Morgunblaðið - 17.05.1989, Síða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17.i MAÍ 1989
IFPL á Japansmarkaði:
Allgóðar pantanir
hafa þegar borizt
„VIÐ höfuni þegar fengið all-
góðar byijunarpantanir fiá
Japan í kjölfar kynningar Nic-
herei á vörum okkar. Fyrstu
vísbendinga um framhaldið er
siðan að vænta í lok april eða
maí, þá kemur í ljós hvernig
salan hefur gengið og varan
fallið japönskum neytendum í
geð,“ segir Ingólfiir Skúlason,
forsljóri Icelandic Freezing
Plants Ltd, dótturfyrirtækis SH
í Grimsby.
Ingólfur og hans fólk í Grimsby
er nú að heíja sókn inn á jap-
anska markaðinn í samvinnu vió
stórfyrirtækið Nicherei. Morgun-
blaðið fylgdist með því í febrúar-
byijun er fiskifingur og sérmótuð
flakastykki í brauðmylsnu voru
kynnt 1.400 viðskiptavinum Nic-
herei á stóru hóteli í Tókýó. Há-
punktur þeirrar sýningar var þátt-
taka fegurðardrottningarinnar
Lindu Pétursdóttur, sem vann hug
og hjörtu Japananna og dró at-
hyglina að íslandi. Ingólfur segir
að þáttur Lindu hafi verið ómetan-
legur.
IFPL í Grimsby þróaði þessa
tilbúnu fiskrétti í samvinnu við
Japani og áfram er unnið að þró-
un fleiri rétta. Ingólfur Skúlason
segir, að framleiðsla fyrir þennan
mikla markað geti orðið snar þátt-
ur í starfsemi fyrirtækisins.
„Þetta verður vonandi eins og
með snjóboltann. Honum veltum
við áfram og bætum stöðugt á
hann einu lagi í hveijum hring.
Meðal annars vegna þessara við-
skipta og vaxandi umsvifa á öðr-
um sviðum erum við að §ölga
starfsfólki í verksmiðjunni um 50
manns um þessar mundir. Sýning-
amar í Tókýó og Ösaka gengu
mjög vel og smærri kynningar
víða um landið sömuleiðis. Byijun-
arpantanir hafa verið meiri en við
áttum von á, en samkeppnin á
markaðnum er hörð svo erfitt er
að spá nokkru um framhaldið.
En hvað sem öðru líður er þetta
spennandi og verðugt verkefni,"
segir Ingólfur Skúlason.
Frá kynningu Nicherei. Jane Howse, vöruþróunarstjóri IFPL,
Ingólfur Skúlason, forstjóri, Linda Pétursdóttir, ungfrú heimur
og Roger Preston, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála.
Utflutningsráð íhugar
opnun skrifstofu í Japan
ÚTFLUTNINGSRÁÐ íslands
er nú að kanna hug íslenzkra
fyrirtækja á stofnun skrifstofu
á vegum ráðsins f Japan. Jafii-
framt er á vegum ráðsins verið
að kanna markaðinn þar og í
nálægum löndum og þegar er
byijað að aðstoða íslenzk fyrir-
tæki við markaðssetningu
eystra.
Ingjaldur Hannibalsson, for-
stjóri Útflutningsráðsins, segir að
næsta skrefið sé að boða til fund-
ar með þeim fyrirtækjum, sem
áhuga hafi á stofnun markaðs-
skrifstofu á þessu svæði og hefj-
ast síðan handa, verði niðurstaðan
á þá leið. „Við vitum tiltölulega
lítið um markaðinn í Austurlönd-
um fjær,“ sagði Ingjaldur, „hlut-
verk skrifstofu þama er því upp-
lýsingaöflun um möguleikana og
síðan aðstoð við fyrirtæki í sam-
ræmi við það. Við höfum þegar
veitt ullariðnaðinum aðstoð og þó
nokkur fyrirtæki hafi þegar náð
fótfestu á markaðnum, fylgja
vafalaust fleiri í kjölfarið.
Eiginlega má skipta heiminum
í þijú markaðssvæði, Evrópu,
Bandaríkin og Austurlönd ijær.
Nú fara 50 tií 60% af útflutningi
okkar til Evrópu, 12 til 15% til
Bandaríkjanna, en aðeins 8% til
Japans. Japan og löndin í kring
eru mjög áhugavert markaðs-
svæði. Japan er stærsti markaður
í heimi fyrir sjávarafurðir og inn-
flutningur sjávarafurða er þar
meiri en annars staðar. Verðlag
er mjög hátt og möguleikar þvi
nokkrir þrátt fyrir mikinn flutn-
ingskostnað. Við vitum um áhuga
á útflutningi á rækju, humri, lax
og silungi svo og á lifandi fiski,
sem selzt fyrir mjög hátt verð,“
sagði Ingjaldur.
í þessum umbúðum selst íslenzki þorskurinn í Japan.
Ævar Guðmundsson hjá Seifi hf.:
Hæfilega bjart-
sýnn á þetta
SEIFUR hf. er eitt þeirra fyrir-
tækja, sem hefiir verið að þreifa
fyrir sér á ísfiskmarkaðnum í
Tókýó. Seifur hefiir sent rækju
og svil austur með þokkalegum
árangri. Ævar Guðmundsson,
forstjóri Seifs, segist hæfilega
bjartsýnn á þennan útflutning.
Ævar sagði að útflutningur á
ferskri rækju virtist mögulegur
og sömu sögu mætti segja um
svilin. Hann hefði tvívegis sent
svil til Japans og í annað skiptið
hefði það farið ágætlega en miður
í hitt. Sér sýndist að við óbreytta
fragt væri ekki um marga mögu-
leika að ræða. Til dæmis væri lítið
sem ekkert vit í að senda héðan
ferskan lax því skilaverð fyrir
hann væri aðeins um 200 krónur
á kíló. Það dæmi gæti þó breytzt
með lækkandi flutningskostnaði.
Ævar sagðist telja að mögulega
gæti útflutningur á flatfiski borg-
að sig, sérstaklega væri hægt að
halda honum lifandi. Sem dæmi
um það mætti nefna að hann hefði
séð þama flatfisk, líklega öfug-
kjöftu, sem lifandi hefði selzt á
4.000 jen kílóið en 800 dauð. Lif-
andi fískur væri rokdýr svo og
fískur, sem nota mætti í hrámeti.
Það væri því ferskleikinn, sem
réði mestu um verðið á markaðn-
um.
íslenzki þorskurinn virtist falla japönsku kaupsýslumönnunum
vel i geð.
Þorlákshöfh:
Krabbi fluttur lif-
andi á markað
Þorlákshöfh.
TILRAUNIR með veiði á humar-
krabba í gildrur sem sendur hef-
ur verið lifandi á markað hafa
nú staðið yfir um nokkurt skeið.
Það er Fiskeldisstöðin Smári hf.
í Þorlákshöfn sem stendur fyrir
þessum tilraunum. Þorvaldur Garð-
arsson, framkvæmdastjóri Smára,
sagði að þeir hefðu leigt Bjarnar-
vík, sem er 50 tonna bátur, til veið-
anna. Þær hefðu gengið vel til þessa
en aðeins er búið að setja út fímmt-
ung af þeim gildrum sem fyrir-
hugað er að vera með.
Aflinn hefur verið þetta á annað
hundrað kíló á dag af lifandi humri.
Þegar allar gildrumar eru komnar
í sjó ættu að veiðast um 500 kíló
á dag, sem er gott.
Humarinn er fluttur lifandi á
markaðinn sem lofar góðu þó hann
sé lítið kannaður ennþá. Með til-
komu Flying Tigers er Japansmark-
aður ofarlega á baugi.
Þorvaldur sagði það furðulegt
hve illa gengi að koma ráðamönnum
í skilning um að það gæti borgað
sig að styrkja svona tilraunastarf-
semi. „Það er sama sagan og þegar
við hófum tilraunaeldi á bleikju, þá
fengum við engan styrk en aðrir
sem á eftir komu hafa margir hveij-
ir fengið styrk."
- J.H.S.
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Guðmundur Kristjánsson, skipstjóri á Bjarnarvík, ásamt skipshöfii
sinni að landa afla dagsins.
Ljóðabók-
in „Kver sem
er “ komin út
ÚT ER komin ljóðabókin „Kver
sem er“, eftir Björn Þorsteinsson.
Björn fæddist árið 1967 í Kaup-
mannahöfn og lauk stúdentsprófi
frá eðlisfræðibraut Menntaskólans
við Hamrahlið árið 1986. Hann
vinnur nú að alfræðibók Arnar og
Örlygs.
Bókin er 52 bls. og í henni eru
35 Ijóð, öll órímuð og yfirleitt óstuðl-
uð. Kápumynd er eftir Þórdísi
Katrínu Þorsteinsdóttur. Bókin er
gefin út á kostnað höfundar og fæst
hjá honum, í Bókabúð Eymundsson,
hjá Máli og menningu á Laugavegi
og í Bóksölu stúdenta.
Bjöm yrkir m.a. um flölmiðla og
flrringu, tæknibrellur og kjam-
orkuvá, en inn í Ijóðin fléttast einnig
sígild yrkisefni eins og ást og ein-
semd.