Morgunblaðið - 13.06.1989, Síða 14

Morgunblaðið - 13.06.1989, Síða 14
 13."JÚNÍtl989 kr.195 Á NÆSTU SHELLSTÖÐ Blue Coral SuperWaxer sannkallað ofurbón. Bónið er borið á og síðan þurrkað yfir með hreinum klút. Ekkert nudd, ekkert puö, tekur enga stund. Samt er árangurinn jafnvel betri en með venjulegu puðbóni. S\\ \ I n #\\ \ /\ A ’i Línurit á fölskum forsendum eftir Eggert Haukdal Bjarna Braga í Seðlabankanum virðist mikið niðri fyrir um þessar mundir. Hann kemur aftur og aftur fram í fjölmiðlum með þá „kenn- ingu“ sína, að jafn hagkvæmt sé að taka verðtryggð lán innanlands sem erlend lán. Verðtrygging er sem sagt góð og blessuð og kostar ekki neitt. Verðbótaþáttur vaxta, sem er meginhluti ijármagnskostn- aðar, borgar sig sjálfur! Þessa kenn- ingu sína styður hann með röð línu- rita, sem eru reiknuð á hinn skringi- legasta hátt. Þessi línurit hefir hann sýnt tvívegis í sjónvarpi og verið hreykinn af. Hvaða rugl er þarna á ferðinni? Líklega stafar það af því, að Bjarni Bragi hyggur aðeins „raunvexti“ vera vexti, en svo eru nefndir nafn- vextir að frádreginni lánskjaravísi- tölu. Þessir raunvextir eru hins veg- ar aðeins brot vaxtaprósentunnar, sem fyrirtækjum og heimilum er gert að greiða. Ef við lítum yfir sl. 7 ár (1982-88), sem lánskjaravísitalan hefír gilt að fullu, þá er meðal vaxtaprósentan þannig: Verðbótaþáttur vaxta 34,9% á ári Raunvextir ■ _ 6,3%áári Nafiivextir 41,2% á ári. Þessi vaxtaprósenta er ijórum sinum hærri en sú, sem gildir í Bretlandi, en hún var á sama tíma 10,5% að meðaitali. Liggur í augum uppi, að ísienzk fyrirtæki standa höilum fæti í samkeppni við brezk fyrirtæki. Sama gildir um sam- keppni þeirra við kanadísk fyrirtæki á ÍBandaríkjamarkaði. Þau einfald- lega standast ekki samkeppnina, þótt varið sé fé úr ríkissjóði og opinberum sjóðum til styrktar út- flutningsframleiðslunni. Það eru i raun réttri allt niðurgreiddir vext- ir til að halda framleiðslunni gang- andi. Byrðunum er svo velt yfir á almenning í formi skatta og kvaða — til þess eins að fóðra peningapú- kann á lána- og verðbréfamarkaðn- um. En áfram eru fyrirtækin á helj- arþröm. Auðvitað er ódýrara að taka Ián erlendis með 10,5% vöxtum í stað 41,2%. En aðeins um stundarsakir. Lánskjaravísitalan, sem leiðir til Eggert Haukdal okurvaxta, knýr fyrr eða síðar til gengislækkunar. Við það vex ekki aðems lánskostnaður, heldur allur skuldahali útvegsins — og þurrkar ávinninginn út. Lánskjaravísitalan er sveiflu- kennd verðbólguvísitala, sem felur „Lánskjaravísitalan er sveiflukennd verð- bólguvísitala, sem felur ekki í sér neina verð- mætasköpun. Hún er enginn mælikvarði á raungildi peninga.“ ekki í sér neina verðmætasköpun. Hún er enginn mælikvarði á raun- gildi peninga. Raungildi peninga ræðst — eins og raungengi — af samkeppnisstöðu útflutningsat- vinnuveganna. Óáran í landinu í formi gjaldþrota og rekstrarstöðv- ana mun halda áfram og versna, unz þessi vísitöiuófreskja hefír verið afnumin. Læt þess getið í lokin, að ýmsar leiðir eru til að vernda innstæður á sparisjóðsbókum, án þess að það valdi neinum álíka usla og láns- kjaravísitalan. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn íSuðurlands- kjördæmi. Pú tjaldar ekki til einnar nætur ' i*_u: C..JL 1 LjcilUl iíct Skátabúðinni Skátabúðin býður ótrúlegt úrval af íslenskum og erlend- um tjöldum. Allt frá eins manns göngutjöldum til stórra fjölskyldutjalda. Sérþekking okkar í sölu og meðferð á tjöldum sem og öðrum úti- verubúnaði er þín trygging. Við hjá Skátabúðinni viljum geta sagt að „þú tjaldir ekki til einnar nætur" í tjaldi frá okkur. -SMRAR fWMtfR SNORRABRAUT 60 SÍM112045

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.