Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBlAÐll) ?7MMTUDAQUR 15, JÚNÍ ,1989 Iðngarðar hf. Aðalfundur Aðalfundur Iðngarða hf. verður haldinn í Skeifunni 17, 3. hæð, fimmtudaginn 29. júní kl. 17.00. Dagskrá: 1. Lagabreytingar. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Ráðstefna Nokkrar sumarbústaða- lóðirtil leigu í landi Syðribrúar í Grímsnesi. Upplýsingar í síma 98-22613 eftir kl. 20. Verslunin sem vantaði Viljum kaupa vel með farin skrifstofuhús- gögn, þá helst skrifborð, stóla og skápa. Einnig tökum við tölvur, ritvélar, búðarkassa, leðurstóla og sófa ásamt ýmsu fleiru í um- boðssölu. Mikil eftirspurn, örugg sala. ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuhúsnæði óskast Traust fyrirtæki óskar að taka á leigu skrif- stofuhúsnæði á góðum stað í borginni. Skil- yrði er að þar sé rúmgott bifreiðastæði. Stærð 100-120 fm. Upplýsingar um staðsetningu og leiguverð sendist blaðinu fyrir 25. júní merktar: „Skrif- stofa - 14777“. Q SQftlJORRE HG boðar til ráðstefnu og sýningar á Natur- al/Adabas fyrir einmenningstölvur í Kristals- sal Hótels Loftleiða fimmtudaginn 15. júní 1989. Dagskrá ráðstefnunnar: 13.20 Setning: Dr. Jón Þór Þórhallsson, forstjóri SKÝRR. 13.30 Nýjungar í ISA (Intergrated Software jArchitecture): Peter Page, forstjóri Software AG. 15.00 Skrifstofuhugbúnaður: Gareth Jones, sölufulltrúi Software AG, Bretlandi. 16.00 Kaffihlé. 16.15 Kynning á Natural Process og Natur- al Operation: Len Jenkinson, forstjóri Software AG, Bretlandi. 17.15 Lokaorð: Jóhann Gunnarsson, deildarstjóri fjár- laga- og hagsýslustofnunar. Natural/Adabas (PC Natural)- fyrir einmenn- ingstölvur verður til sýnis á ráðstefnunni. Þátttaka tilkynnist í síma 695165. Nauðungaruppboð þriðja og síöasta fer fram á eignunum sjálfum föstudaginn 23. júní 1989 sem hér segir: Kl. 14.00, Smárabraut 2, Höfn, þingl. eign Flosa Ásmundssonar, eftir kröfum veðdeildar Landsbanka (slands, Klemenzar Eggertsson- ar, hdl., Innheimtumans rikissjóðs, Magnúsar Sigurðssonar, Lífeyris- sjóðs Austurlands og Landsbanka (slands. Kl. 16.00, Meðalfelli í Nesjahreppi, þingl. eign Guörúnar Rögnu Val- geirsdóttur og Einars J. Þórólfssonar. Uppboðsbeiðendur eru veðdeild Landsbanka tslands og Lífeyrissjóð- ur Austurlands. Sýslumaðurinn I Austur-Skaftafellsýslu. Verslunin sem vantaði, Skipholti 50b, sími 627763. Nemendur í Háskóla íslands athugið! í tengslum við NORDPLUS-áætlunina um kennara- og nemendaskipti milli háskóla á Norðurlöndunum stendur einum nemanda við Háskóla íslands til boða styrkur til eins misseris náms í „Humanistisk International Basisuddannelse“ við Háskólann í Hróar- skeldu háskólaárið 1989/90. Umsóknarfrestur er til 26. júní nk. Upplýsingar eru veittar í síma 694311 milli kl. 11.00-12.00 virka daga. Sumarmarkaður Opnum fljótlega landsins stærsta sumar- markað á besta stað (sala á fatnaði, leik- föngum, gjafavörum, matvælum, sælgæti o.fl.). Básar til leigu. Frábær auglýsingaáætlun. Upplýsingar í síma 652930. FLUGLEIÐIR Hluthafar Flugleiða Stjórn félagsins minnir hluthafa Flugleiða á, að forgangsréttur þeirra til þess að skrifa sig fyrir nýjum hlutum, vegna aukningar á hlutafé félagsins, gildir til 19. júní næstkomandi. FELAGSSTARF Sjálfstæðisfólk - Húsavík Sjálfstæðisfélag Húsavíkur heldur fund fimmtudaginn 15. júní kl. 20.30 á Hótel Húsavík. Halldór Blöndal og Eyjólfur Konráð Jónssson hafa fram- sögu og svara fyrir- spurnum. Allt stuðningsfólk Sjálf- stæðisflokksins velkomið. Kvöldvaka á Laugarvatni 16. júnf Kvöldvaka á léttu nótunum með píanóleik, vísnasöng, fjöldasöng, glensi og gamni verður í samkomusal Hótels Eddu i Húsmæðraskó- lanum á Laugarvatni föstudaginn 16. júní kl. 21.00. Takiö þátt í kvöld- skemmtun upp á gamla móðinn og syngið með. Islandica, Einar Markússon, pianóleikari, Árni Johnsen og fleiri. Gömul og ný lög, Oddgeir, Ási í Bæ og hinir strákarnir. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins og sjálfstæðisfélögin á Suðurlandi. Týr tekur Barðaströnd ífóstur Föstudaginn 16. júní fer Týr, félag ungra sjálfstæðismanna í Kópa- vogi, i gróðursetningarferð á Barðaströnd. Lagt verður af stað frá Hamraborg 1 kl. 15.00. Gist verður á Eyri í Kollafirði, Austur-Barða- strandarsýslu. Dagskráin er þessi: Föstudagur: Lagt af stað frá Hamraborg kl. 15.00 og farið með Akraborginni til Akraness kl. 15.30. Komið á Barðaströndina kl. 22.30. Laugardagur: Gróðursetning hefst víðs vegar á Barðaströndinni kl. 11.00. Úrvals- lið Týs fer á firöina og afhendir trjáplöntur kl. 14.00. Þjóöhátíðar- kvöldverður verður snæddur kl. 19.30 og skemmtun fram eftir kvöldi. Sunnudagur: Gróðursetningu haldið áfram til kl. 13.00, en þá er slappað af og feguröar Vestfjarða notið. Lagt verður af stað í bæinn um kl. 17.00. Þeir, sem vilja taka þátt í ferðinni, hringi sima 40472. Sjáumst hress. Hlutabréfadeild. Stjórn Týs. ¥ ÉLAGSLÍF Hjálpræðisherinn Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Jórunn Erla Stefánsdóttir talar. Allir velkomnir. Þórsmörk - vinnuferð Sjálfboðaliðasamtök um nátt- úruvernd efna til sjálfboðavinnu í Þórsmörk 21.-28. júní í sam- vinnu við Ferðafélag íslands. Haldið verður áfram við lagfær- ingu stígsins upp á Valahnúk. Allir velunnarar Þórsmerkur eru hvattir til þátttöku. Farið verður I Þórsmörk miðvikudaginn 21. júni kl. 8.00 og föstudaginn 23. júní kl. kl. 20 og til baka sunnu- daginn 25. júni kl. 15 og miöviku- daginn 28. júní kl. 15. Gist verður í skála Ferðafélags- ins. Ferðir og gisting er ókeypis og matarinnkaup sameiginleg. Nánari upplýsingar og skráning þátttakenda er hjá Margréti Jónsdóttur í síma 82811 á dag- inn en hjá Jóhönnu Magnús- dóttur i síma 680019 á kvöldin. útívist Helgarf erftir 16.-18. júní 1. Þórsmörk - 17. júní ferð. Gistiaðstaðan í Básum er eins og best gerist i óbyggðum. Til- valið fyrir fjölskyldufólk sem og aðra, að halda upp á þjóðhátíð- ardaginn í Mörkinni. Gönguferöir við allra hæfi. Munið sumarleyfi í Þórsmörk. Fararstjóri: Bjarki Harðarson. 2. Vestmannaeyjar. Með skipi til Eyja. Góð svefnpokagisting. Gönguferðir um Heimaey. Báts- sigling í kringum eyjuna. Far- arstj. Fríða Hjálmarsdóttir. 3. Langavatn - Hftardalur. Bákpokaferð. Góð æfing fyrir sumarið. Dagsferö í Hítardal kl. 8 sunnudaginn 18. júní. Far- arstj. Egill Pétursson. Uppl. og farm. á skrifst., Gróf- inni 1, símar: 14606 og 23732. Vestfirsk sólstöðuferð 21.-25. júní. Isafjaröardjúp, Drangajök- ull, Æðey, Reykjanes, Ingjalds- sandur. Fjölbreytt hringferð um Vestfiröi. Útivist, ferðafélag. ( kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma í Þríbúöum, Hverfisgötu 42. Mikill almennur söngur, kórinn tekur lagið. Samhjálparvinir gefa vitnisburði mánaðarins. Allir velkomnir. Samhjálp. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTú 3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferðir Ferðafélags- ins16.-18.júní: 1) Þórsmörk. Gönguferðir við allra hæfi með fararstjóra. Gist í Skagfjörðsskála/Langadal. Fyrsta dagsferð sumarsins til Þórsmerkur verður farinn mið- vikudaginn 21. júní kl. 08.00. Sumarleyfi hjá Ferðafélaginu í Þórsmörk er skemmtileg til- breyting og ódýrt. Öll aðstaöa f Skagfjörösskála er sú besta sem völ er á í óbyggðum. Við skipuleggjum ferðir sem henta. Leitið upplýsinga á skrifstofu F.í. 2) Mýrdalur - Heiðardalur - Dyrhólaey - Reynishverfi. Gist í svefnpokaplássi á Reynis- brekku. Möguleiki á bátsferð frá Vík í Dyrhólaós. Brottför i helgarferöirnar er kl. 20.00 föstudag. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofunni, Öldugötu 3. Ferðafélag Islands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir Ferðafélagsins Laugardaginn 17. júni - kl. 10.00 - Selvogsgatan. Gengið frá Bláfjallavegi vestari um Grindaskörð, Hvalaskarð, vestan Urðarfells, um Katla- brekkur að Hlíðarvatni i Selvogi. Verð kr. 1.000,- Sunnudaginn 18. júní - kl. 13.00. Eldvörp (gömul htaðln byrgl) - Staðarhverfi. Ekið að Svartsengi og gengið sem leið liggur að Eldvörpunum og síöan áfram um Sundvörðu- hraun i Staðarhverfi vestan Grindavíkur. Verð kr. 1.000. Miðvikudaginn 21. júnf - kl. 20.00. ESJA - sólstöðuferð. Gengið frá Esjubergi á Kerhóla- kamb (856 m). Fólk á eigin bílum velkomið með. Verð kr. 600,- Föstudaginn 23. júní - kl. 20.00. - Jónsmessunæturganga. ATH.: Ferðafélagið hefur áhuga á að festa kaup á jeppakerru í sæmilegu ástandi og má þarfn- ast smávegis viðgerðar. Þeir sem vilja selja eina slíka fyrir lítið verð hringi í síma 19533 og 11798. ATH: Dagsferö til Þórsmerkur miðvikudaginn 21. júní, kl. 08.00. Verð kr. 2000.- Feröafólag íslands. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Samkoma í tjaldinu við Folda- skóla í kvöld kl. 20.30. Skipholti 50b, 2. hæð Samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Fríkirkjan, Hafnarfirði Aðalsafnaðarfundur Aðalsafnaðarfundur verður haldinn fimmtudaginn f næstu viku 22. júní kl. 20.30. Fundurinn verður i Safnaðarheimili kirkj- unnar. Venjuleg aðalfundarstörf. Safnaðarstjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.