Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989 45 Friðarömmur með ráðsteftiu um friðaruppeldi HVAÐ er friðaruppeldi og friðar- fræðsla? nefnist ráðstefiia sem haldin verður laugardaginn 20. maí nk. á Hótel Sögu. Ráðstefnan hefst kl. 13.30 og er áætlað að henni ljúki kl. 17.30. Á ráðstefnunni verða flutt sex erindi og að þeim loknum munu flytj- endur svara fyrirspumum gesta. Dagskráin verður sem hér segir: Erindi flytja Guðrún Agnarsdóttir alþingismaður, Ólafur Oddsson frá Rauða krossi íslands, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, Þórdís Þórðardóttir fóstra, Erla Kristjánsdóttir kennari við Kennara- háskóla Íslands og einnig fulltrúi menntamálaráðherra. Að ráðstefnu þessari standa Frið- arömmur en það er þverpólitískur hópur kvenna sem eiga það sameig- inlegt að vera ömmur og eiga sér þá ósk að allra bama megi bíða framtíð þar sem friður ríkir manna á meðal. Tilgangurinn með ráðstefnunni er að fá lærða og leika til að fjalla um gildi skipulagðrar friðarfræðslu og friðamppeldis frá ýmsum hliðum og er það von Friðaramma að sem flest- ir uppalendur komi og taki þátt í umræðum með fyrirspurnum. (Ur fréttatilkynningu) Forseti alþingis til Noregs Stjórnarskrá Noregs var sam- þykkt á Eiðsvelli 17. mai 1814 og á því 175 ára afinæli á þessu ári. Þessa merkisviðburðar verður minnst með margvíslegum hætti í Noregi og víðar og ber hæst fjöl- breytta hátíðardagskrá sem Stór- þingið stendur fyrir í Ósló dagana 16. og 18. maí. Forsetum og skrifstofustjómm þjóðþinganna á Norðurlöndum hefur verið boðið að taka þátt í hátíðahöld- unum sem gestir Stórþingsins. Af hálfu Alþingis sælq'a afmælishátíðina Guðrún Helgadóttir forseti samein- aðs Alþingis og Friðrik Ólafsson skrifstofustjóri. Sverrir Samúelsson fv. bifreiðaeftirlitsniaður Fæddur27. ágúst 1906 Dáinn9. maí 1989 Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (Sb. 1886 - V. Briem) Okkur langar með fáum orðum að minnast afa okkar Sverris Samú- elssonar sem verður jarðsunginn í dag. Afi okkar og amma, Ellen Ey- jólfsdóttir, giftu sig árið 1932 og eignuðust tvö böm, Guðrúnu Sigríði og Eyjólf. Foreldrar hans vom Guð- rún Jónsdóttir og Samúel Ólafsson söðlasmiður sem bjuggu á Lauga- vegi 53b þar sem afi bjó stóran hluta ævi sinnar með tjölskyldu sinni. Afi átti 4 alsystkini, 3 þeirra dóu í æsku en Lára frænka okkar dó fyrir rúmu ári á tíræðisaldri. Tvær hálfsystur átti afi og em þær báðar á lífi. Mestan hluta starfsævi sinnar vann afi hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins. Afi var rólegur, skapgóður og sjálfum sér nógur. Mikið atriði var hjá honum að hafa alla hluti í röð og reglu. Hann var alla tíð mjög heilsugóður og aldrei fannst manni hann gamall þó hann væri orðinn áttatíu og tveggja ára, því hann var mjög ungur í anda. Aldrei var um neitt kynslóðabil að ræða og gátum við alltaf leitað til hans með allt sem okkur lá á hjarta. Afi fylgdist vel með öllum nýjungum og vissum við alltaf að til hans gætum við leitað ef okkur vantaði aðstoð eða upplýs- ingar. Annaðhvort var hann með svör á reiðum höndum eða var fljót- ur að afla þeirra. Að lokum viljum við þakka afa fyrir allar góðu stundirnar sem hefðu mátt verða miklu fleiri. Við munum sakna þess sárt að geta ekki leitað til hans framar. Ömmu okkar sendum við samúð- arkveðju. Bamabörn Axel A. Þorgils- son - Kveðjuorð Fæddur 2. febrúar 1977 Dáinn 1. maí 1989 Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Þessi góði strákur sem við þekktum, hann Axel, er horfinn frá okkur. Hann hefur verið kallaður til mikilvægari starfa. Það var alltaf bjart og mikið líf í kringum hann. Hann átti sæg vina sem syrgja hann sárt. Við kynntumst Helgu systur hans fyrir þremur árum og stuttu síðar kynntumst við Axel. Það var alltaf gaman að tala við hann því að hann var hress og skemmtilegur. Við þökkum þann tíma sem við fengum að vera þess aðnjótandi að þekkja hann. Við kveðjum Axel nú í hinsta sinn og biðrjum guð að styrkja þau Guðrúnu, Þorgils, Helgu og Þorgils litla í sorg þeirra. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr it sama; en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. Kristín Nanna og Björg S!ríúrMáfv>sýon ^ f - • Ttíínnine Jón Jónsson, tré- smiður — Minnine Birting afmælis- og minning- argreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort Ijóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir I ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama giidir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Nafii höfimdar Laugardaginn 13. þ.m. birtust hér í blaðinu kveðjuorð um frú Katrínu Viðar. Höfundur þeirra var Jón Hjörleifur Jónsson. Svo slysa- lega tókst til að nafn hans var af- bakað og misritað. Er greinarhöf. beðinn afsökunar á þessu. HVERS VEGNt SMB? annsókn bandarísku stoínunarinnar Highway Loss Data Institute HLDI á rúmlega 6 milljónum bfla sem lentu í árekstri á síðasta ári, gefur til kynna að Saab 900 og Saab 9000 verja farþega sína hvað best allra bflategunda. Þegar þú kaupir Saab, kaupir þú ekki bara bfl, heldur öryggi umfram það sem aðrir bjóða. SMBafótal ástæðum - ddd síst öryfgisástæðum. 1 Vortflboð Saal> 1989 Nr.4 Saab 9000CD Turbo 16 ventla, 175 hestöfl, sjálfskiptur 4 gíra. Rafdrifin gler sóllúga, rafdrifnar rúður - speglar - læsingar og loftnet, sjálMrk hraðastilling, ökutölva, álfelgur, ABS hemlar, kjarnakveikja o.fl. o.fl. Verð Afsláttur VortUboð kr. 2.451.000,00 kr. 245.000,00 kr. 2.206.000,00 G/öbusi Lágmúla 5, s. 681555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.