Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.06.1989, Blaðsíða 14
 13."JÚNÍtl989 kr.195 Á NÆSTU SHELLSTÖÐ Blue Coral SuperWaxer sannkallað ofurbón. Bónið er borið á og síðan þurrkað yfir með hreinum klút. Ekkert nudd, ekkert puö, tekur enga stund. Samt er árangurinn jafnvel betri en með venjulegu puðbóni. S\\ \ I n #\\ \ /\ A ’i Línurit á fölskum forsendum eftir Eggert Haukdal Bjarna Braga í Seðlabankanum virðist mikið niðri fyrir um þessar mundir. Hann kemur aftur og aftur fram í fjölmiðlum með þá „kenn- ingu“ sína, að jafn hagkvæmt sé að taka verðtryggð lán innanlands sem erlend lán. Verðtrygging er sem sagt góð og blessuð og kostar ekki neitt. Verðbótaþáttur vaxta, sem er meginhluti ijármagnskostn- aðar, borgar sig sjálfur! Þessa kenn- ingu sína styður hann með röð línu- rita, sem eru reiknuð á hinn skringi- legasta hátt. Þessi línurit hefir hann sýnt tvívegis í sjónvarpi og verið hreykinn af. Hvaða rugl er þarna á ferðinni? Líklega stafar það af því, að Bjarni Bragi hyggur aðeins „raunvexti“ vera vexti, en svo eru nefndir nafn- vextir að frádreginni lánskjaravísi- tölu. Þessir raunvextir eru hins veg- ar aðeins brot vaxtaprósentunnar, sem fyrirtækjum og heimilum er gert að greiða. Ef við lítum yfir sl. 7 ár (1982-88), sem lánskjaravísitalan hefír gilt að fullu, þá er meðal vaxtaprósentan þannig: Verðbótaþáttur vaxta 34,9% á ári Raunvextir ■ _ 6,3%áári Nafiivextir 41,2% á ári. Þessi vaxtaprósenta er ijórum sinum hærri en sú, sem gildir í Bretlandi, en hún var á sama tíma 10,5% að meðaitali. Liggur í augum uppi, að ísienzk fyrirtæki standa höilum fæti í samkeppni við brezk fyrirtæki. Sama gildir um sam- keppni þeirra við kanadísk fyrirtæki á ÍBandaríkjamarkaði. Þau einfald- lega standast ekki samkeppnina, þótt varið sé fé úr ríkissjóði og opinberum sjóðum til styrktar út- flutningsframleiðslunni. Það eru i raun réttri allt niðurgreiddir vext- ir til að halda framleiðslunni gang- andi. Byrðunum er svo velt yfir á almenning í formi skatta og kvaða — til þess eins að fóðra peningapú- kann á lána- og verðbréfamarkaðn- um. En áfram eru fyrirtækin á helj- arþröm. Auðvitað er ódýrara að taka Ián erlendis með 10,5% vöxtum í stað 41,2%. En aðeins um stundarsakir. Lánskjaravísitalan, sem leiðir til Eggert Haukdal okurvaxta, knýr fyrr eða síðar til gengislækkunar. Við það vex ekki aðems lánskostnaður, heldur allur skuldahali útvegsins — og þurrkar ávinninginn út. Lánskjaravísitalan er sveiflu- kennd verðbólguvísitala, sem felur „Lánskjaravísitalan er sveiflukennd verð- bólguvísitala, sem felur ekki í sér neina verð- mætasköpun. Hún er enginn mælikvarði á raungildi peninga.“ ekki í sér neina verðmætasköpun. Hún er enginn mælikvarði á raun- gildi peninga. Raungildi peninga ræðst — eins og raungengi — af samkeppnisstöðu útflutningsat- vinnuveganna. Óáran í landinu í formi gjaldþrota og rekstrarstöðv- ana mun halda áfram og versna, unz þessi vísitöiuófreskja hefír verið afnumin. Læt þess getið í lokin, að ýmsar leiðir eru til að vernda innstæður á sparisjóðsbókum, án þess að það valdi neinum álíka usla og láns- kjaravísitalan. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn íSuðurlands- kjördæmi. Pú tjaldar ekki til einnar nætur ' i*_u: C..JL 1 LjcilUl iíct Skátabúðinni Skátabúðin býður ótrúlegt úrval af íslenskum og erlend- um tjöldum. Allt frá eins manns göngutjöldum til stórra fjölskyldutjalda. Sérþekking okkar í sölu og meðferð á tjöldum sem og öðrum úti- verubúnaði er þín trygging. Við hjá Skátabúðinni viljum geta sagt að „þú tjaldir ekki til einnar nætur" í tjaldi frá okkur. -SMRAR fWMtfR SNORRABRAUT 60 SÍM112045
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.