Morgunblaðið - 17.05.1989, Side 50
50
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989
Magnús Sveinsson,
kennari - Minning
Fæddur 6. september 1906
Dáinn 5. maí 1989
Magnús Sveinsson fæddist 6.
september 1906 á Hvítsstöðum í
Mýrasýslu. Foreldrar hans voru
Sveinn Helgason bóndi og seinni
kona hans, Elísabet Guðrún Jóns-
dóttir. Systkinin á Hvítsstöðum
urðu mörg. Árið 1913 var Sveinn
búinn að missa heilsuna og varð
þá að sundra fjölskyldunni. Sveinn
lést svo ári síðar. Magnús var tek-
JMin í fóstur að Valshamri. Þar ólst
hann upp og dvaldist til fullorðins-
ára hjá hjónunum Soffiu Hallgríms-
dóttur og Níelsi Guðnasyni. Magnús
leit alltaf á þessi hjón og böm þeirra
sem sína fjölskyldu og mun hann
hafa verið mjög lánsamur að lenda
hjá svo góðu fólki.
Snemma hafði Magnús hug á að
afla sér menntunar. Sú leið var þó
ekki greið snauðum unglingi. Samt
tókst honum að dvelja tvo vetur,
1928-1930, á Alþýðuskólanum að
Hvítárbakka og á Táma-Iýðháskól-
anum í Svíþjóð dvaldi hann veturinn
1931-1932. Síðan lá leið hans í
Kennaraskólann í Reykjavík. Þaðan
lauk hann kennaraprófi vorið 1935.
Framhaldsmenntunar aflaði hann
sér einnig síðar. Lífsstarf Magnúsar
varð kennsla bama og unglinga
víðsvegar um land, síðast við Rétt-
arholtsskóla í Reykjavík.
Tólfta september 1948 giftist
hann móðursystur minni, Guðnýju
Margréti Bjömsdóttur frá Núps-
dalstungu í Miðfirði. Þau stofnuðu
heimili sitt á ísafírði, þar sem
Magnús gerðist kennari við Gagn-
fræðaskólann. Þau sumur, sem
Magnús og Guðný Margrét áttu
saman, komu þau alltaf í heimsókn
hingað í Miðfjörð til ættingja
Guðnýjar. Batt Magnús þá vináttu
við okkur, tengdafólk sitt, sem hélst
órofa til æviloka hans.
Þann 5. júní 1953 andaðist
Guðný Margrét, fáum dögum eftir
að þau hjón höfðu eignast dóttur.
Henni var gefíð nafn móður sinnar,
Guðný Margrét og varð hún föður
sínum til mikillar huggunar í þung-
um harmi. Næstu árin urðu Magn-
úsi nokkuð örðug. Samt tókst hon-
um að halda heimili fyrir þau feðg-
in. Á summm dvaldi hann á heim-
ili föðursystur sinnar, Guðnýjar
Níelsdóttur, sem reyndist þeim
feðginum frábærlega vel. Eftir að
Magnús missti Guðnýju konu sína,
hélt hann þeirri venju að koma í
heimsókn hingað í sveitina og sá
þannig um að dóttir hans kynntist
frændfólki sínu.
Tólfta júní 1958 giftist Magnús
Guðnýju Sveinsdottur frá Eyvind-
ará í Eiðaþinghá. Sá ráðahagur
varð Magnúsi til mikillar gæfu og
ekki síður dóttur hans, sem Guðný
Sveinsdóttir hefur gengið í móður
stað með miklum ágætum.
Guðný Margrét Magnúsdóttir
(fædd 1. júní 1953) stundaði nám
í Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands og síðar í listaskóla í Finn-
landi. Hún er myndlistarkona og
húsmóðir í Reykjavík. Hún giftist
16. júní 1973 Helga Guðbergssyni
lækni og eiga þau þijú börn.
Á efri árum fékkst Magnús tals-
vert við ritstörf. Meðal annars
skráði hann sögu og nemendatal
Hvítárbakkaskóla. Slíkar bækur
hafa mikið heimildagildi og því
meira er frá líður og færri verða
til frásagnar.
Eg hygg að sterkustu eðlisþættir
Magnúsar hafi alltaf verið fróðleiks-
þrá, sjálfsbjargarviðleitni og trygg-
lyndi, sem aldrei brást. Hann varð
þeirrar gæfu aðnjótandi að geta
dvalið við góða heilsu á ágætu heim-
ili sínu til hinsta dags, en hann
andaðist aðfaranótt 5. maí sl.
Að leiðarlokum skulu Magnúsi
þökkuð löng og góð kynni. Fjöl-
skyldu hans og vinum sendum við
hjónin samúðarkveðjur.
Ásdís Magnúsdóttir
Vinum fækkar eftir því sem líður
á lífsgönguna og söknuðurinn sár-
ari ogtómleikinn meiri sem vináttan
og tryggðin hefur bundist traustari
böndum.
Jafnvel þótt öll ytri rök hnigi að
því að dauðinn hljóti að vera í næsta
skrefi, þegar löng ævi er að baki,
verður jafn erfitt að sætta sig við
staðreyndina að ekki er lengur
hægt að njóta samskipta vináttu
og gleði með þeim vinum, sem
gæfa lífsins gaf okkur á göngunni
miklu.
Einn þessara vina okkar er
Magnús Sveinsson, kennari og
fræðimaður, sem lést 5. maí og
okkur langar til að kveðja með ör-
fáum orðum.
' Fyrir rúmum 30 árum lágu leiðir
okkar Magnúsar saman er við flutt-
um í sambýlishúsið í Álfheimum
64 hér í borg. Þar hófust samskipti
og vinátta milli fjölskyldna okkar,
sem aldrei síðan hefur borið skugga
á.
Þar lærðist okkur að meta mann-
kosti hans, samviskusemi, heiðar-
leik og góðlátlega kímni ásamt sérs-
takri nákvæmni sem okkur fannst
stundum nálgast sérvisku, en var
þó aldrei þreytandi og gaf persónu-
leika hans skemmtilegt svipmót.
Ljúflyndi hans og glaðvært viðmót
veitti öllum er með honum voru og
störfuðu hlýju og friðsæla gleði sem
vermir minningarnar um góðan vin
nú að leiðarlokum.
Bömin okkar og einkadóttirin,
Guðnýju Margrét, lifðu bernskuárin
saman bæði í starfi og leik og voru
sem systkinahópur, og þar fundum
við best hvað þessi augasteinn hans
naut mikillar ástar og föðurlegrar
umhyggju í öllu því er verða mátti
henni til þroska og blessunar í lífínu
og var þar ekkert til sparað.
Ekki má þá gleyma þætti hins
uppalandans, seinni konu hans
Guðnýjar Sveinsdóttur, er tók að
sér móðurhlutverkið og sinnti því
af svo mikilli ástúð og næmleika
að aðeins er á færi þeirrar konu,
er svo á gott hjarta að þar er allt
veitt án kröfu. Hún hefur verið
honum stoð og stytta og skóp hon-
\«
NÝJUNG í
BÍIAVIÐSKIPTUM!
Sól hækkar stöðugt á lofti og allir komnir í VORskap. Og við
höldum áfram með VORafslátt og VORgreiðslukjör.
Nú ætlum við að bjóða þér sport- og fjölskyldubílinn frábæra
Dodge Shadow Turbo með þessum góðu kjörum, ásamt met-
sölubílnum Dodge Aries.
Allir bílar á ▼•Itéll eru af
árgerð 1989.
ATHUGID! AÐEINS ÞESSA VIKU.
jjpw
Dodge Shadow Turbo er kraftmikill bíll búinn öllum möguleg-
um aukahlutum og fáanlegum tökkum og á verði sem fær
marga miklu dýrari bíla til að falla f skuggann.
Dodge Shadow ES Turbo
2ja dyra
Fullt verð Kr. 1.299.900.-
VORverð Kr. 1.229.900.-
Dodge Shadow ES Turbo
4ra dyra
Fullt verð Kr. 1.325.500.
VORverð Kr. 1.255.500.
VORafsláttur
Kr. 70.000.
VORafsláttur
Kr. 70.000.-
Dodge Aries er metsölubíllinn hjá okkur. Einstaklega þægi
legur bíll í allri umgengni og akstri.
Dodge Aries LE
2ja dyra
Fullt verð
VORverð
Kr. 1.028.900.-
Kr. 978.200.-
Dodge Aries LE
4ra dyra
Verð áður Kr. 1.080.400.
VORverð Kr. 1.010.400.
VORafsláttur
Kr.
50.000.
VORafsláttur
Kr.
70.000.-
Við tökum allar tegundir notaðra
bíia í skiptum, en Dodge, Plymouth
og Chrysler bilar eru sérstaklega
velkomnir í skiptum, og þá getum
við lánað allan mismuninn i allt að
átján mánuði.
Líttu við og reynsluaktu og þú
sannfærist!
JÖFUR HF
NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600
JOFUR- ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BfL