Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989 fclk í fréttum Morgunblaðið/Ágúst Ásgeirsson Ahöfnin í jómfrúrferð Aldísar á flugvellinum í Frankfurt. Lengst til vinstri er Henning Á. Bjama- son flugstjóri, þá Úlfar Henningsson, flugmaður, Vern Jeremica, þjálfunarflugstjóri Boeing, Cristel Þorsteinsson, yfirflugfreyja, Emmy Krammer, Guðný Sveinbjörnsdóttir, Rannveig Tómasdóttir, Sturla Bragason, María Einarsdóttir og Alan Wolfa, þjálfunarflugstjóri frá Boeing. ^ JÓMFRÚRFERÐ ALDÍSAR Áhöfiiiiini fagnað með blómum Ahöfn Aldísar, nýju Boeing 737-400 farþegaþotu Flug- leiða, var fagnað við komuna til Frankfurt í fyrstu áætlunarferð vélarinnar sunnudaginn 7. maí en aðeins fjórum dögum síðar var vélinni lagt vegna launadeilu flug- manna. I Frankfurt var tekið vel á móti vélinni á flugvellinum og áhöfnin leyst út með blómum og gjöfum. í fararbroddi fjölda gesta og blaðamanna voru Páll Ásgeir Tryggvason, sendiherra í Vestur- Þýzkalandi, Steinn Logi Bjöms- son, svæðisstjóri austursvæðis Flugleiða og Davíð Vilhelmsson, svæðisstjóri Flugleiða í Vestur- Þýzkalandi. Feðgamir Henning Á. Bjamason, flugstjóri, og Úlfar Henningsson, flugmaður, vom við stjórnvölinn í jómfrúrferðinni og lentu þeir Aldísi dúnmjúkri lend- ingu í Frankfurt eftir rúmra þriggja stunda flug frá Keflavík. Farþegar á útleiðinni stigu fyrst frá borði en síðan hófst mótttöku- athöfn en tugir gesta biðu þotunn- ar. Að henni lokinni gengu far- þegar til íslands um borð og vom flest sæti setin. Var farþegunum afhent viðurkenningarskjal um jómfrúrferðina er þeir stigu um borð. Nafn viðkomandi var skráð á skjalið og var það undirritað af Sigurði Helgasyni, forstjóra Flug- leiða. Auk feðganna í stjórnklef- anum vom fimm flugfreyjur og einn flugþjónn í áhöfn Aldísar í jómfrúrferðinni. Yfírflugfreyja var Cristel Þorsteinsson, en henni til aðstoðar vom Guðný Svein- bjömsdóttir, Rannveig Tómas- dóttir, María Einarsdóttir, Emmy Krammer og Sturla Bragason flugþjónn. Þá vom þrír þjálfunar- flugstjórar frá Boeing-verksmiðj- unum um borð og fylgdust með. Þeir munu verða með í hverri ferð næstu vikumar eða fyrstu 20 flugtíma flugmannanna. Morgunblaðið/Ágúst Ásgeirsson Við athöfn á Flugvellinum í Frankfiirt heilsaði Páll Ásgeir Tryggvason, sendiherra í Vestur-Þýzkalandi, áhöfn nýju Flug- leiðaþotunnar. Hér kynnir Henning Á Bjarnason, flugstjóri, áhöfii sína fyrir sendiherranum. Gaidsláttuvélin 3353 3H£3Q £ULEL'9‘ ÍW. Rafeindakveikja tryggir örugga gangsetningu Hún slær út fyrir kanta og upp aö vegg. Fyrirferðarlítil, létt og meðfærileg. 3.5 HP sjálfsmurð tvígengisvél. Auðveldar hæðarstillingar. Þú slærö betur meö ilt PORf IHB SÍMI: 681500 - ÁRMÚLA 11 Morgunblaðið/Baldur Rafn Sigurðsson Frá sýningu á verkinu Landabrugg og ást. HÓLMAVÍK Góður rómur að landabruggi og ást Ibyijun maímánaðar var fmmsýnt á Hólmavík leikritið Landabmgg og Ást, eftir þá Riemann og Schmarts. Hólmvíkingar íjöl- menntu í samkomuhúsið sitt og fylgdust þar með félögum í Leik- félagi Hólmavíkur leika þennan sprellflömga gamanleik. Atburða- rásin er hröð og áður en nokkur veit af er allt komið í, að því er virðist, óleysanlegan hnút. Þó rakn- ar úr honum að lokum eins og ger- ist í öllum góðum gamanleikjum. Leikarar léku af mjög miklu ör- yggi og fijálsleik og sem heild komst leikur þeirra mjög vel til skila. Arnlín Óladóttir er leikstjóri verksins og er þetta þriðja verkið sem hún stjómar. Árnlín býr í Bjamarfirði á Ströndum. Sýningin á „Landabmggi og ást“, ertileinkuð minningu Katrínar Sigurðardóttur, fyrrverandi formanni leikfélagsins með meim, sem ávallt starfaði af miklum dugnaði að leiklistarmálum í héraðinu. Formaður Leikfélags Hólmavík- ur er Jón Jónsson. BRS TÆKNINÝJUNGAR Talandi ryksuga Breska blaðamenn rak í rogastans fyrir skemmstu er ryksuga, sem virtist í fyrstu ekki skera sig frá öðmm slíkum heimilistækjum, ávarpaði þá á fundi í Lundúnum. Galdratæki þetta er af góðri sort; framleitt af Hoover-fyrirtækinu og kostar rúmar 15.000 krónur í Bret- landi. Talsmenn fyrirtækisins fullyrtu að þetta væri fyrsta talandi ryksugan og komu ekki fram alvarlegar mótbámr við þá staðhæf- ingu. Orðaforði ryksugunnar er að sönnu takmarkaður og lætur hún sér nægja að birta mönnum fremur hversdagsleg en engu að síður óhrelqanleg sannindi. Á blaðamannafundinum hóf ryksugan mál sitt með því að segja „Pokinn er fullur," á dæmalaust ópersónulegan hátt en síðan bætti áhaldið við: „Slangan er stífluð, fjarlægið stífluna." Nú þegar hafa verið framleiddar ryksugur sem mæla á máli Þjóð- veija, frönsku og ítölsku en sú á myndinni er hins vegar enskumæl- andi líkt og þjónustustúlkan alsæla sem á henni heldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.