Morgunblaðið - 15.06.1989, Side 1

Morgunblaðið - 15.06.1989, Side 1
72 SIÐUR B 133. tbl. 77. árg. FIMMTUDAGUR 15. JUNI 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Gorbatsjov vel tekið í Vestur-Þýskalandi Stuttgart og Saarbríicken. Reuter. ** GÍFURLEGUR flöldi safiiaðist saman á aðaltorgi Stuttgart, höfuð- borgar Baden Wiirttemberg, til að fagna Míkhaíl Gorbatsjov Sovét- forseta er hann fór til fundar við Lothar Spaeth forsætisráðherra sam- bandsríkisins i gær. Gorbatsjov fór lofsamlegum orð- um um Spaeth og þegna hans, sem endurgalt hólið, en Spaeth minntist þó á að Þýskaland væri enn skipt í tvö ríki og að þýska kommúnista- ríkið væri lokað með gaddavírsgirð- ingum og Berlínarmúrnum. Sovétleiðtoginn hefur í ferðinni lagt ríka áherslu á samvinnu á tækni- sviðinu og ástæðan þótti augljós er rússneskur glæsivagn konu hans af gerðinni Zil, biiaði skammt frá bíla- verksmiðju Daimler-Benz. „Þeir ættu að fá sér nokkra gamla Benza,“ taut- aði þá einn heimamanna og henti síðdegisblaðið Bild það á lofti í fyrir- sögn: „Gefið Gorba góðan bíl!“ Leiðtoga stúdenta ákaft leitað í Kína Peking og Washington. Reuter. Kínversk yfirvöld tilkynntu í gær að tveir stúdentar af tuttugu og einum, sem eftirlýstir voru fyrir að vera leiðtogar lýðræðishreyf- EFTA: Sviss gerir fyr- irvara um firí- verslun með fisk Svisslendingar höfðu fyrirvara á samþykki á fríverslun með fisk innan EFTA á ráðherrafúndi bandalagsins í Kristianssand í Noregi sem lauk í gær. Að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar, ut- anríkisráðherra, hafði enginn búist við að þetta mál kæmi upp. en það var svo leyst með því að Svisslendingar fá aðlögunartíma fram til ársloka 1992 hvað varðar einstakar vatnafiskstegundir. Ástæðan fyrir fyrirvara Svisslend- inga er sú að þeir vilja ekki fella niður tolla á ferskvatnsfiski á sama tíma og staðið er í ítarlegum viðræð- um við Evrópubandalagið, en nokkuð af vatnafiski er flutt inn til Sviss frá Frakklandi. Niðurstaðan var sú að eins og Finnar fá Svisslendingar undanþágu frá meginreglunni um fríverslun með fisk. Þetta mun þó ekki eiga við um fisk úr söltum sjó. Sjá frétt á síðu 4. ingar stúdenta, hefðu verið hand- teknir og var það framtak systur annars þeirra, að segja til bróður síns, sérstaklega lofað. Kommún- istastjórnin slakar síst á klónni og hefúr auk ofsókna á hendur þeim, sem viðriðnir voru lýðræðishreyf- inguna, rekið tvo bandaríska fréttamenn úr landi. Leiðtoga lýðræðishreyfingar stúd- enta er nú leitað í dyrum og dyngjum í Kína. Þegar sagt var frá handtöku annars stúdentanna í fréttum var systur hans hrósað fyrir að hafa komið upp um hann og mynd sýnd af henni með barn sér á kné. Einnig var sýnt þegar stúdentinn var leiddur í járnum til yfirheyrslu og greint frá því að hann hefði játað „að vera stúd- entaleiðtogi." Bandaríkjastjórn mótmælti brott- rekstri fréttamannanna, en stjórn- málaskýrendur segja bandaríska embættismenn hafa verið óvenju- mjúkmála, þar sem þeir vilji í lengstu lög forðast að láta það mál hafa áhrif á deiluna um andófsmanninn Fang Lizhi, sem leitað hefur hælis í sendiráði Bandaríkjanna. Fang er stjarneðlisfræðingur og þekktur baráttumaður fyrir lýðræðis- legum umbótum í Kína. Hann var reyndar ekki viðriðinn lýðræðishreyf- inguna, sem kínversk stjórnvöld reyna nú að uppræta, en kommúnist- ar telja hann hættulegan hugmynda- fræðing stúdenta. Hann leitaði hælis eftir fjöldamorð kínverska alþýðu- hersins á Torgi hins himneska friðar hinn 4. júní. Ofstopamenn í Uzbekístan handteknir Reuter KGB-herlið hefúr án árangurs reynt að koma á reglu í Sovétlýðveldinu Úzbekístan, en þar hafa þjóðernissinnaðir öfgamenn gert harða hríð að meshketum, sem eru af tyrknesku bergi brotn- ir. Aðrir minnihlutahópar munu nú vera famir að ugga um sinn hag, en sovéskir fjölmiðlar segja að hamfarir illvirkjanna séu enn óhugnan- legri en óeirðirnar í Súmgajt í Azerbajdzhan í fyrra. Sjá frétt á síðu 30: „Minnihlutahópar óttast ofsóknir . . . “ Dönsk ráðgjafanefiid um Færeyjar: Komnar á gjaldþrots- brún í efiiahagsmálum - verði ekki gripið til tafarlauss niðurskurðar og aðhalds Kaupmannahöfh. Frá N. J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. RÁÐGJAFANEFND danska forsætisráðuneytisins í færeyskum mál- efnum telur svo illa komið hjá Færeyingnm, að verði ekki mynduð ný stjórn strax til að glíma við vandann blasi ekkert annað við alvarleg áföll í efnahagsmálum og greiðslukreppa hjá landssjóði. Svo er líka að sjá sem stjórnarkreppan f Færeyjum sé að leysast og virðast sjálfir erfðaQendurnir, Sambandsflokkurinn og Þjóðveldisflokkurinn, ætla að taka höndum saman ásamt Fólkaflokknum í nýjum meirihluta. Ráðgjafar dönsku stjórnarinnar í færeyskum málefnum segja í nýrri skýrslu, að verði stjórnarkreppan ekki leyst nema með nýjum kosning- um geti það haft ákaflega alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið. Á þeim tíma, sem í það færi, yrði ekk- ert gert til að stemma stigu við of- fjárfestingu og ofneyslu og því myndi það óhjákvæmilega leiða til mikillar greiðslukreppu hjá landssjóði Fær- eyja. Flóttamannaráðstefiia SÞ: Nauðungarflutningar lausnin? Genf. Reuter. RÁÐSTEFNA á vegum Sameinuðu þjóðanna um flóttamannavanda heimsins og þá sér i lagi víetnamska flóttamenn, sem meira en 50 ríki tóku þátt í, studdi tillögu um að takmarka straum flóttamanna til Hong Kong og annarra ríkja í Suðaustur-Asíu. Þá lagði ráðstefn- an blessun sína yfír áætlun þess efiiis að fólk, sem talið er vera að flýja kröpp kjör frekar en pólitískar ofsóknir, verði sent til síns heima á ný. Fulltrúar á hinu tveggja daga langa þingi voru ásáttir um að meirihluti þeirra hundruða manna, sem flýja Víetnam daglega, væru ekki að flýja póiitískar ofsóknir líkt og um tvær milljónir manna gerðu fyrir um tíu árum, heldurefnahags- legar staðreyndir. Af þeim sökum bæri að meðhöndla þetta fólk sem hverja aðra ólöglega innflytjendur. í áætluninni er áhersla lögð á að nauðungarflutningar aftur til Víetnam séu ekki inn í myndinni, heldur verði fólkið að samþykkja að snúa aftur. Bretar, Ástralir og sumar Suðaustur-Asíuþjóðir, sem eru þær þjóðir sem mest hafa haft af flóttamannavandanum að segja, telja hins vegar þennan fyrirvara út í hött, þar sem fram að þessu hafi aðeins 160 manns fallist á að snúa heim aftur. Telja þeir óhjá- kvæmilegt að til nauðungarflutn- inga komi, en í áætluninni er ráð fyrir þeim gert sem síðasta úr- ræði, takist ekki að fá fólk til þess að fara til síns heima með friði fyrir október. Sir Geoffrey Howe, utanríkisráð- herra Bretlands, sagði ráðstefnunni á fimmtudag, að nauðungarflutn- ingar væru eina lausnin. Benti hann á að í Hong Kong bættust daglega um 400 flóttamenn í hóp þeirra 55.000, sem fyrir eru og engin leið er að koma fyrir. A blaðamannafundi vildi Sir Geoffrey þó ekki svara því hvort þetta þýddi Reuter Búddamunkar fóru í hungair- verkfall fyrir utan ráðstefiiusal- inn til að biðja víetnöniskum flóttamönnum griða. að Bretar hygðust hrinda bátum flóttafólks aftur úr vör jafnskjótt og þeir lentu. Á fyrsta ársþriðjungi fóru útgjöld landssjóðsins nærri 400 milljónum ísl. kr. fram úr tekjum mánaðarlega enda var tekjuhlið fjárlaganna stór- lega ofmetin og lítill hemill hafður á útlátunum. Þar við bætist, að lands- sjóðurinn er í ábyrgð fyrir lánum jafnt til atvinnulífsins sem íbúðareig- enda, sem ekki geta staðið í skilum, og mun sá skellur líklega kosta hann allt að 3,7 milljarða ísl. kr. á þessu ári. I fjárlögunum er hins vegar að- eins gert ráð fyrir 745 millj. kr. Landsstjórnin missti meirihlutann þegar Sjálfstýriflokkurinn gekk úr skaftinu og vildi ekki styðja sparnað- artillögur samstarfsflokkanna, Fólkaflokksins, Þjóðveldisflokksins og Kristilega þjóðarflokksins, og tók þá Jogvan Sundstein lögmaður strax upp viðræður við Sambandsflokkinn og Jafnaðarmannaflokkinn. Lengi leit þó út fyrir, að ekki yrði hjá nýj- um kosningum komist. Nú hafa mál hins vegar skipast á þann veg, að Sambandsflokkurinn vill í stjórn þótt ekki sé enn ljóst hvernig honum og Þjóðveldisflokkn- um tekst að lynda saman. Sá síðar- nefndi vill taka úr höndum Dana sem flest mál, til dæmis þjóðkirkjuna, lögregluna og dómstólana, en sá fyrrnefndi vill fara sér hægt í þeim efnum. Raunar er fullyrt, að í viðræð- um sambandsmanna við hina flokk- ana, Fólkafiokk og Þjóðveldisflokk því að kristilegir verða ekki með, hafi þeir krafist þess, að allt tal um aukna sjálfstjórn Færeyinga verði iátið niður falla. Þessir þrír flokkar hafa 21 mann af 32 á Lögþinginu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.