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
sagði orðrétt í þingræðu:
„Þannig kemur í Ijós að laun hjá
BSRB eru 1976 1% hærri en iaun
verkafólks og iðnaðarmanna.
Næstu ár eykst þetta forskot BSRB
nokkuð en tekur síðan að minnka
og svo er komið á síðasta ári, 1988,
að laun BSRB eru 5,4% lægri en
laun þessara viðmiðunarstétta. I
þessum samanburði er því hlutur
BSRB 6,4% hundraðshlutum lakari
á síðasta ári en þegar verkfallsrétt-
urinn kom til...
Árið 1981 eru laun BSRB ekki
nema 89,7% af launum skrifstofu-
fólks á almennum vinnumarkaði.
Og ekki tekur betra við fyrir BSRB
næstu árin heldur þvert á móti. Og
svo er komið á síðasta ári, 1988,
að laun BSRB eru aðeins 78,5% af
launum skrifstofufólksins og hefur
hlutur BSRB því vernsað á þessu
tímabili um 11,2 hundraðshluta.“
V erkfallsrétturinn
og BHMR
Síðar sagði þingmaðurinn:
„Arið 1986 þegar BHMR fær
verkfallsréttinn eru laun þess 36,1%
hærri en laun verkafólks og iðnað-
■armanna. Hlutur BHMR versnar
síðan strax og eru laun þess orðin
á síðasta ári, 1988, aðeins 24,4%
hærri en laun verkafólks og iðnað-
armanna. Og er því um 11,7 hundr-
aðshluta lækkun að ræða á þessum
stutta tíma.
Sama þróun kemur í ljós þegar
skoðaður er samanburður töflunnar
milli BHMR og skrifstofufólks á
hinum almenna vinnumarkaði. Arið
1986 eru laun BHMR 23% hærri
en laun skrifstofufólksins en árið
1988 aðeins 3,3% hærri. A tveimur
árum lækkaði hlutur BHMR um 9,7
hundraðshluta.
Þessar tölur sem ég hefí hér rak-
ið segja mikla sögu ...
Af þeim verður að draga þá
Breyttar reglur
um húsnæðisbætur
Efri deild Alþingis samþykkti i siðustu viku frumvarp um breyt-
ingu á lögum um tekju- og eignarskatt. Flutningsmaður er Salóme
Þorkelsdóttir (S/Rn). í breytingunni felst, að þeir menn geti öðlast
rétt til húsnæðisbóta, sem byggja hús í stað húsa sem úrskurðuð
hafa verið óhæf til íbúðar, verðlaus og til niðurrifs, enda sé það stað-
fest með tilskildum vottorðum opinberra aðila. Ólafúr Ragnar
Grímsson gármálaráðherra mælti gegn þessari breytingu en Margr-
ét Frímannsdóttir, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins studdi
frumvarpið.
Meirihluti fjárhags- og viðskipta-
nefndar efri deildar mælti með sam-
þykkt frumvarpsins en að meiri-
hlutaálitinu stóðu þingmenn stjóm-
arandstöðunnar og Margrét
Frímannsdóttir. Aðrir stjómarþing-
menn í nefndinni lögðu til að fram-
varpinu yrði vísað til ríkisstjórnar-
innar með vísan til umsagnar emb-
ættis ríkisskattstjóra, þar sem lagst
var gegn breytingunni sem fram-
varpið gerir ráð fyrir.
Framvarpið var samþykkt í efri
deild á fimmtudag og bíður nú
fyrstu umræðu í neðri deild.
Mjólkurbú:
Undanþága frá aðstöðugjaldi nái
aðeins til mjólkurframleiðslu
Neðri deild Alþingis samþykkti á fostudaginn breytingartillögu
Geirs H. Haarde (S/Rvk) við fimmvarp um tekjustofna sveitarfélaga,
þar sem gert er ráð fyrir því að mjólkurbú verði ekki lengur undan-
þegin aðstöðugjaldi og hefúr frumvarpið nú verið sent efri deild svo
breytt. Þar hefúr hins vegar komið fram breytingartillaga sem mið-
ar að því að mjólkurbú greiði aðeins aðstöðugjald af þeirri fram-
leiðslu, sem ekki telst til mjólkurafurða.
Geir H. Haarde sagði er hann
mælti fyrir breytingartillögu sinni
að með því að veita fyrirtækjum í
tilteknum atvinnurekstri undan-
þágu frá greiðslu aðstöðugjalda
væri ekki einungis verið að mis-
muna fyrirtækjum, heldur og sveit-
arfélögum. Benti hann meðal ann-
ars á, að fyrirtæki í sjávarútvegi
væra ekki undanþegin aðstöðu-
gjaldi.
Framvarpið er nú aftur komið til
efri deildar þar sem það bíður einn-
ar umræðu. Félagsmálanefnd deild-
arinnar hefur fjallað um málið og
er meirihluti hennar ósammála
breytingu neðri deildar. í nefndará-
liti meirihlutans, sem fulltrúar
stjórnarflokkanna skipa, segir að
til að koma til móts við sjónarmið
neðri deildar flytji nefndin breyting-
artillögu, sem hún vænti að sé við-
unandi fyrir flesta aðila. Þessi
breytingartillaga er á þá leið, að
undanþága mjólkurbúa frá greiðslu
aðstöðugjalds n'ái einungis til fram-
leiðslu mjólkur og mjólkurafurða.
Segir meirihlutinn, að með þessari
breytingu séu tekin af öll tvímæli
um að undanþágan nái ekki til ann-
arrar framleiðslu mjólkurbúa, svo
sem framleiðslu ávaxtagrauta og
víns.
l'W*U ÍPGf',;
ályktun að verkfallsrétturinn hafi
ekki megnað að bæta hlut opin-
berra starfsmanna og ekki einu
sinni að koma í veg fyrir að launa-
kjör þeirra versnuðu borið saman
við laun á hinum almenna vinnu-
markaði.“
Ráðherra magnaði
upp átökin
í lok ræðu sinnar vék Þorvaldur
Garðar að verklagi fjármálaráð-
herra og sagði:
„Það tjóar ekki að ræða þessi
mál við fjármálaráðherra í víðu
samhengi með hag alþjóðar fyrir
augum. Hann sér ekkert nema
þrætumál sín sem hann hefur
magnað upp í verkfalli háskóla-
menntaðra manna sem nú stendur
yfír. Það besta sem hægt er að
vænta af fjármálaráðherra er að
honum vinnist ekki tími með ráðs-
lagi sínu og áráttu til að vinna óbæt-
anlegt tjón svo sem að leggja
menntakerfi þjóðarinnar í rúst.
Þess vegna hefði nú átt að vera
til umræðu vantraust á fjármála-
ráðherra og ríkisstjórnina í heild.
Það er ekki aðeins vegna þeirrar
kjaradeilu sem við nú ræðum og
væri þó ærið tilefni heldur einnig
vegna þess háska sem þjóðinni
stendur af ástandi efnahagsmál-
anna og öðra ráðslagi ríkisstjómar-
innar sem er utan umræðuefnis
míns í dag.“
Símahleranir:
132 úrskurðir á 10 árum
íslenskir dómstólar hafa 132 sinnum úrskurðað símahleranir heim-
ilar á síðustu tíu árum. Tvívegis hefúr slíkur úrskurður verið kveð-
inn upp vegna beiðni frá Rannsóknarlögreglu ríkisins en í öllum
öðrum tilvikum hefúr verið um að ræða beiðnir frá lögreglustjóra-
embættinu í Reykjavík. Allir úrskurðirnir hafa verið kveðnir upp
vegna rannsóknar á fíkniefnamálum. Þetta kemur fram í svari Hall-
dórs Ásgrímssonar dómsmálaráðherra við fyrirspum frá Kristínu
Halldórsdóttur (Kvl/Rn), sem lagt var fram á Alþingi í gær.
Þingmaðurinn spurði meðal ann-
ars um þær reglur, er gilda um
símahleranir hér á landi. í svari
ráðherra kemur fram, að dómari
geti heimilað slíkar hleranir með
vísun í lög um meðferð opinberra
mála, ef öryggi ríkisins krefst þess
eða ef um mikilsverð sakamál er
að ræða.
Fram kemur, að frá 1979 hafa
verið kveðnir upp 132 úrskurðir af
þessu tagi, flestir árið 1985 eða 32.
Á yfirstandandi ári hafa verið
kveðnir upp 6 úrskurðir. Rannsókn-
arlögregla ríkisins hefur tvívegis
beðið um heimild til hlerana á þessu
tímabili, annars vegar vegna stór-
fellds innbrotsþjófnaðar og grans
um fíkniefnabrot og hins vegar
vegna sama þjófnaðar, íjárkúgunar
og heitinga um ófarnað. í öllum
öðram tilvikum hefur verið um að
ræða beiðnir frá lögreglustjóraemb-
ættinu í Reykjavík vegna rann-
sókna á meiriháttar fíkniefnamis-
ferli.
Ráðherra getur þess í svari sínu,
að til skýringar á fjölda úrskurða ■■
beri að taka tillit til þess, að oft
sé um að ræða framlengingu á
heimild til hlerana með nýjum úr-
skurði. Einnig geti margir úrskurð-
ir verið vegna rannsóknar á sama
máli vegna tengsla og fjölda gran-
aðra.
Verkiin þuirkaðra þorsk-
hausa hafín á Héraði
A að vinna 2.300 tonn á ári
Egilsstöðum.
NÝSTOFNAÐ fyrirtæki í
Fellabæ á Fljótsdalshéraði,
Herðir hf., er tekið til starfa.
Meginverkefni fyrirtækisins
verður að þurrka þorskhausa.
Gert er ráð fyrir að vinna úr
um 2.300 tonnum af hausum á
ári. Ur þeim fást um 600 tonn
af fúllverkuðum hausum til út-
flutnings.
Hausarnir verða seldir til
Nígeríu og eru söluhorfur góðar.
Hausunum er safnað saman frá
Seyðisfirði og allt suður til Djúpa-
vogs. Það sem einkum réð því að
fyrirtækinu var valinn staður á
Fljótsdalshéraði er aðgangur að
hagkvæmri orku frá hitaveitunni
en þurrkunin fer fram í sérstökum
þurrkklefum við heitan blástur.
Með tilkomu þessa nýja fyrirtækis
sköpuðust 10 ný framleiðslustörf
á Héraði.
Herðir hf. er í nýju 700 fer-
metra húsnæði sem byijað var að
byggja eftir áramótin. Stofnkostn-
aður við hús og búnað er áætlaður
24 milljónir. Hlutafjárloforð era 8
milljónir og era hluthafar 36 fyrir-
tæki og einstaklingar á Héraði og
nærliggjandi fjörðum. M.a. era
margir útgerðarmenn og hráefni-
seigendur aðilar að fyrirtækinu.
Hráefnið er fengið frá Seyðisfírði
og allt suður á Djúpavog en þang-
að eru um 140 km.
Pálmi Kristmannsson, fram-
kvæmdastjóri Herðis, sagðist gera
ráð fyrir að flutningskostnaður
hráefnis verði um 2,5 milíjónir á
ári. Sá kostnaður ynnist upp með
annarri hagkvæmni af þessari
staðsetningu fjarri sjó. Einnig
væri á það að líta að hvergi á ein-
um útgerðarstað á Austurlandi
féllu til þorskhausar í þetta miklu
magni þannig að flutningur á hrá-
efni væri óhjákvæmilegur og Hér-
aðið því heppileg staðsetning.
Asíufélagið sér um sölu fram-
leiðslunnar til Nígeríu. Kjartan
Jónasson, framkvæmdastjóri þess,
sagðist ekki trúaður á vandkvæði
við sölu eða greiðslu afurðanna.
- Bjöm
Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson
Pálmi Kristmannsson, framkvæmdastjóri Herðis, og Gunnlaugur
Ingvarsson stjórnarformaður.