Morgunblaðið - 17.05.1989, Qupperneq 68
‘68
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989
*
Ast er...
... sem segull.
TM Reg U.S. Pal Off.—all rights reserved
® 1989 Los Angeles Times Syndicate
Ég vil heyra allt umbúða-
laust! Þó það kunni að
kosta þig starfið.
Vegna þíns langa starfs
þarftu ekki að stimpia þig
út, aðeins inn.
HÖGNI HREKKVlSI
Góðir útvarpsþættir
Til Velvakanda.
Eg er einn af þeim gömlu, sem
mikið hlusta á útvarpið, og þá sér-
staklega þegar um er að ræða vand-
Bara og sko
Til Velvakanda.
Ég hlusta töluvert á fjölmiðlana
og hef áhuga á að fylgjast með
hvemig fólk talar íslenskt mál. Það
eru tvö orð sem eru orðin þrálát í
munni margra, orðin sko og bara
og hámenntaðir menn eru meðal
þerira, sem virðast hafa dálæti á
þessum orðum. Ekki linnir heldur
notkun setningarinnar: „Ég mundi
segja“, sem er bein þýðinga á
ensku: „I would say“.
V.B.
Til Velvakanda.
Út við grænan Austurvöll,
sem angar lengi á vorin,
stendur væn og vegleg höll,
vonin mænir þangað öll.
Svo var ort fyrir margt löngu, og
er þama vikið að húsdýraáburði, sem
borinn var á völlinn, meðan hann var
nýttur til heyöflunar, og þeirri ang-
an, sem þar fylgdi.
Er hinar árlegu eldhúsdagsumræð-
ur fóru fram, munu ýmsir hafa lagt
við hlustir, mest þó af gömlum vana.
Fáir munu líka hafa búizt við, að þar
kæmi fram eitthvað bitastætt, enda
að mestu þjarkað þarna um alkunn
mál. En þama eigast við menn, sem
telja sig ekki neina „venjulega kont-
órista", svo að vitnað sé til orða for-
seta þingsins, núverandi. í þeim orð-
um speglast viðhorf, sem skáldið Jón
S. Bergmann (1874-1927) vék að í
alkunnri vísu:
aða og vel gerða þætti um söguleg-
an fróðleik. — Fyrir nokkm vom
fluttir í útvarpi tveir þættir um
baróninn á Hvítárvöllum á rás eitt.
— Þætti þessa tel ég eitt besta efni,
sem flutt var í útvarpinu á liðnum
vetri.
Lýst var æviferli þessa sérstæða
franska baróns, sem svo sannarlega
hefur sett svip á bæjarlífið í
Reykjavík, og víðar hér á landi, um
síðustu aldamót. Dvöl hans hér á
landi varð að vísu aðeins tæp fjögur
ár, en engu að síður vöktu margar
hugmyndir hans og framkvæmdir
mikla og verðskuldaða athygli og
hann hefur borið með sér andblæ
evrópskra menningarstrauma.
Því miður virðist hann hafa verið
langt á undan sinni samtíð og flest-
Auður, dramb og falleg fdt
fyrst af öllu þérist,
og menn sem hafa mör og kjöt
meira en almennt gerist.
En þótt ekki væri mikið á þessum
ræðum að græða, mátti heyra, að
sumir þingmanna eru allvel máli farn-
ir, enda atvinnumenn á þessu sviði.
Höfuð og herðar yfir aðra ræðumenn
bar þó utanríkisráðherrann, Jón Bald-
vin Hannibalsson. Virðist honum
kippa mjög í kyn til hins fræga föður
síns, sem mestur hefur verið „folke-
taler“ íslenzkra stjórnmálamanna.
Ástæðan til þess, að ég stakk hér
niður penna, er annars fyrst og
fremst sú, að vekja athygli á því, að
mjög skorti á, að ráðherrar skýrðu
frá því á hvem hátt þeir hygðust
bregðast við þeim mikla vanda, sem
við blasir í efnahags- og atvinnumál-
um. Hefði forsætisráðherra verið
skylt að skýra stefnu stjórnarinnar í
þeim málum.
Jónína Bjömsdóttir
ar framkvæmdir hans mistókust og
því fór sem fór.
Allur flutningur á þessum þáttum
var mjög góður, enda var þar valinn
maður í hveiju rúmi, ef svo má
segja. Hjörtur Pálsson, sá ágæti
lesari, var sögumaðúr og leikararn-
ir Róbert Amfinnsson, Herdís Þor-
valdsdóttir og Þorsteinn Gunnars-
son bæði lásu og léku. Klemenz
Jónsson, leikari, stjómaði upptöku
og hefur hann einnig samið þetta
handrit eftir bestu heimildum. Þá
var tónlist milli atriða mjög smekk-
lega valin.
Ég vænti þess fastlega að útvarp-
ið láti gera fleiri álíka fróðlega
þætti á næstunni, því ég held ég
geti fullyrt, að margir hlusti á þá.
Sigurður Jónsson
Vil sjá meira
af Taggart
Til Velvakanda.
Mig langar að þakka Sjónvarpinu
fyrir að hafa loksins farið að sýna
aftur þætti um Taggart lögreglu-
foringja. Við erum mjög stór hópur
sem fylgjumst stíft með þessum
þáttum og finnst þeir eitt besta
sjónvarpsefnið á báðum stöðvum
sem boðið er upp á. Ég vil því ein-
dregið hvetja sjónvarpsmenn til að
sýna sem flestar þáttasyrpur í sum-
ar.
Adda.
Grænfrið-
ungar?
Til Velvakanda.
Á þessum síðustu og verstu
tímum var ég að velta því fyrir
mér, hvort orðið grænfriðungar
merki ekki grænir griðungar sem
hafa allt á hornum sér.
Vesturbæingur
Hver er stefnan í
eftiahagsmálum?
Víkverji skrifar
Isíðustu viku brá Víkveiji sér í
fáeina daga út fyrir landsteinana
með viðkomu í Leifsstöð eins og
vera ber, þegar ferðast er um loftin
blá. Á meðan beðið var eftir kallinu
út í vélina var því velt fyrir sér,
hvort dregið hefði úr morgunneyslu
íslenskra ferðamanna á áfengu öli
í flugstöðinni eftir að bjórbannið
var afnumið.
Til þess að fá upplýsingar frá
fyrstu hendi var þeirri spurningu
beint til afgreiðslustúlkunnar við
barinn, hvort henni þætti ölþambið
hafa minnkað. Svarið var skýrt og
afdráttarlaust, á því væri enginn
vafi að minna væri drukkið af bjór
en áður. Nú þætti fólki greinilega
ekki eins spennandi og áður að
nálgast hina forboðnu ávexti og
eftirspumin eftir þeim hefði þess
vegna minnkað.
Fyrir afnám bjórbannsins var því
haldið fram, að frelsið myndi leiða
til aukinnar áfengisneyslu. Fyrstu
tölur sýna, að sala á hefðbundnum
vamingi Áfengisverslunarinnar
hefur minnkað síðan bjórinn kom.
Varla ætti það að koma á óvart en
augljóst er, að sá samdráttur jafn-
gildir ekki því að heildaráfengis-
neysla minnki. Er mikilvægt að
hafa þetta í huga. Áfengisneyslan
hefur hins vegar breyst eins og
dæmið um morgunþambið í Leifs-
stöð sýnir.
eir sem fara til Bretlands og
Bandaríkjannq og raunar
margra fieiri landa kannast við að
þurfa að fylla út smá spjald með
upplýsingum um sjálfa sig, sem
síðan er skilið eftir hjá fulltrúa út-
lendingaeftirlits viðkomandi lands,
þegar stimplað er í passa. Útlend-
ingar sem hingað koma þurfa ekki
að fylla út slík gögn fyrir útlend-
ingaeftirlitið nema í sérstökum til-
vikum.
Eitt slíkt tilvik er núna og verða
allir aðrir en þeir sem hafa íslenskt
vegabréf að skilja eftir skriflegar
upplýsingar um sig við komuna til
landsins. Er hér um að ræða lið í
þeim öryggisráðstöfunum, sem
gripið hefur verið til í tilefni af
komu hans heilagleika Jóhannesar
Páls páfa II til landsins fyrstu helg-
ina í júní. Við þann undirbúning
allan verður að gæta ítrustu varúð-
ar.
Starfsmenn útlendingaeftirlitsins
okkar undir forystu Árna Siguijóns-
sonar þykja jafnan hafa sýnt í senn
árvekni og festu í störfum sínum.
Við gerum okkur fá grein fyrir því
við hve viðkvæm mál er fengist á
þessum vettvangi. Almennt er stað-
ið þannig að úrlausn þeirra að ekki
hleypur snurða á þráðinn. Heim-
sókn páfa og öryggisgæsla vegna
hennar er meðal stærstu verkefna
sem löggæslan og útlendingaeftir-
litið hafa fengið í sínar hendur.
Hljótum við öll að vona, að þeim
takist að framkvæma það með full-
um sóma.
xxx
Aður hefur þessi Víkveiji skýrt
frá því, að hann ferðast gjarn-
an með lítið útvarpstæki með sér
og hefur það veitt honum ómældar
ánægjustundir á ferðalögum, ekki
síst í þeim menningarlöndum þar
sem menn hafa vilja og bolmagn
til að halda úti útvarpsstöðvum sem
flytja óslitið klassíska tónlist og eru
ekksrt hræddir við að hafa hana
ómengaða.
Leið Víkveija lá nú oftar en einu
sinni í gegnum hlið öryggisvarða á
Heathrow-flugvelli í London. Vegna
umræðna eftir sprenginguna í Pan
Am-þotunni yfir Skotlandi í vetur,
sem var smyglað um borð í út-
varps- eða segulbandstæki, átti
Víkveiji von á því núna, að hann
lenti ef til vill í vandræðum, þar sem
hann hafði bæði útvarps- og segul-
bandstæki í handtösku sinni. Aðeins
einn öryggisvörður í London leit á
útvarpstækið og bað um að yrði
kveikt á því, hinir gerðu engar at-
hugasemdir.