Morgunblaðið - 17.05.1989, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989
The King’s Singers.
The King’s
Singers í
Islensku
óperunni
BRESKI sönghópurínn The King’s
Singers, heldur tónleika í islensku
óperunni á vegum Tónlistarfélags-
ins fimmtudaginn 18. maí kl.
20.30.
í fyrra héldu The King’s Singers
upp á 20 ára afmæli ferils síns og
eins og nafnið gefur til kynna eiga
þeir rætur að rekja til kórsins í
King’s College í Cambridge, og
nefndu sig upphaflega Schola Cant-
orum Pro Musica Profana in
Cantabridgiense. Alastair Hume,
kontra-tenór, og Simon Carrington,
barítón, hafa verið með frá upphafi,
aðrir söngvarar eru Jeremy Jack-
man, kontra-tenór, Bob Chilcott, te-
nór, Bruce Russell, barítón og Step-
hen Connolly, bassi. Undanfarin 20
ár hafa The King’s Singers haldið
fleiri þúsund tónleika, gefið út 40
hljómplötur með tónlist frá 16. öld
til nútímans á fjölda tungumála, og
komið fram ótal sinnum í útvarpi og
sjónvarpi. The King’s Singers koma
hingað á leið sinni heim úr tónleika-
ferð um Bandaríkin, og hefur The
British Council styrkt komu þeirra.
Á efnisskránni á fimmtudagskvöld
eru fimm þekkt bandarísk þjóðlög,
útsett af Robert Chilcott, tvö spönsk
verk frá 16. öld og verk eftir Gordon
Crosse sem var frumflutt í fyrra við
hátíðahöld í tilefni af því að 400 ár
voru liðin síðan Francis Drake sigr-
aði flota Spánveija. í næsta verki,
Sjómennimir frá Kermor, halda þeir
sig við hafið, og efnisskránni lýkur
með velþekktum lögum af léttara
taginu.
Miðasala er í íslensku óperunni.
(Fréttatilkynning)
Léttsveit í Kringl-
unni
LÉTTSVEIT bandaríska fiotans
er nú stödd hér á landi vegna yfir-
mannaskipta hjá varnarliðinu á
Keflavíkurfiugvelli.
Hljómsveitin kemur í heimsókn í
Kringluna í dag, miðvikudag, og mun
leika nokkur Iög fyrir viðskiptavini
Kringlunnar milli kl. 16 og 17.
(Fréttatilkynning)
Norskur fyrirles-
ari í Kennarahá-
skólanum
UM ÞESSAR mundir er norskur
sérkennslufræðingur, Knut Öst-
rem, staddur hér. Hann er for-
stöðumaður ráðgjafar- og sál-
fræðiþjónustu í nágrenni Osló-
borgar.
Knut Östrem flytur fyrirlestur í
Kennaraháskóla íslands fímmtudag-
inn 18. maí nk. sem hann nefnir
„Norræn viðhorf til frávika frá heiðni
til vorra daga“.
I erindi sínu íjallar Östrem um
sögulega þróun hugmynda um frávik
og viðbragða við afbrigðilegu fólki í
Noregi og víðar á Norðurlöndum,
allt frá heiðnum sið. Östrem leitar
víða fanga, m.a. allmikið í íslenskar
heimildir.
Fyrirlesturinn, sem fluttur er á
norsku, verður í stofu 201 og hefst
kl. 16.30.
Öllum er heimill aðgangur.
Lögreglan á fundi
með verktökum
LÖGREGLAN í Reykjavík í sam-
ráði við umferðarráð mun halda
fund með verktökum er annast
verklegar framkvæmdir á eða við
gatnakerfi borgarinnar í dag kl.
14.00-16.30. Fundurínn verður
haldinn í Brautarholti 30.
Tilgangur fundarins er að kynna
og fara yfir gildandi reglur um merk-
ingar svo og önnur þau atriði sem
að gagni mega koma og stuðlað geta
að auknu öryggi vegfarenda sem og
starfsfólks verktaka.
(Fréttatilkynning)
Helgarmót í brids
Á VEGUM bridssamtaka _ í
Reykjavík og Ferðaskrifstofu ís-
lands er að hefjast röð helgarmóta
i bríds um land allt. Spilað verður
á 8 stöðum, tveimur á höfuðborg-
arsvæðinu og á sex gististöðum
Hótels Eddu víða um land frá maí
til september. Fyrsta mótið verður
í Gerðubergi í Breiðholti 20.-21.
maí og er hafin skráning í það mót.
Glæsileg verðlaun verða í boði,
yfir 1,6 milljónir króna, auk þess er
stefnt að lokuðu stórmóti í haust
með þátttöku þeirra 10-12 para sem
bestum árangri ná í mótunum og 4-6
sterkum pörum frá Bandaríkjunum
og Evrópu. Sérstaklega er stefnt að
því að fá hingað til lands hinn þekkta
leikara og brids-spilara Omar Sha-
rif.
Þetta er í fyrsta skipti sem bridsá-
hugafólki hér á landi er boðið upp á
helgarmót af þessu tagi.
(Fréttatilkynning)
Námskeið fyrir
ferðamenn
Kvöldnámskeið fyrir ferðamenn
verður haldið i Menntaskólanum
í Kópavogi 17.-31. maí nk. kl.
19.00-22.00. Kennt verður á mánu-
dags- og miðvikudagskvöldum.
Námskeiðið er til fróðleiks þeim
sem ætla að ferðast um óbyggðir
landsins í sumar. Leiðbeint verður
um gönguleiðir og ökuleiðir og um
jeppaferðir. Gefnar verða ábendingar
um nýjar og fáfarnar leiðir í óbyggð-
um og um undirbúning jeppaferða.
Einnig um gistimöguleika í óbyggð-
um.
Laugardaginn 20. maí verður opið
hús í Menntaskólanum í Kópavogi
kl. 14.30-17.00. Þá verða til staðar
fulltrúar frá hinum ýmsu ferðamála-
fyrirtækjum og veita þeir upplýsing-
ar um hvers konar gisti- og ferða-
möguleika á íslandi sumarið 1989.
(Úr fréttatilkynningu)
Stjórnarnefiid
ríkisspítalanna:
Steftiir í óþol-
andi ástand á
spítölum
Á FUNDI stjórnarnefndar
ríkisspítala 11. maí 1989 var geðr
eftirfarandi bókun:
„Stjórnarnefnd ríkisspítala lýsir
áhyggjum sínum af því ástandi sem
skapast hefur á sjúkrahúsunum
vegna yfírstandandi verkfalls. Fram-
hald vinnustöðvunar leiðir til ger-
samlega óþolandi ástands á spítölun-
um og verður því að linna sem allra
fyrst.“
Nefndin beinir því til aðila kjara-
deilunnar að þeir gangi til samninga
sem allra fyrst.
Síðustu vortónleikar Tónlistar-
skóla Kópavogs verða haldnir í
dag, miðvikudaginn 17. maí.
Síðustu vortón-
leikar Tónlistar-
skóla Kópavogs
SÍÐUSTU vortónleikar Tónlistar-
skóla Kópavogs verða haldnir í
dag, miðvikudaginn 17. maí, í sal
skólans, Hamraborg 11, kl. 19.00.
Á efnisskránni eru einleiks- og
kammerverk og eru flytjendumir í
hópi nemenda í efri stigum skólans.
Að vera „þakklát-
ur“ fyrir eldislax
__________Veiði_____________
Guðmundur Guðjónsson
Nú er hver dagurínn öðrum
lengri þótt ekki sé um nema sek-
úndur og fáeinar mínútur að
ræða. Það styttist í veiðitímann
og sumir eru reyndar byrjaðir
að huga að dorggræjunum.
Síðasta sem fréttist af dorgmið-
um í Borgarfirðinum var, að nú
ætti að fara að selja veiðileyfi
út á ísinn. Hingað til hafa dorg-
arar viðast getað rennt endur-
gjaldslaust sjálfúm sér til rnikill-
ar gleði. Sumir hafa reyndar
atyrt bændur fyrir að vilja aura
fyrir ísveiileyfin og sprt náung-
ann hvort að stætt sé á því að
selja veiðileyfi i veiðivatn þegar
ekki er staðið á bakka, í landi
einhvers bónda. Hvort að bóndi
eigi ísinn á ánni líka? Ha? Við
skulum nú lita á nokkur tiðindi
sem orðið hafa i veiðiveröld
íslenskra veiðidellukarla (og
kerlinga).
Að vera þakklátur...
Mitt í allri umræðunni um
flökkulaxagöngur í ám við Faxa-
flóa og mögulegan skaða sem þær
geta unnið á náttúrulegum villtum
laxastofnum á svo og svo mörgum
árum, gat að líta furðulega stað-
hæfingu Guðmundar G.Þórarins-
sonar alþingismanns og fiskeld-
isforkólfs í blaðaviðtali. Hann sagði
þá m.a. að hann sæi ekki betur en
að stangaveiðimenn ættu að þakka
fyrir þá auknu laxgengd sem
flökkulaxamir stæðu fyrir meðan
hennar nyti við, því auðvitað
myndu fiskeldismenn vinna að því
öllum árum að koma í veg fyrir
að eldisfiskar þeirra slyppu úr
prísundinni. Hljóta svona ummæli
að teljast ábyrgðalítil, því búast
má við að vel flestir eða allir
stangaveiðimenn vilja heldur vita
framtíð villtra laxastofna tryggða
heldur en að bæta nokkrum feitum
og uggaétnum eldislöxum í veiðipo-
kann að kvöldi veiðidags.
Hvar voru eldislaxar?
Eldislaxamir vom aðallega í Elliða-
ánum, Korpu, Leirvogsá og Hvítá
í Borgarfirði. Kunnugir telja að
Laxá í Leirársveit hafi verið laus
við pláguna þrátt fyrir góða veiði,
en orð margra um að lítið hafi
verið af slíkum fiskum í Laxá í
Kjós hafa verið rengd af jafn mörg-
um. Einn vel þekktur aflamaður
sem oft fór í Kjósina sagðist hafa
veitt mjög marga slíka laxa, lang
mest neðst í ánni. Sá hinn sami
hélt að einhver brögð hefðu verið
að því að eldislaxar hefðu gengið
fram ána. Því andmæla hins vegar
mjög margir.
Þessi sami aflamaður fullyrti að
töluvert magn af eldislaxi hefði
veiðst í Grímsá í Borgarfirði og
útskýrði það að nokkru leyti hvers
vegna hún skar sig svo mjög úr
frá hinum Borgarfjarðaránum sem
allar voru með aðeins þokkalega
meðalveiði þótt metveiði væri í
flestum ám allt í kring. Maður þessi
veiddi h'ka að eigin sögn tvo aug-
ljósa eldislaxa í Laxá á Ásum
síðasta sumar. Áður hefur þess
verið getið, að Garðar H.Svavars-
son hafi einnig veitt tvo eldisfiska
í Laxá og telja margir að eldislaxar
séu síður en svo bundnir við Faxaf-
lóa þótt augljóslega sé mest um
þá þar.
Best að hafa enga
hrygningu?
Á fundi sem fiskeldismenn og
Veiðimálstofnun héldu fyrir
skömmu kom margt fróðlegt fram
bæði í fyrirlestrum og almennum
umræðum. Einhveiju sinni er rætt
var almennt um seiðasleppingar í
laxveiðiár, bar mjög á góma sá
árangur sem náðst hefur mælan-
lega í vatnakerfi Miðfjarðarár, en
árum saman hefur Tumi Tómasson
unnið þar að margvíslegri ræktun
ásamt veiðifélaginu sjálfu. Einn
sem stóð upp sagði, að svo góður
árangur næðist með smáseiða-
sleppingum, að engin spuming
væri að hægt væri að tryggja mun
meiri laxagöngur í Miðfjarðará
heldur en nú með því að veiða allan
laxinn að hausti, halda nokkrum
eftir til undaneldis, en slátra hin-
um. Sleppa síðan réttu magni smá-
seiða. Sem sagt, Miðfjarðará væri
viðhaldið með seiðasleppingum, en
engin náttúruleg hrygning færi þar
fram. Maðurinn sló þessu fram sem
staðhæfingu, en bætti við að þar
með væri ansi langt gengið og tóku
fundarmenn undir það. Samt vekur
svona nokkuð ýmsar spurningar
um framtíð stangaveiði á íslandi.
Verður þetta einhvern tíman svona
eins og lýst var hér að framan?
Svona að lokum: Sportveiðiblaðið
er nýlega komið út, á besta tíma
fyrir langt leiddar veiðimannasálir,
fullt af litríku og skemmtilegu efni.
Þess má einnig geta, að á vegum
þess blaðs var gefin út fyrsta ár-
bókin um stangaveiði fyrir síðustu
jól og var tekið fyrir nýlega liðið
ár. Bók þessi mun koma út hér
eftir og er nú komið tækifæri til
þess að fylgjast með þróun ýmissa
mála sem upp koma tengd stanga-
veiðinni, svo sem verðlagsmálum,
eldislaxagöngum, veiðitölum, veiði-
sögum og mörgu fleira. Er þetta
hin eigulegasta bók fyrir áhuga-
menn um stangaveiði, hvort heldur
þeir kjósa silung eða lax, nema
hvort tveggja sé.
-t-